Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 Silfurdepillinn Eftir Annette Baríee einu mundi ég eftir silfurdeplinum á landakortanu. Þetta hlaut að vera ljósálfaborg — og það rétt í námunda við bústað venjulegs, dauðlegs fólks. Og það var engin misheyrn hjá mér þetta með kliðinn. Hann barst frá ein- hverjum sæg af örsmáu fólki, sem var að dansa og skemmta sér í kringum stærsta eikartréð. Það var eiginlega engu líkara en tréð væri lifandi, þvi hátt uppi í því var dúfuhreiður og á huldum stöóum innan um laufskrýddar greinarnar var fjöldi annara hreiðra. Og við þetta bættist svo það, að þúsundir og aftur þúsundir far- fugla hvíldu sig oft í trénu og fengu sér jafnvel matarbita í hænsnabúinu, sem var rétt við húsið mitt. Hænurnar sváfu þarna á nóttinni í fínum húsum, og þær höfðu meir en nóg að borða, — Ljósálfarnir héldu áfram að dansa, og ég gat ekki betur séð, en þetta væri sjálfur Regnbogadansinn. í kringum eikartréð var um áttatíu álfa hringur. Þeir héldust i hendur og fötin þeirra voru ljósblá, en fyrir aftan þá var svo annar álfahringur, og ljósálfarnir í honum voru í bleiklitum fötum. Fyrir utan þann hring voru svo enn fleiri álfar og sumir þeirra voru í rauðum silkipils- um og enn aðrir í grænum fötum eða gulum. Þetta var því til að sjá alveg eins og regnboginn, og þú getur rétt gert þér í hugarlund, hvað þetta var fögur sjón. Og þeir dönsuðu og dönsuðu og dönsuðu, en á einni grein eikarinnar sat örlítill ljós- álfur og lék á lúður. Er ég hafði horft á dansinn um stund, hætti lúðrablásarinn allt í einu að spila og álfarnir settust á jörðina. Það heyrðist reiðileg rödd segja: „Það er gott að þessum bölvaða hávaða er lokió. Hvernig er eiginlega hægt að ætlast til þess að börn sofi í öllum þessum látum?“ Það var frú Dúfa, sem talaði, og ég sá hana þar sem hún hallaði sér út úr Kona forstjór- ans? — Útilok- að, hann hefur alltaf sagt okk- ur að hann væri ógiftur! VtC9 \Aomúu KAFPíNO GRANI göslari A Eg þori að ábyrgjast að þetta verður al-ódýrasta aðferðin! Hún Dúdú mín sagði mér að þér væruð f læknadeildinni og ætiuðuð að verða hálsbólgusér- fræðingur? — Mamma, hérna færðu þrjátfu krónurnar aftur. Hvað er að þér, drengur, settirðu ekki bréfið f póstinn? — Jú, ég stakk þvf f póstkass- ann svo að enginn sá. Bogga litla heyrði pabba sinn, sem var blaðamaður, eitt sinn segja að blaðamenn yrðu að vita allt. Hún notaði fyrsta tækifæri til að afla sér fróð- leiks. „Pabbi,“ sagði hún, „úr hverju dó Dauðahafið?“ „Það get ég ekki sagt þér.“ „Pabbi, hvað verður af draum- unum þegar maður vaknar?“ „Það veit ég ekki.“ „Pabbi, hvernig gaztu orðið blaðamaður?" Hann segist ekki reykja, ekki drekka og ekki spila fjár- hættuspil. — Nú, hann hefur þá enga ókosti? — Jú, hann hefur einn ókost, en aðeins einn — það er ekki einu einasta orði trúandi, sem hann segir. Ung stúlka kemur til mynda- smiðs: — „Ég þarf að biðja yður að framkalla þessar myndir fyrir mig, en ég skal segja yður að sumar eru baðmyndir og þess vegna megið þér til með að lofa mér þvf að framkalla þær f myrkri.“ Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 1 I.kafli Útför Staurfótar Þetta var f meira lagi einkenni- leg sekúnda — því að sennilega stóð það aðeins yfir í sekúndubrot eins og sagt er að draumar sem virðast langir vari aðeins örfáar sekúndur. Ari sfðar hefði Maigret getað bent nákvæmlega á þann stað sem þetta gerðist á, þar sem hann hefði staðið á gangstéttinni og sá skuggamynd sjálfs sfna end- urkastast. Hann hafði einnig get- að lýst lyktinni í loftinu sem kall- aði fram bernskuminningar hjá honum. I f.vrsta skipti á árinu var hann frakkalaus. Og f fyrsta skipti sem hann var kominn út f sveit klukk- an tfu að morgni. Meira að segja pfpan hans bar f sér bragð af vorinu sem var I nánd. Þó var enn svalt f veðri. Hann gekk þungum skrefum með hendur í buxnavös- unum. Felicie gekk við hlið hans, og þó réttara sagt aðeins á undan honum og varð að taka tvö skref meðan hann sté eitt. Þau gengu framhjá fleiri rauð- um múrsteiushúsum. 