Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 15 Afmæliskveðja frá Dómkirkjusöfnuðinum Sr. Óskar J. Þorláksson dóm- prófastur er sjötugur í dag. Hann fæddist 5. nóvember árið 1906 í Skálmarbæ í Álftaveri, sonur hjónanna Sigrfðar Jóns- dóttur og Þorláks Sverrissonar síðar kaupmanns í Vfk í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Sr. Óskar ólst að mestu upp í Vík, en þaðan lá leið hans hing- að til Reykjavíkur til náms, fyrst við Menntaskólann, en síðan hóf hann guðfræðinám f Háskóla tslands og lauk kandf- datsprófi vorið 1930. Þá var haldið til framhaldsnáms um nokkurt skeið á Bretlandi og Norðurlöndum. Hér heima liggur svo að baki honum 45 ára prestsþjónusta, fyrst á Kirkjubæjarklaustri, þá á Siglufirði, en loks við Dóm- kirkjuna sfðasta aldarfjórðung- inn. H:nn kvaddi söfnuð sinn þar við guðsþjónustu 24. október s.l. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Ég veit, að þá hafa vfða vaknað minningar f hugum sóknarbarnanna um hlýleik og drengilega framkomu, um vin- sælan fermingarföður og traustan sálusorgara. t starfi Dómkirkjunnar má víða sjá spor sr. Óskars þennan sfðasta aldarfjórðung, og þau eru öll jákvæð, sýna einlægan vilja hans til að beina kirkju- legu starfi á jákvæðar brautir. Sr. Óskar hefur einnig unnið vel á félagslegum vettvangi.. Hann hefur verið einn af frum- herjum og framámönnum Rotaryhreyfingarinnar á ts- landi og einnig unnið mikið að slysavörnum og bindindismál- um. En sr. Óskar hefur ekki stað- ið einn í lífinu. Eiginkona hans, frú Elísabet Árnadóttir, hefur verið honum ágætur lífsföru- nautur. Með skörungsskap hef- ur hún rækt hlutverk prests- konunnar. Hún hefur búið hon- um og börnum þeirrr myndar- legt og fallegt heimili, þar sem öllum hefur þótt gott að koma. Rotarymenn eiga hlut, sem þeir nefna Fjórprófið. Það er fólgið í fjórum spurningum, og þeir segja, að ef maður er í vanda staddur gagnvart þvf, hvernig hann eigi að koma fram f einhverju tilviki, þá eigi hann að spyrja sjálfan sig þess- ara spurninga allra. Fái hann alltaf jákvætt svar, þá sé hon- um óhætt að framkvæma ætlun sína. Spurningar Fjórprófsins eru þessar: Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinar- hug? Er það öllum til góðs? 1 samskiptum okkar sr. Óskars hef ég fundið svo vel þann Rótaryanda, sem viðleitni til lífs eftir þessari leiðsögn. Með slfkum manni er gott að vinna, og ég vil f dag þakka samstarfið, um leið og ég færi honum hugheilar þakkir og blessunaróskir Dómkirkju- safnaðarins f heild. Þórir Stephensen. Frá kveðjuguðsþjónustu sr. Óskars J. Þorlákssonar f Dómkirkjunni. ég gerðist eftirmaður hans f Kirkjubæjarklausturprestakalli á Sfðu. Þá voru að vfsu liðin rúm- lega tvö ár frá þvf hann hvarf þaðan norður í Siglufjörð. En það var auðfundið, að söfnuðunum hafði verið að þeim hjónum mikil eftirsjá. Svo vel höfðu þau kynnt sig þar. Svo kennimannlega, i þess orðs beztu og innstu merk- ingu, hafði hann komið fram f öllu sfnu starfi og lífi, að þangað var gott að sækja fyrirmynd. Hvernig það tókst, er önnur saga. Það átti ekki fyrir sr. Óskari að liggja að vinna sitt merkilega og mannbætandi lífsstarf í heima- byggðum sfnum, Vestur- Skaftafellssýslu. En lengi mun hans og þeirra hjóna minnst þar eystra fyrir þann tfma, sem þau dvöldu þar á fystu prestskaparár- um sr. Óskars 1931—35. Þá var hann jafnframt héraðsprófastur. Síðan opnuðust honum „víðar dyr og verkmiklar" f starfi sínu bæði á Siglufirði og síðar hér í Reykjavík, bæði sem