Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 Lilja Guðmundsdóttir: Hleypur 90-100 kílómetra á viku HLAUPAKONAN góðkunna Lilja Guðmundsdðttir sem nú sem áður dvelst við æfingar og keppni ( Norrköping f Svfþjðð, tðk nýlega þátt f miklu vfðavangs- hlaupi þar. Vegalengdin var um 11 kflðmetrar og hlupu bæði karlar og konur af stað samtfmis. Sagði Lilja f viðtali við Mbl. að um 700 manns hafi verið skráðir til leiks, en 671 hafi lokið hlaup- inu. Flestir þáttakenda eru „trimmarar", en þð var nokkuð um fremsta frjálsfþrðttafðlk Svfa f hlaupinu. Lifja varð no. 3 af kvenfðlkinu f hlaupinu, en af hinum tæplega 700 keppendum kom hún f mark sem no. 93. „£g varð einnig nr. 3 af kvenfðlkinu f fyrra og einnig voru sömu stelpur þá f fyrstu tveimur sætunum og nú, sagði Lilja. — Ég ætaði að fylgja þeim eftir en þar sem ég kom of seint til startsins, þá lenti ég inní allri þvögunni og sá aldrei þær tvær sem ég hafði ætlað að elta. Fyrsta stúlkan fékk 43,46 mín, næsta 43,57 mín., og ég svo 46.26 mfn. Ég ætlaði náttúrulega aldrei að reyna of mikið á mig f þessu Lilja Guðmundsdðttir INNAN skamms mun keppnistlma bilið I blaki hefjast og af þv! tilefni ræddi blaðamaSur við formann Blak sambands islands Tðmas Tómasson og bað hann að gefa sér upplýsingar um þaS sem helt væri á döfinni. Tómas sagSi aS þaS sem fyrst væri fram undan og markverSast væri NorSurlandamótiS ! blaki sem haldiS verSur I Bergen dagana 5.—7. nóv- ember, en þangaS hefur veriS ákveS- iS aS Islenzka landsliSiS fari. Lands- liSsnefnd hefur valiS 10 leikmenn til fararinnar og eru þaS eftirtaldir ein- staklingar: Valdemar Jónasson, GuS mundur E. Pálsson, Gunnar Árnason, GuSmundur BöSvarsson og Leifur HarSarson allir frá Þrótti. Frá ÍS eru Halldór Jónsson, Júlíus B. Kristins- son og Sigfús Haraldsson og frá Umfl. eru þeir Tómas Jónsson og Haraldur G. HlöSversson. Þetta er i fyrsta sinn sem þeir Július. Haraldur og Guðmundur Böðvarsson eru i landsliði i blaki, en Guðmundur er einnig i landsliðshópnum i körfu- knattleik Þeir Valdemar Jónasson og Guðmundur E Pálsson hafa leikið flesta landsleiki, 15, sem eru allir landsleikir íslendinga i blaki Næstir eru svo Halldór Jónsson og Gunnar Árnason með 13 landsleiki. STERKASTA LANDSLIÐIÐ Tómas telur að þetta lið sé jafnsterk- asta landslið sem við höfum teflt fram í blakinu, sé til dæmis talsvert sterkara en það sem tók þátt i Norðurlandamót- inu '74, og bjóst hann við þvi að betur gengi nú en þá þvi að þá vannst ekki ein einasta hrina Að vísu sagði Tómas að liklega hefði þetta landslið getað orðið enn sterkara ef Vikingarnir Páll Ólafsson og Elias Nielsson hefðu gefið kost á sér, en þeir sáu sér ekki fært að fara með vegna anna FJÁRHAGURINN í RÚST Þegar Tómas var spurður um fjárhag Blaksambandsins sagði hann að fjár- málin væru erfiðasti baggi sambands- ins og að nú væri skuld þess rúm ein milljón Mest tap varð á ítaliuferðinni sem farin var í janúar á þessu ári, en einnig var tap á öllum mótum sam- bandsins nema öldungamótinu. Tómas sagði að sambandið hefði i raun og veru enga tekjustofna og enn- fremur sagði hann að styrkurinn frá Í.S.