Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976 Kristinn Helga- son — Minning Fæddur 11. sept. 1919. Dáinn 4. nóv. 1976. I dag verður jarðsettur í Foss- vogskirkjugarði Kristinn Helgason, Bauganesi 1 A hér í borg. Kristinn var fæddur 11. september 1910 og var 1 af 7 börnum þeirra hjóna Karolínu Káradóttur og Helga Jóhannes- sonar. Ungur að árum fór Kristinn til sjós og stundaði hann sjó- mennsku fram um þrítugsaldur. Þá gerðist hann vörubifreiða- stjóri og stundaði þá vinnu í hart nær tvo áratugi. Síðari ár vann hann m.a. sem afgreiðslumaður í málningavöruverzluninni Máln- ing og lökk, og einnig I fiskvinnu í Isbirninum þar til heilsa hans brast. Árið 1935 kvæntist Kristinn Ölafíu Margrétu Brynjólfsdóttur, og missti hana eftir aðeins 6 ára sambúð. Þeim Kristni og Ólafíu varð 4 barna auðið en þau eru, Jón Helgi, Jónína Brynja, Karolína Borg og Björgvin Hafsteinn. Eftir lát konu sinnar, stóð Kristinn uppi einn með 5 ung börn, þvi auk barna þeirra hjóna ól hann upp Erlu stjúpdóttur sina sem sitt eigið barn. Um þetta leyti var fjölskyldan búsett að Morastöðum i Kjós, en Kristinn stundaði þá vinnu hjá hernum í Hvalfirði. Kristinn fluttist síðan með barnahópinn i Sogamýrina og reisti þar hús er hann nefndi Vinaminni við Grensásveg. Þar rak hann um ára- bil alifuglabú ásamt vinnu sinni við akstur. Að Vinaminni og síðar að Hvammsgerði 5 bjó Kristinn i nærri 20 ár. Það þurfti mikla hetjulund ac taka þá ákvörðun er Kristinn tól við fráfall eiginkonunnar a< tvistra ekki börnunum og halda heimili með þeim. Hann tók að sér hlutverk bæði móður og föður og var þeirri ákvörðun sinni trúr æ siðan. Hann fékk reyndar ómetanlega aðstoð frá móður sinni Karolinu Káradóttur og fjölskyldu hennar, en hjá henni var yngri dóttir Kristins og nafna hennar mikið að barnsárunum. Samheldni og traHst systkina og fjölskyldu og hinn mikli móður- kærleikur var Kristni besta vega- nestið í lífsbaráttunni, sem gat verið ærið hörð á köflum, en kjarkur föðurins með barnahóp- inn brast aldrei. Kristinn var maður hreinskil- inn og stórlundaður og komið gat fyrir að undan orðum hans sviði um stund, en í bjósti hans var gott hjarta. Þar var nóg rúm. Hann var einlægur málsvari allra þeirra er minni máttar voru + Útför JÚLÍÖNU SIGURÐARDÓTTUR fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 1 3. nóv kl 14 Þorkell Þorkelsson Edvard Einarsson Þórunn Einarsson Friðrik Guðbjörnsson Erna Þorkelsdóttir Jón Kr. Guðmundsson Oddný Þorkelsdóttir Asmundur Guðmundsson Jóna Snæbjörnsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar SIGRÍÐAR EYJÓLFSDÓTTUR Börn hinnar látnu. + Útför ELÍNBORGAR LÁRUSDÓTTUR, rithöfundar fer fram frá Hallgrimskirkju. föstudaginn 1 2. nóvember kl 1 3.30 Ingimar Jónsson, Lárus Ingimarsson, Jón Ingimarsson, Elfn GuSmannsdóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. ODDNÝJAR HJARTARDÓTTUR, Teigi, Seltjarnarnesi, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 1 2. nóv. kl 3. Aðstandendur. + Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BENEDIKTSSONAR, bifreiSastjóra, er lézt 4 nóvember sl fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavik, í dag fimmtudaginn 1 1 nóvember kl 1 3 30 Ásta Guðnadóttir, Guðni