Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Sá atburður varð í hinu svonefnda al- þýðulýðveldi Póllandi sl. sumar að stjórnvöld til- kynntu skyndilega um geysimikla hækkun á verð- lagi neyzluvara. Pólskur verkalýður tók þessar veröhækkanir óstinnt upp og minnugir þess, að Góm- úlka, fyrrverandi foringi pólskra kommúnista hafði orðið að hrökklast frá völd- um af svipuðum ástæðum voru verðhækkanir þessar afturkallaðar um skeið en síðar hefur verið tilkynnt, að þær muni taka gildi í áföngum. Nú hefur Evrópusam- band verkalýðsfélaga, sem Alþýðusamband íslands er m.a. aðili að, upplýst, að það hafi ekki verið tekið út með sældinni fyrir alþýðu- fólk í Póllandi að mótmæla þessum verðhækkunum í sumar. Morgunblaðið skýrði frá því í gær og hef- ur fyrir því öruggar heim- ildir, að Evrópusamband verkalýðsfélaga hafa feng- ið áreiðanlega vitneskju um, að hvorki meira né minna en 6000 pólskir verkamenn hafi verið handteknir vegna þess að þeir dirfðust að mótmæla verðhækkunum og 20.000 pólskir verkamenn voru reknir úr starfi af sömu ástæðu. M.ö.o. 26 þúsund pólskir verkamenn hafa ýmist verið handteknir eða reknir úr starfi vegna þess, að þeir leyfðu sér að mót- mæla verðhækkunum. Evrópusamband verka- lýðsfélaga hefur brugðizt við þessum atburðum á þann veg, að það hefur ákveóið að efna til fjár- söfnunar til þess að veita aðstoð þeim verkamönnum og f jölskyldum þeirra í Pól- landi, sem harðast hafa orðið úti vegna þessara að- gerða hinna kómmúnísku yfirvalda í Póllandi. Ekki ber að draga í efa, að verkalýðsfélög hér á ís- landi muni bregðast við skjótt og veita þá aðstoð, sem farið er fram á en vafalaust hafa tilmæli um slíka aðstoð borizt til Al- þýðusambands íslands. Það er hins vegar eftir- tektarvert, að ósk um að- stoð kemur ekki frá verka- lýðsfélögum í Póllandi. Þau hafa hvorki hreyft legg né lið til þess að hjálpa þeim 26 þúsund pólskum verkamönnum, sem eiga um sárt að binda af þessum sökum og fjölskyldum þeirra. Þvert á móti hafa verkalýðssamtökin í Pól- landi í einu og öllu staðið með forystu pólska komm- únistaflokksins í aðgerðum hennar á hendur verka- mönnum. Atburður þessi leiðir hugann að því, að hvergi í veröldinni hefur tekizt að koma á svonefndu sósíal- ísku þjóðskipulagi á þann veg, að þegnar þeirra þjóð- félaga hafi notið almennra mannréttinda. Alls staðar, þar sem sósíalismi ríkir, eru við lýði einræðisstjórn- ir eða fámennisstjórnir, þar sem örfáir menn í æðstu röðum kommúnista- flokka, fara með öll völd, þola ekkert frelsi og beita hervaldi til þess að berja niður mótmæli almenn- ings, sem alltaf við og við koma upp á yfirborðið. Slíkar mótmælaöldur komu upp í Póllandi fyrir nákvæmlega 20 árum, þeg- ar uppreisnin varð í Pozn- an 1956 og einnig í A- Berlín 1953 og í Búdapest 1956 og í Prag 1968 og nú i Póllandi 1976. Þetta sýnir að undir niðri er almenn- ingi í þessum löndum heitt í hamsi vegna þeirrar kúg- unar og þess ofríkis, sem fólk býr við. En enn sem komið er hefur kommún- ætastjórnunum tekizt að kúga fólkið. Þegar stjórn- um viðkomandi landa tekst það ekki, er sovézki herinn sendur inn, eins og hvað eftir annað hefur gerzt. Þegar þessi samtímasaga er skoðuð er í raun og veru furðulegt, að menn skuli enn vera að ræða í fullri