Í. sem væri 300 þúsund væri langt frá þvi að vera nægilegur Hann sagði að sú stefna rikis og bæja að reka skyldi öll iþróttamannvirki með hagnaði og kostnaður tekinn af iþrótta- félögunum í formi húsaleigu væri fyrir neðan allar hellur Tómas sagði að tekjur ríkis og bæja af iþróttahreyfing- unni væru margfalt meiri en ..styrkur- inn'' eða skammarverðlaunin eins og hann kallaði það til hennar og er það greinilega dálitið athugavert Þá benti Tómas á að sá styrkur sem Sviar og Norðmenn greiddu iþróttahreyfingunni næmi allt að 80% alls kostnaðar Hann sagði að á meðan félögin þyrftu að borga svona mikið fyrir alla aðstöðu væri það nánast ókleift fyrir þau að ráða þjálfara með reynslu og kunnáttu og að gera það fyrir leikmenn sem nauðsynlegt væri. Þá benti Tómas á að ef landslið ætti að ná umtalsverðum árangri þyrfti það að æfa á hverjum degi og að svo miklum tima þyrfti að eyða í það að leikmenn yrðu fyrir óbætanlegu vinnutapi Eina leiðin til að bjarga þessu væri beinn fjárhags- legur styrkur til viðkomandi aðila í þessu sambandi mætti til dæmis benda á það að japanska kvennalands- liðið i blaki æfir 10 tima á hverjum einasta degi og búa stúlkurnar i sér- stökum húsum og eru skráðar i vinnu, sem þær koma aldrei til Japanska karlalandsliðið æfir hins vegar „að- eins'' 3 til 5 tíma á hverjum degi FÁIR ÁHORFENDUR Þá sagði Tómas að aðal vandamálið væri hve fáir áhorfendur kæmu á blak- leiki, hann sagði að menn þyrftu til dæmis að horfa á blak og fylgjast reglulega með þvi til að geta orðið góðir í því. Verst hefur verið hvað mikill tími fer til spillis i leikjum og gerði það áhorfendur oft leiða og einn- ig gerði það sjónvarpinu erfitt fyrir, þegar sifelldar eyður yrðu í leiknum Til þess að minnka þennan dauða tima hefur verið ákveðið að ráða svo kallaða boltastráka. sem staðsettir verða um- hverfis völlinn og hafa bolta til taks svo að ekki þurfi að bíða á meðan verið er að ná i boltann sem leikið er með, þannig að leikið verður með þrjá bolta i stað eins og ætti það að stytta hverja hrinu um allt að því 7 minútur. MEIRI KYNNING NAUÐSYNLEG Þá sagði Tómas að blakið þyrfti að kynna betur, bæði i fjölmiðlum og skólum en fjárskortur hefði komið i veg fyrir skipulagða kynningarherferð. en sumir (þróttakennarar hafa kynnt og kennt blakið i skólum sinum og nýtur það nú aukinna vinsælda, en þess má geta að blak er vinsælasta iþrótt i heimi „ÞORSKASTRÍO" í BLAKINU Eins og kunnugt er léku Englending- ar landsleiki við íslendinga i nóvember á siðasta ári og var svo ætlunin að íslendingar endurgyldu þá heimsokn i janúar á þessu ári með viðkomu í Englandi þegar komið var frá ítaliu Úr þeim landsleikjum varð ekki og risu miklar deilur vegna þess Blaðamaður bað Tómas að segja sér nánar frá þessum málum og hvernig þeim væri nú komið Tómas sagði að þegar eftir komu I Englendinga hingað hefði verið rætt I um að endurgjalda heimsóknina og þegar ítalíuferðin var ákveðin var talað um að komið yrði við i Englandi á heimleiðinni og leiknir 2 landsleikir Ljóst var að það yrði á mánudegi sem komið yrði