Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Gott verð á minnkaskinnum; 2000 ísl. skinn á uppbodi í London A SKINNAUPPBOÐI Hudson Bay I London 15.—22. des. n.k. verða boðin upp um 2000 íslenzk minkaskinn, en samkvæmt upp- lýsingum Skúla Skúiasonar, um- boðsmanns Hudson Bay, er mjög gott verð á minkaskinnum um þessar mundir og I vetur er reikn- að með hæsta verði. Aðalsalan á íslenzku skinnunum verður á uppboði 16.—24. febr. n.k., en þá verða boðin upp um 25 þtis. skinn , frá tslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. Ágæt loðnuveiði þrátt fyrir mikið tunglskin ÁGÆT loðnuveiði var í fyrrinótt, þrátt fyrir mikið tunglskin svo til alla nótt- ina. Þrír bátar héldu til lands í gærmorgun eftir nóttina, allir með svo til fullfermi, önnur skip sem voru á miðunum fengu einnig nokkurn afla. Mikið tunglskin var á loðnumiðunum í fyrra- kvöld og af þeim sökum hélt loðnan sig það neðar- lega, að bátunum gekk illa að ná henni. Af og til dró þó fyrir, og þá gátu bátarn- ir kastað og fengu sæmileg- an afla. Þegar birti var Gísli Árni RE kominn með 400 tonn, sem hann fór með til Bolungarvíkur, Kap 2. VE var með 300 tonn og Ársæll Sigurðsson 200 tonn. Þessir bátar fóru einnig til Bolungarvíkur. Aðrir bátar, sem voru á loðnu- miðunum fengu einnig afla, en ekki það mikið að þeir færu í land. UPPLAG MORGUNBLAÐSINS I TILEFNI af frétt í Þjóðviljan- um I gær, þar sem staðhæft er, að Morgunblaðið hafi að undan- förnu tapað þúsundum áskrif- enda og pressumenn bornir fyrir þessari fullyrðingu vill Morgun- blaðið taka eftirfarandi fram: 1. Meðaltalsupplag Morgunblaðs- ins í októbermánuði var 40.194 eintök á dag. Nýting þessa upplags hefur aldrei verið betri og greiddur eintakafjöldi aldrei meiri. 2. Blaðamenn Þjóðviljans hafa ekki talað við nokkurn starfs- mann í prentsal Morgunblaðs- ins. Það ásamt frétt blaðsins um upplag Morgunblaðsins er þvl uppspuni frá rótum. 3. Morgunblaðið er nú sem fyrr reiðubúið til að standa að því ásamt öðrum dagblöðum að tekið verði upp strangt eftirlit með fjölda greiddra eintaka blaðanna, sem byggist á upp- lýsingum úr bókhaldi blað- anna, en slíkt fyrirkomulag er ríkjandi í nágrannalöndunum. Þess er að vænta að Þjóð- viljinn skorist ekki undan því, né önnur dagblöð. Morgun- blaðið hefur alltaf verið þess hvetjandi að slík starfsemi fari fram. ísland í 20. sæti BANDARÍKIN urðu Ólympíumeistari í skák 1976. Hlutu Bandaríkja- menn 37 vinninga á mótinu í Haifa, en Hollendingar höfnuðu í öðru sæti með 36V6 vinning. Islenzka sveitin varð i 20. sæti með 27 vinninga. Eins og fram kom í Mbl. i gær, hafði bandaríska sveitin hlotið 37 vinninga þegar 13. og sáðustu um- ferð mótsins lauk í fyrrakvöld. Hollenska sveitin hafði hlotið 35 vinninga og átti tvær óútkljáðar biðskákir gegn Finnlandi. Timm- an vann biðskák sína gegn Westerinen, þegar haldið var áfram með biðskákirnar í gær, en Frans Kuijpers á 4. borði hol- lensku sveitarinnar náði aðeins jafntefli gegn Finnanum Ilkka Saren eftir að kapparnir höfðu setið yfir taflinu í 10 klukku- stundir og leikið 112 leiki. Reyndi Hollendingurinn að flækja taflið og kreista fram vinning, en það tókst ekki. Hálfur vinningur til viðbótar hefði dugað Hollending- um til sigurs í mótinu. Þar með rufu Bandaríkin 24 ára óslitna sigurgöngu Sovétrikjanna á Olympíuskákmótum, en banda- nska sveitín hefur aldrei fyrr borið sigur úr býtum í Ólympíu- móti, Sovétrikin tóku