Sigurðsson Þóra Hallgrlmsson, Senedikt Sigurðsson. Áslaug Þorleifsdóttir, Ingibergur Sigurðsson og barnabörn. Rósmundur Tómas- son — Minningarorð og leitaði eftir að hjálpa þeim sem halloka fóru í lífsbaráttunni. Hann var sérstaklega barngóð- ur og sagði oft að aldrei mætti svikja barnssál og hann fór líka eftir þvi. Síðustu tvo áratugina hélt Kristinn heimili með Berg- þóru Jónsdóttur mikilli gæða- konu sem reyndist honum vel I hvivetna, ekki síst í veikindum hans hin síðari ár. Þau hafa saman alið upp fósturson, dóttur- son Kristins og nafna. Ég kynntist Kristni tengda- föður minum ekki fyrr en á siðari árum, fyrir þau kynni er ég þakk- látur. Það er lán að kynnast æðrulausum kjarkmönnum sem þora að að takast á við vandann hversu óyfirstíganlegur sem hann kann að virðast. Þótt hjörtu nfsti harmur sár Sú heilög vissa þerri brár: að öllum þeim, sem elskast hér, guð endurfundi 6ýr með sér. Þar eflaust síðar sjáumst vér, þá sigling vorri lokið er. Ó, hvað er dauðans dapra stund hjá dýrðarvon um endurfund. Vald. V. Snævarr. Megi guðs blessun fylgja heim- ili hans, ættingjum og vinum. Magnús Björgvinsson. Fæddur 20. febr. 1913. Dáinn 24. okt. 1976. Síðastliðinn fimmtudag fór fram útför Rósmundar Tómasson- ar, Laugarnesvegi 66. Hann lézt í Borgarspítalanum 24. okt. sl. eftir erfiða sjúkdóms- legu, en siðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Rósmundur var fæddur i Reykjavík 20. febr. 1913, sonur hjónanna Guðrúnar Guðmunds- dóttur, sem ættuð var úr Húna- vatnssýslu, og Tómasar Jónssonar en hann var bróðursonur Jóns Borgfirðings. Móður sina missti Rósmundur þegar hann var að- eins 6 ára gamall og föður sinn er hann var 10 ára. Heimilið var leyst upp og börnunum komið fyr- ir hjá vandalausum, en Rósmund- ur var næstyngstur af 8 systkin- um. Segir sig sjálft hvilík reynsla þetta hefur verið svo ungu barni. Honum var þá komið í fóstuf til hjónanna Ólafar Eyjólfsdóttur og Diðriks Stefánssonar, sem þá bjuggu I Bakkárholtsparti í ölf- usi. Fljótur varð þessi fríði og prúði drengur til að ávinna sér traust og vináttu þessarar fjölskyldu allrar, þvi strax komu I Ijós óvenjumarg- ir góðir eiginleikar I fari hans. Hjá Ólöfu og Diðriki dvaldi hann til 18 ára aldurs, eða þar til þau létu af búskap, þá fluttist hann að Búrfelli í Grimsnesi til fóstur- bræðra sinna, Páls og Halldórs, sem þar höfðu hafið búskap. Rós- mundur stundaði nám i Laugar- vatnsskóla I tvo vetur, hann var nokkrar vertíðir til sjós en á sumrum var hann kaupamaður á Búrfelli. Oft heyrði ég foreldra mína tala um hve gott hefði verið að hafa Rósmund á heimili og mátu þau hann mikils alla tíð. Hann var verklaginn með afbrigð- um, vel gefinn, einstakt prúð- menni og drengskaparmaður. Hann var einnig mikill dýravinur. Glaðlyndur var hann. Aldrei sást hann skipta skapi og glettni hans var ávallt hlý og án þess að særa. Hann heyrðist aldrei hallmæla nokkrum manni. Eitt vorið kom ung stúlka kaupakona að Búrfelli. Þessi fall- ega stúlka var Berga Ólafsdóttir frá Kiðafelli í Kjós. Margt var Bergu til lista lagt, hún hafði einkar fagra söngrödd og spilaði vel bæði á orgel og gitar. Hún var þá þegar frábærlega vel að sér í alls kyns hannyrðum, afkastamik- il og