1 búðar- giuggunum var grænmeti, þar voru ostar og nokkrar pvlsur á fati. Felicie herti gönguna, rétti höndina fram og opnaði dyr með gleri f og þá var það sem sér- kennilegur atburður gerðist, Ifk- lega vegna hringingarinnar sem gall við f sömu andrá. Búðarhringingin var dálftið öðru vísi en hann átti að venjast og Ifktist öllu heldur smá- klukknaspili. Og þegar Maigret var iftill drengur var kaupmaður f þorpinu sem hafi gert búðina sfna nýmóð- ins og hann hafði einmitt bjöllur af sömu gerð og þessar. Þess vegna var eins og einmitt sekúndan sú yrði miklu meira og lengri en andaríak. Hann gat ekki áttað sig á hversu lengi þetta stóð, né heldur hvað gerðist umhverfis hann, hann sá þetta og skynjaði f öðru Ijósi en þvf sem hann vissi það vera: hann sem var feita lögg- an sem Felicie var með f eftir- dragi. Var ekki drengurinn frá þvf fyrir óralöngu einhvers staðar á næstu grösum, sýnilegur eða í leynum og kannski langaði hann tii að reka upp skellihlátur. Allt benti eínhvern veginn til þess. Og hvað var eiginlega á seyði hér? Hvað var þessi alvörugefni aldni rannsóknarlögreglumaður að vilja hér f þessu umhverfi sem var ekki raunverulegra en leik- fang, að baki þessarar stúlku- kindar Felicie sem hafði hlægi- legan rauðan hatt á höfðinu og þvf Hkust að hún hefði stigið út úr myndabók fyrir börn. Var þetta vegna rannsóknar á morði? Var hann að leita hins seka? Og það allt á meðan fugl- arnir sungu og grasið var að byrja að grænka svo undur sakleysis- lega og meira að segja púrrurnar f búðarglugganum minntu á blóm? Já, hann átti eftir að minnast þessarar sekúndu sfðar og ekki alltaf með gleði. Arum saman varð það hefð á Quai des Orfevres á þeim dögum, þegar vorið tók að gægjast fram að einhver sagði kæruleysislega en af ósvikinni strfðni: — Vitið þér hvað, Maigret... — Hvað þá? — Felicie er komin! Og þá sá hann fyrir sér renglu- lega veru f hlægilegum flfkum, hann sá fyrir sér stór ógleyman- leg augu, sem horfðu á hann af fullkomnu alvöruleysi. Og hann sá fyrir sér forkostlegan rauðan hattinn uppi á höfðinu á henni, prýddan stórri grænni f jöður. — Felicie er komin! Hann muldraði eitthvað f barm sér. Þeir vissu vel að Maigret muldraði eitthvað f barm sér f hvert skipti sem hann var minnt- ur á Felicíe sem hafði valdið hon- um meiri heilabrotum en ýmsir af þeim harðsoðnu larfalákum sem hann hafðí afgreitt í fangelsi gegnum árin öll. Þennan mafmorgun var Felicie þó raunveruleikinn og hún stóð f búðardyrunum. Fyrir ofan hana var auglýsingaskílti um þvotta- duft og þar fyrir ofan skilti kaup- mannsins. Felicie beið áhugalaus eftir að lögregluforinginn rumsk- aði af draumi sfnum. Loks sneri hann á ný til virki- leikans. Hann gekk nokkur skref og tók á ný upp þráðinn við að rannsaka morðið á Jules Lapie, sem kallaður var Staurfótur. Með hryssingslegri hæðni á andlitinu beið Felicie eftir spurn- ingum hans, eins og hún hafði gert allan morguninn. Fyrir inn- an búðarborðið stóð Iftil kona Melanie Chochoi og með hend- urnar krosslagðar um vömbina og starði á þetta furðulega par — lögregluforingjann og þjónustu- stúlku Staurfótar. Maigret tottaði pfpu sfna nokkr- um sinnum, hvarflaði augum yfir hillurnar með niðursuðudósirnar og leit út um gluggann þar sem unnið var að viðgerðum á götunni og brumin á trjánum f kring voru að byrja að springa út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.