Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Hljómeyki heldur tón- leika í Hafnarfirði SÖNGFLOKKURINN Hljómeyki heldur opinbera tónleika fimmtu- daginn 11. nóvember klukkan 20.30 f sal Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, Strandgötu 32. Efnisskrá- in er mjög fjölbreytt og eru á henni m.a. madrigalar eftir Tom- as Morley og WiIIiam Bennett, sem uppi voru á seinni hluta 16. aldar og ennfremur madrigalar eftir Richard Rodney Bennett, sem enn er á lífi. Auk þess eru á efnisskrá verk eftir Adriano Banchieri, Claude Debussi, Maty- as Seiber og að lokum fslenzk þjóðlög f útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Hljómeyki er hópur 9 söngvara, sem hafa æft saman í mörg ár og margsinnis komið fram á opinber- um tónleikum. Formaður hópsins og þjálfaraer Ruth L. Magnússon, en auk hennar eru Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, og Áslaug Ólafsdóttir sópran, Kristín Olafsdóttir alt, Guðmund- — United Artists Framhald af bls. 40 Reiknað er með að hljómplatan komi á markað f febrúar undir merki United Artists, en fyrir- tækið sér um útgáfu og dreifingu á verkum fjölmargra kunnra listamanna. Gunnar Þórðarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sér fyndust þetta „þrælgóð tíð- indi og spennandi, því United Artists væri með góða dreifingu um öll Bandarfkin og reyndar um allan heim og kunnir að vandaðri útgáfu." Gunnar kvað sömu upptöku not- aða í þessari útgáfu, en þó sagðist hann ætla að breyta nokkuð hljóð- blöndun á plötunni og kvaðst hann myndu gera það innan tíðar. — Bændur Framhald af bls. 40 verðlagningunni um niður- greiðslur, útflutningsuppbætur, lánamál og fleira. Gunnar sagði að samkvæmt þeim upplýsingum, sem Fram- leiðsluráði landbúnaðarins hefðu borist ætti ríkissjóður nú eftir að greiða alveg um 450 milljónir króna í útflutningsuppbætur fyr- ir sauðfjárafurðir, sem fluttar voru út á sfðasta verðlagsári. Mið- að við þetta eiga bændur þvi að meðaltali eftir að fá milli 34 og 35 krónur fyrir hvert kindakjötskíló, sem þeir lögðu inn í sláturtíðinni haustið 1975. — Það vandamál, sem nú er risið upp er tvíþætt. Annars vegar er einfaldlega spurningin um það hvort ríkisvaldið ætlar að standa við þann samning, sem gerður var haustið 1959 milli bændasamtak- anna og ríkisvaldsins undir for- ystu Ingólfs Jónssonar, þáverandi landbúnaðarráðherra um greiðslu útflutningsuppbóta allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslu hvers árs. Verði það ekki gert hljóta bændasamtökin að óska endurskoðunar á þessu samkomulagi og þá einnig þeim lögum, sem um þetta gilda. Það hefur komið fram að ríkisstjórnin vill gera einhverjar breytingar á útflutningsbótakerfinu en verði þær felldar niður kemur ekki nema tvennt til, að hækka verður verðlag landbúnaðarvara hér inn- an lands eða fækka bændum. Varðandi gærurnar er það að segja að þar er algjörlega við Samband ísl samvinnufélaga og Sláturfélag Suðurlands að sakast, sem söluaðila á gærum. Þessir að- ilar fóru ekkí eftir því verði sem var ákveðið af réttum aðilum er þeir seldu gærur til verksmiðja innanlands. Það má vel vera að það hafi ekki veríð hægt að fá það verð fyrir gærurnar, sem þær voru skráðar á en þá átti að leita samþykkis viðkomandi stjórn- valda áður en þær voru seldar á lægra verði en ákveðið hafði ver- íð, sagði Gunnar. Morgunblaðinu iókst ekki f gær að ná ta!: • ’'ð«- syni landbúnaðarráöíii'i t ur Guðbrandsson og Hafsteinn Ingvarsson tenór, Halldór Valhelmsson og Rúnar Einarsson bassi I hópnum. