Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 31 Rauðir undir rauða strikið Þann 16. október hófst flug Cargolux með 20 risastóra Ijósastaura sem nota á við hátíðarhöld pilagrima i Mecca. Alls þarf að fljúga 8 ferðir með staurana. Þeir eru settir saman úr þrem hlutum og verða 36 metra háir. Þeim er ætlað að lýsa upp hliðarnar i kringum hina helgu borg múhameðstrúar- manna. Staurarnir eru smiðaðir i Frakklandi en Cargolux flýgur méð þá í CL-44 flugvélum til Jiddah. Þaðan eru þeir keyrðir til Mecca. Einstakir hlutar stauranna eru 12 metra langir og mest ummál þeirra er 1.95 metrar. Stærstu stykkin vega 8 tonn hvert. Verðbólga og arabísk olía VERÐBÓLGAN í heimin- um réttlætir ekki nema 7.8% verðhækkun á hrá- oláu frá aðildarrikjum OPEC á fundi samtakanna í desember, samkvæmt at- hugun, sem olíurannsókna- sjóður i New York hefur gert. Er það niðurstaða skýrslu sjóðsins, The Petroleum Industry Research Foundation, að verðhækkun á innflutn- ingsvörum OPEC-ríkjanna réttlæti 2.7 til 7.8% hækk- un á olíu. Leiðtogar OPEC landa hafa gefið í skyn að olíuverð verði hækkað um 10—15%, sem á næsta ári mundi veita þeim 12 milljarða dollara í tekju- aukningu. í skýrslunni seg- ir að verð á innflutnings- vörum OPEC-landanna hafi ekki hækkað um meir en 2.7%, frá þvi í október 1975 til október 76. Styrk- ur dollarans (olíuverð er reiknað í dollurum) hefur verndað OPEC löndin gegn innfluttri verðbólgu. HEILDARVIÐSKIPTAHALLI kommúnistarfkja ( Evrópu og Asfu hefur á einu ári rokið upp úr 4 milljörðum Bandarfkjadala 1974 f 10 milfjarða 1975, sam- kvæmt skýrslu Almenna tofla- og viðskiptasambandsins, GATT, sem birt var á miðvikudag. Inn- flutningur kommúnistarlkjanna jókst um 23% f fyrra en útflutn- ingur um 16%. Ef aðeins er litið á viðskiptahalla Sovétrfkjanna og Austur-Evrópuríkja gagnvart Vesturlöndum, þá varð hann 11 milljarðir dala f fyrra en var 4.8 milljarðir 1974. Námskeið um fjár- mál fyrirtækja A MÁNUDAGINN hefst nám- skeið Stjórnunarfélagsins um fjármál fyrirtækja og er það fyrra námskeiðið af tveim hliðstæðum. Markmið námskeiðsins er að veita þjálfun í að meta afkomu og fjár- hagslega stöðu fyrirtækis og að auki að kynna gerð fjárhagsáætl- ana, þ.e.a.s. áætlana um rekstrar- afkomu, um sjóðshreyfingar og um þróun efnahags í þeirri trú að hægt sé á tiltölulega skömmum tíma að ná tökum á mjög gagn- legri tækni við stjórnun fyrir- tækja. Leiðbeinandi á námskeið- inu, sem stendur í sex daga, sam- tals 24 klukkustundir, er Árni Vilhjálmsson prófessor. Eins árs ábyrgd — ekki minna VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur átt viðræður við full- trúa Verzlunarráðs íslands, Félags Isl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtaka Islands og Félags islenzkra iðnrek- enda um ábyrgðartima vara. Hafa þessi samtök fallist á að beita sér fyrir því við félagsmenn sína að ábyrgðar- timi varanlegra neyzluvara verði ekki skemmri en eitt ár i samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup. Ákvæðum þeirra laga skal þó aðeins beita, þegar ekki er um annað samið. Styttri ábyrgðartími hefur því tíðkast í ýmsum tilvikum og hefur ósamræmis gætt. Samkomulag ráðu- neytisins við samtökin að ofan á einkum að ná til varnings eins og húsgagna, heimilistækja og annarra rafmagnsvara, teppa, úra