Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR II. NOVEMBER 1976 SL. laugardag efndi Birgir ísl. Gunnarson til sjötta og síðasta hverfafundarins f Reykjavík, með íbúum í Breiðholti.Var troðfullt hús og miklar umræður, fer hér á eftir fyrri hluti þeirra í úrdrætti. Ragnar Magnússon spurði hvert væri fjárframlag borgarinn- ar til æskulýðsráðs og einnig til IBR sundurliðað. Og hvenær megi búast við að fljóðljós verði komin upp við knattspyrnuvöllinn í Breiðholti III. Gunnar Hauksson spurði hvort vegaienging úr Breiðholtinu í Ár- bæjarhverfa verði gerð á næst- unni. Einnig hvort borgarstjóra sé kunnugt um að mikil brögð séu að drykkjulátum í Fellahelli, einkum á föstudagskvöldum. Foreldrar séu uggandi af þeim sökum. Birgir Jónsson sagði að umferð- in, sem færi um nýja veginn f Sundlaug er i byggingu við Fjölbrautaskólann og í framhaldi af þvi verður önnur útisundlaug þar fyrir Breiðholtin. En við Breið- holtsskóla er komin skóla- sundlaug. Tveir nýir leikskólar byrja í Breiðholti í vetur Hólahverfi niður á Stekkjabakka, yrði að fara bráðabirgðaveg um Stekkjabakka niður að Reykjanesbraut og spurði hvort þessi bráðabirgðavegur ætti ekki að lagast fyrir veturinn. Þá spurði hann hvort ekki mætti koma fyrir starfsvelli í Hólahringnum, þar sem strætisvagninn fer, á svæði þar sem kirkjan hefði átt að vera. Þriðja spurningin var um nýju skólasundlaugina, hvort hún verði opin á kvöldin fyrir almenn- ing þegar skólatfma lýkur. Fjórða spurning var hvort ekki sé mögu- leiki á því að íþróttafélögin geti fengið æfingatfma í íþróttahúsun- um með betri kjörum en nú, þ.e. 1840 kr. fyrir hverjar 50 mínútur. Einnig hvenær komi leikfimihús fyrir Hólabrekkuskóla og fjöl- brautaskólann. Loks spurði Birgir hvenær yrði gengið frá svæðinu meðfram Vesturbergi, eða hvort íbúarnir eigi að gera það. Borgarstjóri sagði að sá þáttur f fjárhagsáætlun borgarinnar, sem kallaður er félags- og tómstunda- starf meðal unglinga næmi 41.7 millj. króna, þ.e. reksturinn. Hann skiptist þannig, að til svo- nefndrar æskulýðsstarfsemi fara 14,7 rnillj. Þar er fyrst og fremst um að ræða æskulýðsráð og þá starfsemi, sem það hefur með höndum, starfsemina í Saltvík upp á 3,5 millj, rekstur félagsmið- stöðvar í Fellahelli f Breiðholti, upp á 8 millj. og rekstur félags- miðstöðvar f Bústaðahverfi, sem gert var ráð fyrir 1,4 millj. í, en hún tekur til starfa í þessum mánuði heldur seinna en gert var ráð fyrir. Fjárframlag til fþrótta er í nokkrum liðum, ÍBR fékk sl. ár 30 millj. kr. í byggingar- og kennslustyrki og borgin lagði til íþróttamannvirkja fþróttafélag- anna 21 millj. Hvað'varðar spurn- inguna um það hver metur fjár- þörf æskulýðsráðs, kvað borgar- stjóri það að sjálfsögðu borgarráð og borgarstjórn, sem það geri við gerð fjárhagsáætlunar á hverju ári. Hann vakti athygli á því, að mikið af þessum rekstrarkostnaði færi i Fellahelli, félagsmiðstöðina í Bústaðahverfi, Frfkirkjuveg 11 o.fl., sem frjáls félög hefðu aftur aðgang að með sína starfsemi. Þannig að varla sé hægt að segja að þetta fari til æskulýðsráðs. Það hefði þarna starfsfólk og sæi um rekstur, sem félög nytu góðs af. Um íþróttavöllinn sagði borgar- stjóri, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að flóðlýsa fþrótta- völlinn eða íþróttavelli. Sú lýsing væri æði dýr og ef einn völlur yrði flóðlýstur, gerðu menn sér grein fyrir að flóðlýsa yrði alla hina. Því hefði ekki verið lagt f slíkt hjá borginni enn. Brúin yfir Elliðaár kemur sfðar Fyrirhugað er að leggja braut, þ.e. Höfðabakkann, yfir Elliða- árnar á brú, sem kemur neðan við stfflu, sagði