Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 21 SovétarbíaVest- urlönd í svefn með „ détente’’ - ví sunni —segja Kínverjar Tokyo, —4. nóvember. —AP. „SKRIÐUR sá sem er á útþenslu Sovétrfkjanna er sérstaklega ugg- vænlegur f Evrópu," segir hið opinbera málgagn Pekingstjórn- arinnar, Dagbiað alþýðunnar f dag, og „Sovétleiðtogarnir reyna að bfa Vesturlönd f svefn með vfsunni um „détente“, þannig að þeir geti ráðizt á þau á meðan þeir halda áfram uppgerð sinni f austri," segir ennfremur. I sömu grein segir, að Sovét- menn auki stöðugt hernaðarmátt sinn fyrar framan nefið á vestræn- um þjóðum. Þannig séu 75% af öllum herafla þeirra í Evrópu og 90% af öllum eldflaugum sem ætlaðar eru til návágisátaka séu þar einnig. Segir Dagblað alþýð- unnar að þannig telji Sovétmenn sig geta hafið tangarsókn á Vestur-Evrópu sunnan frá og norðan. „Sovézku endurskoðunar- sinnarnir leitast við að halda olíu- svæðunum í Miðausturlöndum og við Persaflóa undir sinni stjórn. Þeir ná sífellt meiri Itökum í Afrfku sunnanverðri og reyna að leggja flutningaleiðina fyrir Góðrarvonarhöfða undir sig,“ seg- ir ennfremur í greininni í Dag- blaði alþýðunnar. Eiginkonan er hans hœgri hönd ROSALYNN Carter 49 ára gómul eiginkona Jimmy Carters nýkjörins Bandarikjaforseta, segist kunna bezt viS sig I heimabænum Plains i Georglu, „þvi að þar er svo kyrtt og friðsælt". En slðan i april hefur hún verið á stöSugum þeytingi til að hjálpa manni sinum. í kosningabaráttunni vann hún nær stanzlaust frá sólaruppkomu til miSnættis. Stundum kom fyrir aS hún hélt 12 ræður á dag. ÞaS er þvi engin furða þótt hún hafi verið kölluð mikilvægasti samstarfsmaður Jimmy Carters. Demókrataflokkurinn gerði sér fljótt grein fyrir þessu og leiðtogar flokksins hafa lengi vitað um áhrif hennar. Yfirleitt ferðaðist hún líka sjálfstætt i kosningabaráttunni og fór i leiguþotu um þver og endilöng Bandarikin. Jimmy og Rosalynn Carter. Rosalynn Carter er fædd og uppalin i smábænum Plains eins og eiginmaðurinn. Faðir hennar lézt þegar hún var 13 ára gömul og móðir hennar varð að vinna fyrir fjölskyldunni Hún hafði þekkt Jimmy Carter siðan þau voru smábörn og þau trúlofuðust þegar hún var 1 7 ára. Einu ári siðar giftust þau. Þau eiga þrjá uppkomna syni og eina átta ára dóttur, Amy sem gerði mikla lukku I kosningabaráttunni. Fjötskyldan er mjög samhent og tók af lifi og sál þátt i kosningabaráttunni eins og Kennedy-fjölskyldan á sinum tima. Rosalynn leggur mikla áherzlu á heimilislifið og friðhelgi þess, og þegar fjölskyldan er i Plains vill hún engar utanaðkomandi truflanir. Þegar Jimmy Carter var rikisstjóri I Georgiu vann Rosalynn ötullega að málum geðsjúkra. Dagvistunarmál útivinnandi kvenna er annað áhuga mál hennar Hún kveðst siður en svo vera alltaf á sama máli og eiginmaðurinn. „Við erum oft ósammála. Við rökræðum stöðugt þegar við erum heima Þegar ég verð forsetafrú mun ég tala um það sem mér liggur á hjarta. En I erfiðri kosningabaráttu er kannski ekki hyggilegt að segja frá ágreinings málum okkar Jimmy" sagði Rosalynn Carter skömmu fyrir kosningarnar. Um 150 islenzkir,- rússneskir. austur-þýzkir. pólskir, belgískir, norskir og færeyskir togarar. 201 danskir togarar veiða skít-1 fisk i skepnufóður._________ Veiðar við Bretland Um 20 sovéttogarar og móðurskip vestur af Suðureyjum. Nokkrir evrópskir. Stór danskur floti að veiðum 160 km frá Yorkshire ásamt hollenzkum og norskum skip- um. Frakkar, Hol- lendingar og Belgar i hólfum við Mön.j i Níu hollenzkir, 6 , belgískir og þrir franskir togarar veiða rauðsprettu, i kola, lýsu og þorsk | við E:st Anglia. 30—40 rússneskir togarar að makrílveiðum á Bristol- sundi ásamt móðurskipi Veiða einnig i Norðurhöfum og við Kúbu og Kap Verde. . 20 franskir togarar við Lyme Regis 30—40 rússneskir togarar við Cornwall að makrilveið- um ásamt móðurskipi. Tveir pólskir. 48 rússneskir togara eltast við smásíldartorfur á miðjum Norðursjó og fjöldi franskra og hollenzkra á leiðinni. 