Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 — Bandaríkja- markaður Framhald af bls. 44 leyti um nokkurt skeiö, þannig að verðbilið milli flakanna og blokkarinnar hefur minnkað verulega vegna hinnar miklu hækkunar sem orðið hefur á þorskblokkinni. Verðmunurinn núna er aðeins um 13% en eftir að verðfallið mikla hafði orðið á blokkinni á sínum tíma og fór niður í 58 cent, tókst íslenzku fyrirtækjunum að halda flak- verðinu stöðugu í 86 centum, þannig að verðmunurinn þá var milli 50 og 60%. Sigurður sagði, að forráðamenn SH hefðu á sfnum tíma ákveðið að hækka siðan verð á flökum áður en nokkur skriður var kominn á verðið á þor^kblokkinni, sem fylgir hinu almenna markaðs- verði á fiski í Bandaríkjunum. Sambandið hefði þá siglt í kjöl- farið og mörgum þótt djarft teflt hjá islenzku fyrirtækjunum, en raunin hafi sem sagt orðið sú að þessi verðhækkun hefði staðizt. Síðan hefði aftur á móti verð á blokkinni stöðugt farið hækkandi en verð á flökum haldizt tiltölu- lega stöðugt. Þannig að verðhlut- fallið milli þessara tveggja fram- leiösluvara væri gjörbreytt frá þvi sem var fyrir um ári síðan. — Þíðviðri Framhald af bls. 44 ast til að það verði orðið fokhelt áður en fyrstu snjóa gerir. Hingað til hefur enginn snjór komið og fjallvegir eru allir færir enn þá, sagði Andrés að lokum. FLEIRI ÞRESTIR 1 GRÍMSEY EN ELZTU MENN MUNA — Fádæma mikið hefur verið af þröstum hér í haust og mun meira en elztu menn muna, sagði Alfreð Jónsson, oddviti í Grímsey, við Morgunblaðið í gær. — Eru þetta svartir, brún- ir og jafnvel gráir þrestir, en þeir hafa ekki sézt hér í eynni áður. Það er alltaf eitthvað af þröstum hér í eynni, en fjöld- inn er nú meiri en nokkru sinni fyrr og kunnum við ekki skýr- ingu á því. Eitthvað af þröstum verpti hér í vor og tókst varpið mjög vel. — Krían fór héðan óvenju seint, eða um 10. október. Venjulega fer hún héðan í sept- emberbyrjun og kunnum við ekki aðra skýringu á þessu en góða veðrið í sumar og framan af hausti. Þrátt fyrir þíðviðrið hafa bátar þó lítið getað róið á síðustu vikum vegna rysjóttrar tfðar. Hér hafa allir hins vegar nóg að gera við saltfiskpökkun eftir ágæta sumarvertíð, sagði Alfreð að lokum. ÍSFIRÐINGAR UPPTEKNIR AF HÓTELBYGGINGU OGSNJOTROÐARA — Framkvæmdir hófust hér á ísafirði um sfðustu helgi við byggingu nýs hótels og er unnið af krafti við það verk þessa dagana, sagði Olafur Þórðarson á ísafirði í ga*r. Fyrsti áfangi verksins er gerð undirstöðu og botnplötu og á þeim áfanga að vera lokið í jnúar Tílboðsupp- hæð í þennan áfanga nam 14.2 milljónum króna og.er það fyr- irtækið K'ubbur hf. á Ísafirði, sem er ! ' >■■ mgin verðurreisl í mwbæ bsafjarðar, gegnt Hafnarsl’ ■ n og Aðal- stræti og verður ; . ,n b.’eðir, Aðspurðui > n- armál sliikkviliðsmanna á Isa- firði væru leyst sagði Oiafur að verið va n að vin> .. ,ið lausn þessa máls og virtist eitthvað þokast i att Itl saiekoinuiags þessa dagaria. — íþróttamennirnir okkar ganga í hús um þessar mundir og safna fé fyrir snjótroðara, sem kemur hingað um áramót. Kostar hann um 5 milljónir króna og verður örugglega mikil' -lyftistrin=g-- -fyrip skiða- íþróttina og vonandi gengur söfnunin vel sagði Ólafur að lokum. MIKLAR VATNSVEITU- FRAMKVÆMDIR A HVOLSVELLI — Héðan