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar stendur fyrir tónleikunum, en til- gangurinn er að efla tónlistarlíf bæjarins og mun ráðgert að efna til fleiri tónleika í vetur, ef áhugi Hafnfirðinga reynist nægur. Myntuppboð Klausturhóla Á LAUGARDAG kl. 14 verður haldið myntuppboð á vegum Klausturhóla. Fer uppboðið fram I Tjarnarbúð og verður boðin upp íslenzk og erlend mynt og seðlar. Af erlendri mynt má nefna bandarfska eins senta peninga frá árunum 1880 og 1891, mynt frá Grænlandi og Norðurlöndunum, m.a. danska 10 króna gullpeninga frá árunum 1874 og 1890. Þá verður boðin upp þjóðhá- tíðarmynt frá árinu 1974, 10 þús- und króna gullpeningur, og 25 króna peningur frá lýðveldishá- tíðinni 1944. Einnig eru í boða vöruávísanir frá Kaupfélagi Þing- eyinga 10 og 50 krónur, og seðlar, m.a. 5, 50 og 500 króna seðlar frá Landsbanka Islands, þriðju út- gáfu, og svo seðlar úr 1. og 2. útgáfu. Lækkandi fiskverð FISKVERÐ á markaðnum f Grimsby virðist hafa lækkað sfð- ustu daga, eftir mjög hátt verð að undanförnu. Þau skip sem hafa seit f þessari viku, hafa ekki feng- ið eins gott verð og þau skip sem seldu f sfðustu viku og vikunni þar áður. Bæði er það að markaðs- verðið er lægra eins og fyrr segir og fiskurinn sem skipin hafa komið með er lakari. Skuttogarinn Guðsteinn frá Grindavík seldi 98 lestir i Grimsby í gærmorgun fyrir 13.8 milljónir króna og var meðalverð á kiló kr. 135. í dag á netabátur að selja í Þýzkalandi og á föstudag selur einn af minni togurunum í Grimsby. 87 kr. meðal- verð á kíló TVEIR bátar seldu sfldarafla f Hirtshals f Danmörku f gær, og fekk annar þeirr„ 87 krónur á kfló, sem er eitt hæsta meðalverð, sem fengist hefur fyrir sfld f Dan- mörku f nokkra mánuði. Óskar Halldórsson RE seldi 78 lestir fyrir 6.4 milljónir króna og var meðalverðið kr. 82. Keflvík- ingur KE seldi síðan 62 lestir fyr- ir 5.4 milljónir króna og var meðalverð 87 kr. — Hamranesið Framhald af bls. 40 tryggingar hf. skal I máli þessu vera sýkn af kröfum áfrýjend- anna Bjarna R. Guðmundssonar, þrotabús Haralds H. Júlíussonar og þrotabús Hreiðars Júliussonar (eigenda og útgerðarmanna Hamraness — innsk. Mbl.). Þess- ir áfrýjendur greiði stefnda 300 þúsund krónur í málskostnað fyr- ir Hæstarétta Stefndi greiði áfrýj- andanum, Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar, kr. 3.387.000.- með 8% ársvöxtum frá 20. júní 1972 til 16. maí 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júli 1974, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 153A% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 350 þúsund krónur i máls- kostnað fyrir héraði og í Hæsta- rétti. Stefndi greiði áfrýjandan- um Vélsmiðju Hafnarfjarðar kr 1.040.000.