20 belgískir togarar og 10 franskir á Ermarsundi. Aðeins hálfur sigur unninn segja Bretar BREZK blöð og talsmenn brezka sjávarútvegsins hafa fagnað samkomulaginu innan Efnahagsbandalagsins um 200 milna fiskveiðilögsögu en telja aðeins hálfan sigur unnin og baráttunni ekki lokið þar sem Bretar verði að tryggja sér 50 milna einkalögsögu Daily Telegraph segir að viðræður EBE og is- lendinga um nýjan samning I stað samnings Breta og Íslendinga eigi að losa Anthony Crosland utanrikisráð- herra við mestu áhyggjurnar af framtið fisk- veiðiréttinda Breta á fjarlægum miðum og afstýra nýju þorskastriði Samningur um gagnkvæm réttindi eigi að tryggja Bretum rétt til áframhaldandi veiða á erlendum miðum en ekki verði endanlega hægt að ganga frá samningum um aflamagn fyrr en ágreining- urinn um veiðar innan lögsögu EBE verði leystur. Blaðið telur miklu máli skipta að réttindi Breta innan 200 milna verði viðurkennd. Austen Laing, formaður togarasambandsins, telur 50 milna einkalögsögu mikilvægasta málið sem eftir eigi að leysa og samkomulagið hafi rutt úr vegi vandkvæðum á samningum við íslendinga. Nú geti EBE reynt að tryggja togurum Breta og annarra EBE-landa áframhaldandi aðgang að islenzkum mið- um og einnig hafið viðræður við Norðmenn, Rússa, Austur Þjóðverja, Portúgala og Spánverja. The Times hefur eftir Jóni Olgeirssyni i Grimsby að íslendingar vilji verulegar tilslakanir hjá EBE ef þeir eigi að leyfa Bretum og Vestur-Þjóðverjum að halda áfram að veiða mjög takmarkað magn á miðum sínum. íslendingar vilji fá að veiða verulegt magn af Norðursjávarsild og þorsk og loðnu við Grænland. Don Lister togaraeigandi i Grimsby sagði að sam- komulagið „opnaði dyrnar" að islandi og árangursrik- ar viðræður gætu bjargað togaraflotanum i Grimsby og Hull. Peter Hewitt i Fleetvood sagði samkomulagið geta leitt til þess að skipum rikja utan EBE yrði bægt frá brezkum miðum og kvaðst vona að það gæti losað Breta við „Rússa. Búlgara. Kúbumenn og Ytri- Mongoliumenn ". Jafnframt er mikill viðbúnaður i Bretlandi til að fylgjast með veiðum erlendra fiskiskipa. Nimrod-þotur búnar ratsjám og Ijósmyndavélum hefja aðgerðir i janúar og myndirnar verða rannsakaðar ásamt öðrum upplýsingum i sérstakri leyniþjónustudeild land- búnaðarráðuneytisins. Tilgangurinn er að afla stjórn- inni itarlegar upplýsinga til að gera henni kleift að berjast fyrir 50 milum. Fiskveiðieftirlitsskip flotans fá skipun um að færa eftirlit sitt út fyrir 1 2 milurnar. Oliufélög hafa verið beðin um að segja frá erlendum fiskiskipum sem sjást frá borpöllum. Togaraskipstjórar hafa fengið sams konar tilmæli. Blaðið Observer sagði i síðasta mánuði að minnst 450 erlend fiskiskip væru innan 200 milna við Bret- land og þeim mundi fjölga þegar spærlingsveiðar hæfust i Norðursjó. Nákvæmt eftirlit er haft með tveimur fiskiskipaflotum Rússa sem veiða makril við Suðvestur-England. í Norðursjó hafa kafarar uppgötv- að og þorskar og fleiri fisktegundir hafa tekið upp á þvi að halda sig nálægt borpöllum þar sem sjómenn forðast þá vegna hættu á þvi að net þeirra mengist. Jafnframt hefur samkomulag Ira og EBE beint athyglinni að irskum veiðum, eina sjávarútvegí Evrópu sem er i sókn. Siðan 1963 hefur miklu fjármagni verið varið til að efla hann, atvinnulausir hafa fengið störf við hann, hann hefur fært velmegun til afskiptra svæða og á siaukinn þátt í auknum efnahagsbata. Tölur sýna þetta: Hlutur sjávarútvegs i þjóðarframleiðslu íra var ein milljón punda 1963, 23 milljónir 1974 og verður 52 milljónir 1977. (50 milna einkalögsaga mundi auka upphæðina i 150 milljónir á fimm árum). Aflaverð- mæti var 1.4 milljónir punda 1963 en 10 milljónir i fvrra. Útflutningur var 1.7 milljónir punda 1963, 14 milljónir i fyrra. Fjárfesting i fiskiskipum hefur aukizt úr 1 7 milljónum punda i 43 milljónir á fjórum árum. Starfsfólki fjölgaði um 25% á 10 árum til 1974 Fjárfestingar i landi hafa aukizt i 4.5 milljónir punda Verðmæti fastra fjármuna var 250.000 pund 1967 Verkafólki í landi hefur fjölgað úr 450 i 1600. Fiskneyzla hefur aukizt um 50% siðan 1963 r Va Má bjóða þér vikuferð til London laugardaginn 4.desember? Morgunveróur innifalinn. Fararstjóri meó i hópnum. Pantió nú. TSamvínnufenðir Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 sími 270-77 \ «n f*- t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.