frá okkur er það helzt að frétta að unnið er við vatnsveituframkvæmdir og hef- ur góð tíð að undanförnu hjálp- að mikið við þær framkvæmdir, sagði Ottó Eyfjörð á Hvolsvelli í gær. Vatnið er tekið í Krappa og er þetta löng og kostnaðar- söm lögn, sem verið er að vinna að. Bætist nýja lögnin við gamla lögn sem er orðin úr sér gengin. — Nokkur hundruð metrar af oliumöl hafa verið lagðir á götur hér í haust og unnið er við byggingu nokkurra húsa hér, bæði hreppurinn og einstaklingar. Tvær árshátíðar hafa verið haldnar hér að undanförnu og báðar tekist vel. Segja má að framámenn í skemmtanalífi starðarins hafi einbeitt sér að þeím og menningarstarf vetrarins því lítið komið i gang, sagði Ottó Eyfjörð. GOTT OG HUGGULEGT HAUST Á ÓLAFSFIRÐI — Þetta hefur verið gott og huggulegt haust hérna hjá á Ólafsfirði, sagði Kristinn Jóhannsson við Morgunblaðið í gær. — Hér hafa verið litlar rigningar og frost ekki þannig að menn muni þau lengi. Að vísu hefur heldur dregið úr afla að undanförnu, enda veður verið óstillt hér fyrir utan að undanförnu. Hér er þó stöðug og jöfn atvinna og frekar að það vanti fólk til starfa heldur en hitt. — Unnið er af krafti í byggingarvinnu og í dag varð fokheld neðri hæð hótel- byggingarinnar hér. Það er furðu lítið að gerast í rnenning- unni hér og það er eins og fólk taki ekki við sér fyrr en gerir snjóa. Kirkjukórinn er þó að æfa konsert og spila- og tafl- klúbbar eru komnir af stað með sína vetrarstarsemi. — Annars gengur þetta allt sinn vana- gang, og ég held bara að það sé ágætur gangur, sagði Kristinn Jóhannsson að lokum. MILLIBILSÁSTAND Á BREIÐADALSVÍK — Við erum farin að skilja hvernig ykkur í Reykjavík leið í sumar, sagði Baldur Pálsson á Breiðdalsvík í gær, en þar hafa verið stöðugar rigningar að undanförnu. — Mannlífið er ósköp tilbreytingarlítið hér um slóðir nú sem stendur, nokkurs konar millibilsástand í menningunni og atvinnulífinu. — Afli hefur verið tregur að undanförnu, bæði hjá stórum skipum og smáum. Hins vegar er töluvert unnið í byggingar- vinnu hér ög nýlega var byrjað á nýju Sláturhúsi sem Kaup- félagið á, en verður sennilega einnig með hlutdeild al- mennings hér. Alls var slátrað hér tæpum 11 þúsund dilkum í haust og ég hef engan hitt, sem er verulega óánægður með dilka sfna, þannig að ég held að þeir hafi verið sæmilega vænir, sagði Baldur Pálsson. — Skák’ Framhald af bls. 44 lega töpuð. Magnús tefldi Reti- byrjun gegn Hjertenes og vann glæsilega I 33 leikjum. Björgvin tefldi Sikileyjarvörn gcgn Tiller og tapaði skiptamun en eftir það gekk norðmaðurinn I hverja gildruna af annarri sem Björgvin lagði fyrir hann. Þegar skákin fór í bið stóð Björgvin betur og hafði unnið skiptamuninn aftur en slð- an tefldi hann biðskákina ónákvæmt og skákin varð jafn- tefli eftir 60 leiki. í kvöld gaf síðan Westerinen biðskák sína gegn Guðmundi úr 9. umferð, og er -Ísland þar með komið í 10. sæti ásamt Astralíu. önnur úrslit í gær urðu þessi: Holland — Sviþjóð 3,5—0,5, England — Kanada 3—1, Banda- rfkin — israel 3,5—0,5, Austur- rfki — Argentína 1—3, Þýzkaland — Iran 4—0, Sviss — Kólumbfa 3—1 _______ ( ( — Járnblendi Framhald af bls. 44 Það kom fram hjá Guðmundi, að ef hér yrði notað sama fblönd- unarhlutfall og hjá Norðmönnum