Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 25

Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976 25 Geróu kröfur og pú velur Philishave Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga,fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa,sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnu níutíu raufar, sem grípa bæði löngogstutt h í sömu stroku. Er ekkikominn tími til.aðþú tryggir þérsvo frábæra rakvél? Philishave 90-Super 12,hefur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegnahinna nýju 36 hnifa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofiog auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP 1121). Hleðsluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super 12,þér rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frá síðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Super' 12. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnífa kerfisins. vél sem fer vel í hendi. Bartskeri og gormasnúra og í fallegri gjafaöskju (HP1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, í bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggjafjölmarga hraða og þægilega rakstra. í þægilegri ferðaöskju (HP 1207). Nýja Philips kann tökin á tækninni. Nýja Philishave 90-Super 12 3x12 hnífa kerfið. PHIUPS Fullkomin þjónusta tryggir yðar hag. — Myndasögur Framhald af bls. 19 þegar hann kynntist bókum Jules Verne og Charles Dickens. Fyrsta bókin, sem hann keypti fyrir eigið fé var „Skytturnar" eftir Dumas. Það, sem helzt ljær sögum Her- gés veruleikablæ, er þrotlaus ná- kvæmni og alúð við smáatriði. Hann heldur gríðarlegt skjala- safn þar, sem eru samankomnar blaðaúrklippur, , myndir af sundurleitustu gripum: skóm, blómum, skipum, stigahandriðum og innsiglisvaxi til dæmis að nefna. Og í vinnustofu háns stendur stærðar líkan af geim- flaug sem taka má sundur i smá- parta. Það er nákvæmnin, sem gerir sögurnar trúlegar. Hergé teiknar fyrst og fremst fyrir börn og unglinga. Hann kveðst samt ekki kæra sig um það að hafa neitt af börnum að segja fyrr en þau séu komin um tvitugt eða svo, og orðin dálítið gagnrýn- in. Yngra fólk vill hann aðeins heyra hlæja. Hann kveðst ekki hafa börnin i huga, er hann teiknar; hann óttast, að hann færi annars að ritskoða sögurnar jafn- óðum. Og þá kemur manni i hug eitt, sem margir hafa undrazt: Tinni er ekki enn búinn að ná sér í kvenmann eftir 47 ár! Hergé segist hafa ýmsar ástæður til þessa. I fyrsta lagi er Tinni alltaf jafngamall; og þótt ævintýrin komi út á löngum tima gerast þáu öll svo sem í einu. Þá segir Hergé, að börn séu ekki mikið gefin fyrir viðkvæmni en loks sé ástin of mikils verð til þess, að menn grín- ist með hana. Sjálfur segist hann lítið hafa hugsað um konur, er hann var á aldur við Tinna. Kon- ur, sem skiptu máli, það voru þær hlægilegu: Vaíla Veinólínó, „næturgalinn" frá Mílanó, sem veldur mönnum hlustarverkjum i Tinnabókunum, og aðrar álíka. Og I gamankvikmyndum, hjá Chaplin, Harry Langdon, Stan Laurel og Jerry Lewis, sem Hergé hefur dálæti á, eru einungis slikar konur. Konur eru yfirleitt ekkert gamanmál! Það er fyndið, er karlmaður rennur á rassinn. Detti kona hlaupa menn hins veg- ar til og reisa hana upp. Þetta er eitt i kristinni og gyðinglegri arf- leifð okkar, segir Hergé, — konur eru yfirleitt ekki hlægilegar. En allt annað er hlægilegt. Aðdáend- ur Tinna munu þvi verða að sætta sig við það, að hann verði kven- mannslaus áfram. . . — ALEX HAMILTON. P.S. — Sjá ennfremur myndasögusfðu Morgunblaðsins. í afahúsi Þetta er sagan um Tótu litlu, átta ára óvenju- lega bráðþroska telpu, og fólkið í afahúsi, mömmu hennar og pabba, systkini, afa og ömmu. Og á hinu leitinu er skólinn, þar sem margt ber til tíðinda, og fólkið í götunni. Sagan lýsir fjölþættu iðandi mannlífi, þar sem ekki skortir skemmtileg atvik né hnyttin tilsvör frem- ur en í fyrri bókum Guðrúnar. Guðrún Helgadóttir í afahúsi Báðar bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna eru komnar út í nýjum útgáfum og fást nú aftur hjá bóksölum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.