Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976 \ 0
KOMMÚNISMIHHIH
Gamall
maður
leysir f rá
skjóðunni
ERNST Kohlman heitir
stærðfræðingur og heim-
spekingur. Hann er hálf-
nlræður að aldri. Hann
fæddist og ólst upp i Prag
I Tékkóslóvakíu en fór
ungur til Sovétríkjanna
og bjó þar lengi siðan. 1
september sfðast liðnum
komu Kohlman og
Jekaterina, kona hans, til
Stokkhólms að heim-
sækja dóttur sfna. Hinn
5. október ritaði Kohl-
man Leonid Bresnef opið
bréf og sagði sig úr
sovézka kommúnista-
flokknum. Daginn eftir
báðu þau Kohlmanhjón
sænsk yfirvöld um hæli
og var þeim veitt það 19.
október.
Um svipað leyti birti
sænska blaðið Dagens
Nyheter útdrátt úr
endurminningum Kohl-
mans. Hann hafði samið
þær f félagi við tengda-
son sinn, Frantisek
Janouch, kjarneðlisfræð-
ing f sænsku vfsindaaka-
demiunni. Alls staðar f
endurminningunum gæt-
ir þess mjög, hve Kohl-
man þykist svikinn af
kommúnismanum, þeim
málstað, er hann þjónaði
lengur en hálfa öld.
Hann kemst svo að orði,
að trú sfn á kommúnis-
mann hafi verið þver-
brotin, ekki einu sinni
heldur margsinnis.
Kohlman kom strfðs-
fangi til Sovétríkjanna
árið 1915. Hann hafði þá
lokið námi f Prag, numið
þar hjá Albert Einstein,
og þótti efnilegur og upp-
rennandi stærðfræðing-
ur. Hann kynntist Valdi-
mir Lenin árið 1919. Len-
in vildi, að Kohlman
neytti vfsindahæfileika
sinna f þágu Sovétrfkj-
anna. En Kohlman var
ekki á þeim buxunum og
gekk hann f Rauða her-
inn. Sfðar fór hann til
Þýzkalands og átti sæti f
miðstjórn kommúnista-
flokksins þar. I Þýzka-
landi var hann hnepptur
I fangelsi fyrir skoðanir
sfnar; áiti það eftir að
henda hann margsinnis.
Hann var fyrst dæmdur f
fimm ára þrælkunar-
vinnu. Þegar til kom var
hann þó aðeins hafður
hálft ár f einangrun en
því næst sendur til Sovét-
rfkjanna.
Aratuginn fyrir seinna
stríð gegndi Kohlman
mörgum mikils háttar
embættum, pólitískum
og vfsindalegum, f
Moskvu. Hann var t.d. f
miðstjórn sovézka komm-
únistaflokksins og
sovézku vfsindaakademf-
unni. Svo fór Stalfn að
hreinsa til, sem frægt er f
sögum. Bróður Kohl-
mans, er hafði fylgt hon-
fangelsi f Sfberfu og
hann drepinn þar árið
1940. Sjálfur slapp Kohl-
man með naumindum.
Eftir strfð sneri Kohl-
man aftur til Prag og var
þá settur yfir áróðurs-
deild tékkneska komm-
únistaflokksins. En
þremur árum seinna var
hann handtekinn fyrir þá
sök að gagnrýna stjórn
flokksins. Var hann nú
sendur f Lubiankafang-
elsi f Moskvu. Þar sat
hann einangraður f þrjú
ár. Á þvf bifi voru kona
hans og dóttir sendar f
útlegð til Ulyanovsk. Þar
hfrðust þær um tfma f
salerniskompu og sultu
hálfu hungri. Sfðar var
Kohlman sagt að þessi
meðferð á fjölskyIdunni
hefði verið mistök! En
hann féll svo aftur f ónáð
upp úr 1950. Þá var hann
yfirmaður heimspeki-
stofnunarinnar f Prag.
Honum varð það á að
gagnrýna kommúnista-
flokkinn og halda þvf
fram, að nokkuð skorti á
. lýðræði f landinu.
Kohlman fluttist aftur
um til Sovét, var varpað f
til Moskvu árið 1963. t
endurminningunum seg-
ir hann, að enn hafi vonir
sfnar um framgang gam-
alla hugsjóna vaknað, er
þiðnaði f Tékkóslóvakfu f
stjórnartfð Alexanders
Dubceks. En þær vonir
urðu fljótt að engu: Var-
sjárbandalagið réðst inn
f landið eftir fárra mán-
aða þfðu. Upp frá þvf
gerði Kohlman sér engar
vonir framar. Og þegar
hann kom til Stokkhólms
um miðjan september
sfðast Iiðinn lét hann svo
um mælt: „Ég fer ekki f
það fangelsi aftur“.
blöðin, sem sagt var fremst, að
Jimy Carter sigraði f bandarlsku
forsetakostningunum um daginn.