ekki þátt í mótinu að þessu sinni, né önnur austur-evrópsk rlki, eins og marg- sinnis hefur komið fram I frétt- um. Myndin var tekin við vfgslu Þorlákshafnar s.l. sunnudag þegar Herjólfur opnaði höfnina formlega og það er flaggveifa frá skipinu sem þyrlast þarna í myndinni, en á bryggjunni er bllamergð og fjær sést vel hve stórgrýtt jörð er notuð í hafnargarðana og dolosarnir skarta sfnu fegursta, en alls voru steyptir 2900 dolosar til hafnargerð- arinnar. Ljósmynd Mbl. — á.j. Fundur um áfengLsmál: Alþingismönn- unum er sér- staklega bodid 1 KVÖLD, fimmtudagskvöld, gengst Afengisvarnarráð og Landssambandið gegn áfengisböl- inu fyrir fundi um áfengismál. Verður fundurinn haldinn að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn og hefur alþingismönnum verið sér- staklega boðið. Frummælendur verða Jóhannes Bergsveinsson yf- irlæknir, Tómas Helgason próf- essor og Ólafur Haukur Arnason áfengisvarnaráðunautur. Að loknum erindum munu verða umræður og frummælend- ur munu svara fyrirspurnum. Frétt af fiskimálaráðstefnu í N-Þýzkalandi: EBE mun ekki beita íslendinga þvingunum Bandaríkin Ólym- píumeistarar í skák DAGANA 3.—6. nóvember var haldin ráðstefna um fiskimál I bænum Husum f Norður- Þýzkalandi. Þátttakendur, 25 að tölu, voru háttsettir embættis- menn á sviði fiskimála hinna fjögurra fylkisrfkja Vestur- Þýzkalands, sem eiga aðgang að sjó, en það eru Schleswig- Holstein, Niedersachsen, Bremen og Hamborg. Ennfremur komu fiskimálafulltrúar sendiráða Bretlands og Noregs f Bonn á fundinn, ásamt öðrum fulltrúum frá Danmörku og Hollandi. Josef Ertl, landbúnaðarráð- herra Vestur-Þýzkalands, setti ráðstefnuna og ræddi um væntan- lega útfærslu EBE-landanna I 200 mílur 1. janúar n.k. Kvað hann útfærsluna leiða til þess að bandalagið hefði betri samnings- aðstöðu gagnvart ríkjum eins og Islandi og Noregi. Honum varð og tíðrætt um ofveiði I Norðursjón- um og nefndi þar sérstaklega ufsa, sild og rauðsprettu. Sagði hann að sóknin I ufsa og síldar- stofnana væri orðin svo mikil, að vlsirdamenn hefðu mælt með því að friða þessar fisktegundir al- gjörlega á næsta ári. Utfærslan I 200 mílur kæmi þvl verndun fisk- stofnanna að miklu gagni. Næst flutti fiskimálaráðherra Danmerkur, Poul Dalsager, er- indi sem fjallaði aðallega um of- veiðina I Norðursjónum. Taldi hann, að Danir væru reiðubúnir að slaka eitthvað á veiðum sínum til að stuðla að verndun fiskstofn- anna. Næsta erindi var um mikilvægi fiskveiða fyrir íslendinga og flutti það dr. Sverrir Schopka, i Hamborg. Rakti hann I stórum dráttum sögu islenzkra fiskveiða og sýndi fram á mikilvægi fiskiðn- aðarins fyrir land og þjóð og nauðsyn þess að vernda fisk- stofna þá sem vaxa upp á miðun- um við landið. Tvö hundruð milna fiskveiðilögsaga væri þvl lífs- nauðsyn fyrir þjóðana. Á eftir erindi hans fóru fram tæplega tveggja tlma umræður og átti málstaður Islands mjög mikl- um skilningi að mæta, að því er fregnir af fundinum herma. Er óhætt að segja að blaðið hafi nú alveg snúist við, sé miðað við fundinn, sem Bandalag Islend- inga I Norður-Þýzkalandi hélt I Bremerhaven sumarið 1972, en þar var ráðist harkalega á vænt- anlegar aðgerðir Islendinga. Ráðstefnan núna bar það með sér að EBE-þjóðirnar vilja gjarn- an komast að samkomulagi um fiskkaup af Islendingum. Það kom og fram að EBE mun ekki beita þvingunum við væntanlegar samningaumleitanir gagnvart Is- Framhald á bls. 22 Búið að