Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft hálfan daginn (kl. 1—5) til ýmissa skrif- stofustarfa, s.s. útskrift reikninga o fl Umsóknir sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 10 nóv n.k merkt „Hálfs- dagsstarf — 2578". Saumakonur Konur vanar saumaskap óskast strax Módel Magasín h. f. Tunguháls 9. Árbæjarhverfi. Sími 85020. Framkvæmdastjóri Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra yfir framleiðsludeild. Skrif- legar umsóknir sendist Mbl. fyrir 1 0. nóv merkt: „framkvæmdastjóri — 2576" Starfskraftur óskast til pressunar og frágangsstarfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar gefur verkstjóri, Sohdo, Bolholti 4. Skrifstofumaður Utflutningsstofnun í miðborginni óskar að ráða nú þegar skrifstofumann til al- mennra skrifstofustarfa. Umsækjandi þarf að hafa staðgóða þekk- ingu á bókhaldi og hafa lokið verzlunar- skólaprófi, eða öðru sambærilegu prófi. Tilboð merkt: „Útflutningsstofnun 2499" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m. IBM á Islandi óskar að ráðafólk til eftir- talinna starfa: r I tæknideild Starfssvið: Viðhald og tæknileg umhirða gagnavinnsluvéla. Óskað er eftir að um- sækjandi hafi reynslu í meðferð rafeinda- tækja og véla og sé vel læs á ensku. Starfsþjálfun fer fram hér og erlendis. í söludeild Starfssvið: Skipulagning og sala á verk- efnum fyrir tölvuþjónustudeild okkar. Við erum hér að leita að starfskrafti sem hefur góða undirstöðumenntun og starfs- reynslu á viðskiptasviði. í fyrstu er starfið aðallega fólgið í námi hér og erlendis. í kerfisfræðideild Starfssvið: Skipulagning á verkefnum fyrir tölvur ásamt kennslu og leiðbeining- um fyrir starfsfólk viðskiptamanna okkar. Æskilegt að umsækjandi hafi lokið há- skóla- eða tækniskólanámi. I fyrstu er starfið aðallega fólgið í námi hér og erlendis. r I tæknideild Starfssvið:Umsjón varahlutabirgða fyrir gagnavinnsluvélar, þar með afgreiðsla á varahlutum til tæknimanna, vinnsla á pöntunum og gerð toll- og innflutnings- skjala. Umsækjandi þarf að hafa menntun á verzlunarsviði og nokkra enskukunnáttu. Fyrir námfúst fólk, sem hefur góða fram- komu, hæfileika til samstarfs og getur komið orðum að hugsun sinni, er hér um að ræða vel launaðar stöður við góð starfsskilyrði Vinsamlegast sækið umsóknareyðublöð á skrifstofu okkar að Klapparstíg 25 — 27, þriðju hæð. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. nóvember n.k. Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir fólki til starfa við skóladag- heimili, sem taka mun til starfa i byrjun janúar 1 97 7 Óskað er eftir forstöðu- manni/konu með uppeldisfræðilega menntun (fóstru kennara) og starfsfólki m.a. við mótuneyti. Nánari upplýsingar verða veittar á Félags- málastofnun Akureyrar, Geislagötu 5, sími (96 — )21000 Skriflegar umsóknir skulu hafa borist fyrir 25. nóv. n.k. Aðstoð verður veitt við útvegun húsnæðis á Akureyri, ef þörf er. íslenzka Álfélagið óskar eftir að ráða Véltækni- menntaðan mann til starfa í verkáætlanadeild vorri í Straumsvik. Starfið er einkum fólgið í gerð verkáætlana, bilanaleit og annarri tækniaðstoð við verkstæði, áætlun vara- hlutanotkunar, eftirlit með verkfram- kvæmdum og hönnun. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, sími 52365 Umsóknareyðublöð fást í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 1 2. nóvember 1976 i pósthólf 244, Hafnar- firði. íslenzka Álfélagið h. f. Straumsvík. VANTAR ÞIGVEMNU VANTAR ÞIG FÓLK AULLYSINGA SÍMINN ER: 22480 raðaugiýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Útgerðarmenn Til sölu er lítið notuð lína og línubalar. Á sama stað eru einnig til sölu franskir toghlerar 400 kg. Upplýsingar í sírr.cj 97-5661. húsnæöi óskast Lagerhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu lagerhúsnæði í Austurbænum, helst í Ármúlahverfi. CHHHÞ- , Hallarmúla 2, sími 832 1 1. Hjólhýsaeigendur Getum tekið hjólhýsi og vélbáta í geymslu í gott og upphitað húsnæði í Garðabæ. Timburiðjan h. f. símar 53489 og 40446. Bátur óskast á leigu Vanur skipstjóri óskar eftir að taka bát á leigu í vetur til netaveiða. Tilboð sendist Mbl. fyrir 12 þ m. merkt: Bátur — 2631 Veiðifélag Fellsstrandar Dalasýslu Býður út laxveiðiár sínar: Kjallaksstaðaá, Flekkudalsá og Tunguá til stangveiði á næsta sumri. Réttur áskilin að taka hvaða tilboði sem er. Tilboðum sé skilað fyrir 20. nóvember til Þorsteins Péturssonar Ytra-felli. Sím- stöð Staðarfell. Nauðungaruppboð að kröfu Ara ísbergs hf R manns ríkissjóðs verða kýlvél HD 20, Weí ./Oisög, H0I7 kantlímingarpressa og spónlagningaprest 'Har é .*auð- ungaruppboði er haldið verður í Tréiðjunm 37, Njarðvík föstudsginn 12. nóv. n.k. kl. 14 Uppboðshaldarinn.i Njarðvík. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.