Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976
27
Elliðaárdalurinn i nágrenni
Breiðholts verður friðað
útivistarsvæði, en yfir hann
verður þó lögð tengibraut,
Höfðabakki, sem tengir
hverfin Árbæjarhverfi. Það
er þó ekki á áætlun næsta
árs og tímasetning verksins
óákveðin.
frjálsu félögum og sé hlutverk
æslulýðsráðs að ná til þeirra. Þó
það takist vafalaust misjafnlega,
þá sé enginn vafi á því að réttlátt
sé að verja einhverju fé til þess.
Borgin byggi félagsmiðstöðvar
þannig að frjálsu félögin geti
fengið inni fyrir sfna starfsemi,
þvf húsnæðismálin séu oft erfið-
ust. Þannig að ekki væru felldar
niður eða dregið úr f járveitingum
til þeirra.
Sigrún Indriðadóttir spurði um
dagheimili í Fellum og Hólum, og
svaraði borgarstjóri því aftur.
Áslaug F. Jónsdóttir spurði
hvenær vænta mætti þess að
gengið yrði frá gangstétt f Arnar-
bakka, nánar til tekið Bakkaborg
og upp eftir í átt að Breiðholts-
kjöri. Borgarstjóri sagði að ætlun-
in hefði verið að ganga frá stéttar-
gerð innan Breiðholts I á þessu
ári, en orðið hefði að fresta fram-
kvæmdum. En því yrði lokið á
næsta sumri.
Dagheimilisbygging að hefjast
og samningar um skóladagheimili
ásamt 4 öðrum þjónustufyrirtækj-
um, kvartaði undan skorti á lög-
gæzlu í hverfinu. Unglingar
hefðu brotið hverja einustu rúðu
í aðalinngangi þessarar
verzlunarmiðstöðvar, sumar
meira að segja 4—5 sinnum. M.a.
hefði á föstudagskvöldi verið
brotnar rúður fyrir á 3. hundrað
þúsund krónur. Aðeins tveir
lögreglumenn séu á vakt í þessu
hverfi, þar sem Akureyri með
færri íbúa, eða 11000, hefði 4 og
upp í 9 lögregluþjóna á vakt.
Unglingar á vélhjólum væru á
gangbrautum nánast allan sólar-
hringinn og minnti Helgi á slys,
sem varð af þeim sökum fyrir ári.
Kvað hann suma í verzlunar-
húsinu vera farna að gera þvi
skóna að múra upp í glugga og
kveðja hverfið.
Baldur Gfslason spurði hvort
borgarráð hefði tekið ákvörðun
um gangbrautina við Suðurhóla.
Hún sé hættuleg yfirferðar nú.
Einnig hver beri ábyrgð á skipu-
lagsmistökum, svo sem þeim sem
orðið höfðu við byggingu raðhús-
anna, sem standa alveg við
Vesturbergið að austan og mynda
6 blindhorn við þessa götu.
Sigfried Ólafsson spurði hvort
möguleikar væri á fleiri göngu-
stígum milli hverfa, svo sem
Breiðholts III og Breiðholts I.
Einnig hvort búið sé að tímasetja
næsta áfanga í byggingu Hóla-
brekkuskóla.
Hilda Björk Jónsdóttir spurði
hvort íþróttafélögin og æskulýðs-
ráð gætu ekki fengið fjármagn
borgarinnar, þ.e. 60 millj., og
skipt þvl svo á milli sfn og haft
gott samstarf.
Borgarstjóri kvaðst sérstaklega
hafa beðið um skýrslu um
áfengisneyslu f Fellahelli frá
starfsmönnum þar, sem fullyrði
að þar innan dyra sé engin
áfengisneysla við starfsemi æsku-
lýðsráðs. Ekki vilji þeir að vfsu
þvertaka fyrir að gestir geti kom-
ið inn í húsið undir áhrifum
áfengis. Ekki fullyrði þeir heldur
hvernig er þegar aðrir hafi hús-
næði á leigu, eins og stundum er,
þar sem starfslið hefur þá ekki
eftirlit, en þeir telja drykkjuskap
mjög ólíklegan. Benti borgar-
stjóri á að þarna gæti gerst það,
sem sums staðar annars staðar
gerist, að unglingar sem ekki
komast inn vegna þess að þeir eru
drukknir, haldi sig á næstu grös-
um og óreglan tengist staðnum að
þvf leyti. Sagðist hann telja starf-
semina þarna mjög þýðingar-
mikla og mikilvæga og reynt
hefði verið að koma upp sem
flestum slíkum félagsmiðstöðvum
sem víðast í borginni.