salta í 81 þús. tunnur Sæmileg reknetaveiði sl. nótt „Jóhanna” far- in að herma eft- ir höfrungunum ENN vill háhyrningurinn Jó- hanna Iftið annað en fslenzka síld þar sem hún er f lauginni f Marineland. Að þvf er Martin Padley yfirdýratemjari tjáði Morgunblaðinu f gær, hefur „Jóhanna" það mjög gott og borðar yfir 30 kfló á dag. — Islenzka síldin er nú að verða búin, og I þess stað höf- um við náð I smásfld frá V- Frakklandi, en við höfum mik- inn hug á að reyna að ná okkur I sfld frá íslandi, I það minnsta til að hafa við hátíðleg tæki- færi, sagði Padley. Þá sagði hann, að höfrungun- um þrem og háhyrningnum kæmi mjög vel saman og væri Jóhanna farin að leika sér óspart við höfrungana. — Ég hef haft það fyrir vana að kasta síld eða makríl til höfrunganna I lauginni hja Jó- hönnu. Fyrst I stað skipti hún sér ekkert af því, þótt verið væri að kasta fiski til höfrung- anna, sem þeir gripu siðan á lofti. Fyrir nokkrum dögum varð hins vegar sú breyting á að Jóhanna fór að keppa við höfrungana um að ná fisknum, og tekur nú mikinn sprett I hvert sann, sem fiski er kastað út I laugina. Þá er hún að byrja að lyfta sér upp úr vatninu. Þetta getur ekki gengið betur, en þegar Jóhanna verður kom- in I fulla þjálfun og fer að sýna listir sínar, á ég von á að hún þurfi 40—50 kíló af fiski á dag, sagði Padley. SÆMILEG veiði var hjá reknetabátum í fyrrinótt og einnig hringnótabátun- um, og eiga hringnótabátar nú ekki eftir að veiða meira en 1500 lestir, en 12 bátar hafa ekki enn lokið veiðum. Á laugardagskvöld mun hafa verið búið að salta I 81 þús. lestir af suður- og suðausturlandssíld eftir þvl sem Morgunblaðið kemst næst. Mest hefur verið saltað á Höfn I Hornafirði, 17000 tunnur. Reknetabátar frá Höfn fengu allsæmilegan afla I fyrrinótt eða alls um 1300 tunnur. Hvanney og Sigurður Ölafsson voru með mest- an afla, 170—180 tunnur, Stein- unn SF var með 100 tunnur, Æsk- Ávísanamálið: Bönkunum send ný bréf HRAFN Bragason, umboðsdóm- ari f ávfsanamálinu, veitti Mbl. þær upplýsingar í gær, að hann hefði nú þegar skrifað Lands- bankanum bréf og óskað eftir frekari upplýsingum um yfir- dráttarheimildir, sem bankann hefur veitt viðskiptavinum sfn- um. Þá er hann að undirbúa bréf til Utvegsbankans og Búnaðarbank- ans sama efnis. Eins og fram hef- ur komið I fréttum, höfðu um- ræddir bankar svarað fyrri bréf- um Hrafns, þar sem óskað var eftir upplýsingum um þessi atriði, en Hrafn taldi svörin ófull- nægjandi. an SI var með 100 tunnur og Haukafell SF með 100 tunnur. Aðrir bátar með 50—100 tunnur. Yfir- lýsing STARFSMENN f prentsal Morgunblaðsins hafa óskað eftir birtingu á svohljóðandi yfirlýsingu: Reykjavfk 10. nóv. 1976 Vegna þeirra skrifa sem átt hafa sér stað um upplag Morgunblaðsins, I tveim dag- blöðum, Alþýðublaðinu fyrir nokkru og Þjóðviljanum I dag, viljum við undirritaðir starfs- menn Morgunblaðsins I prent- sal taka fram eftirfarandi. Þar sem af þessum skrifum má draga þá ályktun, að ein- hver okkar hafi gefið nefndum blöðum upplýsingar um upp- lag Morgunblaðsins lýsum við því hér með yfir, að blaða- menn frá þessum blöðum hafa aldrei rætt við okkur eða spurt okkur um upplag Morgun- blaðsins, þessar upplýsingar eru þvl ekki frá okkur komnar, enda rangar. Virðingarfyllst: Ragnar Magnússon Viðar Janusson Þórir Svansson Örn Hallsteinsson Ársæll Ellertsson Sveinn Óskarsson Arnþór Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.