- með 10% ársvöxtum frá 27. september 1973 til 15. júlí 1974, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 15% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og krónur 150 þúsund í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóma þessum ber að fullnægja að viðlagðri að- för að lögum. Dóm þennan kváðu upp hæsta- réttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Logi Einarsson, Ár- mann Snævarr og Þór Vilhjálms- son, en Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari skilaði svo- hljóðandi sératkvæði: Hinn áfrýj- aði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur Bjarni R. Guðmunds- son, þrotabú Haralds Júlíussonar og þrotabú Hreiðars Júlíussonar, greiði stefnda, Almennum trygg- ingum hf., 300 þúsund krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Áfrýjandi, Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar greiði stefnda 100 þúsund krónur i málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Áfrýjandi Vélsmiðja Hafn- arfjarðar hf. greiði stefnda 100 þúsund krónur í málskostnað fyr- ir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Benedikts er efnis- lega samhljóða héraðsdómi þar féll málskostnaður niður), sem kveðinn var upp i Sjó- og verzlun- ardómi Reykjavíkur hinn 30. október 1974. Með stefnum birt- um 27. september og 4. október 1973 höfðuðu Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar og Vélsmiðja Hafnar- fjarðar hf. meðalgöngusök í mál- inu og gerðu kröfur á hendur Almennum tryggingum hf., sem á móti krafðist sýknu. I héraði var tryggingafélagið sýknað af kröf- um fyrrnefndra fyrirtækja, en i Hæstarétti féll dómur á þann veg, sem að framan segir, að 4 dómar- ar tóku kröfur þeirra til greina en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna tryggingafélagið. Lögmað- ur fyrirtækjanna tveggja var Guð- jón Steingrímsson hrl. — EBE mun . . . Framhald af bls. 2 landi, þ.e. bókun 6 verður áfram í gildi. Siðasta erindið á ráðstefnunni fjallaði um niðurstöður síðasta fundar Hafréttarráðstefnunnar og flutti það dr. D. Booss frá land- búnaðarráðuneytinu í Bonn. — Leyndarmálið Framhald af bls. 13. skóla i Hollandi, auk þess sem hann raddþjálfar söngvara um allan heim og er þekktur fyrir söng sinn. Eins og áður sagði var hann ekki aðeins nemandi hjá Tito Schipa heldur einnig góður vinur söngvarans og skipulagði m.a. fyrir hann kveðjutónleikaferð í Evrópu og Bandarikjunum árið 1959. Schipa lézt árið 1965. „Söngfer- ill hans var 40 ár,“ sagði Bino, „og slikt úthald er afar sjáld- gæft hjá söngvurum og veltur á réttri meðferð, réttri öndunar- tækni.“ Samtal blm. við þau hjón og Ingólf varð að taka endi þegar nokkrar sópransöngkonur mættu til kennslustundar. „Við höfum enn aðeins verið í einum tíma,“ sagði Guðfinna Dóra Ölafsdóttir söngkona, „en mér virðist sem við eigum eftir að hafa mikið gagn af þeim.“ Kennslan hófst: „Röddin á að falla í bogi, nei boga. Ég kann ekki mikið í íslenzku," hló Carlo Bino, „bara já og bogi og elskan min“ og þá brosti hann til Viktoriu. — Portúgal Framhald af bls. 29 1977, þar á meðal var sérkenni- lega fallegur borðdúkur í brúnum og hvítum lit sem vakti athygli mína. Lopes de Sousa, útflutningsstjóri, segir okkur að flutt sé út til fjölmargra landa, þar á meðal Kanada, Angóla, Sviss og Mósambik. Um þessar mundir leitar fyrirtækið nýrra markaða og hefur fengið, að sögn Sousa, góðar undirtektir á Norðurlöndum. Það er tekið að rökkva þegar við ökum á ný áleiðis til Oporto. Bílstjórinn hefur skrúfað frá út- varpinu og ég heyri ekki betur en þar sé kominn Jón Ásgeirsson að lýsa leik og það er auðheyrt að mikið lif er í tuskunum og Jón farinn