Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 VIÐSKIPT Umsjón: Pétur J. Eiríksson I>ýzk verkalýdsfélög: Eru eins og lömb en gera það gott UM leið og efnahagur annarra ríkja er að hruni kominn, þá ræða vestur-þýzkir sérfræðingar með sér hvort hagvöxtur í Sambandslýðveldinu á næsta ári verði 5'/2% eða „aðeins" 3—4%. Fimm helztu hagrannsóknastofnunum landsins, sem gera sameiginlega skýrslu um ástand efnahagsmála á hverju vori og hausti, hefur að þessu sinni ekki tekizt að koma sér saman um sameiginlegt álit. Fjögur þeirra hafa komið sér saman um að spá öllu góðu en það fimmta. sem er I Essen og er I nánu sambandi við atvinnurekendur, bætti við svartsýnna minnihlutaáliti. En merkja ber að það, sem álitið er svartsýni í Vestur-Þýzkalandi er bjartsýni annars staðar I Vestur-Evrópu. Þetta ár byrjaði vel I Vestur Þýzkalandi en með sumrinu varð efnahagsbat- inn hægari. Sérstaklega dró úr fjárfestingum. Flestar hagrannsóknastofnan- irnar álíta að hér sé aðeins um tlmabundinn skúr að ræða, en þeir I Essen eru ekki eins vissir um það. Allir eru sammála um að launahækkanir á næsta ári muni skipta skópum fyrir efnahagslífið. en bjartsýnismennirnir állta að allt að 7% hækkanir geti vel gengið. Svartsýnismennirnir I Essen segja hins vegar að svipaðar hækkanir og voru í ár, 5—6'/2%, séu of miklar, þvl að auka verði hagnað. Þýzku stéttarfélögin, en hagfræðingar þeirra standa ekki öðrum að baki, hafa tekið þann kostinn að setjast niður og biða. Árlegar samningaviðræður byrja venjulega um þetta leyti og standa stundum yfir fram á vor. Stáliðju- verkamenn, sem að venju eru fyrstir, hafa þegar lagt fram kröfu um 8’/2% plús aðrar bætur. Segja vinnuveitendur að heildarkröfur samsvari 12% kauphækkun. En þar sem ástand stáliðnaðarins er ekki upp á það bezta þessa stundina. þá er stáliðjuverkamönnum ekki um það gefið að þurfa að leiða samningaviðræðurnar nú eins og á góðu árunum. Þeir halda þvi að sér höndum. Aðrir málmiðnaðarmenn gera liklega slikt hið sama. Samtök opinberra starfsmanna, undir leiðsögn Heinz Kluncker, minnast þess fyrir þrem árum, þegar þau komu öllum á óvart og ekki slzt sjálfum sér með þvi að ná 11% launahækkun úr kjarasamningum. Lögðu þau um leið línuna fyrir aðrar starfsstéttir. En að þessu sinni heldur Kluncker aftur af sér. og kveðst ætla að bíða og sjá útkomuna hjá hinum. Halli á ríkisbúskapnum verður næstum 60 milljarðir marka (480 milljarðir isl. kr.) og það skýrir kannski litillætið Auk opinberra starfsmanna og málmiðnaðarmanna verða námumenn. bygginga og efnaiðjustarfsmenn með lausa samninga i april. En forseti alþýðusambandsins Heinz Oskar Vetten hefur ráðið félögum sinum að biða átekta og sjá hvernig rætist úr atvinnu (nú eru meir en 1 milljón manna atvinnulaus) næsta vor áður en þeir festa samninga. Ef þeir semja ekki um rétta hækkun, þá eru þeir með bundnar hendur i eitt ár (nema mikill fjörkippur geri þeim kleift að semja um hækkun á miðju ári). Næsta vor ættu horfurnar i efnahagsmálum vera farnar að skýrast. Einn liður jöfnunar er þó Ijós: svo fremi sem olluhækkanir eða önnur stórslys verða ekki, þá verður verðbólgan