Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1976 Kvenfélög á Sudurnesjum stydja aldraða FYRIR nokkru komu kvenfélög á Suðurnesjum sér saman um aö hefja stuðning við aldraða á Suð- urnesjum. Þessi félög voru Kven- félagið Fjðla I Vatnsleysustrand- arhreppi, Kvenf. Grindavfkur, Kvenf. Njarðvíkur, Kvenf. Kefla- vlkur, Kvenfélagið Gefn I Garði, Kvenfélagið Hvöt I Miðneshreppi og Verkakvennafélag Keflavfkur. Var kosin nefnd til undirbúnings þessu máli og á þessum fundi var ákveðið að selja kerti árlega með áietruninni: Lýsið þeim sem Ijós- ið þrá. Var ákveðinn dagurinn 13. nðvember ár hvert til þessarar sölu en það er vfgsludagur dvlar- arheimilis aldraðra f Garði, Grfmshðls. I ár rennur afraksturinn til dvlararheimilisins en sfðan verð- ur tekin ákvörðun um það á hverju ári hvert ágóðinn rennur, en ákveðið er að hann renni til málefna aldraðra á Suðurnesjum þar sem þörfin er mest hverju sinni að mati félaganna. Það er ósk þessara félaga að íbúar Suðurnesja taki þessari málaleitan með velvild og skiln- ingi og eins og áletrunin segir, að þessi Ijós geti verið til áminning- ar jafnframt því að láta þá njóta sem ruddu brautina og kveiktu það ljós sem lýsir okkur f dag, sagði Arndís Tómasdóttir f sam- tali við Mbl. Leiðrétting I MINNINGARGREIN um Guð- rúnu Jónasdóttur, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag, mísrit- uðust nöfn hjónanna Guðrúnar Jónasdóttur (ekki Jónsdóttur) og Jens Péturssonar (ekki JónaS) Þetta leiðréttist hér með. - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum í póstkröfu — Vakúm pakkað ef óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarlirði Sími: 51455 BifneiÖasala Notaóirbílartilsölu Hornet 4ra dyra beinskiptur '74, '75 Hornet 4ra dyra sjálfskiptur '74, '75 Hornet 2ja dyra '74 Matador Coupé 8 cyl. sjálfskiptur '74 Gremlin '74 Hunter Super '71, '73 Hunter De luxe '74 Sunbeam 1 250 '72 Sunbeam 1 500 '72, '73 Sunbeam 1 300 '74 Cherokee 8 cyl. sjálfskiptur '74 Cherokee 6 cyl. beinskiptur '74, '75 Wagoneer 8 ctl. sjálfskiptur, '71. '74. '75. '76 Wagoneer 6 cyl. beinskiptur '70. '71. '72/73. '74 Jeep CJ 5 6 cyl. með blægju, '74, '75 Jeep CJ 5 6 cyl. með Meyerhúsi '75 Jeep CJ 5 4ra cyl. með blægju '65. '66 Jeep CJ 5 með Meyerhúsi '66 Lancer 4ra dyra '74, '75 Lancer 2ja dyra '74, '75 Galant 4ra dyra Grand luce 1 600 ' 75 Galant 4ra dyra De luxe 1 600 '74 Benz 230 sjálfskiptur með poverstýri '72 Benz 250 sjálfskiptur '68 Citroen Ami '71 Mustang 8 cyl. sjálfskiptur '70 Mazda 818 station '74 Mazda 8 1 8 De luxe 4ra dyra '72 Mazda 616 4ra dyra '74 Datsun 1 00 '74, '75 Bronco 6 cyl. ekinn 20 þús. km. '74 Maveric 2ja dyra sjálfskiptur '71, '76 Toyota Corolla 4ra dyra '73 Toyota Crown '66 Toyota Hiace 1 2 manna '74 Mercury Comet '74 Chevrolet Chevelle 4ra dyra '72 Volkswagen 1 3Ö3 '74 Volkswagen 1302 '71 Nýir bílar: Wagoneer '77 Cherokee '11 Jeep CJ 5 '77 Hornet '77 Hornet 4ra dyra sjálfskiptur með powerstýri og power bremsum, mjög gott verð, '76 Getum bætt við bílum í sýningarsal okkar og á söluskrá. Allt á sama stað EGILL, VILHJALMSSON HE Laugavegi 118-Simi 15700 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR Skipholt 2— 50 Skúlagata Háteigsvegur VESTURBÆR Hjarðarhagi 44—64 Neshagi úthverfi Uppíýqjngar í síma 35408 Portúgal:_______________ II. grein Að smakka á eðlum vínum — skoða textil- vörur og plaststígvél Ekki er dropi settur á flöskur fyrr en vfnið hefur verið rannsakað vendilega í nýtfzkulegri rann- sóknastofu fyrirtækisins, þar er fjöldi sérfræðinga að störfum. Auk þess er strangt eftirlit eftir það, eða eftir að vínið hefur verið sett á flöskurnar: þá fara þær f sérstaka speglun og stúlknahópu situr við það klukkustund í senn að skoða vínið f flöskunum og sjáist einhver ágalli eru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að stöðva frekari átöppun. Þarna vinna um fjögur hundruð manns og aðbúnaður fólks og vinnuaðstaða virtist vera til fyrirmyndar. Raposo segir að slysatíöni sé afar lág, en til vonar og vara er þó jafnan læknir og hjúkrunarkona á staðnum. Vist- legur matsalur er fyrir starfs- fólkið, þar sem máltfðin ásamt hálfri flösku af víni kostar sem svarar 42 fsl. krónum. Einnig eru sérstök fundaherbergi fyrir stjórn