Þá vék borgarstjóri að löggæslu
í Breiðholtum og sagði að borgar-
stjórn hefði engin afskipti af lög-
gæslumálunum í borginni, að
öðru leyti en þvf, að auðvitað væri
reynt að halda góðu samstarfi við
lögreglustjóra og lögreglu. Ríkið
taki allar ákvarðanir um lög-
gæsluna. Borgarstjóri kvaðst vita
að lögreglustjóri hefði barist fyrir
þvi f nokkur ár að fá að byggja
lögreglustöð í Breiðholti. Á árun-
um 1974—76 hefðu verið áætlað-
ar til þess samtals 9 millj. kr. og f
fjárlögum 1977 hefði verið óskað
eftir 25 millj, en verið lækkað
niður f 15 millj. í fjárlagafrum-
varpinu, eins og það liggur fyrir
nú. Þvf lægju nú fyrir 24 millj. til
að byggja lögreglustöð í Breið-
holti. Hefði verið gert ráð fyrir
lögreglustöð í Mjóddinni. En til
að reka slíka lögreglustöð, þyrfti
að mati lögreglustjóra 20
lögregluþjóna til viðbótar við
lögreglulið borgarinnar, og eina
lögreglubifreið f viðbót. Þetta sé
háó fjárveitingavaldinu, hvort Al-
þingi samþykki á fjárlögum
næsta árs nægilega miklar fjár-
veitingar.
Páll Gfslason spurði um gang-
braut við Suðurhóla. Kvaðst
borgarstjóri telja að hér væri átt
við ósk framfarafélagsins f Breið-
holti II um að svipaðar aðgerðir
verði við Suðurhóla eins og við
Norðurfellið, á móts við Fella-
skóla, en þar er gatan þrengd og
hækkuð upp á 15 m kafla til að
knýja bíla til að hægja ferðina.
Því aðeans einn bíll komist yfir f
einu. Sagði borgarstjóri þetta
áreiðanlega mikið öryggi fyrir
börnin á leið í skólann, þvf öku-
menn dragi verulega úr ferð
þarna, virði gangbrautarréttinn
betur og það hafi raunar ekki
valdið teljandi erfiðleikum fyrir
almenna umferð. Nú lægi fyrir
jákvæð umsögn umferðarnefndar
um að þetta verði einnig gert við
Suðurhóla. Að vísu sé óvfst að það
verði hægt héðan af í haust, en
örugglega næsta sumar. Raf-
magnsveitan er að setja upp sér-
stakan ljósabúnað við þessa gang-
braut við Suðurhóla og kvaðst
borgarstjóri vona að ástandið lag-
ist við það.
Um hver bæri ábyrgð á skipu-
lagsmistökum eins og þeim er orð-
ið hefðu við raðhúsin við Vestur-
berg, kvaðst borgarstjóri fúslega
viðurkenna að þegar slíkt væri
komið útfært í landinu búið að
byggja þá hefði hann kosið að
raðhúsin stæðu lengra frá göt-
unni. En ábyrgð á skipulagi
borgarinnar bæru borgarráð og
borgarstjórn, sem endanlega sam-
þykkja skipulagið. Að vísu væru
sérstaklega fengnir arkitektar og
skipulagsstofur úti f bæ, sem
leggja fram sínar tillögur eða val-
kosti, en borgarráð og borgar-
stjórn tækju endanlega ákvörðun
og samþykktu tillögurnar.
Átak í
göngustfgamálum
Sigfried Ólafsson spurði um
fleiri göngustíga milli hverfa.
Erna Jóhannsdóttir spurði um
göngubraut úr Seljahverfi í Fella-
hverfi og Jóhanna Geirsdóttir
spurði hvenær væri von á göngu-
stíg úr efra Breiðholti f neðra
Breiðholt.
Borgarstjóri sagði, að skv.
skipulagi um göngustíga og leiðir
milli hverfa væri áætlað að geng-
ið yrði um undirgöng í Reykjanes-
brautinni milli Breiðholti II og
Breiðholts III. Það ætti langt f
land, enda um dýrt mannvirki að
ræða. Þangað til yrði að reyna að
bæta aðstöðuna til göngu við
brautina. Reiknað væri með að
gera mikið átak f göngustígamál-
um, sem raunar hefði verið gert í
Breiðholti III á þessu ári. Og
haldið yrði áfram að vinna að
gerð göngustígs. Greiðari göngu-
leiðir væru nauðsynlegar milli
hverfa og kvaðst borgarstjóri von-
ast til að þess verði ekki langt að
bíða að það geti orðið.
Um tímasetningu á næsta
áfanga Hólabrekkuskóla sagða
borgarstjóri, að búið væri að
grafa grunn annars áfanga skól-
ans, en ekki alveg fullráðið hvort
botnplata og sökklar verði steypt-
ir strax eða beðið eftir heildarút-
boði á skólanum í heild, sem er á
næsta leiti. Gæti reynzt nauðsyn-
legt að steypa botnplötuna, til að
grunnurinn skemmdist ekki.
