Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Fyrstu bindin í nýrri Noregssögu komu út nýlega. Magnús Stefáns- son, lektor í Björgvin, gerir hér grein fyrir þessu mikla verki, sem íslendingum gefst kostur á aö eignast á nióur- settu verði í áskrift. „Söguna verður sifellt að endursemja". Svo ritaði norski sagnfræðingurinn Ernst Sars í inngangi verks síns „Udsigt over den norske Historie" (Utsýn yfir norska sögu), sem kom út á árunum 1873—1891. Hann grundvallaði skoðun sína þannig: „Framþróunin flytur stöðugt í nýja áfangastaði það- an sem virða má hana fyrir sér; þessu má líkja við að klífa fjall og líta um öxl yfir landið neðra; dalurinn er sá sami með ásum sínum en svipur landsins breyt- ist eftir því sem líður á fjall- gönguna." „Utsýn" Sars var fyrsta meiri háttar sagnfræði- verkið sem veitti rækilegt yfir- lit yfir sögu Noregs frá elstu tímum fram til 1814. Sars bætti síðan við sem á vatnaði með „Stjórnmálasögu Noregs 1815—1885“ (1904). Siðar hafa birst fimm margra binda verk um Noregssögu. Bókaútgáfan J.W. Cappelanes Forlag A/S sendir frá sér sjöttu bindaröð- ina um þessar mundir og er áætlað að alls komi út 15 bindi á árunum 1976—1979. Siðasta Noregssagan á undan þessari, „Várt folks historie", kom út í níu bindum á árunum 1961 —1963. Sú spurn vaknar, hvort þegar sé þörf fyrir nýtt stórverk um sögu Noregs. Ut- gefendur og ritstjórinn Knut Mykland, prófessor við sagn- fræðistofnun háskólans í Björgvin, telja að svo sé. Þörfin er að hluta orðin til við mikil umskipti í tilveru manna á und- anförnum áratugum, umskipti sem fylgja djúptækar breyting- ar í afstöðu til verðmæta og verðmætamats. Að hluta er þörfin og orðin til við sæg nýrra niðurstaðna sem fornleifafræð- ingar, sagnfræðingar og aðrir iðkendur samfélagsfra'ði hafa komist að með rannsóknum sín- um á síðustu tímum. Hættum við okkur að fylgja líkingu Sars frekar, getum við sagt að rann- sóknir og tækniþróun hafi gert kleift að greina áður hulin kennileiti og samkenni í lands- laginu jafnframt því að sjónar- höllinn er nýr og útsýnið meira. Höfundar hins nýja sögu- ritverks hafa gert sér mikinn mat úr fjölda sögurita birtra og óbirtra, sem eldri sagnfræðing- um voru ekki aðgengileg. Bylt- ingarkennd þróun innan náttúruvísinda á árunum eftir heimsstyrjöldina seinni hefur átt sér samsvörun í hugvísind- um. Frá árinu 1945 hafa fleiri sagnfræðingar og rýnendur samfélags í Noregi fengist við sögu lands og þjóðar en allan timann frá 12. öld, þegar fyrsta stutta Noregssagan var samin, og fram til 1945. Stjórnmála- sögu ríkisins eru gerð skil í Ísérrannsóknum eins og „Det norske Stortings historie" ( jgu þingsins) og \ „Scr 'raladministrasjonens his rie“ (sögu stjórnarráðs) ^ m iu ætlað er að komi út hið j ivrsta. Oleyst hagsöguleg við- I í"ngsefni sem taka til alls landsins, t.d. eyðibýlamyndun á síðmiðöldum, eru rannsökuð bæði landbundið og i samnor- rænu samhengi, þar sem ísiand er með og fyllir myndina. Sögu- verk um norskar hafsiglingar og hvalveiðar hafa verið gefín út og einnig tvö bindí fiskveiði- sögu en fleiri eru fyrirhuguð. Samin hafa verið verk um sér- efni svo sem stofnanir, samtök, atvinnufyrirtæki og banka, og til lýsingar sögufrægra forfeðra hefur bæst drjúgur skerfur ævisagna. Hundruð verka í byggðarsögu birtast um sögu bæja og héraða, og hér við bæt- ist rúmt hálft þúsund kandidatsritgerða í sagnfræði sem unnið hefur verið að við norska háskóla, sumar miklar að gæðum. Þessar frumrann- sóknir valda að þörf er nýs, yfirgripsmikils yfirlits Noregs- sögu sem greindi frá nýjum vís- indalegum landvinningum. Noregssagan frá 1961—63 hafði aðeins að geyma lítið nýfeng- innar vísindalegrar vitneskju. - Að mörgu leyti hefur samt þótt eðlilegt að fylgja í hinni nýju Noregssögu efnisskipan