ætti að vera hægt að nýta um 7 þúsund tonn af þessum úrgangs- efnum á ári miðað við 140 þúsund tonna sementsframleiðslu, eins og nú væri hjá verksmiðjunni. Hins vegar væri gert ráð fyrir að þessi úrgangsefni næmu um 15 þúsund tonnum á ári, þannig að það væri um helmingur sem eyddist með þessum hætti. Hann kvað nú til athugunar hvort eyða mætti hinum hluta úr- gangsefnanna. Kvaðst hann hafa látið sér detta í hug hvort mögu- legt væri að nota það í stað lfbarítsins og brenna það með skeljasandinum, en honum vitan- lega hefði það ekki verið reynt áður og þess vegna allt mun óljós- ara um þennan þátt málsins. — Rhódesía Framhald af bls. 1 liðnum, helzt 1. september á næsta ári. Sendinefnd stjórnar Ian Smiths hefur talið að þessi þróun þurfi að taka 23 mánuði ef samkomulag takist á ráðstefnunni um myndun bráðabirgastjórnar hvítra manna og blökkumanna. Bretar gera einnig ráð fyrir bráðabirgða- stjórn í tillögu sinni. • ARAS A UMTALI 1 Umtali í Rhódesíu grófu sprengjusérfræðingar upp ósprungna 1.5 m langa 122 mm eldflaug af Sovezkri gerð úr holu sem hún gróf skammt frá aðalgöt- unni þegar árás var gerð á bæinn frá Mozambique í nótt. Fjórum öðrum eldflaugum var skotið á bæinn en þær sprungu í úthverf- unum og ollu sáralitlu eignatjóni og engu manntjóni. Eldflaugin lenti aðeins 200 metrum frá bækistöðvum hersins. Eldflaug hefur ekki fyrr lent f miðjum rhódesiskum bæ sfðan skærustríðið hófst fyrir fjórum árum. Skothríðin kom frá stað í fimm kílómetra fjarlægð, rétt handan við landamæri Mozambique. Landamærastöð rétt hjá Umtali varð einnig fyrir eldflauga- og stórskotaárás. — Carter Framhald af bls. 1 sem í hans valdi stendur til að stjórnarskiptin geti farið sem bezt fram. Henry Kissinger utanríkisráð- herra sendi í dag orðsendingu til allra opinberra stofnana erlendis sem hafði að geyma fyrirmæli um að fulltrúar Fords veittu starfs- mönnum Carters alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg væri f sambandi við stjórnarskipt- in, um leið og hann boðaði óbreytta stefnu sfna f utanríkis- málum þar til hann léti af emb- ætti. Gerald Ford átti fundi með ýmsum nánustu samstarfsmönn- um sínum í dag.Hann ræddi m.a. við Kissinger, Brent Scowcroft, ráðunaut sinn um öryggismál, og William Scranton, sendiherra Bandarfkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Starfsmenn Hvíta hússins sögðu að þeim fundi lokn- um að umræðurnar hefðu snúizt um framkvæmd utanríkismála þar til stjórnarskiptin fara fram, og samstarfið við Jimmy Carter þar til hann tekur við embætti. Donald Rumsfield varnarmála- ráðherra sagði í Washington í dag, að tillögur stjórnarinnar um fjárlög til varnarmála yrðu sendar Bandarfkjaþingi í janúar án umtalsverðra breytinga. Næstu daga verða bæði Carter og Ford f leyfi frá störfum. Carter verður á eyju Sankti Sfmons úti fyrir strönd Georgíu ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum en Ford forseti.verður að sveita- setri sfnu f Palm Springs í Kali- forníu. Viðbrögð ýmissa þjóðarleiðtoga hafa haldið áfram að berast i dag, og eru þau yfirleitt á sömu lund og þau sem áður eru fram komin. Yfirleitt er gerður góður rómur að sigri Carters, án þess að hafðar séu uppi miklar vangaveltur um stefnu hans I embætti. Tass-fréttastofan