að tala þessa fínu portúgölsku. En bílstjórinn leiðréttir- þetta, þetta er kollegi Jóns með jafnliðugan talanda og hann er aó lýsa leik knattspyrnu- liðs frá Oporto við lið frá Búlgaríu. Þeir eru miklir knatt- spyrnuunnendur í Portúgal og hafa átt þar fræg lið. Sérstaklega er mikill áhugi á iþróttinni I Oporto og þar tæmast allar götur, þegar spennandi Ieikur er og jafnvel er gefið frí úr vinnu víða þegar mikið liggur við. Eva hefur ekki áhuga á knatt- spyrnu. Aftur á móti er bílstjór- inn svo spenntur að bíllinn tekur undarlegar sveigjur þegar mikið er um að vera á vellinum, svo að bændafólk, sem er á leið heim af ökrunum i hestvögnum sinum, verður að beygja I ofboði út í vegarkantinn. — Japanir Framhald af bls. 1. matvælabirgðir Japana mundu minnka. Frú Ridgway kvaðst hafa svarað þvi til að útfærslan í 200 mílur væri til þess ætluð að vernda fiskstofna og ítrekað fyrri yfirlýsingu þess efnis að Bandarikjamenn væru reiðu- búnir að veita erlendum sjó- mönnum undanþáguheimildir samkvæmt kvótakerfi á grund- velli þess afla sem þeir hefðu veitt hingað til. — Herlið Unita Framhald af bls. 1. grafin i fjöldagröf um 1,5 km frá landamærunum. Suður-Afríkumenn óttast að ef Unita fari halloka reyndi Angola- stjórn að launa SWAPO aðstoðina með því að láta hreyfingunni í té bækistöðvar og hernaðaraðstoð í skærustriðinu i Suðvestur- Afríku. Aðgerðin SWAPO hafa að mestu legið niðri í nokkrar vikur. — Japanskeisari Framhald af bls. 1. arra stjórnarandstæðinga neit- uðu að mæta. Tíu þúsund lögreglumenn voru á verði á götum Tokyo til að bæla niður mótmælaaðgerð- ir gegn keisaranum. 22 vinstri- sinnar voru handteknir í minni- háttar átökum en engan sakaði. Efnt var til mótmælaaðgerða á fleiri stöðum, í brýnu sló milli lögreglu og vinstrisinna en eng- an sakaði. I Fukuoka i Suður-Japan voru 10 stuðningsmenn keisar- ans handteknir. Vinstrisinnar hótuðu einnig að koma fyrir timasprengjum í járnbrautar- vögnum. Vað afmælisathöfnina kvaðst Hirohito keisari dapur þegar hann minntist fórnarlamba síðari heimsstyrjaldarinnar sem lauk með kjarnorkuárás- unum á Hiroshima og Nag- asaki. Hann fór lofsamlegum orðum um efnahagsframfar- irnar eftir styrjöldina og spáði Japönum glæstri framtið ef þeir legðu fram sinn skerf til alþjóðlegrar samvinnu og frið- samlegrar sambúðar. Takeo Miki forsætisráðherra sagði að keisarinn hefði verið traustasta stoð jafnvægis í Japan. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar styðja keisarann. Andstæðingar hans segja að hann sé striðsglæpa- maður og það sé óviðeigandi að hafa keisara í lýðræðisriki, ekki sízt þar sem hann var talinn goðkynjaður til ársins 1946 — afkomandi 2.600 ára gamallar sólgyðju 1146. lið. 700.000 manns fylgdust með skrúðgöngu 16.000 manna sem var farin i tilefni afmælisins. Mörgum skólum var lokað og stjórnarskrifstofum hálfan dag- inn en flest fyrirtæki voru opin. - Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 1. þessa skoðun á Franco-stjórninni hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. I samtali við Borges, þegar hann var I fyrra skiptið á íslandi, sagði hann við blaðamann Morgunblaðsins m.a., að hann mundi aldrei hljóta bókmennta- verðlaun Nóbels, vegna þess að menn fengju verðlaunin fyrir að vera fulltrúi stjórnmálaafla annaðhvort