Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1976 15 var John Stonehouse sakaður um svik, falsanir og þjófnað og dæmdur til fangelsisvistar í ágúst s.l., og var því þingsætið laust. Þingmaður fyrir Workington var Fred Peart matvæla-, fiski- mála- og landbúnaðarráðherra, en þar sem hann hefur nú verið sæmdur lávarðarnafnbót, og heitir Peart lávarður, á hann nú sæti í Lávarðadeildinni. Þingsætið fyrar Newcastle Central losnaði þegar þingmaður- inn Edward Short, varaformaður þingflokks Verkamannaflokksins, var skipaður forstjóri brezka símafélagsins. I þingkosningunum í október 1974 hlaut Verkamannaflokkur- inn 59,5% atkvæða í Walsall, 56% I Workington og 71,8% í Newcastle North. Engu að síður voru frambjóðendur Ihalds- flokksins, þeir Richard Page i Workington og Robin Hodgson í Walsall, unnu sætin af Verka- mannaflokknum, og í Newcastle North hélt Harry Cowans sætinu fyrir Verkamannaflokkinn, en hlaut aðeins 47,6% atkvæða. Hér fara á eftir úrslitin í kjör- dæmunum þremur, en atkvæða- tölur frá kosningunum 1974 eru í sviga. Til að spara rúm í blaðinu verður I notað fyrir Ihaldsflokk- inn, V fyrir Verkamannaflokk- inn, F fyrir Frjálslynda flokkinn, Ó fyrir Óháða flokkinn, SV fyrir Sósíalska verkamannaflokkinn, Þ fyrir Þjóðfylkinguna (National Front) og A fyri aðra: WALSALL NORTH: 1 ...............16.212 (12.455) V................11.833 (28.340) 0..........................4.37 — Þ ......................2.724 — F..................1.212 (6.377) SV..........................574 — WORKINGTON: 1 V ..19.396 (12.988) ..18.331 (22.539) F 2.480 (4.728) NEWCASTLE CENTRAL: V 4.692 (10.546) F 2.854 (1.716) I 1.945 (2.432) SV 184 — Þ 181 — Tannskemmdir stöðváðar BREZKIR vfsindamenn hafa að undanförnu unnið að tilraunum á öpum, sem gefa góðar vonir um að unnt verði f framtíðinni að draga mjög úr tannskemmdum. Tilraun- ir þessar hafa verið gerðar í læknaskóla Guy’s sjúkrahússins í London, og segja vísindamennirn- ir að þær gefi vonir um að unnt verði að minnka tannskemmdir um 70%-80%. Einn vfsindamannanna, dr. S.J. Challacombe, segir að allar líkur bendi til þess að innan tíu ára verði unnt að vernda tennur barna, og ef til vill fuilorðinna einnig, með sérstöku ónæmisefni, sem vísindamennirnir hafa reynt á öpunum. Niðurstöður tilraunanna birtast í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Þar segja vfsindamennirnir að ónæmisefnið hafi borið mjög góð- an árangur í tilraunum þeirra til að koma f veg fyrir tannskemmdir í öpunum. Segja þeir að hjá þeim öpum, sem notuðu ónæmisefnið, hafi tannskemmdir aðeins verið tæpur þriðjungur þess, sem algengt var í þeim öpum, sem ekki fengu efnið. Tilraunaaparnir voru aldir á algengri barnafæðu og sætindum, og voru þeir fljótir að komast upp á bragðið. Erfiðara var að venja apana af sætindunum þegar til- raunum lauk. Sjóliðar af Sovereign i knattspyrnu á Norðurpólnum Vísindamenn frá Sovereign við mælingar á Norðurpólnum með stjórnturn kafbátsins i baksýn. „Týndir” á N orðurpólnum BREZKI kafbáturinn Sovereign, sem er kjarnorkuknúinn, kom til hafnar i Devonport á föstu- dagskvöld eftir sögulega ferð Nokkru áður hafði verið óttazt um kafbatinn, en í Ijós kom að sá ótti var ástæðulaus, því það voru aðeins útvarpstruflanir sem komu í veg fyrir að áhöfn- in gæti látið vita að hún væri stödd á Norðurpólnum. Sovereign er annar brezki kafbáturinn, sem sendur hefur verið til Norðurpólsins, og hafði áhöfnin fengið fyrirmæli um að reyna að finna „glugga" á isn- um, svo unnt yrði að komast upp úr isnum og gera mæl- ingar á pólnum. Þegar svo senda átti tilkynningu um kom- una á áfangastað, reyndust truflanir svo miklar að ekki heyrðist í senditækjum kafbáts- ins. Var þá farið að óttast að kafbáturinn væri fastur undir ísnum. Þegar Sovereign var kominn að Norðurpólnum, og var enn undir ís, tókst að finna blett þar sem ísinn var aðeins tæplega 