til Englands og töldu Eng- lendingar að erfitt yrði að ná saman landsliði í miðri viku. en sögðu ekki að það væri ómögulegt Á leiðinni til Ítalíu var millilent i London og komu þá fulltrúar enska blaksambandsins út á flugvöll og ræddu við íslenzku farar- stjórana og itrekuðu þá hve erfitt það væri að ná saman landsliði og buðust til að koma á leikjum við 2 félagslið i staðinn Þetta tóku islenzku fararstjór- arnir ekki i mál, sögðu að ekki kæmi til greina að leika við félagslið og við það sat frá þeirra hálfu Þegar íslenzka landsliðið kemur svo frá ítaliu taka á móti þeim menn frá 2 félagsliðum og sögðu að ákveðinn hefði verið leikur milli annars félagsliðsins og íslenzka landsliðsins þá um kvöldið íslenzku fararstjórarnir tóku þetta ekki til greina og ekkert varð úr leikjum. Enska blak- sambandið sagðist ekki ná landsliðinu saman og bauð þvi upp á leiki við félagslið þess i stað, þrátt fyrir að skýrt hefði verið tekið fram af islenzka blak- sambandinu að ekki yrði leikið við önnur lið en landslið Þá hafði enska blaksambandið aldrei sagt að ekki væri hægt að ná saman landsliði og hefði það ekki tilkynnt islendingum þessar breytingar Þegar til Englands var komið buðust Englendingar til að greiða hótelkostn- að i eina nótt af þremur fyrir islenzka landsliðið. en vildu engan þátt taka i uppihaldskostnaði Raunin varð svo sú að englendingar greiddu gistikostnað fyrir þrjar nætur og annað ekki, en þess má geta að þegar þeir komu hingað stóð islenzka blaksambandið allan straum af kostnaði vegna veru þeirra hér Nú þegar Ijóst varð að ekki yrði leikið i Englandi var haldið heim eftir þriggja daga dvöl í London og þótti mönnum illa hafa farið, og framkoma englendinga leiðinleg og virtist vera á henni eins konar þorskastriðsbragur, en þetta var einmitt stuttu áður en stjórnmálasambandi var slitið vegna landhelgisdeilunnar. Stuttu eftir að komið er heim kemur svo bréf frá enska blaksambandinu þar sem þess er krafist að islenzka blaksambandið greiði þvi enska og félögunum, sem „svikin" höfðu verið, 1 50£ og einnig áttum við að biðjast afsökunar á fram- ferði okkar Peningagreiðslan átti að Tómas Tómasson, formaður Blak- sambandsins. koma fyrir þann kostnað sem englend- ingar höfðu lagt i vegna gistikostnaðar islendinga og vegna undirbúnings fé- lagsliðanna sem leika áttu við islenska landsliðið. Ef ekki yrði gengið að þess- um kröfum átti öllum samskiptum að vera lokið og auk þess ætluðu þeir að kæra þetta fyrir alþjóða blaksamband- inu. HÖFUM HREINAN SKJÖLD Við teljum okkur hafa alveg hreinan skjöld i þ>essu máli og ef þeir vilja endilega fara út i hart þá er það allt i lagi, við teljum að ef einhver eigi að biðjast afsökunar séu það þeir en ekki við. Við höfum annars boðið þeim að láta þetta bara falla niður og gleymast en það vilja þeir ekki Ég persónulega tel að þeir hafi aldrei ætlað að spila við okkur og hafi þvi ekkert reynt að ná saman landsliði og þeir hafa jafnvel ætlað að lítillækka okkur með þessu öllu saman DEILDARKEPPNIN AÐ HEFJAST Þá ræddum við um deildarkeppnina sem nú er að hefjast og sagði Tómas