prestur og dómprófastur. Meðan hann var prestur eystra sendi hann lands- mönnum þaðan góða kveðju þar sem Árbók Ferðafélags Islands 1935 með fáorðri lýsingu á hverri sveit sýslunnar og helstu ferða- leiðum. Þetta var áttunda ferða- bók félagsins. Hún seldist fljótt og var sfðan ljósprentuð. Þetta rit sr. Óskars lýsir bæði ást hans á átthögunum og ber gott vitni um hinn iátlausa en greinagóða fram- setningarmáta höfundar, sem ein- kennt hefur allan málflutning hans í ræðu og riti. Þess gerist í raun og veru ekki þörf að fara mörgum orðum um þjóðkunn störf sr. Óskars bæði innan kirkju og utan, s.s. að slysa- varnarmálum, bindindismálum og á ýmsum sviðum félagsmála. Öll hafa þau störf. einkennst af prúðmennsku hans, vandvirkni og skyldurækni. I janúarhefti Akureyrar- timaritsins Heima er bezt, árið 1969, skrifaði undirritaður for- ystugrein um sr. Óskar. Eru þar birt nokkur svipleiftur úr lffi hans og þeirra hjóna í stuttu máli og nokkrum myndum. Þar sem ætla má, að margir sem minnast sr. Óskars á þessum tímamótum í lffi hans, hafi ekki Heima er bezt við hendina, skulu hér tilfærð niðurlagsorð þeirrar greinar: Það er gott að vera f kirkju hjá sr. Óskari. Þeirri stund sunnu- dagsins er vel varið. Sálmasöngur - og altarisþjónusta hvetur til lotn- ingar og tilbeiðslu. Kenningin er ljós og skýr, framsetningin glögg og greinargóð, ræðan „ljúfleg og salti krydduð" (Kol. 4.6) Hver maður finnur hvert er aðalinni- hald boðunarinnar. Megin áherzlan er lögð á hina ríku ábyrgð, sem maðurinn ber á lífi sfnu og breytni. — En jafnframt er minnst á fagnaðarerindi kær- leikans — Guðs fyrirgefandi náð f Jesú Kristi, drottni vorum og frelsara, Guðssyninum, sem send- ur var til að vera okkur mönnun- um vegurinn, sannleikurinn og lífið. — Þetta var skrifað fyrir 8 árum. En ég hygg þessi orð lýsa vel viðhorfi almenns kirkjugests hjá sr. Óskari i hans langa og giftu- ríka prestsstarfi. Fyrir það skal nú þakkað um leið og minnst er með hlýju og þökk langra og góðra kynna við þau hjónin og þeim beðið blessunar Guðs á ár- unum sem framundan eru að loknu starfi á löngum og farsæl- um embættisferli. I almanaki mínu er ritningar- orðið á 5. degi mánaðarins tekið úr Filippibréfinu, svohljóðandi: „En Guð minn mun uppfylla sérhverja þörf yðar eftir auðlegð sinni með dýrð fyrir samfélagið við Krist Jesúm." Megi þetta fagra fyrirheit ræt- ast í dag og bregða birtu trúar og vonar á framtfðarveginn. G.Br. 1 dag er séra Óskar J. Þorláks- son dómprófastur sjötugur. Af því tilefni langar mig að senda honum og konu hans, frú Elísabet Árnadóttur, einlægar árnaðarósk- ir frá okkur hjónum. Séra Óskar hefur nýlega látið af prestskap eftir 45 ára þjónustu. Það er langur starfstfmi prests og segir okkur, að séra Óskar hefur helgað lff sitt allt þjónustu við Guð. Allir þeir, sem hafa kynnzt séra Óskari þekkja, að hann er heill og traustur í þjónustu sinni. Honum er það hjartans mál að leiða menn til trúar og trausts á Frelsarann. Hann veit, að heill og hamingja manna er fyrst og fremst reist á boðskap kristinnar trúar, og á það hefur hann bent bæði í orði og verki. Um sér Óskar má segja, að hann hefur verið einn traustasti þjónn kirkju vorrar. öll embættisverk sfn hefur hann unnið af kærleika og trúmennsku. Allar stundir með honum hafa einkennzt af trú- artrausti og hátfðleika. Þetta þekkir allt það fjölmarga fólk, sem hefur haft kynni af starfi séra Óskars og átt með honum dýrmætar stundir, hvort sem var í gleði eða sorg. Þess