Það skipti sköpum í Concordemál-
inu, ef vélunum yrði leyfð lend-
ing f New York. Hefur staðið á þvi
hingað til og þess vegna hafa flug-
félög skirrzt við að kaupa
Concorde. En hvað Jimmy Carter
viðvíkur er hann yfirlýstur and-
stæðingur hljóðfrárra flugvéla.
Og þegar hann sigraði f kosn-
ingunum varð aðstandendum
Concorde alldimmt fyrir augum.
Hættu þeir framleiðslu þá f sömu
vikunni og verða ekki smfðaðar
fleiri Concordevélar fyrr en fleiri
kaupendur gefa sig fram. Nú eru
16. vélar f smfðum- og fimm óseld-
ar. Engir hafa keypt vélarnar
nema British Airways og Air
France. Air France hefur fjórar
þeirra í förum til Washington og
Suðuramerfku; býst félagið við
því að tapa á þeim 32 milljónum
dollara á þessu ári. Eigi Concorde-
vél að borga sig verður hún að
vera í förum 2500 stundir á ári og
65% sæta skipuð að jafnaði. Mun
engin von til þess, nema leyft
verði að lenda vélunum í New
York. Fengju Air France og
British Airways að senda
Concordevélar sínar þangað
fyndu önnur flugfélög bráðlega
svo til samkeppninnar, að þau
pöntuðu sér Concorde. Bretar og
Frakkar eiga þvf mikið undir
Jimmy Carter í þessu máli. Von-
ast þeir nú til þess að vinna hug
hans með „diplómatiskum þrýst-
ingi“, áður en flugvé'apartarnir
ryðga á færiböndum, sem stöðvuð
voru um daginn ...
—ROBIN SMYTH.
Áður hafði hann gefið út bók
um fátækrahverfín f London. f þá
bók „jós hann meira af ungu
hjarta sfnu en f nokkra bók aðra“
svo, að tekin séu orð hans sjálfs.
Og ekki löngu sfðar kom út „Járn-
hæfiinn". Um „Járnhælinn" sagði
Anatole France f formála endur-
útgáfu árið 1924, að hann hefði
boðað komu fasismans. Þá má
nefna um leið „Martin Eden“,
hina fyrstu fjölmargra bóka um
skuggahliðar „amerfska draums-
ins“ „Martin Eden“ er sú bók
Londons, sem fer næst sjálfsævi-
sögu. Hún er um Iftt menntaðan
sjómann, sem verður vfðfrægur
af ritstörfum, en þykist loks svik-
inn af lífinu og drekkir sér.
London taldi sig löngum sósfa-
lista. Þegar hann var frægastur
gaf hann út ritgerðir og smásögur
f strfðum straumi til framdráttar
málstaðnum; hann fór einnig
fyrirlestrarferðir milli háskóla
um þver og endilöng Bandarfkin.
Sagði hann áheyrendum sfnum
jafnan, að „það væri komið að
byltingu og gæti hver reynt að
hindra hana sem vildi!" Leizt
mönnum ekki meir en svo á þetta.
London lenti f mörgum ævin-
týrum öðrum en þeim, sem nefnd
hafa verið. Hann sigldi snekkju
sinni til Salómonseyja við fjórða
mann og hann var fregnritari i
strfðinu milli Rússa og Japana
1905 og byltingunni f Mexfkó.
Hann hélt þvf alltaf fram, að
hann skrifaði aðeins peninganna
vegna. Þetta var uppgerð sumpart
en nokkuð var Ifka til I þvf. Undir
lokin skrifaði hann oft tilneydd-
ur; hann skorti mjög fé f ýmis
fyrirtæki — snekkjuna sfna, bú-
garðinn og fleira. A.m.k. ein saga
hans frá seinni árum nær máli;
það er „Mánadalur". En flestar
bækurnar frá þessum tfma drógu
úr áliti manna á honum fremur
en hitt. Og hann komst jafnvel f
þrot með söguefni — varð t.d. að
kaupa hugmyndir af Sinclair
Lewis, sem þá var óþekktur. Borg-
aði London eitt sinn 70 dollara
fyrir 14 hugmyndir.
Seinustu æviárin kvaldist hann
af þvagteppu og gigtarköstum.
Honum hvarf allur metnaður til
skáldskapar. Hann var þrotinn að
flestu, er hann lézt, hinn 22.nóv.
1916.
Ofstór skammtur af læknislyfi
nokkru dró hann til dauða. Verð-
ur ekki vitað héðan af, hvort hann
framdi sjálfsmorð eða ekki.