hægri eða vinstri, fulltrúi Suður-Ameriku eða full- trúi einhvers annars — menn fengju bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir að vera fulltrúar alls — nema bókmennta, eins og hann komst að orði. Morgunblaðið spurði Borges, hvort hann hefði viðhaft fyrr- nefnd ummæli um Franco- stjórnina í sjónvarpssamtalinu í Madrid og var auðheyrt, að skáldið kom af fjöllum. — Nei, slíkt hef ég aldrei sagt, sagði hann. — Það var haft viðtal við mig í spánska sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu, en ég sagði ekk- ert í þessa átt um Franco- stjórnina, sagði þessi aldni bók- menntafrömuður, en Borges er að verða hálf áttræður. Þegar Borges var spurður um það, hvort honum hefði borizt til eyrna, að sænska Akademían hefði hætt við að veita honum Nóbelsverðlaun, en kosið Saul Bellow i hans stað, þegar hún frétti um meinta yfirlýsingu Borges i Madrid sjónvarpinu, sagði hann einungis: — Ég kann- ast ekki við þetta. Þar sem ég gaf enga slika yfirlýsingu um Franco- stjórnina, hlýtur eitthvað annað að hafa komið til. Annars þekki ég ekki til vinnubragða sænsku Akademíunnar. I nýrri bók, sem Borges hefur gefið út er ljóð um Island. „Það heitir Dagrenning á Islandi," sagði skáldið, og var á honum að heyra, að hann hefði áhuga á því, að Ijóðið yrði þýtt af spænsku á islenzka tungu. Aðspurður um það, hvernig aðstaða hans væri nú í Argentínu, sagði Borges, að hún væri betri en áður. Morgunblaðið spurði þá hvort hún væri miklu betri, en þá svaraði skáldið: — Nei, ekki miklu betri, en betri. Þess má geta að Borges; var á sínum tíma yfirbókavörður bókasafns Buones Aires, en Peron svipti hann því embætti og gerði hann að yfir- manni hænsnabús utan við höfuð- borg Argentínu skáldinu til háð- ungar. Borges sagði, að Peron hefði verið hinn mesti þorpari, en ástandið væri nú betra, eins og fyrr getur, en þó mætti það batna. Þess má geta, að skáldið fór ófögrum orðum um siðari konu Perons þegar einvaldurinn kom með hana til Argentinu og hún varð varaforseti landsins. Eins og kunnugt er, tók hún við forseta- embættinu að Peron látnum, en hrökklaðist frá völdum síðar. Morgunblaðið sagði við Borges í simtalinu, að fréttir bærust til Islands um, að ríkisstjórn Argentinu hefði látið myrða rit- höfunda og menntamenn þar í landi, en skáldið svaraði því til, að eftir því, sem hann best vissi væru þær fregnir ósannar. Þess má aftur á móta geta, aó átök hafa verið milli öfgamanna til hægri og vinstri í Argentínu og hafa þessir öfgahópar mörg mannslíf á samvizkunni. Borges sagði, að hann teldi að nauðsyn- legt væri að hafa herstjórn ' flestum S-Ameríkuríkjum, eins og ástandið væri í þessum heims- hluta, ringulreið og óvissa. Borges sagði, að hann væri andkommún- isti, þótt hann tæki ekki þátt í stjórnmálabaráttunni. Morgunblaðið spurði Borges að lokum, hvort honum þætti miðut að hafa ekki fengið Nóbelsverð' launin. „Nei,“ sagði skáldið og hl® I símann. — Skáld og rithöfundar eiga ekki að hugsa um verðlaun og vinsældir, né sækjast eftir Þv*’ heldur að vanda vinnu sína, Það eitt skipti máli. Borges lét þá ósk I ljós í i0*' samtalsins, að honum auðnaðis að koma enn einu sinni til íslands og þá helzt á næsta ára og kvaðs m.a. hlakka til að borða islenzk skyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.