Morgunblaðið - 30.01.1977, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3(1. JANUAR 1977
100 árfrá fæðingu
Sigfúsar Einars-
sonar tónskálds
HUNDRAÐ ár eru í dag liðin frá
fæðingu Sigfúsar Einarssonar
tónskálds. Sigfús var fæddur á
Eyrarbakka 30. janúar 1877 og I
tilefni pfmælisins verða tónleikar
í Eyrarbakkakirkju í dag og hefj-
ast þeir klukkan 16.
Á heirnili Sigfúsar var ekki til
hljóðfæri og það var ekki fyrr en
Sigurður Einarsson regluboði
kom á heimili foreldra hans, að
enn þann dag í dag hátt á loft,
lögin Draumalandið, Gígjan,
Augun bláu og Sofnar lóa. Voru
lögin tileinkuð Valborgu
Hellemann, sem síðar varð eigin-
kona hans. Eftir að Sigfús kom
heim til íslands á nýjan leik varð
hann kennari í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og gekk þá fyrstu
mánuðina milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar til starfs síns
Sigfús
Einarsson
Sigfús kynntist fyrst hljóðfæri og
þá ferðaorgeli. Sigfús lærði mikið
af sjálfum sér og eftir að hann
lauk stúdentsprófi lagði hann leið
sína til Kaupmannahafnar og
hugðist leggja stund á lögfræði.
Fljótlega eftir að hann kom þang-
að söðlaði Sigfús um og hóf tón-
listarnám. Lagði hann aðallega
stund á söng og tónfræði og stofn-
aði stúdentakór á námsárum sín
um, sem meðal annars söng fyrir
Danakonung og var vel tekið.
Á Danmerkurárum sínum
samdi Sigfús þau fjögur lög, sem
gerðu nafn hans fyrst kunnugt á
íslandi og halda minningu hans
Sigfús varð organisti við Dóm-
kirkjuna i Reykjavik árið 1913 og
sama ár söngkennari við Mennta-
skólann i Reykjavik. Er Kennara-
skólinn var stofnaður tók hann
við söngkennslu þar og gegndi
þessum þremur störfum fram til
dánardægurs 10 mai 1939
Sigfús var merkur brautryðjandi i
íslenzku tónlistarlifi og gaf t.d.
árið 1910 út bók um hljómfræði
og var þetta fyrsta bókin um
þessi efni sem gefin var út hér á
landi. Hefur enginn önnur bók
um hljómfræði verið gefin út hér
á landi siðan. Árið 1917 gaf hann
Framhald á bls. 38
m.
Höfn i Hornafiröi 29. janúar
HIÐ NVJA fiskiðjuver í Krossey
á Ilöfn í Ilornafirði verður form-
lega tekið notkun í dag, en fisk-
iðjuverið er í eigu Kaupfélags
A-Skaftfellinga. Framkvæmdir
við bygginguna hafa staðið yfir
nokkur undanfarin ár, en undir-
búningsframkvæmdir hófust
sumarið 1970. Ilefur húsið verið
byggt í áföngum og var fyrsti
hluti þess, 4.560 rúmmetra frost-
geymsla, tekin f notkun í október
1972, en nú eru framkvæmdir á
lokastigi og engin fiskvinnsla fer
lengur fram 1 eldra frystihúsi
félagsins.
Grunnflötur hússins er tæplega
6.000 fermetrar, en hluti þess er á
tveimur hæðum og gólfflötur alls
7.200 fermetrar, en rúmtak húss-
ins er samtals 38.000 rúmmetrar.
Dyr í fiskmóttöku snúa að
löndunarbryggju fiskiskipanna
og er aflanum þar landað i kassa,
sem síðan eru fluttir með gaffal-
lyfturum til vinnslu i húsinu.
Fyrstu bátarnir lagztir að nýja hafnarkantinum í Grundarfirði.
Ljósm. Bæring Cecilsson
Ný hafnarmann-
virki teldn í notkun
Grundarfirði 29. janúar
A LAUGARDAG 1 fyrri viku var
tekinn í notkun nýr hafnargarður
í Grundarfirði, og er hann viðbót
við þau hafnarmannvirki sem fyr-
ir voru og stendur 1 botni fjarðar-
ins. Sveitarfélagið keypti á þess-
um stað mikið land fyrir nokkr-
um árum með framtlðarhafnar-
gerð í huga.
Ilafnargarðurinn, sem nú var
tekinn í notkun, var aðeins fyrsti
áfangi mannvirkja á þessum stað.
Framkvæmdir hófust þarna fyrir
tveimur árum og hefur Vita- og
hafnarmálaskrifstofan annazt
framkvæmdir og verkstjóri allan
tímann hefur verið Bergsveinn
Breiðfjörð.
Á vori komanda verður hafizt
handa við dýpkun hafnarinnar
við þennan garð og þá skapast
aukið rými og meira öryggi við
garðinn. Þessum áfanga í hafnar-
málum Grundfirðinga var fagnað
í afskaplega fallegu veðri, þar
sem meginþorri íbúa mætti við
vígsluna ásamt þingmönnum
kjördæmisins og fulltrúa frá sam-
göngumálaráðherra.