borgarstjóri. Hins vegar hefur sú framkvæmd ekki verið tímasett ennþá. Umferðar- reiknilíkanið, sem verið er að vinna með í sambandi við nýtt aðalskipulag á einmitt að hjálpa til með að ákvarða röð slfkra framkvæmda. Slíkar tengi- brautarframkvæmdir eru nauð- synlegar og þurfa að koma. Það eru mjög dýrar framkvæmdir og ríður á miklu að þær nýtist sem best og sem fyrst eftir að þær eru gerðar, svo ekki liggi makið af ónýttu fjármagni f hálfnýttum framkvæmdum sagði borgar- stjóri. Brautin verður byggð, en hvenær kvaðst borgarstjóri ekki geta sagt. Þá kvaðst borgarstjóri skyldu kanna lagfæringu á bráða- birgðaveginum að Stekkjabakka, en taldi erfitt að lagfæra hann að gagni. Hann lægi djúpt f landinu og erfitt að koma í veg fyrir snjóþyngsli þarna. Hins vegar ættu þeir, sem um Stckkjabakka aka, að sjálfsögðu opna leið eftir Alfabakka út á Reykjanesbraut- ina. Um kirkjubyggingarlóðina í Hólahringnum sagði borgarstjóri, að hún væri enn á skipulagi sem kirkjubyggingarlóð. Hann kvaðst þó hafa heyrt, að sóknarnefndin og söfnuðurinn hefðu áhuga á að fá annan stað fyrir kirkju- byggingu. Að sjálfsögðu væru borgaryfirvöld reiðubúin til að ræða það, en frumkvæði að breytingum þyrfti að koma frá söfnuðinum. A meðan ekki hafa verið gerðar aðrar ráðstafanir yrði aðeins hægt að slétta lóðina þarna og gera hana snyrtilegri. tþróttahúsin ekki ókeypis Um skólasundlaugina nýju sagði Birgir Isleifur að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um opnunartíma. Aðrar skólasund- laugar, t.d. í Árbæjaskóla, Breiða- gerðisskóla og Austurbæjarskóla hefðu verið svo mikið nýttar, að þær hefðu ekki verið opnar á kvöldin fyrir almenning. En sjálf- sagt væri að athuga það. Skólarn- ir og fþróttafélögin hefðu nýtt laugarnar á kvöldin og skólarnir á sumrin til sundnámskeiða fyrir börn. Um ódýrari æfingartíma f íþróttahúsunum, sagði borgar- stjóri, að IBR tæki á leigu öll íþróttahúsin, þegar skólatfma lýk- ur, og deildi út til íþróttafélaga. Leiga sú, sem IBR greiðir Reykja- víkurborg væri svo lág, jafnvel þó íþróttafélögunum þætti hún há, að hún dygði varla fyrir ræstingu og þeim beina kostnaði, sem leiðir af þeirri notkun. Um raun- verulega leigu væri því ekki að ræða á þessum mannvirkjum, heldur greiðslu fyrir útlagðan kostnað, fyrir baðvörð, ræstingu og annað, sem tilheyrir starfrækslu. Þannig kvaðst Birgir ekki reikna með að borgaryfir- völd mundu lækka þessa leigu frá þvf sem nú er. Sfðar bætti borgar- stjóri við f svari til R.M., að íþróttafélögin fái nokkuð af þessu fé aftur gegn um borgarsjóð með því framlagi, sem borgin veitir IBR til kennslustyrkja og m.a. til að halda uppi þeirri húsaleigu, sem íþróttafélögin þurfa að greiða í íþróttasölum. Kvaðst borgarstjóri í grundvallaratriðum á móti þvf að láta alla fá allt fyrir ekki neitt, jafnvel þó svo góðar stofnanir sem íþróttafélögin, eru, eigi í hlut. Hann teldi það hollt og gott fyrir íþróttafélögin, eins og verið hefur áratugum saman, að þau greiði að einhverju leyti þá aðstöðu sem þau fá í hverfunum og í þeim húsum, sem ríki og borg hafa byggt sameiginlega. Kvaðst hann ekki mundu beita sér fyrir því að íþróttafélögin fengju húsin fyrir ekkert. Um fþróttahús við Hólabrekkuskólann og Fjöl- brautaskólann sagði borgarstjóri, að þeirra væri ekki að vænta fyrr en á árinu 1979. Ekki væri búið að tímasetja þau alveg, en varla yrði það fyrr. Um ófrágengnu svæðin með- fram Vesturbergi sagði borgar- stjóri, að lóðarhafar ættu að ganga frá svæðunum út að göt- unni. Gangstígakerfi svæðisins liggi neðan við húsin, eins og mönnum sé kunnugt um. Alma