og skartgripa. Samkomulagið nær hins vegar ekki til bíla. Arne Lund En tekjustefna er erfið við- fangs. Vinnulaun eru mikilvæg- asti þáttur tekna í okkar þjóðfé- lagi og mikill áhrifaliður í efna- hagskerfinu. Hækkun vinnutekna leiðir til hækkunar annarra tekna, þannig að ef laun hækka um 10% hækka aðrar tekjur um 10%. Um það bil 80% heildar- tekna í þjóðfélagi eins og okkar eru vinnutekjur og til að geta stýrt þeim þarf að búa til tekju- kerfi. Það var fyrst gert í Danmörku í marz 1975, þegar kjarasamninga- viðræður aðila vinnumarkaðarins voru farnar út um þúf ur. Lagt var fram á þingi frumvarp um launa- stýringu, sem varð að lögum. 1 kjölfar þeirra laga féll árlegur launastígandi úr 20% á ári í 12%. Sambærilegur launastlgandi I Vestur-Þýzkalandi var þá 6%. 1 ágúst sfðast liðnum voru ný úrræði f efnahagsmálum lögð fram í þinginu, sem fólu í sér að fyrrgreind launastýring, sem á að falla úr gildi næsta vor, héldi áfram f 2 ár og að launastígandi yrði helmingaður niður í 6% og þar í eru innifalin 2% vegna vísi- töluhækkana. I Danmörku hafa aðilar vinnu- markaðarins fallizt að,,tnestu á launastefnu, þar sem litið hefur verið á hana sem neyðarúrræði vegna alvarlegra vandamála. Hins vegar höfum Við ekki ennþá feng- ið að sjá beinan árangur stefn- unnar, þvf hann er lengi að koma í ljós. Ein afleiðing launastefnu er að eðli samtaka launþega og vinnu- veitenda breytist. Hún krefst samstarfs og kallar fram sam- vinnuvilja hjá samtökunum. önn- ur vandamál eru að launastefna jaðrar við korporatisma, sem skapar þá hættu að kaup og kjara- ákvarðanir verði aðallega í hönd- um stjórnmálamanna en ekki samtaka launþega og vinnuveit- enda. Annað vandamál er hættan á að laun og verðlag f þjóðfélag- inu læsist föst. Launa- og verð- lagskerfið verða að vera hreyfan- leg ef frjálslynd efnahagsstefna á ekki að líða undir lok. En launastefna getur virkað ef samtök vinnumarkaðarins fallast á hana og virða hana. Það hefur eiginlega verið mesta vandamálið í Danmörku og það hefur ekki tekizt að koma f veg fyrir launa- skrið, þ.e. launahækkanir á ein- staka vinnustöðum eða hjá ein- stökum stéttum framyfir almenna samninga f gegnum sérsamninga. Það eru agavandamál hjá báðum hliðum," sagði Arne Lund. Helgafell, Unuhúsi, Veghúsastig 7 (Simi 16837). Rétt fjárfesting skilar margföldum arði Góð bók (Helgafellsbók) er í senn hvati andlegrar þjálfunar, skemmtilestur og grjótharðir peningar, sem aldrei gengisfalla. Eigum til nokkur sett af verkum Halldórs Laxness, skáldsögur, Ijóð, leikrit og ritgerðir. Allar 10 Ijóðabækur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, i fjórum bind- um, mjög fallegu bandi. ir Stein Steinar, Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar, Ritsafn Magnúsar Ásgeirs- sonar, Þyrnar o<_' Eiðurinn Þorsteins Erlingssonar, Þuriður formaður og Kambsránsmenn, Sjálfs- ævisaga Jóns Steingríms- sonar, eldprests, Ljóða- safn Steingríms Thor- steinssonar, Ritsafn Jóns Sigurðssonar frá Kaldað- arnesi, Ljóðmæli Páls Ólafssonar, Ritsafn Jónas- ar Hallgrimssonar, Ljóð og laust mál Hannesar Haf- stein, lllgresi, Arnar Arnar- son. Öll framangreind verk seld með mjög hagkvæmum af borgunarkjörum. Þaðpassarfiá Lee lnQotfté -passar á þig LAUGAVEGI 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.