alvöru hvort sósíalisminn hafi eitthvert gildi fyrir fólk á okkar tímum. Það er ljóst að mannúðlegar hug- myndir jafnaðarstefnunn- ar hafa haft jákvæð áhrif á þjóðfélagsþróun víða um heim en jafnan þegar byggja hefur átt upp sósíal- ískt þjóðfélag í raun og sannleik hefur niðurstaðan orðið einræði, kúgun og of- ríki fámennrar valdaklíku í kommúnistaflokkunum. Þess vegna er sósíalisminn í raun mesta „fíaskó“ okk- ar tíma. Það er búið að Nýjasta gjaldþrotayfir- lýsing sósíalismans gera tilraun með hann í meira en hálfa öld í hinum ýmsu myndum en þær hafa allar mistekizt. Á síðari ár- um hefur athyglin einkum beinzt að þeirri tilraun, sem staðið hefur yfir í Kina og viðleitni Maós for- manns, til þess að koma í veg fyrir, að til yrði fá- menn valdaklíka, sem öllu réði, með menningarbylt- ingum þeim, sem hann stóð fyrir, hefur farið út um þúfur og nú eru hreinsanir hafnar í Kína og ríkis- réttarhöld boðuð yfir hin- um hreinsuðu. Því miður minna þau óþyrmilega á réttarhöld í öðrum kommúnistaríkjum, t.a.m. Moskvuréttarhöldin al- ræmdu, en kannski er þó of snemmt að fullyrða það. Hingað til hefur þó maó- isminn haft mennskara andlit en kommúnismi í öðrum löndum og er þess að vænta, að hinir nýju valdhafar Kína verði ekki, þegar upp verður staðið eftir þau átök sem þar hafa verið, einungis eftirmynd- ir af sovézkum heimsvalda- sinnum. Það yrði mikil niðurlæging, ef drekinn breyttist í pappírstígrls- dýr, að sovézkri fyrimynd, svo að vitnað sé í maóisma. Þá yrði a.m.k. sovézku heimsvaldasinnunum skemmt og þá hefði Mao lifað til lítils. Loks má geta þess, að meðferðin á 26 þúsund verkamönnum í Póllandi er nýjasta gjaldþrotayfir- lýsing sósíalismans. Fyrir rúmum mánuði átti maður nokkur úr þorpinu Nzara í Suður-Súdan leið til byggðakjarnans f Maridi f Kenya. Hann var naumast kom- inn þangað, er hann tók ákafa hitasótt og var hann fluttur í sjúkraskýli. Hann fékk brátt mikil útbrot og var hann iátinn áður tveir dagar liðu. Fjöl- skylda hans fékk fregnir af þvf og kom að sækja Ifkið. Tveir bræður mannsins veiktust þá óðara og dóu skömmu seinna. Þessir menn urðu fyrstir að bráð hinni leyndardómsfullu sótt, sem nú breiðist út um Mið- Afríku hægt en bftandi. Sóttin er bráðdrepandi og eru læknar ráðvana gegn henni. Fyrstu einkennin eru blóðnasir og hár hiti, en síðan bilar blóðrásin með öllu. Að sögn lækna í heilsugæzlu- stöðinni í Maridi, sem fyrr var nefnd, eru 45 manns dánir þar úr sóttinni. Meðal þeirra voru súdanskur læknir, átta hjúkrunarkonur og tveir hús- verðir f sjúkrahúsinu. 1 kaþólskri trúboðsstöð f Norður- Zaire, 150 km. fyrir sunnan Maridi og rétt handan sú- dönsku landamæranna hefur sóttin lagt fleiri en 100 mans að velli. Sóttin gengur um stórt og af- skekkt hérað og fregnir berast seint, aðallega með fótgangandi mönnum. Alþjóðleg yfirvöld heilsugæzlu og yfirvöld í Kenya segja enn óljóst, hvern usla sóttin hafi gert til þessa, en svo virðist af nýjustu skýrslum, að ÍSjúkdómuSI _______^JJJglæknaiidj] WHO rannsakar dul^ ar fulla sjúkdóminn, Hin dnlarfnlla „AMknveiki” Enginn velt hvað hér er á ferðinni. En sjúkdómnrinn - skrifar Michael T. Kauf- man - er bæði bráðsmit- andi og bráðdrepandi 230 manns að minnsta kosti séu dánir úr henni. Heilbrigðisyfirvöldum