Fjárhagsáætlun í vetur réði því
hvort skólinn yrði byggður það
hratt, að einhver hluti hans verði
tekinn í notkun næsta haust. Ef
hann yrði byggður á tveimur ár-
um, væri nauðsynlegt að setja nið-
ur færanlegar kennslustofur í
Hólabrekkuskóla á næsta hausti
og væntanlega þá flytja stofurn-
ar, sem eru í ölduselsskóla yfir í
Hólabrekkuskóla.
Þá vék borgarstjóri að hlutfall-
inu milli starfsemi æskulýðsráðs
og fþróttafélaganna og frjálsu
félaganna, sem hann sagði mikið
til umræðu. Auðvitað hlyti
borgarstjórn að leggja
megináherzlu á starfsemi hinna
frjálsu félaga í borginni og reyna
að styðja við bakið á þeim einnig.
Hins^ vegar sé það mat þeirra
manna, sem starfa í æskulýðsráði
að ávallt sé einhver hluti barna og
unglinga, sem ekki sé í hinum
Ulfar Sveinbjörnsson spurði
hvort kvöð væri um ákveðinn þak-
lit í Seljahverfi. Borgarsljóri
sagði, að við skipulag á nýju
hverfanna hefði ákvæði verið um
að þaklit skuli velja í samráði við
byggingarfulltrúa, sem geri það f
reynd í samráði við skipulags-
höfunda viðkomandi hverfis.
Hefði verið reynt að halda sig við
það og sú ákvörðun í fullu gildi.
Hins vegar gerðu menn sér grein
fyrir þvf að á seinni stigum, þegar
þyrfti að fara að mála þök í annað
og þriðja sinn, þá sé erfitt fyrir
borgina að halda sig við þessi
ákvæði. Nú er þetta semsagt í
gildi, en borgarstjóri kvaðst sfður
reikna með að borgin treysti sér
til að halda því til eilífðar.
Gróðurbelti
og hljóðmúr
Hervin H. Guðmundsson
spurði, hvenær verði lokið fram-
kvæmdum milli Breiðholtsbraut-
ar og Miðskóga. Borgarstjóri kvað
Hervin lfklega eiga við bæði
hljóðvegginn, sem hugsaður er
þarna á milli og svæðið þar fyrir
neðan, þar sem á að koma trjá-
gróður í gróðurbelti. Kvaðst
borgarstjóri ekki þora að fullyrða
á þessu stigi hvenær þessu verði
lokið. I sumar hefðu verið allmikl-
ar ræktunarframkvæmdir neðar
við Reykjanesbrautina, sem ekki
tókst að ljúka vegna votviðris.
Þetta yrði líklega framkvæmt á
næstu tveimur árum. Þá væri
spurt hvenær lagðir verði gang-
stigar f Seljahverfi, sér í lagi í
Miðskóga og Ljárskóga. Sagði
borgarstjóri að á næsta sumri
væri ráðgert að gera mikið átak i
Seljahverfi, sérstaklega við þá
gangstíga, sem tengja saman
hluta hverfanna, þannig að til
dæmis eigi að vera greið göngu-
leið hér úr Seljahverfi yfir í öldu-
selsskóla, að þeim framkvæmdum
loknum. Þá spurði sami hvenær
yrði úthlutað byggingalóðum i
Reykjavík. Borgarstjóri sagði að
innan núgildandi aðalskipulags
yrði úthlutað fyrst og fremst f
Seljahverfi, I Breiðholti III og á
Eiðsgrandanum í Vesturbænum.
Og reyndar nokkrum íbúðum í
Mjóddinni og nýja miðbænum.
Sigurður Hauksson spurði
hvenær vegatengingin milli Efra-
og Neðra Breiðholts yrði tekin i
notkun. Og borgarstjóri kvað það
verða mjög fljótlega. Verið væri
að leggja sfðustu hönd á verkið.
Jóhann Helgason spurði hverj-
um beri að merkja blokkir með-
fram götum. Borgarstjöri sagði,
að væri átt við húsanúmer og
götuheiti, þá hefði borgin tekið
það að sér, þannig að ef einhverju
væri ábótavant f þeim efnum,
muni hann fúslega koma því
áleiðis til byggingarfulltrúa, sem
hafi umsjón með því verki.
Mikið var spurt um gerð göngustiga milli hverfa og t hverfum i Breiðholti. Sagði borgarstjóri
að reiknað væri með miklu átaki við gerð göngustiga í.Breiðholtum og hefði það raunar verið
gert á sl. 'ri í Breiðholti III. Reiknaði hann með að göngustigum borgarinnar yrði lokið i
Breiðholti I á næsta ári.