á næsta ári 4—4V4%. GEYSILEG aukning hefur oróið á undanförnum árum á útflutningi bifreiða frá Japan. Hafa Japanir aðeins á örfáum árum lagt undir sig stóran hluta markaðarins fyrir fólksbfla á Vesturlöndum. Þetta hefur vakið ugg á meðal evrópskra og bandarfskra bflaframleiðenda og hafa jafnvel verið uppi kröfur um að innflutningshömlur verði settar á japanska bfla og á það gjarnan bent að þeir njóti óeðlilegrar sam- keppnisaðstöðu vegna þess að gengi Yensins sé skráð of lágt. Nú sfðast fyrir rúmri viku krafðist aðalforstjóri Peugout-fyrirtækisins f Frakk- landi að stjórnin gripi til aðgerða til að vernda franskan bflaiðnað gegn japanskrí samkeppni. En ekkert lát virðist vera á aukningu bflaútflutnings frá Japan og á fyrsta helmingi þessa árs jókst hann um hvorki meira né minna en 42,2% miðað við sama tfmabil f fyrra. Þar af var aukning á sölu fólksbfla 39,5%. Tölur um innflutning japanskra bfla til lslands endurspegla þessa þróun, en frá árinu 1970 til fyrstu sex mánaða þessa árs hefur hlutur japanskra fólksbfla af heildarinnflutningi fólkshfla vaxið úr 2.3% í 20.2%. Er hér um að ræða bfla af gerðinni Toyota, Datsun, Mazda, Lancer, Honda, Subara og Gallant. Tölulegar upplýsingar eru frá Hagstofu tslands. Ein f jögurra plastbræðslusamstæða Hampiðjunnar. Uppsagnir í finnskum skógum NÆSTSTÆRSTA íðnfyrir- tæki Finnlands, sem aðal- lega starfar á sviði trjávöru- framleiðslu hefur tilkynnt að það verði að segja upp 13.000 starfsmönnum með ákveðnu millibili í nóvem- ber, desember og janúar og endurráða þá svo aftur eftir 10 daga. Samkvæmt fram- leiðsluáætlunum fyrirtækis- ins Enso-Gutzeit Oy verður öll framleiðsla lögð niður í 2 til 4 vikur þessa þrjá mánuði. Að auki munu laun háttsettra yfirmanna verða lækkuð um 30% i einn mánuð. Ástæðan fyrir þessu er vaxandi kostnaður og miklar launakröfur stéttar- félaga en finnski trjávöru- iðnaðurinn á í miklum erfið- leikum þar sem útflutnings- markaðurinn á Vestur- löndum hefur ekki ennþá náð sér á strik eftir tvö sam- dráttarár. Hampiðjan hefur fram- leiðslu á plaströrum HAMPIÐJAN hefur f hyggju að auka fjölbreytni starfseminnar með þvf að hefja framleiðslu á plaströrum. Er áætlað að framleiðslan komist f gang upp úr áramótum, en hér er um að ræða þrenns konar rör: skólprör f jörð, niðurfallsrör f veggjum og rafmagnsrör. Fyrirtæk- ið hefur keypt þekkingu frá þýzka fyrirtækinu Omniplast, en það er eitt helzta fyrirtækið á þessu sviði f Evrópu og þekkt hérlendis m.a. fyrir gráu „rot-strich“ rörin. Eins og kunnugt er framleiðir Hampiðjan nú alls kyns garn, kaðla, fiskilinur og net, mest- megnis úr plastkornum, en röra- gerðin mun koma þearri starfsemi til viðbótar. Reyndar er ekki um ólík svið að ræða, þar sem fram- leiðsluaðferðirnar eru í grund- vallaratriðum þær sömu, þ.e. að afurðirnar eru mótaðar úr plast- kornum. Þá mun fyrirtækið geta nýtt eldri hráefnasambönd sfn þar sem sami aðili gæti selt hrá- efni til röraframleiðslunnar og veiðarfæraframleiðslunnar. Nú er engin framleiðsla í land- inu á múffuðum skólp- og niður- fallsrörum úr þessum efnum, þannig að samkeppnin verður að- allega við