Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976 31 Óslóarsamkomulagið: Árétting íslenzks sigurs Gils segir stjórnarflokkana undir- búa frekari samninga vid EBE-þjódir Jóhann Hafstein (S) hafði framsögu fyrir meirihluta utan- ríkismálanefndar I sameinuðu þingi í fyrradag, sem mælti með samþykkt þingsályktunar til staðfestingar á svokölluðu Óslóar- samkomulagi. Er ræða hans birt f heild f Morgunblaðinu f dag. Natotryggðin ræður ferð. Gils Guðmundsson (Alb.) mælti gegn tillögunni. Hann gagnrýndi að hún skyldi fyrst fram borin nú, þegar Óslóarsam- komulagið væri senn á enda runn- ið. Slíkt væri vítaverð málsmeð- ferð, sem jaðraði við stjórnar- skrárbrot. Samningar við Breta hefðu verið óþarfir, þar sem upp- gjöf þeirra hefði verið í augsýn í hæsta lagi innan nokkurra mánaða, þegar Óslóarsamkomu- lagið var gert. Gils sagði fram- ferði Natoflota Breta hafa opnað augu Islendinga fyrir fánýti Nato- aðildar, sem væri „hrikaleg póli- tísk blekking". Þar af leiddi að Óslóarsamkomulag þótti óhjá- kvæmilegt í augum Natosinna til að eyða tortryggni vaxandi fjölda Islendinga f þess garð. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur raunar alltaf tekið Natohagsmuni fram- yfir þjóðarhagsmuni — og Fram- sóknarflokkurinn hefur naumast lengur sjálfstæða afstöðu á þeim vettvangi. Ósióarsamkomulagið hefur sfna kosti, sagði Gils. Höfuðkosturinn er sá, að það tókst að tryggja frið á miðunum. Það var óneitanlega mikils virði. Með því að fá Breta til að lúta íslenzkum reglum um veiðarfæri og friðuð svæði, tókst að minnka verulega sókn þeirra f smáfiskinn. Það, sem stjórnar- sinnar telja höfuðkost samkomu- lagsins, meinta formlega viður- kenningu á 200 mílunum, tel ég minna virði. I fyrsta lagi er aðeins um óformlega viðurkenningu að ræða. I annan stað er nú sýnt, að Bretar telja sag eiga kröfu til nýrra eða framhaldssamninga. Það sem skiptir þó mestu máli 0000 EIGENDUR^ S Volkswagen-, Golf-, Passat- og Audi Látið smyrja bílinn reglulega. SMURSTÖÐIN ER OPIN frá kl. 8 f.h. til kl. 6 e.h. HEKLA hf. Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240 var, að brezkur ósigur var í seilingarfjarlægð, þegar Oslóar- samkomulagið var gert, og undir- búningur þeirra og EBE-rfkja á eigin útfærslu í 200 milur að fara af stað. Þar var spurningin um vikur og f hæsta lagi mánuði. Það rak þvi ekkert eftir Óslóarsam- komulagi. Gils sagði stjórnarliða leita með logandi ljósi eftir einhvers konar átyllu til að gera framhalds- samninga, sennilega við EBE. Hvort tveggja væri þó staðreynd, að við hefðum ekkert að bjóða, eins og ástand fiskistofna væri, og EBE ríki ættu engan gagn- kvæman rétt, sem marktækur væri. Sfldarstofninn væra að ganga til þurrðar í Norðursjó, nema veiðibann kæmi þar til, og ördeyða væri á þorskmiðum við Grænland. Hér þyrfti sterkur þjóðarvilji að setja stjórninni stólinn fyrir dyrnar. Fullnaðarsigur með Óslóarsamkomulagi. Einar Ágústsson, utanrfkisráð- Gils Guðmundsson. Einar Ágústsson. herra, sagði þetta mál svo marg- rætt af sinni hálfu og annarra, að þar þyrfti f raun litlu við að bæta. Fullnaðarsigur hefði unnizt i landhelgisbaráttu okkar með Öslóarsamkomulaginu, enda viðurkenndi Gils, að þorska- stríðinu hefði þá lokið, sem og ýmsa kosti samkomulagsins. Friður á miðunum hefði verið Framhald á bls. 25 Geðdeild Landspítala: Málefni vangefiima og fjölfatlaðra Ragnhildur Helgadóttir (S) hefur borið fram fyrirspurnir til heilbrigðisráðherra um málefni geðdeildar Landspftala og málefni vangefinna og fjöl- fatlaðra. Fyrirspurnirnar eru svohljóðanda: A) Hvað líður framkvæmd þingsályktunar frá 16. mai 1975 um hjálparstofnanir vegna van- géfinna, sem dveljast í heima- húsum, og aukningu hjúkr- unarrýma) B) 1. Hvað liður byggingu geð- deildar Landspítalans? 2. Hve mörg sjúkrarúm fyrir geðsjúka skortir og hvenær verður hægt að taka sjúkrarúm væntanlegrar geðdeildar i notk- un? 3. Hvenær áætlar rfkisstjórnin að geðdeildarbyggingunni verði lokið? V ölundar-hur ðlr Valin efni — Vönduð smíð & Gulláltmur W Eitt mesta úrval landsins af fallegum innihurðum í mörgum gerðum. Stuttur afgreiðslufrestur og góðir greiðsluskilmálar. ALLRA SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ PANTA HURÐIR FYRIR JÓL. Komið og skoðið í sýningarsal okkar, Skeifunni 19 ^ TIMBURVERZLUNIN VðLUNDUR hf. Skeifunni 19. Úrvalið er hjá okkur f ÍUSVI.3 SkEIFAt/ 15 SKE/FAV!5 MlKLA/lR*ur HUSGAGNAVERZLUN GUÐMUNOAR GUÐMUNDSSONAR HAGKAUPSHÚSINU Sími 82898

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.