lýsti þvf yfir í dag, að stefna Sovétstjórnarinnar gagnvart Bandarfkjunum mundi ekki breytast með valdatöku Carters, og „Rödd Palestínu“ sagði að Carter kynni jafnvel að verða verri viðureignar er flestir fyrri forsetar. Callaghan forsætis- ráðherra Breta lýsti áhyggjum sfnum í Lundúnum í dag vegna þess að dráttur kynni nú að verða á ákvörðun Bandaríkjanna, Japana og V-Þjóðverja um veit- ingu láns til langs tfma til að bæta efnahagsástandið í Bretlandi. Um 2500 grfsk ungmenni fögnuðu í dag ákaft sigri Carters f Nikósíu, höfuðborg Kýpur en að- gerðum þeirra lauk með því að sviðsett var útför Fords og Kissingers, og var að endingu bor- inn eldur að tómum líkkistum. — EBE Framhald af bls. 44 aðila verða lögð fram. Við- ræðunum verður síðan haldið áfram siðast i mánuðinum en Evensen kvað viðræðurnar vel undirbúnar af beggja hálfu og kvaðst búast við að hægt yrði að ganga frá rammasamkomulagi um þessi mál milli Noregs og EBE fyrir 1. janúar . Ákvörðunin um aflamagn og frekari atriði yrði tekin sfðar. — Nálægt einni milljón Framhald af bls. 2 ráði gegnum gíró—seðla, en það tæki nokkurn tfma. Um þessar mundir er lögð áherzla á að senda söfnunar lista f fyrirtæki og stofnanir hefði þeim verið vel tekið þar sem þeir hefðu gengið og væri það von sfn að fleiri fyrir- tæki vildu fá lista. Sagði Guð- mundur að þeir sem óskuðu eftir að fá senda lista gætu haft sam- band við Hjálparstofnunina í sfma 26440 og látið vita Til aðstoðar við þessa söfnunar- herferð hafa m.a. verið skipti- nemar þjóðkirkjunnar og í dag munu þeir standa við áfengisút- sölur með sérstakar fötur með á- letruninni „Ljúkum verkinu", kjörorðum vikunnar. Að lokum nefndi Guðmundur Einarsson að á nokkrum stöðum á landinu hefðu sóknarprestar séð um_að senda út umslög, sérstak- lega merkt fyrir þessa herferð, og gætu menn lagt framlög sín í þau og sfðan yrðu þau sótt til fólks, eða að það gæti skilað þeim til prestanna. Þetta væri eins konar tilraun með söfnunaraðferð og nytu prestar þarna aðstoðar sinna fermingarbarna eða annarra sóknarbarna. — Sýningu frestað Framhald af bis. 2 var nóg af myndum í Bogasal- inn í 2 til 3 skipti. Bragi sagði, að helzt hefði verið hallast að þvf að halda tvær sýningar f Bogasalnum og var þegar búið að senda úr boðskortin, þegar skyndilega kom upp úr dúrnum að maður sem fyrirhugað hafði sýningu á Kjarvalsstöðum, heltist úr lest- inni og Kjarvalsstaðir losnuðu um tfma. Verður sýningin því opnuð á Kjarvalsstöðum 27. nóvember, eins og fyrr segir. Bragi sagði, að þetta væri stór og viðamikil sýning. Þarna væru á ferðinni um 100 myndir eftir 41 þýzkan listamann og væri hún eins konar úttekt á því bezta sem gert hefði verið í þýzkri graffk á síðustu árum. Víðfrægir myndlistarmenn væru í þessum hópi, og þvf óhætt að segja, að þessi sýning yrði tvímælalaust meðal stærstu myndlistarviðburða ársins hér álandi —FærAkranes Framhald af bls. 2 völd á Akranesi nú hafa þetta atriði til athugunar. Fundur sjálfstæðisfélaganna var fjölmennur, þvf hann sóttu um 200 manns. Þar mættu eins og áður segir Gunnar Thoroddsen og dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaður Járnblendifélagsins. I ræðu sinni gerði iðnaðarráðherra fundarmönnum grein fyrir aðstöðu og uppbyggingu