innflutning svo og steinrör, sem nú eru notuð í grunnlagnir. I ár eru plaströr f fyrsta sinn leyfð I grunnlagnir af mörgum sveitarfélögum m.a. Reykjavikurborg. Með tilkomu plaströra hafa steinrör i minni sverleikum, þ.e. að 160 m/m þver- máli, nær gersamlega horfið úr notkun á 2—3 árum I nágranna- löndum okkar, að sögn Gunnars Svavarssonar, viðskiptafræðings hjá Hampiðjunni. Þrátt fyrir hag- kvæmari rekstrareiningar er- lendra framleiðenda telja for- ráðamenn Hampiðjunnar sig verða samkeppnishæfa, hvað verð snertir þvi að flutningskostnaður erlendu vörunnar er hár vegna þess hvað hún er fyrirferðarmikil en létt. Innlendi heildarmarkaðurinn fyrir allar fyrrgreindar rörateg- undir mun að áliti Hampiðju- manna vera um 400 tonn, að verð- mæti um 120 milljónir króna og gera þeir sér vonir um að ná um helmingi hans. Fyrirtækið fær vélar til þessar- ar nýju framleiðslu í desember, en kostnaðarverð þeirra verður um 65—70 milljónir. Til að mæta þessum stofnkostnaðí fæst lán úr Iðnþróunar- og Iðnlánasjóði, en einnig er þar gert ráð fyrir eigin fé, sem væntanlega verður aflað með útboði nýs hlutafjár á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að bæta þurfi við 6—7 starfsmönnum. Vegna mikillar afkastagetu vél- anna verða þær aðeins hálfnýttar fyrstu arin, sem þýðir, að þær ganga aðeins hluta úr ári, en plastbræðsluvélar krefjast þess að unnið sé allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að salan á plaströrum verði um 10% af heildarveltu Hampiðjunnar. Launastefna:, Ráð við atvinnuleysi og halla á greiðslujöfnuði Rætt við Arne Lund, fram- kvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands Danmerkur „í MÖRGUM Evrópulönd- um eins og Bretlandi, Ítalíu og Danmörku er efnahagsástand með þeim hætti, að bæði er um að ræða alvarlegt atvinnu- leysi og halla á greiðslu- jöfnuði við útlönd. Þetta ástand er merkilegt að því leyti, að vandamálin kalla á aðgerðir, sem hafa gagn- stæða verkan,“ sagði Arne Lund, framkvæmdastjóri danska vinnuveitendasam- bandsins f samtali við Morgunblaðið um launa- stefnu. Hann var staddur hér um síðustu helgi og flutti þá meðal annars fyr- irlestur um launastefnu, sem hefur verið mjög uppi á teningnum í flestum löndum Vestur-Evrópu að undanförnu. Áður en Arne Lund hóf störf hjá vinnu- veitendasambandinu var hann m.a. prófessor í hag- fræði við háskólann f Árós- um og starfaði sfðan hjá hagdeild Evrópuráðsins í Strassborg. „Til þess að draga úr atvinnu- leysi þarf að beita þenslustefnu, sem felur í sér lækkun óbeinna skatta, lægri vexti, opinbera út- gjaldaaukningu og fleira“ sagði Lund. „En þessi stefna leiðir til meiri halla á greiðslujöfnuði. Til þess að koma lagi á greiðslujöfn- uðinn, þarf hins vegar að beita samdráttarstefnu, hækkun vaxta og óbeinna skatta og minnkun op- inberra útgjalda. Venjulegar að- gerðir gegn þessum tveim vanda- máum vinna því hver gegn ann- arri. Eina leiðin, sem eftir er og sem getur komið atvinnuástandi og greiðslujöfnuði i eðlilegt horf, er stjórnun á tekjum, þannig að þær hækki ekki meir en framleiðslan eykst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.