Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Orkumál á Alþingi; Sveitarfélögeigi hita- rétt að varmaveitum Háhitafrumvarpið flutt í sjötta sinn Frumvarp f lutt í sjöttasinn Magnús Kjartansson (Abl) mælti I gær (í neðri deild) fyrir frumvarpi til breytinga á orkulög- um, sem hann flytur (í 6. sinn) ásamt fleiri þingmönnum stjórn- arandstöðuflokka. Hann sagðist sannfærður um að þetta frum- varp nyta meirihlutafylgis, bæði þjóðar og þings. Engu að síður hefði tekizt fimm sinnum að svæfa málið; koma í veg fyrir að þingmenn fengju að taka afstöðu til fumvarpsins í atkvæða- greiðslu. Hann sagði að hitarétt- indi á háhitasvæðum, eins og frumvarpið tilgreindi þau, væru sama eðlis og andrúmsloft og sólarljós, frá almennu sjónarmiði séð. Slík réttindi væru þjóðar- eign, sem ættu að vera f höndum ríkisvaldsins en ekki einstakl- inga. Magnús deildi harkalega á þá, sem hann kallaði „olíufursta" á Suðurnesjum, sem tekizt hefði að kría út fjármuni út á hitarétt í iðrum jarðar. Það fordæmi ætti eftir að skapa framtíðar erfið- leika. Hann deildi á ótilgreindan þingmann, sem ætti hitaréttindi á Suðurnesjum, og hygðist hafa fjárhagslegan ábata af. Hann deildi á núverandi orkuráðherra fyrir að bregða fæti fyrir fram- gang frumvarpsins, sem og iðn- aðarnefnd deildarinnar, sem svæft hefði málið, einkum for- Kjartansson. maður hennar, Ingólfur Jónsson. Hann tíndi og til ýmis fleiri mál, sem hann taldi iðnaðarráðherra hafa lagzt á. Þá hirti hann Morgunblaðið, sem væri það blað- ið, sem sízt vildi hafa sannleikann á síðum sínum, enda hefði blaðið sagt að þetta mál hefði famm sinn- um verið fellt, þegar málið hefði verið svæft. Hugsunarháttur landeigenda væri i þessu efni ljót- ur og óþjóðhollur. Ræðumaður hvatti forseta deildarinnar til sjá nú til þess að iðnaðarnefnd gegndi þeirri skyldu sinni að skila málinu af sér hið fyrsta til af- greiðslu deildarinnar. Alþingi í gær: Vegalög og dvalar- heimili aldraðra Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi að vegalögn- um i efri deild Alþingis i gær. Sjá frétt um efnisatriði frum- varpsins á bls 3 I Morgunblað- inu í fyrradag. Nokkrar umræð- ur urðu um málið. I neðri deild var frumvarpi Karvels Pálmasonar um skóla- kostnað (rfkishluta í byggingu sundlauga) vísað til nefndar og annarrar umræðu. Þá mælti Benedikt Gröndal (A) fyrir frumvarpi uum stofn- kostnað byggingarheimila fyrir aldraða. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að rikið standi undir 1/3 slíks stofnkostnaðar, eins og var fyrir þá breytingu í verk- efnaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, sem gerð var 1975, er þessi verkþáttur var færður all- ur yfir á sveitarfélögin. Bene- dikt benti m.a. á að slik dvalar- heimili væru byggð í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir happ- drættisfé, sem önnur sveitar- félög ættu ekki kost á að fá, a.m.k. enn sem komið væri. Minni sveitarfélög ættu þess ekki kost að veita þessa þjón- ustu vegna fjárskorts, þann veg, að aldraðir úti á lands- byggðinni neyddust til að leita dvalar fjarri heimabyggðum. Þar við bættist að sveitarfélög hefðu ráðizt i byggingarfram- kvæmdir meðan fyrri lög giltu og í trausti þar til greindrar ríkisþátttöku, en sætu nú uppi með framkvæmdir, sem þeim væri um megn að Ijúka. Þá var rætt um orkumál og eru þær umræður raktar hér á þingsiðunni. ) Iðnaðarnefnd sammála um að bíða nýs frumvarps Ingólfur Jónsson (S) sagði vít- ur Magnúsar á iðnaðarnefnd ómaklegar. I hatteðfyrra hefði nefndin fengið umsagnir Stéttar- félags bænda, Búnaðarfélag Is- lands og Búnaðarþings, sem allar hefði falið I sér, að breytingar þyrfti að gera á frumvarpinu. Á síðasta þingi hefði iðnaðarnefnd orðið sammála um, án sérsjónar- miða fulltrúa einstakra flokka, að rétt væri að bfða nýs frumvarps um þetta efni, sem núverandi iðn- aðarráðherra hefði boðað, að væri 1 vinnslu, og búast mætti við, að fram kæmi á þessu þingi. Eðlilegt væri að undirbúningur slíks frumvarps tæki nokkurn tfma, enda snerti það eignarrétt, sem verndaður væri i stjórnarskrá lýð- veldisins. Ingólfur