vegna er séra Öskar elskaður og virtur af sóknarfólki Dómkirkjunnar og fjölda annarra hér f borg. Séra Óskar hefur verið gæfu- maður í lífi sínu. Hann á góða og trausta konu, og þau hjónin hafa staðið saman sem einn maður í starfinu og hinni daglegu önn lífs- ins. Þau eru traustar og góðar manneskjur og hollir og góðir vin- ir. Séra Óskar er umhyggjusamur heimilisfaðir og lætur sér mjög annt um þá, sem hann á samskipti við. Hann er hlýr og samúðarrík- ur á alvarlegum stundum', en hann á líka til kæti og glaðværð og góða kimnigáfu. Séra Óskar hefur nú kvatt söfn- uð sinn við Dómkirkjuna eftir rúmlega 25 ára þjónustu þar. Ég veit, að sóknarfólkið þakkar hon- um nú á þessum tfmamótum og biður honum og fjölskyldu hans blessunar Guðs. Guð gefi þeim hjónum báðum góða heilsu, heill og hamingju á komandi árum. Hjalti Guðmundsson. 1 dag á séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur 70 ára afmæli. Fæddur að Skálmarbæ f Álftaveri 5. nóvember 1906, sonur hjón- anna Þorláks Sverrissonar bónda þar, sfðar kaupmanns f Vest- mannaeyjum og konu hans Sigríð- ar Jónsdóttur. Hann gekk menntaveginn eins og sagt var um þá, sem til lang- skólanáms héldu. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum f Reykjavík 1926 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1930. Stund- aði framhaldsnám f Oxford 1930—1931. Námsferðir fór hann til Oxford 1947 og til Norðurlanda 1931 og 1961. Vfgðist sóknarprest- ur til Kirkjubæjarklausturs 1931 og gegndi þar embætti til 1935 ásamt prófastsembætti f Vestur- Skaftafellssýslu 1934—1935. Kos- inn prestur í Siglufirði 1935, og gegndi þvf til 1951. Það ár var hann kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík og gegndi því embætti til 1. okt. sl. er hann sagði því starfi af sér, enda, þá kominn að aldurstakmarki embættismanna. Auk þess, sem hér er talið gegndi hann á þessu tímabili fjölda trúnaðar- og mannúðarstarfa. í Siglufirði er hann stundakennari við barna- og gagnfræðaskólann. 1 stjórn Sjómanna og gestaheimilis- ins. Formaður búnaðarfélagsins á staðnum. I stjórn Sögufélags Siglufjarðar, f skattanefnd o.fl. o.fl. Eftir að til Reykjavíkur kemur liggja spor hans víða, auk anna- samra embættisstarfa við Dóm- kirkjuna. Sem einlægur bindindisvinur situr hann f fram- kvæmdanefnd Stórstúkiu Islands 1952—1953. Formaður Slysa- varnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík 1953—1965. í stjórn Vetrarhjálparinnar f Reykjavík 1954—1964. 1 stjórn hins islenska biblíufélags frá 1954. Rotary- félagi er hann af lífi og sál og hefur sótt mörg alþjóðleg Rotary- þing og fundi bæði i Ameríku og Evrópu. Umdæmisstjóri Rotary- klúbba íslands var, hann 1948—1950. Nokkuð hefur hann fengist við ritstörf. Skráði Árbók Ferða- félags islands 1935 um Vestur- Skaftafellssýslu, greinargott rit. Fjölda ritgerða f blöð og tímárit auk margra útvarpserinda. Rit- stjóri og útgefandi ýmissa and- legra verka hefur hann verið. Þessi upptalning svnir að af- mælisbarnið hefur ekki alltaf set- ið auðum höndum um dagana og ólfkt er það honum ef svo verður meðan heilsan endist. Öll störf sín BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá lláteigssöfnuði: Séra Jón Þorvarðsson sóknar- prestur Háteigskirkju kvaddi söfnuð sinn við hátíðlega guðs- þjónustu sunnudaginn 31. okt. s.l. eftir 24 ára gifturíkt starf. Hann verður sjötugur miðvikudagipn 10. nóv. n.k. Í tilefni þessa hefur sóknarnefnd og Kvenfélag Háteigssóknar ákveðið að gangast fyrir samsæti