fyrirtækisins og gestamót- tökustofa. Flest vínfyrirtækin leggja áherzlu á að laða til sfn ferðamenn til að koma og bragða á vfnum sfnum. Raposo lét sýna mér kvikmynd sem var gerð um Sogrape- verksmiðjuna og sýndi stárfsemi hennar, allt frá því að berin eru tínd af trjánum og þar til ljúft vínið er komið á borð hjá virðu- legum viðskiptamönnum ein- hvers staðar í útlöndum. Að svo búnu brunum við Eva Blovsky frá Oporto eina ferðina enn. Nú er stefnt í norður, til Guimares og þorpa þar í kring. Við heimsækjum fyrst Xavi- fyrirtækið, sem framleiðir mikið af plastvörum, bæði fþróttaskó, sandala, stígvél og rör og ótal margt annað. Þar vinna 350 manns í nýrri verksmiðju- byggingu og aðstaða starfsfólks ákjósanleg, ef undan er skilinn óþefurinn i þeirri deild, sem plastið er brætt. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp f þessu fyrirtæki, að barnaheimili hefur nýlega verið sett á stofn fyrir börn starfsfólks í sama húsi og hefur það mælzt vel fyrir. Mér er sagt að æ fleiri fyrirtæki búi sig undir að koma á stofn barnagæzlu af því tagi á næstunni, þar sem það hefur gefið góða raun og niðurstaðan orðið að vinnuafköst viðkomandi foreldra — langoftast er um mæður að ræða — hafa stóraukizt og batnaó. Sextíu prosent af skófatnaði verk- smiðjunnar fara til útflutnings, einna mest til Englands, en tölu- vert til Norðurlandanna og alls er flutt út til átján landa. Meðal þess sem þarna var að sjá og einna líklegast til að Islendingar myndu vilja kaupa, voru fþróttaæfinga- skór. Aftur á móti leizt mér ekki á plaststígvélin þótt verðið væri Nokkrir af víngeymum Sogrape eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR PORTÚGALIR segja — og vottar fyrir örlitlu stolti — að Oporto sé brezkust borga þar í landi. En ég þekki lítið til borga í Bret- landi og get ekki um það dæmt. Aftur á móti er Oporto við fyrstu kynni dimm og ruglingsleg. Á kvöldin er engin umferð um götur og stræti. Mér er tjáð að fólk taki snemma á sig náðir hér, enda rísi það árla úr rekkju dag hvern. Göturnar eru hellulagðar og óþægilegar til gangs og aksturs, þær eru dauf- lýstar og húsin hvert öðru lík. Umferðaröngþveiti í miðborginni er algert enda umferðarljós fáséð. Lög- reglumenn standa á tunn- um á götuhornum og reyna að stjórna umferð gangandi og akandi upp á gamla móðinn. Það gengur lítið og allir fara sínu fram með þeim afleiðingum að manni finnst mesta mildi að verða ekki fyrir bíl í hvert skipti sem farið er yfir götu. Fólkið í Oporto dregur dám af borginni. Það er þyngra á bárunni en Suður-Portúgalir, skemmtir sér lítið á síðkvöldum við annað en hvíla sig og vera heima hjá sér. En þaó er viðfelldið fólk og framúrskarandi hjálpfúst við gesti. Yfir öllu býr einhver við- kunnanlegur þunglyndis- legur sjarmi sem gerir það að verkum að manni verður óðar undur hlýtt til bæði borgarinnar og þeirra sem þar urðu á vegi manns. Þá daga sem ég tyllti niður tá í Oporto var rigning allan tímann, enda rignir þar mun meira en sunnar í landinu og meðalhiti ársins er mun lægri en til dæmis í Lissabon, svo að ekki sé nú minnzt á Algarve. Einn þeirra daga, sem ég var á Oporto, var farið að skoða vin- frainleiðsluna. Við Antonio A.C. Sousa Raposo, sölustjóri Sogrape- fyrirtækisins, tókum okkur ferð á hendur í hluta fyrirtækisins, þar sem tappað er á flöskurnar í geysistórri verksmiðju skammt fyrir utan borgina. Raposo, sem hélt uppi skeleggum málflutningi fyrir framleiðsluvörur fyrirtækis- ins, segir mér að verksmiðjan sé sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Hið sama sagði mér sfðar sölustjórinn hjá Jose Maria Fonseca, sem er skammt fyrir utan Lissabon. En hvað um það, þarna var allt mjög tilkomumikið og stórt í sniðum. Sogrape flytur út fræg borðvín til áttatíu og sjö Ianda, þar á meðal er Island og sagði Raposo, að enda þótt mark- aðurinn íslenzki væri ekki stór á heimsmælikvarða væri honum sinnt af sömu alúðinni og milljónamörkuðum. Aðal- byggingar eru á Vila Real, þangað eru berin flutt og vlnið unnið. Sfðan er það flutt á stórum tank- bílum til verksmiðjunnar við Oporto og sett þar I grlðarstóra tanka. Geymslurými er fyrir 20 milljónir lítra I þessum tönkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.