Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1976 37 VEL-VAKAIMIDI Velvakandi svarar I sfma 10- 100 kl. 10—11 f.h. frá mánu- deg % tJtrýmum fjölbreytninni Þvi er stundum haldið fram að menn hafi ekki ákveðnar skoðan- ir á þjóðmálunum og að fólk sé jafnvel upp til hópa skoðanalaust um hin ýmsu mál. Það getur tæp- lega gilt um notkun gjaldeyrisins okkar, sem allir vilja hafa sem mest af en ekki má eyða í hvað sem er. Hér fer á eftir skoðun eins þeirra sem hefur nokkuð velt gjaldeyrismálunum fyrir sér og hefur þetta að segja: — Hvað á að gera við allan gjaldeyrinn sem við öflum okkur? Ég segi allan því að hann er ekki svo mjög lítill ef á allt er litið. En dýrmætur er hann, því er ekki að neita, og allir vilja ráða hvað á að gera við hann, hvað á að kaupa og hvað á ekki að eyða honum í. Við getum litið á innflutning- ’ inn, hann verður yfirleitt fyrst fyrir barðinu á þeim sem vilja verja gjaldeyrinum á annan veg en nú er gert, þeir vilja alla inn- flytjendur út í hafsauga og ekki hafa það að þeir fái að bjóða okk- ur upp á alls kyns varning sem hefur verið keyptur fyrir þennan dýrmæta gjaldmiðil. Þetta vil ég að mörgu leyti taka undir. Hvaða vit er t.d. í því að viðhafa allt þetta vöruúrval, sem nú er á boðstólum, hvort sem það heitir í matvælum eða húsgögn- um. Það á að fækka heildverzlun- um og stefna að því að hafa aðeins það í boði sem er nauðsynlegt en ekki að vera að burðast við inn- flutning á alls kyns drasli sem enginn hefur gagn af, en allir vilja þó eyða peningunum í. Það er alveg furðulegt hvað mönnum dettur í hug að kaupa, það er engu líkara en að auglýsingar ráði öllu um vöruval manna. Næstum því hvaða fyrirtæki sem er getur auglýst framleiðslu sína og selt hana, nema þau íslenzku af þvi að þau eru svo fátæk að þau geta ekki varið eins miklu til aug- lýsinga og þau erlendu sem hér eiga talsmenn. % Ein tegund nóg Nýlega var greint frá því að Rafha í Hafnarfirði hefði átt 40 ára afmæli. Um leið eru auglýstar erlendar tegundir eldavéla og annarra heimilistækja sem Rafha framleiðir og alger óþarfi er að flytja inn. Þetta tek ég aðeins sem dæmi en ekki til að halda fram að Rafha sé eitthvað fullkomnari en aðrar verksmiðjur. Hún framleið- ur sfnar og vera í stöðugu sfma- sambandi við Parfs. Staurfótur hafði stórt og fer- kantað höfuð, gráar loðnar auga- brúnir og grá hár f andlitinu etns og hann rakaði sig sáarsjald- an... Hann var nfzkur .. .það þurfti ekki annað en Ifta f svip á myndina til að sjá það...llafði bróðir hans ekki Ifka sagt: — Það ér ekki hægt að neita þvf að hann var töluvert aðhalds- samur. Loftið er milt. Himinninn ljóm- ar f ölum fegurstu litbrigðum hnfgandi sólar. Hann finnur sval- an gust koma að utan. Þegar hann er á leið niður f kjallarann upp- götvar hann að hann dregur vinstri fótinn á eftir sér eins og hann hefði staurfót. .. Hann opn- ar fyrir tunnuna með rósavfninu og lætur renna f flas.. nú hefði Felice að öllu óbreyttu átt að vera f eldhúsinu og lokkandi matar- lykt hefði átt að berast að vitum hans... Er það ekki á þessum tfma sem á að vökva blómin? Hann sér að fólk f næstu görðum er upptekið vð að vökva beðin og blómin I görðunum. Hvers vegna hafði hann verið myrtur? Maigret getur ekki látið ir vörur sem hafa enst vel og því ekki að beina viðskiptum okkar þangað og ekki til hinna erlendu framleiðenda. Fleiri dæmi mætti taká, t.d. húsgögn, það er til nóg af fram- leiðendum innlendra húsgagna og við höfum ekkert til annarra þjóða að sækja i þeim efnum. Það er alveg nóg að hafa hér á boðstól- um eina tegund af hverri vöru og hér þarf að koma til ákveðin laga- setning sem einhver þorir að koma á framfæri og verður ekki hræddur við mótbárur þeirra sem vinna í þessum þjónustugreinum. Þeim mætti útvega atvinnu í öðr- um starfsgreinum, einhverri framleiðslu og þannig spara enn meiri gjaldeyri og jafnvel flytja eitthvað út, án þess að út- flutningsbætur verði þó greiddar. Hvernig væri svo að fleiri létu þetta mál til sín taka og rituðu um það í blöðum. Einn, sem er á móti óþarfa eyðslu." Já, hvernig væri það að fleiri kæmu skoðun sinni á framfæri um þessi gjaldeyrismál okkar og hvernig væri að menn spreyttu sig á því að finna ieiðir til að minnk.a viðskiptahallann. 9 Kennsla í gegnum sjónvarp Sjónvarpsáhorfandi skrifar: „Ég er einn þeirra sem horfi allmikið á sjónvarp og reyni ég að velja og hafna eftir því sem smekkur minn segir mér til um en það er samt mikið sem ég hef gaman af að horfa á. Einhver verður kannski hissa á því ef marka má öll þau skammarbréf sem berast blöðunum um sjón- varpsdagskrána. Eitt vildi ég gjarnan benda á og það er, að þarna er mjög svo lítt notuð leið til að koma fræðslu á framfæri, hvort sem hún yrði fyr- ir börn, unglinga eða fullorðið fólk. Það getur varla verið að það kosti mjög mikið að kaupa er- lenda þætti eða að framleiða inn- lenda, eins og reyndar hefur verið gert eitthvað sbr. tungumála- kennsluna um árið. (Það væri annars gaman að heyra skoðanir manna á hversu mikið þeir hafi lært af henni). Sjónvarpið gæti e.t.v. staðið fyrir skoðanakönnun á þvi hvers konar fræðslu menn óskuðu eftir að tekin yrði fyrir og fá þannig ábendingar til að fara eftir. S jónvarpsáhorfandi". HÖGNI HREKKVÍSI TeT .jh" „Sæktu það!“ DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Skákmenn Árlegt mót í VÍKINGASKÁK hefst sunnudaginn 14. nóv. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu, hringi í síma 84976 eftir kl. 8 næstu kvöld. Nýkomið Har bambusstóll Einnig tvær gerðir af ruggustólum. Hjónarúm og einstaklingsrúm í bambus Vorumarkaðurinn hf. H úsgagnadeild s. 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.