Bryngeirsdóttir spurði hvaða byggingar muni rfsa á auða svæðinu gegnt Fjölbrautaskólan- um við Austurberg. Borgarstjóri sagði, að þarna væri gert ráð fyrir tvíþættri starfsemi, annars vegar yrði hluti af Fjölbrautaskólanum þarna og þegar búið að byggja eina skemmu fyrir verklega kennslu. Hins vegar yrði þar þjónustumiðstöð fyrir hverfið með margvíslegri þjónustu. Jakob Jóhannesson spurði hvort borgarstjóri gæti beitt sér fyrir lokun á leiktækjasal, sem staðsettur er við Leirubakka. Borgarstjóri kvaðst hafa fyrr heyrt kvartað undan þessum sal. Þar ættu borgaryfirvöld ekki hlut að máli. Þar sem borgaryfirvöld hefðu ekki veitt leyfi fyrir þessari starfsemi. Kvaðst hann mundu kanna hvað hægt væri að gera. Stæði fyrir stóra bíla og þungavinnuvélar Steindór Ólafsson spurði hvort fyrirhugað sé að setja bílastæði fyrir stærri bfla og þungavinnu- vélar við Hjaltabakka og Grýtu- bakka, eins og nýlega hefði verið gert ofan við Arnarbakka og Kóngsbakka. Borgarstjóri sagði, að stæðin fyrir þungabíla og þungavinnuvélar hefðu fyrst og fremst verið sett upp í tilrauna- skyni. Væru þau þéttskipuð og þörf á slíkum stæðum, væri sjálf- sagt að kanna hvort ekki megi bæta þar við á þeim stað sem Steindór nefndi. Jóhanna Thorsteinsson spurði hvort Reykjavíkurborg hefði á fjárhagsáætlun sinni gert ráð fyrir að fjölga a) leikskólum b) dagheimilum. Borgarstjóri svaraði þvf játandi. Gerði hann grein fyrir þessum málum, eins og f öðrum hverfum og vísast f frásagnir af þeim fundum. Um Breiðholt sagði hann, að leik- skólar við Suðurhóla og í Selja- hverfi taki til starfa í vetur og hýsi 228 börn. Og á lokastigi er undirbúningur að dagheimili f Hólahverfi. Þá standa yfir samningar um húsnæði á skóla- dagheimili f Krummahólum 6, en hafa tafist vegna deilna milli nú- verandi fbúðareiganda og fyrr- verandi byggjenda hússins. Þá væru í undirbúningi dagheimili f Seljahverfi, leikskóli f Breiðholti I, í Vesturbæ og skóladagheimili í Fellahverfi. En af fjárhagsáætlun Reykjavfkurborgar ræðst hversu hratt þessar byggingar rísa. Þess- ar stofnir eru mjög dýrar í byggingu, dagheimili kostar 90 milljónir, hvert rými 1,4 millj. og leikskóli 50 milljónir. Jóhann Helgason spurði hvort fyrirhuguð væru pósthús og apótek f Breiðholti III. Borgar- stjóri benti á að borgin hefði ekki forræði á pósthúsum og apótek- um. Að sjálfsögðu stæðu lóðir til reiðu fyrir pósthús, ef Póstur og sfmi vildi byggja það f nýjum hverfum, eins og gert hefði verið í Breiðholti I. Apótek væri eitt í hverfunum þremur, þ.e. f Breið- holti I, en það ætti að flytjast i Mjóddina. Hefði apótekarinn fengið vilyrði fyrir lóð þar. Heil- brigðisráðuneytið ákveður um- dæmi apóteka og úthlutar því. Ef viðkomandi aðilar óskuðu þess, mundi borgin útvega lóð, og eins væri vafalaust til leiguhúsnæði í verzlunarhúsum. Benedikt Víggósson spurði hvort ekki væri hæpið að taka ákvörðun um skipulag 20 ár fram f tímann. Hvort reynslan hefði ekki sýnt það. Borgarstjóri sagði að skipulag breyttist vissulega verulega á 20 ára tfmabili. öess vegna hefði verið gert ráð fyrir þvf að aðalskipulag, þar sem reynt sé að horfa 20 ár fram f tfmann til að fá heildarmyhd af framtíðinni, verði f stöðugri endurskoðun. Væri reiknað með að taka aðalskipulagið til reglu- legrar endurskoðunar á 5 ára fresti, kanna hvaða forsendur hefðu breyst og laga það að þeim aðstæðum. Of Iftil löggæsla Helgi Þorvaldsson, sem rekur skóvinnustofu að Völvufelli 19 Birgir ísl. Gunnarsson sýndi uppdrætti og myndir máli sínu til skýringar á hverfafundum I Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.