Á þeim 60 árum, sem sfðan eru
liðin, hefur orðstfr Londons hrak-
að nokkuð, ekki sfzt af þvf, að
lærðir gagnrýnendur hafa látið
hjá Ifða að sinna honum. En nú
þegar hundrað ár eru liðin frá
fæðingu hans vil ég beina þeirri
ósk til annarra, að þeir heiðri
minningu hans mcð öðrum hætti
— lesi bækurnar hans. Það dugir
þá, þótt annað komi ekki til.
—RAY GARDNER.
MYNDASÖGUR
Hergé: 4 „Konur eru yfirleitt ekki hlægilegar"
Madurinn sem skap-
aði hann Tinna litla
TINNI, sú víðfiæga söguhetja, er
orðinn 47 ára gamall; það er að
segja sögurnar um hann. Hann
hefur lent i 24 ævintýrum fram að
þessu. En þau hafa ekki sett mark
á hann. Hann er ævinlega 16 ára
(17 eða 22, ef menn vilja heldur).
Höfundur Tinna, Hergé, hefur
aftur á móti elzt með árunum.
Hann er orðinn 69 ára. Hann er
búinn að teikna myndasögur í 60
ár. Þær fyrstu voru ekki um
Tinna, heldur aðra hetju, sem
stríddi þýzkum hermönnum f
Belgíu á árum heimstyrjaldar-
innar fyrri. Tinni kom til sögunn-
ar, þegar Hergé vann við smáblað
í Belgiu og ritstjórarnir afréðu að
gefa út sérstaka barnalesbók
vikulega.
Fáir hafa komizt betur áfram i
heiminum en Tinni. Þúsund
manna hafa myndir hans fyrir
verndargrip á lyklakippum
sínum. Fjölþjóðleg fyrirtæki nota
hana i auglýsingum sér til fram-
dráttar. Foreldrar um allan heim
hafa hann í hávegum; þeir hafa
margreynt, að fátt friðar börnin
betur en Tinnabók. Ctgefendur
Tinna i Paris stilltu upp á húsi
sinu fimm metra hárri styttu af
honum og hundi hans, sem Milou
heitir. Tinni og félagar hans allir
tróna á Grevinsafninu I Paris,
mótaðir i vax. De Gaulle, hers-
höfðingi, lét eitt sinn svo um
mælt, að Tinni væri eini mikils
háttar keppinautur sinn í Evrópu.
Það kom og í ljós i skoðanakönn-
un meðal franskra skólakrakka,
að de Gaulle hafði á réttu að
standa. Og krökkunum þótti
þrisvar sinnum meira koma til
Tinna en Napóleons!
Nú er búið að þýða Tinnasög-
urnar á 24 þjóðtungur. En það var
ekki fyrr en eftir seinna stríð, að
þeim jukust svo mjög vinsældir.
Að visu tókst allvel til um fyrstu
söguna. Blaðið sem Hergé vann
við, tók upp á þvi að búa einhvern
strákling eins og Tinna og útvega
honum hund á borð við Milou, og
sendi þá til Briissel. Þeir voru
naumast komnir inn i borgina, er
aðdáendur fóru að flykkjast að
þeim og áttu þeir félagar fótum
sínum nærri fjör að launa. En
vinsældir Tinna voru að mestu
bundnar við Brússel fyrstu 15 ár-
in; það var meðan sögurnar birt-
ust í svarthvitu.
Hróður Tinna barst þá fyrst út
um löndin, þegar Hergé fór að
teikna hann i lit. Til þess var
Hergé reyndar neyddur hálft i
hvoru. Sögurnar, sem komu út
fyrir heimstyrjöidina seinni voru
geysimiklar að vöxtum, jafnvel
140 blaðsiður, og sex teikningar á
hverri síðu. Eftir stríð varó
pappírsskortur og horfði þá illa
fyrir Tinna. Utgefendur Hergé
settu honum þau mörk, að sög-
urnar yrðu ekki lengri en rúmar
60 siður, myndirnar minni en
áður og 12 á hverri síðu. Til þess
að bæta Hergé þetta upp buðu
þeir honum að prenta sögurnar i
lit.
Hergé för aldrei í listaskóla. Og
hann lætur sér það í léttu rúmi
liggja núna, þótt honum þætti
ekki meira koma tii teikninga
sinna hér fyrr á árum en svo, að
hann fór að teikna undir dul-
nefni. Hergé fór snemma að hafa
gaman af teikningum. Faðir hans
vann í vefnaðarvöruverzlun og
teiknaði barnaföt jafnframt. Var
Hergé oft að fylgjast með þvi. Að
öðru leyti var ekki mikilli „menn-
ingu“ til að dreifa á heimilinu.
Fjölskyldan var efnalítil og
keypti ekki bækur; það hefði þótt
svo sem að kasta peningum á glæ.
Hergé var kominn á fullorðinsár,
Frainhald á bls. 25