er mjög umhugað, að ekki komi til almennra æsinga og fjaðrafoks; vilja þau þvi ekki kalla sóttina faraldur enn. Það er heldur ekki ljóst af hvaða toga hún er. Telja sumir hana áþekka Lassa- veiki svo nefndri, skæðum sjúk- dómi kenndum við bæinn Lassa f Nígeríu. En yfirvöld biðja menn flana ekki að sjúkdóms- greiningum. „Upplýsingar um sóttina eru af mjög skornum skammti,“ sagði dr. Boodhun Teelock, erindreki Alþjóðlegu heilsugæzlustofnunarannar i Nairóbf í Kenýa. „Við höldum jafnvel, að þetta sé blæðinga- sótt af völdum sýkla, en Lassa- veiki kemur lika til greina.“ Kenýamenn hafa lokað landa- mærum sfnum og Súdana og hætt flugferðum til héraðsins umhverfis Maridi. Nokkrir Evrópumenn voru við störf í Maridi til skamms tíma en nú er búið að flytja þá brott. I Nairóbí hitti ég skozkan skurðlækni, sem ferðast á reglulegum fresti milli af- skekktra sjúkraskýla úti um land. Hann kvaðst óttast, að far- aldur yrði úr sóttinni. „Ég hef verið beðinn að vera viðbúinn því að bregða skjótt við, ef sótt- in færist i aukana. En það getur orðið erfitt að fá menn til að ráða niðurlögum hennar. Þetta gæti verið Lassaveiki. Hjúkrunarliði er þá mikil hætta búin, og það hlýtur að vera mönnum mikið álitamál, hvort þeir eiga að leggja sig í slíka hættu, jafnvel þótt mál- staðurann sé hinn bezti." Annan mann hitti ég, sem var í Maridi, þegar sóttin kom upp. Hann kvað fólki hafa hrakað mjög ört eftir að það veiktist. Tveir félagar hans veiktust samdægurs. Hálfum sólarhring síðar gátu þeir ekki lengur staðið i fæturna og dóu þeir stuttu seinna. Mjög ríður á því að greina sjúkdóminn. Blæðingasóttin, sem áðan var getið, hefur aldrei komið upp í Austur- eða Mið- Afríku svo að vitað sé. Síðast varð hennar vart i Pakistan í fyrra. öðru gegnir um Lassa- veikina. Hún mun einna hættu- legust allra sýkilsótta — og hún kom upp í trúboðsstöð f Norð- austur-Nígeríu fyrir sex árum. Upp frá því hefur hennar orðið vart nokkrum sinnum í Nígeríu, Síerra Leóne, Líberíu og Suður-Afríku. Hafa margir læknar og hjúkrunarkonur dáið úr Lassaveikinni; m.a. lézt einn úr bandarfskum rann- sóknaflokki, sem kominn var til að gaumgæfa veikina. Flokkur- inn tók þegar saman föggur sín- ar og hafði sig úr hættu. Er þetta til dæmis um það, að erf- itt getur reynzt að fá hjúkrun- arfólk til starfa, ef veikin breið- ist enn út. Og fátt er til ráða. Reynt hefur verið blóðvatn úr sjúklingum, sem lifðu veikina af, og hefur það borið nokkurn árangur, en ekki er hægt að sprauta menn fyrir fram við veikinni, og svo er blóðvatn af skornum skammti. Fram hefur komið tilgáta um ástæðuna til þess, að sóttin breiddist út nú. Er sú tilgáta fremur kaldhæðnisleg. Þarna suður fram voru brúnar rottur mjög algengar til skamms tfma. Þær bera með sér ýmsa sjúk- dóma og leggjast mjög á mat- jurtir bænda. Loks var hafin stórfelld herferð gegn þeim og var þeim nærri útrýmt. En Lassaveikin berst með smærri rottutegund. Þær rottur eru fremur óáleitnar skepnur og héldu þær sig fjarri manna- byggðum meðan brúnu rotturn- ar léku þar lausum hala. Þegar menn voru búnir að útrýma brúnu rottunum og mikið hús- næði losnaði dreif þær litlu að og fluttust þær inn í staðinn! — MICHAEL T. KAUFMAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.