hinna eldri verka. Skipting í tímabil er að mestu söm og áð- ur. Miðað hefur verið að samn- ingu samfélagssögu í víðasta skilningi. Hér eru og í öndvegi gamalkunn úrlausnarefni: Hve- nær komu menn fyrst til Noregs? Hvaðan komu þeir? Hvernig og hvers vegna gerðist það að fölkið í þessu víðáttu- mikla, margdeilda og ógreið- færa landi tók upp sömu tungu, myndaði eitt valdsvæði, eitt þjóðríki? Svörum þessara spurninga bregður í nokkru frá þeim eldri vegna aukinnar inn- sýnar og næmari skilnings. Auk hefðbundinni þátta hef- ur nýja Noregssagan sterkan sérsvip sem greinir hana frá eldri verkum af sama toga. Hún mun mótast af aðstæðum og vanda okkar tíma, af þeirri for- tíðarsýn sem við blasir í áfanga- stað okkar og verður þar með hnýsilegri samtímalesurum, áleitnari við neytendur. Vani mun að skoða Noreg sem heild, þjóðríki, norðmenn sem eina þjóð. Þetta má ugg- laust telja rétt en er ekki aug- Ijóst. 1 landfræðilegum skiln- ingi er Noregur ekki heild; fyrst á siðustu tímum má kalla Noreg samfellt hagsvæði; ólíkir landkostir og togstreita milli landshluta, setja mjög mark sitt á sögu fyrri alda. Þessi tog- streita varð seint upphafin og eigi átakalaust. Eitt þeirra markmiða sem sett eru í nýju sögunni er að leiða í ljós að aðstæður í einum landshluta voru og eru ólíkar aðstæðum í öðrum. Sýnt skal hvernig þetta hefur mótað sögu þjóðarinnar. Saga mínnihluta, sama og kvenna, skipar stærra rúm er í eldri yfirlitsverkum. Sjónar- horn eru að nokkru ný. Sögu- verk fyrri tíma voru samin frá sjónarhorni ráðandi stétta, mál voru séð að ofan. Til kotunga, svo að ekki sé minnst á ómaga og vergangsmerin, náði áhugi Knut Mykland. stjóri, höfundar og fulltrúar út- gefanda áttu með sér fund í tvo daga og ræddu um grind þá sem ritstjóri hafðl sett upp fyrir efnisþætti. Síðar hafa höfundar haft reglulega umræðufundi og rætt um efnis- skipan, niðurstöður og fram- setningu til að uppræta skekkj- ur, ónákvæmni, óskýrar og vafasamar fullyrðingar, endur- tekningar o.s.frv. og til að gera verkið að eins samstæðri heild og unnt er. Ekki hefur verið miðað að pólitískri og hug- myndafræðilegri einingu held- ur hefur verið talinn ávinning- ur að framsetningin væri ekki steypt í sama mót. Þetta gerir heildina blæbrigðaríkari og veitir lesendum væntanlega forvitnilegri lesningu. Höfundarnir aðhyllast sumir marxísk, sumir allihaldssöm lífsviðhorf og söguskoðanir, og ráðningu þeirra til verksins ráða eingöngu fræðilegar ástæður. Menn vildu fá til starf- ans fólk með þjálfun í sagn- fræðistörfum, þekkingu á sínu tímabili og hæfileika til að setja fram efnið læsilega og liflega. Höfundar hafa haft allfrjálsar hendur innan þeirrar rúmu umgerðar sem þeim var sett. Aðeins ein krafa er gerð, sú um áreiðanleika. Þetta veldur, að í verkinu skortir e.t.v. á sam- tengingu og samruna, en það hefur sér hins vegar til ágætis auð tilbrigða sem reyndar ein- kenna söguna sjálfa. Verkinu er ætlað að vera lýsing norskrár sögu sem upp- fylli vísindakröfur. Um leið vilja aðstandendur gæða fortíð- NOREGS- ina mannlífi, draga fram atvik og atburði, sem lýsa efni því sem um ræðir, fá fram þróun hvers tímabils, þannig að meginþræðir sögunnar séu lesanda jafnan Ijósir. Saga Islands hefur um aldir verið tengd sögu Noregs vegna uppruna íslendinga, pólitísks bræðralags þjóðanna og sama hlutskiptis í blíðu og stríðu. Eftir að leiðir skildi í pólitisk- um efnum áttu þjóðirnar sam- leið í öðrum efnum. Eins og vel má sjá dafnar bræðralagið enn. Þekking á norskri sögu er þess vegna alltaf mikilvæg, ósjaldan hefur hún grundvallarþýðingu viljum við skilja eigin sögu. Hana megum við ekki aðeins skoða frá eigin bæjardyrum, verðum að setja hana í stærra samhengi. Nýja Noregssagan ætti þess vegna að eiga hljóm- grunn meðal