prestshjónunum til heiðurs. rækir séra Óskar af stakri kost- gæfni og kastar ekki til þeirra höndunum. Okkur leikmönnum hættir til að dæma störf presta á ýmsa vegu og þá ekki alltaf af of mikilli sanngirni. Að vfsu eru þeir mann- lgir og misjafnir eins og við öll. Af einlægri vissu og kunnuleika veit ég að séra Óskar hefur gegnt starfi sínu af mikilli kostgæfni, lagt i það sál sína bæði f gleði og sorgum. Hógværð hans og hjarta- hlýja verkar áreiðanlega sem græðanda smyrsl á sorgarstund- um. Léttleiki hans er örvandi á gleðistundum og gamansgmi, sem þá bregður fyrir, eykur á gleðina. Af löngum og góðum kynnum, þar sem við erum bundnir fjölskyldu- böndum, fullyrði ég aðeinlægari maður og hrekklausari heldur en hann er, mun vandfundinn. Að sjálfsögðu hafa fundir okkar inn- an fjölskyldunnar verið margir bæði á gleði- og sorgarstundum Þar hefr. hann ávallt verið hun óumdeilanlegi foringi og lyfti- stöng hvernig sem á hefur staðið, ljósið í sorginni. Lyftistöngin i gleðinni. Hann hefur ekki staðið einn í lífsbaráttunni. Kona hans, Elisa- bet Árnadóttir, hefur staðið styrk við hlið hans. Einlægt trúartraust hennar, viljastyrkur og dugnaður hafa létt honum störfin, enda samheldni þeirra og samstarf með ágætum. Langvinn veikindi henn- ar hafa aldrei drepið kjark henn- ar, þvert á móti magnað styrk hennar. í veikandum hennar kom gleggst í ljós hvern mann séra Óskar geymir. Má óefað þakka því m.a. hve heilsa hennar hefur far- ið batnandi með fjölgandi árum. Heimili þeirra er fallegt. Þar rikir heiðríkja, gestrisni og góður andi. Ég veit að séra Óskar hefur notið vinsælda og virðingar safn- aða, sem hann hefur þjónað nú um 45 ára skeið. Kom það og fram við hátíðlega kveðjuguðsþjónustu hans í Dómkirkjunni hinn 24. október s.l. Kirkjan var fullskip- uð. Klerkur flutti mál sitt og þjón- ustu alla af smekkvísi og virðu- leik og var ekki að sjá né heyra, að þar væri prestur með hæsta starfsaldur innan þjóðkirkjunn- ar, að kveðja og hverfa af starfs- vettvangi. Við það tækifæri flutti hr. biskupinn Sigurbjörn Einars- son kveðju og þakkarorð og fór mjög lofsamlegum orðum um séra Óskar og störf hans. Einnig þakk- aði starfsbróðir hans við Dóm- kirkjuna séra Þórir Stephensen, samstarfið ásamt góðum fram- tíðaróskum. Þór Magnússon, for- maður sóknarnefndar, flutti kveðjur og þakkir sóknarbarna og færði honum veglega gjöf frá söfnuðinum. Ég, kona mín, börn okkar og tengdabörn færum afmælisbarn- inu bestu árnaðaróskir. Hann hef- ur veríð sálusorgari okkar. Skírt, fermt og gift og heldur því von- andi áfram enn um langan tima. Elli kerling hefur enn ekki sett svip sinn á hann að nokkru marki. Heilsan yfirleitt verið góð, nema hvað skugga bar á litinn tíma á þessu ári, en ástæða virðist til að ætla að það sé yfirstigið. Þessar óskir tel ég mig mega flytja frá fjölskyldunni allri, þvi hið sama hefur yfir okkur öll gengið. i þessum mánuði á frú Elisabet einnig merkisafmæli og beinum við þessum óskum einnig til henn- ar í tilefni beggja afmælanna. Lifi þau heil og lengi. Þorgr. St. Eyjólfsson. Samsa'tið verður haldið í Súlna- sal Hótel Sögu á afmælisdaginn og hefst kl. 8.30 e.h. Allt safnaðar- fólk og aðrir vinir óg vandamenn prestshjónanna er velkomið með- an húsrúm leyfir. Áriðandi er, að þátttaka verði tilkynnt eigi siðar en mánudaginn 8. nóv. n.k. í einhvern af eftirfar- andi símum: 11834, 13767, 16917 og 82959. Samsæti til heið- urs prestshjónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.