40 sentimetra þykkur, og þar brauzt báturinn upp á yfirborð- ið. Rúmlega 1 20 manna áhöfn er á Sovereign, og fóru sumir sjóliðanna í knattspyrnu á ísnum, meðan aðrir unnu að mælingum og athugunum. Segir Michael Harris skipherra á Sovereign að það hafi verið mikil viðbrigði fyrir áhöfnina á koma úr 22 stiga heitu loftinu um borð út í 35 gráðu forstið á pólnum. Eftir sex tíma viðdvöl var haldið heim og gekk ferðin i alla staði vel. að laða fram það notalega I fari manna Og myndin um Sparre var sosum ágæt. Gaman væri að fá að sjá sam- bærilegar myndir um Ásgrim, Kjarval, Gunnlaug Scheving, Jón Þorleifsson, Jón Stefánsson og Jón Engilberts; kannski hafa þær aldrei verið teknar og þýðir ekki um það að fást, en betra er að byrja einhversstaðar en hvergi — og Þorvaldur, Sigurjón og Svavar eru enn meðal vor með pensla og virk talfæri, ef sjónvarpið skyldi eiga filmu- bút aflögu. Hvernig væri að senda Magðalenu — og heimsækja þá Lax- ness i leiðinni Það vantar einn þátt I syrpuna hans, þátt þar sem hann skýrir frá því skemmtilegasta sem á daga hans hefur drifið Bókmenntafræðingar eru ekki nauðsynlegir i þá heimsókn bara venjuleg normal manneskja, alíslensk og blátt áfram i háttum. STRANPHÖGG Útvarpið er hörkuduglegt i leikrita- flutningi nú um stundir, gerir strand- högg út og suður, eitt erlent leikrit í viku hverri. Ustinov er samt ólikt meiri leíkari en leikritahöfundur Efnistök hans ollu mér vonbrigðum, en hug- myndin var prýðileg Hershöfðinginn var fullfljótur að kúvenda lifsviðhorfum sínum — eða yfirstiga þau réttara sagt. Kúvendingin átti ekki að gerast fyrr en eftir umhugsunarfrestinn sem hann tók sér á hótelinu eftir heim- komuna Hershöfðingjar byrja á þvi að skipuleggja — og hefja þar næst gagnsókn Kynning leiklistardeildar- innar á látnum leikurum i minnisstæð- um hlutverkum er tímabær hugmynd. Alfreð, Lárus og Brynjólfur, það er kærkominn gestagangur. Sveinn Einarsson er óvenjulegur atorkumaður, alltaf syndandi rólegur og kurteisina leggur af honum eins og franskt úr- valsilmvatn, samt tveggja manna maki og vel það Embætti þjóðleikhússtjöra fullnægir ekki starfslöngun hans, hann stýrir leikritum að auki ýmist á sviði leikhúss slns. á Akureyri, erlendis og i útvarpi -— og þáttinn um Lárus Páls- son tók hann saman og fór létt með það Svona menn eru ekki svo litil búbót fámennri þjóð Dugnaðarþjarkar eru ekki endilega fasmiklir jarðvöðlar; hægðin og mýktin reynist mörgum laundrjúg; eljan. SAMBANDSLEYSI Árni Johnsen átti við rammari reip að draga í sfnum þætti en Magðalena í Vöku. Ekkert samband virtist vera á milli menntamálaráðherra og formanns sambands barnakennara, ekki einu sinni gegnum Árna og er hann þó transistor af stærri gerðinni. Viðmæl- endur hans tíndu hvor úr sínum poka — með gát; það voru ekki mörg spil. Báðir klemmdir. Við menntamálaráðu- neytið mun ekki vera að sakast hvernig málum kennara er komið. Aðrir aðilar ráða þar ferðinni, heimilisfang óglöggt Ráðherrann kvað kennara grafa undan lýðræðinu með fyrirhuguðu eins dags verkfalli. Það er nú það Er það lýðræði að þrengja svo kjör barnakennara að þeir flykkist í önnur störf með þeim afleiðingum að þúsund börn viðsvegar um landið njóti ekki réttrar leiðsagnar fyrstu skref sín á námsbrautinni og séu af þeim sökum verr læs og skrifandi en efni standa til? Sum þeirra munu seint — og önnur aldrei — losa sig við það haft. Ég trúi ekki öðru en þjóðin muni styðja við bakið á þeirri stétt sem annast ekki aðeins menntun barna hennar á viðkvæmasta skeiði, heldur elur þau jafnframt upp að drjúgum hluta af því að foreldrarnir hafa ekki tíma til þess, ekki einu sinni tima til að kenna þeim að tjá sig að marki á móðurmálinu Er það eitthvert lýðræði að fjölmennar stéttir í þjóðfélaginu, ekki menntaðar neitt i likingu við kennara og án þess að axla nokkra teljandi ábyrgð, beri úr býtum marg- föld laun kennara