íslenzks iðnaðar, greindi frá iðnkynningu þeirri sem nú stendur yfir og fleiri atriðum. Í erindi dr. Gunnars Sigurðs- sonar komu fram upplýsingar um þær breytingar sem vænta mætti á framkvæmdaáætlun við járn- blendiverksmiðjuna vegna þeirrar ákvörðunar for- ráðamanna Union Carbide að hætta þátttöku f fyrirtækinu og hugsanlegrar rekstraraðildar norska fyrirtækisins Elkem, sem nú er f athugun. I upphaflegu áætluninni var gert ráð fyrir að verksmiðjan tæka til starfa með öðrum ofninum f kringum áramótin 1977—78 en samkvæmt upplýsingum Gunnars er nú gert ráð fyrir því að verk- smiðjan geti tekið til starfa haust- ið 1978 ef samnangar við Elkem takast. Sfðan er gert ráð fyrir að bæta öðrum ofni við um tveimur árum síðar og komist verksmiðjan þá f full afköst. Þá komu fram á fundinum upplýsingar um hugsanlega lausn á því úrgangs- vandamáli vegna verksmiðju- rekstursins, sem nokkuð hefur verið til umræðu og greint frá því á öðrum stað í blaðinu. Tölu- verðar umræður urðu á fundinum að loknum framsöguerindunum. — Þjóðnýting Framhald af bls 11 jarðbor, en reyndín mun þegar vera sú á ýmsum stöðum erlendis. Sennilega er því málflutningur þeirra er telja að einstaklingar geti ekki nýtt sér háhita í jörðu út f bláinn. Ef til vill er því með þessu frumvarpi einfaldlega ver- ið að veitast að minnihlutahópi manna. Hingað til hefur þetta að mfnum dómi aðallega verið til umfjöllunar innan of þröngs hrings, en ekki borið mikið á rök- flutningi landeigenda, en vart við þvf að búast því sá hópur manna mun vera í töluverðum minni- hluta. Vænti ég þess að einhverjar umræður skapist um þetta efni svo réttur landeigenda verði ekki fyrir borð borinn. Mörgum aðil- um hættir oft til að líta landar- eignir öðrum augum en ýmis önn- ur verðmæti og álíta landeigend- ur eins konar braskara og að verð- lag á eignum þeirra eigi ekki að hlfta reglunni um framboð og eftirspurn. Reykjavík, 31. okt. 1976, Björn Erlendsson. — Borgarstjóri Framhald af bls. 23 höndum byggt upp skóli og dag- vistunarstofnanir. Spurningu um það hve mörgum dagvistunarplássum Norðmenn reiknuðu með i sllku hverfi, svaraði borgarstjóir Óslóar, að reiknað væri með að 25% barnanna í þessu hverfi gætu átt kost á dagvistun Af hverju gerið þið ekki meiri kröfur, kvaðst Birgir hafa sagt og fékk svar Af þvi við höfum ekki efni á þvi Hér I Reykjavík eru nú um 30% barna á forskólaaldri, sem eiga kost á dag- vistunarstofnun. Meyvant Sigurðsson þakkaði borgarstjóra greinargott og fróðlegt er- indi og kvaðst vilja leiðrétta að áin, sem hann hefði nefnt, héti Korpúlfs- staðaá, ekki Úlfarsá A fyrstu árum eftir aldamótin hefðu þeir Sturla Jónsson, Friðrik Jónsson og Guðmundur Magnússon prófessor alltaf farið að Korpúlfsstaðaá er hann fór þangað með þeim Aftur á móti hefði nafnið breytzt eftir að Jóel skipstjóri keypti jorðina Kálfholt og breytti nafni hennar I Úlfarsá. Þá hefði nafn árinnar breytzt um leið Borgarstjóri þakkaði ábendinguna, gömul nöfn og örnefni ætti að'hafa I heiðri Sinar upplýsingar hefði hann frá yngri mönnum en Meyvant er Þakkaði borgarstjóri fundarmönnum þátttökuna og sagði að ábendingar þeirra og athugasemdir væru honum leiðaryisjr. i siriu starfr. . r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.