að keppni i 1 deild kvenna og 2. deild karla byrjaði sunnudaginn 7 nóvem ber og 1 deild karla hefst svo helgina eftir Liðin sem leika i 1 deild karla i ár eru þessi ÍS. núverandi íslandsmeist- arar, Þróttur, núverandi Reykjavíkur- meistarar, UMFL. Vikingur, og svo Stigandi og UMSE sem komu upp úr 2 deild í 1 deild kvenna leika Viking- ur, Þróttur, ÍS, Breiðablik og ÍMA. ( kvennaflokknum hefur Vikingur unnið flest mót sem haldin hafa verið og eru Vikingsstúlkurnar i sérflokki eins og er. í 2. deild karla leika svo Völsungur, ÍMA og HSÞ, Vikingur b-lið, Þróttur b-lið, UMSE b-lið, a- og b-lið Breiða- bliks. Þegar Tómas var beðinn að spá um úrslit íslandsmótsins var hann ófáan- legur til þess, en sagði þó að þetta mót yrði liklega tvísýnna en undanfarið og liðin væru nú jafnari en áður VONANDI BREYTIST AF- STAÐA RÍKIS OG BÆJA Að lokum sagðist Tómas vona að augu rikis og bæja opnuðust fyrir hinni miklu fjárþörf félaganna og einnig þvi að öflug iþróttaforysta getur gert gífur- lega mikið til að minnka og jafnvel koma i veg fyrir unglingavandamálin sem nú risa svo hátt. H.G. hfaupi, heldur var það fyrst og fremst sem æfing hjá mér.“ — Fyrstur f mark var félagi Lilju frá IFK Norrköping, Hannu Partanen, en hann fékk tfmann 35,56 mín. Sigraði hann með nokkrum yfirburðum því næsti maður fékk 36,21 mín. Hannu þessi er mjög góður hlaupari á m.a. um 28.30 mfn í 10.000 og 13,40 i 5000 metrum. — Lalja segist vera að ná sér á strik með æfingarnar. Hleypur hún um 90—100 kílómetra í viku hverri og gangi nú betur en nokkru sinni fyrr að hlaupa langt. Sagðist Lilja sennilega munu hlaupa 13 km skógarhlaup 6. nóv. Islenzka blaklandsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu. Fremri röð frá vinstri: Júlfus B. Kristinsson, Gunnar Arnason, Tómas Jónsson, Vafdemar Jónasson. Aftari röð frá vinstri: Leifur Harðarson, Halldór Jónsson, Haraldur G. Hlöðversson, Guðmundur Böðvarsson, Sigfús Haraldsson og Guðmundur E. Pálsson. Slask leikur hér 18. nóvember FH-ingar gengu f gær frá samningum við pólska félagið Slask Breslau um leikdaga f Evrópubikarkeppninni og var ákveðið að fyrri leikurinn fari fram f Laugardalshöllinni 18. nóvember nk. Seinni leikurinn verður sfðan ytra, sennilega 11. eða 12. desember — Við reyndum að semja við þá að leika báða leikina hér heima en við það var ekki komandi, sagði Ingvar Viktors- son, formaður handknattleiks- deildar FH, f viðtali við Morgunblaðið f gær. — Við reyndum einnig að fá þá til þess að leika aukaleik f heim- sókn sinni hingað, en það gekk ekki heldur. Liðið mun fara beint f æfingabúðir þegar það er búið með leikinn hér heima. Ingvar sagði að Janus Cerwinski, pólski landsliðs- þjálfarinn f handknattleik, hefði aðstoðað FH-inga við samningana. Sagði Ingvar eftir Janusi, að Slask-liðið væri mjög gott. Það hefði m.a. yfir að ráða þremur af beztu útispilurum Póllands og öðr- um markverði landsliðsins. Erfiður fjárhagur setur blakstarfinu skorður Rætt við Tómas Tómasson, formann Blaksambandsins Varð þriðja í miklu víðavangshlaupi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.