sem eru svipuð at- vinnuleysisstyrk i Danmörku? Menn við Sigöldu leika sér að því að ná hálfrar milljón króna mánaðarlaunum, jafnvel fjórðungi milljónar á ellefu dög- um, að ekki sé talað um mennina þrjá sem fengu sex hundruð þúsundir fyrir tólf tíma vinnu. Stundum hvarflar að manni að þetta þjóðfélag sé orðið bandvitlaust. Ábyrg- ir menn reikna með að islendingar steli t d. i ár hálfum þriðja milljarði af söluskattinum sem þeim er falið að krefja fólk um fyrir hönd ríkissjóðs. Ætli það láti ekki nærri að tíupdi hver íslendingur sé þar með orðióti þjófur eða þjófsnautur. Ekki að furða þótt peningar flæði um þjóðfélagið, hvernig sem árar. Skotsilfur uppá hálfan þriðja milljarð er sama sem sótt í rikisfjárhirzl- una árlega — bakdyramegin. SÓLSKINSLAND VITFIRRINGANNA Fréttir úr þjóðlífinu eru stundum þannig að manni finnst sem maður sé staddur í miðri skopstælingu á sam- félagi manna. Ég á við innbrotið i Sportval, vitfirrta skothríð á allt kvikt, tveir menn með fjórar byssur klyfjaðir skotfærum í bak og fyrir, skjótandi sér til gamans á lögreglu og árrisula borgara, annar mannanna sami maður og fyrir nokkr- um mánuðum lék nákvæmlega sama leikinn. Hvernig getur svona gerst í tvígang? Hví er þessi bandóði maður ekki bak við lás og slá? Einhver eða einhverjir hljóta að bera ábyrgð á þvi að hann gengur laus. Er meiningin að gera Reykjavík aðeinhverskonar skot- bakka eins og tíðkast i tívollum? Af hverju vantar þjófabjöllu í verslun sem höndlar með skotfæri og byssur? Af hverju eru vopnin ekki geymd bak við mannheldar stálgrindur. Ein rúða sem ekki þarf annað en að sparka í er eina hrindunin að vopnabúrinu við Hlemm. Og lögreglan þarf að leggja til atlögu við óða skotmenn með táragas og einn bil að vopni. Hún hefur ekki einu sinni i bílunum byssur sem skjóta gúmmi- kúlum. Þær gætu kannski skrámað þessi óskabörn sem reyna að drepa borgarana að gamni sinu. Reykjavikur- lögreglunni er svo sannarlega ekki fisjað saman — en enginn veit með hvaða harmleik þessu brjálæði hefði lyktað ef Magnús Einarsson varðstjóri hefði ekki gripið til þess ráðs að keyra annan manninn niður og vafalaust lagt sig um leið í bráða lífshættu. Er ekki tími til kominn að leggja niður nitjándu aldar aðferðir i viðureign við morðóðan óþjóðalýð og heimila lögreglunni að hafa vopn í vörslu varðstjóra i eftirlits- bifreiðunum? Ef ekki verður undinn bráður bugur að því hljóta borgarbúar að gera þá kröfu til dómsmálaráðu- neytisins að það láti vita næst þegar villidýrum veður sleppt lausum á þá, þannig að mönnum gefist ráðrúm að verða sér úti um þótt ekki væri nema lurka Stjómunarfélag íslands Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir eftirtöldum nám- skeiðum: FRAMLEIÐSLUSTÝRING OG VERKSMIÐJUSKIPULAGNING Miðvikudaginn 17. nóv. Alla dagana j Fimmtudaginn 18. nóv. kl. 1 5 — 19. < Föstudaginn 19. nóv. Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir framleiðsluáætlunum og skipu- lagstækni svo sem minnislistum, Gantkortum, örvaritum, notkun raf- reikna o.fl. Þá verður fjallað um staðsetningu fyrirtækja og skipulagn- i ingarvandamál. Þetta námskeið á erindi til þeirra. sem er umhugað um y hagræðingu í fyrirtæki sinu. Leiðbeinandi verður Helgi G. Þórðarson verkfræðing- j ur. GÆÐASTÝRING Fimmtudaginn 25. nóv. Föstudaginn 26. nóv. Báða dagana kl. 1 5—1 9. Á námskeiðinu verður gert grein fyrir hugtakinu gæðum, markmiðinu með gæðastýr- ingu, kostnaði við gæðaeftir- lit, hönnunargæðum. úrtök- um, óvissu, aðferðum við gæðaeftirlit o.fl. Þetta nám- skeið á erindi til þeirra, sem bera ábyrgð á framleiðslu- starfseminni og vilja kynnast þeim leiðum, sem færar eru til að halda framleiðslunni í háum gæðaflokki. Leiðbeinandi verður Halldór Friðgeirsson verkfræðingur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Stjórnunarfélags- ins í síma 82930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.