sagði að gild- andi lög gerðu kleift að taka eignarnámi landsvæði, sem sam- félagslegir hagsmunir réttlættu að tekið yrði til virkjunar. Engu að síður væri hann sammála því að setja þyrfti ítarlegri lög um þetta efni. Hins vegar mætti ef- laust betur að standa en ráðgert væri f frumvarpi Magnúsar, enda nú unnið að frumvarpsgerð í mál- inu. Ingólfur mótmælti öllum að- dróttunum f garð iðnaðarnefndar deildarinnar, sem hefði afgreitt öll mál frá sér, utan þetta eina, og til þess lægju fullgildar ástæður. ) Einfaltmál, sem ljóst liggur fyrir nipinci niÞinci imnci niÞinci | Bezt að sveitar- félögin þurfi ekkert undir rfkið að sækja Ólafur G. Einarsson (S) sagði það einkennilega valinn tfma hjá Magnúsi Kjartanssyni að hefja árásir á iðnaðarráðherra að hon- um fjarstöddum. Umrætt frum- varp hefði upphaflega verið flutt gegn eigendum Svartsengis. Nú hefði hins vegar náðst farsælir samningar um hitaveitumál Suðurnesja. Verð fyrir hitarétt- indi og tilheyrandi land hefði ver- ið byggt á sanngjörnu mati. Hér væri um að ræða 100 hektara lands, sem viðkomandi sveitar- félög hefðu keypt á 87 krónur fermetrann, með hitaréttindum inniföldum. Það væri allur ógnar- gróðinn. Hann spurði, hvort land fengist annars staðar á sambæri- legu verði, jafnvel þótt engin hitaréttindi væru innifalin. Þá sagði Ólafur að landeigend- ur hefðu boðið land sitt á mun lægra verði í tíð M.Kj. sem ráð- herra eða á 50 krónur hektarann. Hver kom í veg fyrir að því boði var tekið, sem tafði hitaveitu- framkvæmdir á Suðurnesjum, spurði hann. Ólafur sagði að frumvarpið gerði ekki ráð fyrir því, hvaða verði sveitarfélög þyrftu að sækja hitaréttindi I hendur rfkisvalds- ins, ef öll hitaréttindi kæmust á þess herðar. Heppilegast væri að sveitarfélögin gætu keypt og átt þessi hitaréttindi, eins og raunin hefði á orðið á Suðurnesjum, og þyrftu ekkert undir rfkisvaldið að sækja. Ég þekki engin dæmi þess, sagði hann, að sveitarfélög hafi fengið verðmæti ókeypis úr hönd- um ríkisvaldsins. Ég hygg að Suðurnesjamenn séu ánægðir með að öll hitaréttindi f Svarts- engi eru nú óumdeilanlega í þeirra höndum en ekki ríkisvalds- ins, eins og verið hefði samkvæmt þessu frumvarpi. Ólafur sagði spurninguna um eignarrétt borgaranna skipta miklu máli í þessu sambandi. Flutningsmenn þessa frumvarps, sumir hverjir, litu á frumvarp þetta sem spor að settu marki. Hver yrði næsta yfirtaka á eignar- rétti manna? Hvar á að setja mörkin? Ólafur sagði að það væri fært fram sem rök í þessu máli, að ríkið annaðist allar hitarannsókn- ir. Um hitt væri þagað, til að villa um fyrir mönnum, að til slíks væri tekið tillit, er landréttindi væru metin til verðs. Ný þíngmál Benedikt Gröndal (A) sagði að hér væri um einfalt mál að ræða, sem Ijóst lægi fyrir: hvort háhita- svæði skyldu vera þjóðareign eða gróðalind einstaklinga. Frum- varpið gerði ekki ráð fyrir yfir- töku rfkis á lághitaréttindum, sem nægðu til búskapar bænda, s.s. ylræktar, heldur háhita, sem aðallega yrði nýttur tíl hitunar heilla byggðarlaga. Að vfsu hefði tekizt samkomulag á Suðurnesj- um, sem tryggt hefði örfáum mönnum miiljónatugi. Slfkt sam- komulag hefði hins vegar ekki tekizt í Borgarfirði. Hann benti á ummæli Ólafs Jóhannessonar og Bjarna heitins Benediktssonar um háhitarétt, sem hann teldi hliðholl meginatriðum frumvarps þess, sem til umræðu væri. Sjónvarp til fiskimiða. Karvel Palmason SFV) hefur flutt frumvarp til laga þess efnis, að ríkisstjórnin feli Ríkisútvarp- inu að láta reisa endurvarpsstöð fyrir sjónvarp á fjallinu Barða milli önundarfjarðar og Dýra- fjarðar, til að skapa móttökuskil- yrði fyrir sjónvarp á fiskimiðum úti af Vestfjörðum. Skal ríkis- stjórninni heimilt, samkvæmt frumvarpinu, að taka allt að 20 m.kr. lán til þessara fram- kvæmda. Endurhæfing felld að heilsugæzlukerfi. Magnús Kjartansson (Abl) flytur eftirfarandi tillögu til þingsálykt- unar um endurhæfingu. Alþingi ályktar að skora á rfkis- stjórnina að- breyta reglugerð um Stjórnarráð tslands þannig að lið- urinn C. 3. í 4. gr.: Félagsmála- ráðuneyti: „Endurhæfingu, læknisfræðilega