söguunnenda á Islandi, og óhætt er að mæla mjög með henni. Hingað til hafa birst tvö bindi. Fyrsta bindi tekur yfir forsögu fram til um 800, annað bindi yfir sameiningu i eitt riki og kristni- töku, timann frá um 800—1177. Þriðja bindi um Noreg á dögum ættar Sverris 1177—1319 kem- ur um miðjan nóvember. Næsta ár koma þrjú bindi, 1978 fimm bindi og þau síðustu árið 1979, tíu árum eftir að undirbúnings- vinna hófst. Nýja Noregssagan er ekkert flýtisverk. Henni hef- ur verið mjög vel tekið í Noregi og sala hefur farið fram úr öll- um vonum. Verð hvers bindis er n. kr. 118. Þeir sem gerast áskrifendur alls verksins fyrir 10. nóvember fá hvert bindi á föstu afsláttarverði, n. kr. 98 á bindi. Ég hef samið við sölu- stjóra J.W. Cappelens Forlag A/S um að íslenskir bóksalar og einstaklingar, sem panta verkið fyrir 1. desember 1976, fái að njóta þessa afsláttar- verðs. Magnús Stefðnsson SAGA höfunda ekki. í hinni nýju sögu er m.a. ætlunin að skoða samfé- lagið neðan frá líka, frá sjónar- horni kúgaðra fátækra og hins nafnlausa skara. Hér gætir þess og að áhugi sagnfræðinga sem allrar alþýðu beinist mjög í þessa átt á okkar tíð. I eldri verkum hefur hagsögu og þó fyrst og fremst stjórn- málasögu verið gerð rækileg skil en rétt aðeins drepið á mannfjöldasögu, þjóðarhagi (demógrafísk efni). Hagir fólks og úrlausnarefni þeim tengd eru í fyrirrúmi í heiminum, í sögu ætlaðri nútímamönnum eru þróun og hagir mannfjölda í öndvegi. Við þessu er brugðist í hinni nýju Noregssögu. I’yrir 200 árum síðan voru norðmenn fátæk þjóð og svipaði þá í mörgu til fátækra þjóða heims á okkar dögum um þjóðarhagi, hagræn og félagsleg efni. Hvernig leystu norðmenn þann vanda sem mannfjölgun færði þeim? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð hin djúptæka breyting að fátækur Noregur varð eitt af auðugustu velmeg- unarþjóðfélögum heims? I gömlum söguverkum norsk- um og í yfirlistverkum hefur verið fjallað um Noreg sem væri hann að miklu leyti einn og sér. Kynslóð þeirra sem orð- ið hefúr vitni að byltingu í sam- göngum, finnst slíkt óeðlilegt. Einstökum þjóðum er skipað í samfélag þjóða, einstaklingar eru fremur en fyrr séðir í al- þjóðlegu Ijósi. Athygli er á okk- ar tíð beint að stöðu einstakra þjóða á alþjóðlegum vettvangi, meðal norðurlandaþjóða, í Evrópu, í öllum heiminum, einnig að því leyti sem tekur til fortíðar. Menn hafa gert sér far um það, gagngert, að hafa hlið- sjón af þessu í hinni nýju Nor- egssögu. í fjórtán bindum er fjallað um framvindu sögunnar, fjórtánda bindið tekur til sögu Noregs eftir seinni heimsstyrj- öld (1945—1975) og er fyrsta heildaryfirlit yfir þetta tímabil. Fímmtánda bindi mun hafa að geyma skrár, töfiur og fyrsta norska safn sögukorta, 200 alls. Að auki eru kort og teikningar í einstökum bindum. Alls verður Noregssagan um 6.500 siður í handhægu broti, hinu sama og mannkynssaga Grimbergs og Danmerkursaga frá Politíken, en bæði verkin eru vel kunn á Íslandi. Myndir munu verða um 2.500, allar samþaittar verkinu. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að þvi að myndaefni væri notað á eins gagngerðan og lif- andi hátt og í fyrstu tveimur bindunum sem út eru komin. Um þau verður fjallað ræki- legar siðar. Myndirnar eiga að vera textanum til fyllingar og uppbótar. Til fyrirmyndar er hvernig lagt hefur verið á ráðin um verkið. Allar áætlanir eiga stoð í víðtæku samstarfi höfund- anna sem ritstjórinn hefur val- ið af kostgæfni. Sérhver höfundanna hefur allar for- sendur til bestu fræðilegra vinnubragða og skýrrar fram- setningar. Þessa fullyrðingu get ég staðið við því að ég þekki alla fjórtán höfundana eftir margra ára samvinnu í sagn- fræði. Hafist var handa um verkið vorið 1969 þegar rit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.