smekkvis þótt tæplega væri hún tvitug. Auk þess var hún allt- af glaðlynd og góð. Þau Rósmund- ur og Berga felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Fannst öllum mikið jafnræði með þeim hjónum, og man ég vel hve Ólöf amma mín var ánægð með þennan ráðahag, en henni reyndust þau frábær- lega vel alla tíð og sýndu henni mikla ræktarsemi. Þau hófu sinn búskap I Reykjavik og fljótlega keyptu þau lítið hús við Laugar- nesveginn og nú var hafist handa við að byggja við það, fegra allt og prýða, og fallegur varð litli garð- urinn þeirra fljótt. Seinna byggðu þau svo góða hæð ofan á og hafa búið þar síðan. Rósmundur var mjög laghentur og vann mest af þessum umbótum á húsi sínu sjálfur I frfstundum sinum, en lengst af stundaði hann bifreiða- akstur sem atvinnu. Þegar fleiri tómstundir gáfust spilaði hann bridge með starfsfélögum sinum. Var hann góður bridgespilari og vann oft til verðlauna á því sviði. Fljótlega eftir að þau Rósmund- ur og Berga fóru að búa tóku þau til sín Ólaf, föður Bergu, og dvald- ist hann hjá þeim í 13 ár, eða þar til hann lézt I hárri elli. Naut hann þar mikillar umhyggjusemi og ástúðar. Þau Berga og Rósmundur eign- uðust 3 mannvænleg börn, Ólaf Inga, viðskiptafræðing, kvæntan Karitas Haraldsdóttur, Guðrúnu gifta Þorsteini Þorsteinssyni, deildarstjóra I Landsbankanum, og Birgittu sem er 15 ára gömul. Rósmundur var mjög góður börn- um sínum og naut þess sama af þeim. Barnabörnin eru orðin fjög- ur og voru þau sannkallaðir sólar- geislar I lifi hans, enda var hann einstaklega barngóður. Nutum við þess einnig, systkinin á Búr- felli. Minrtumst við öll hve mikla umhyggju þau hjón sýndu okkur I okkar fyrstu ferðum til Reykja- víkur. Oft gistum við hjá þeim, alltaf buðu þau okkur í bió og í leikhús, og leystu okkur út af gjöfum. Voru þau hjón alla tið mjög gjafmild og rausnarleg. Vel reyndist mér úrið, sem þau færðu mér á sjúkrahús, þegar ég var 11 ára. Það er dýrmætt að hafa eignast þennan góða mann að vini og kveðjum við hann öll með þakkar- hug. Ég sendi Bergu, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa þau. Ingunn Pálsdóttir. 3 ' 1 1 'I I 'I ! 'i I I T 1 'I i •! + Sonur okkar, unnusti, bróðir og mágur REYNIR FINNBOGASON símritari Digranesveg 103 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12 nóvember kl. 10 30 Finnbogi Jónasson Sesselja E. Þorvaldsdóttir Mildrlður H. Kay Marla B. Finnbogadóttir Þorvaldur Finnbogason Herdls K. Hupfeldt. + Kveðjuathöfn GUÐLAUGAR Þ.GUÐLAUGSDÓTTUR frá Hrauni sem andaðist þann 7 nóvember, fer fram í Fossvogskirkju 11. nóvember kl. 3 e.h Synir, tengdadætur og barnaborn + Móðir okkar og fósturmóðir SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR, frð Vonarlandi, Nauteyrarhreppi sem andaðist 5. nóvember sl., verður jarðsungin á Melgraseyri, laugardaginn 1 3. nóvember kl. 2 e.h. Börn og fósturbörn. Útför + ÁRNA GUÐMUNDSSONAR. bakarameistara. fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 2. nóvember kl. 1 3.30. Karólina Stefansdóttir Stefan Óli Árnason Rannveig Glsladóttir Guðbjörg Árnadóttir Reynir Þorsteinsson Þór Árnason Inga Rósinkrans Guðmundur Árnason Steinunn Árnadóttir barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.