og starfslegá, vegna skertrar starfshæfni, endurhæfingarstöðvar, styrktar- sjóði vangefinna, fatlaðra og blindra svo og erfðafjársjóð" færist til 7. gr.: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Jafnvel skorar Alþingi á heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra að stofna nefnd sem skipuð sé sérfræðingum og fulltrúum fatlaðra, til þess að vinna að laga- breytingum og nýjum lögum er felli endurhæfinguna að heilsu- gæslu- og heilsuverndarkerfinu, þó þannig að starfsgrundvöllur áhugamannafélaga verði í engu skertur. Nefndinni skulu tryggðir fjár- munir til þess að ráða sér starfs- mann. — Leiklist Framhald af bls. 12 um taugakerfi fiska, sem þótti frábært verk þess tíma. Sú nýjung er f leikritinu Vojtsek miðað við þann tíma sem verkið verður til á, að Buchner skopast að yfirstéttinni i alvöru sinni, en Ieggur áherzlu á manneskjur úr almúganum, alþýðunni sem í verkum þess tfma var fremur notuð til þess að kalla fram hlátur hinnar grunnsigldu yfirstéttar. Sviðsetning Vojtseks i Þjóðleik- húsinu er sérlega skemmtilega unnin og sýnir mátt kunnáttu- manna f leikhúsinu. Leikstjórinn Rolf Hádrich með Gísla Alfreðs- syni aðstoðarleikstjóra skilar verki sínu feikn faglega og list- rænt. 26 atriði leiksins renna fram eins og kvikmynd og tengingar atriða eru góðar. Þó hygg ég að heilladrýgra hefði verið að hafa skiptingarnar á milli atriða á annan hátt, þ.e. skipta meira með myrkvun á sjálfu sviðinu í stað þess að draga tjaldið svo oft fyrir sem raun bar vitni, en þetta er að sjálfsögðu smekksatriði. Það hefði þó stytt talsvert sýningartímann og slfkt hefði verið kostur við flutninginn. I leikstjórn er áherzla lögð á einfaldleika verks- ins, sviðsmynd Sigurjóns Jóhannssonar fellur vel þar að og er mjög sterk, en búningar eru fengnir að láni frá Þýzkalandi. Stemmning verksins er sterkasti þáttur þess og það vinnur á i vangaveltunni, en þar sem verið er að fá frumlega og góða leikstjóra erlendis frá, hvers vegna eru þá ekki valin stórbrotn- ari verkefni þar sem hinir ágætu leikarar fá betur notið sfn og áhorfendur einnig, svo báðir verði nokkurs vísari? Svo mörg eru Ieikhúsverkin sem búa yfir meiru en því að vera einungis vel flutt. — Aðgát skal höfð... Framhald af bls. 13. það sé ekki f lagi. Ég þarf að fá að stinga sprautu í handlegginn á þér og taka dálitið blóð til að skoða. Það verður svolítið sárt en tekur enga stund. En þótt Sigrúnu lítist ekki á þetta og lfti kvíðin til mömmu sinnar, sem hvetur hana til að vera duglega, réttir hún fram handlegginn og allt gengur vel. Ég þekki nokkra meinatækna og allar eru þær stúlkur liprari á fslenskt mál en þessi hefur verið. Sigrún fær að heyra það hjá læknum og hjúkrunarliði öllu að hún sé dugleg stúlka. Það hefði ekki verið ofrausn að eitthvert þeirra hefði lfka sagt að hún væri afbragðs skýr og þroskuð lítil stúlka, sem hefði hæfileika til að taka breyttum aðstæðum og reyn- slu með ró og skynsemi. Slík börn eru ekki á hverju strái. A þessum 23 blaðsíðum bókar- innar koma þrisvar fyrir setningar sem ég staldraði við af því að mér féllu þær ekki. Bls. 10 Mamma setur hitamæli í rassinn á henni.... Bls 17 Hjúkrunarkona: Góðan daginn Sigrún mín. Þú veist að þú færð engar morgunmat í dag. Ég ætla að sprauta þig í rassinn.. Bls. 19 Hjúkrunarkonan tekur sprautu sem liggur á bakka og sprautar Sigrúnu f rassinn. Það getur verið að sögnin að mæla einhvern ef hann er lasinn sé löngu úr sögunni á sumum heimilum. En ég er ekki vass um að hjúkrunarkonur tjái sig eins og hér er dæmi um ef þær ætla að gefa barni sprautu. Sagan er vel skrifuð og undir- tónn hennar er hlýr. Hún er lfka skemmtileg fyrir það að sýna okkur mynd af þessu gáfaða barni. En spennandi er hún ekki að mfnu mati. Ekki er ég viss um að hún geri öllum börnum auðveldara fyrir að mæta þeirri reynslu sem sjúkra- húsvist er. Og eftir lestur bókarinnar get ég ekki séð á hvern hátt hún er skrifuð í samráði við Landakots- spítala. Myndir eru skemmtilegar og frágangur bókarinnar ágætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.