Formaður hafnarnefndar, Guð-
mundur Runólfsson útgerðarmað-
ur, ávarpaði viðstadda og opnaði
mannvirkin til afnota. Emil
AA-bókin
komin út
AA-ÍJTGÁFAN hefur sent
frá sér bók, sem hefur að
geyma margvíslegan fróð-
leik um drykkjusýki, svo
og leiðbeiningar til þeirra,
sem haldnir eru sjúkdómn-
um, eða umgangast
drykkjusjúklinga.
Formála bókarinnar ritar
Jóhannes Bergsveinsson læknir,
enþarsegir:
„Drykkjusýki er sjúkdómur.
Sjúkdómur, sem ekki verður
læknaðar að fullu, aðeins gerður
óvirkur. Óvirkur þannig að lifa
má eðlilegu lífi meðan áfengis er
ekki neytt.
Hver sá maður, sem stendur
andspænis ólæknandi sjúkdómi,
er grafið hefur undan félagslegri
velferð hans og rænt hann stjórn
á eigin lífi, er kominn i ógöngur.
Bókin sem hér fer á eftir er
vegvísir. Vegvisir saminn af körl-
um og konum, er komist hafa í
ógöngur en fundið úr þeim leið.
Leið, sem stendur opin öllum er
þurfa og vilja fara hana.“
Hér er um að ræða aðra útgáfu
bókarinnar. Hún kom fyrst út í
Bandarikjunum árið 1939, en hef-
ur nú verið endurskoðuð.
Meginefni bókarinnar skiptist í
ellefu kafla, þar sem þróun og
eðli drykkjusýki er lýst frá
sjónarmiði þeirra, sem hafa átt
við sjúkdóminn að stríða, en tek-
izt hefur að ná tökum á honum.
I mörgum löndum, þar sem bók-
in hefur komið út, hefur hún ver-
ið notuð sem grundvallartexti í
starfsemi AA-samtakanna.
Heimir Hannesson, formaöur Ferðamálaráðs:
Engin ákvörðun tekin um
húsbyggingu við Gullfoss
— en áhugi á því að reisa litla þjónustumiðstöð milli pallanna tveggja
Nýja frystihúsið
á Höfn vígt í gær
Verkið hannaði Teiknistofa
Sambands ísl. samvinnufélaga
undir forystu Gunnars Þ. Þor-
steinssonar, byggingarverkfræð-
ings, nema hvað burðarþolsteikn-
ingar og holræsalagnir voru unn-
ar hjá Verkfræðistofunni Hönn-
un h/f.
Byggingarmeistari verksins er
Guðmundur Jónsson, Höfn. Björn
Gíslason, rafvirkjameistari, hefur
séð um raflagnir. Kolbeinn Þor-
geirsson, múrarameistari, sá um
múrverk að mestu leyti. Pétur
Sigurbjörnsson, vélsmiður, sá um
röra- og hitalagnir, Hlöðver Sig-
urðsson sá um málun hússins.
Guðbjörn Guðlaugsson hefur séð
um uppsetningu kæli- og frysti-
véla og tækja, ásamt vélstjórum
hússins, en Vélsmiðja Horna-
fjarðar h/f um uppsetningu
vinnslukerfis.
Umsjónarmaður með verkinu
af hálfu Kaupfélagsins hefur frá
upphafi verið Óskar Guðnason.
Elías.
— ÁIIUGI Ferðamálaráðs og
Náttúruverndarráðs beinist nú
fyrst og fremst að þvf að fjar-
lægja skúrinn við Gullfoss. Það er
hins vegar alger misskilningur,
sem komið hefur fram 1 blaða-
skrifum, að til standi að reisa 1
staðinn stórhýsi á fossbrúninni.
Engin slfk ákvörðun hefur verið
tekin. sagði Heimir Ilannesson,
formaður Ferðamálaráðs, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Heimir sagði að umhverfis-
nefnd Ferðamálaráðs og Náttúru-
verndarráð væru með þessi mál í
athugun og m.a. hefði hópur
manna farið að Gullfossi fyrir
nokkru til að kanna aðstæður.
Væri áhugi á því að reisa litla
þjónustumiðstöð i brekkurótum
milli efri og neðri palls, sem að
nokkru yrði höggvin i bergið. Ef
slfk miðstöð yrði reist, yrði hún
menningarlega útbúin og fullt til-
lit tekið til náttúruverndar- og
umhverfissjónarmiða. Á fyrr-
nefndum stað væri talið að mið-
stöð sem þessi félli bezt inn í
umhverfið, og væri sú hugmynd
ekki sizt komin frá náttúru-
verndarmönnum.
— Það er alveg ljóst, sagði
Heimir, að á stað þar sem koma
50—60 þúsund manns á nokkrum
vikum, verður að vera lágmarks-
aðstaða og gæzla. Það er okkur
kappsmál að þetta vandamál
verði leyst á þann hátt að
fullnægi öllum umhverfis- og
náttúruverndarsjónarmiðum, og
höfum við átt mjg ánægjulegt
samstarf við Náttúruverndarráð.
Við erum mjög ánægðir með þann
áhuga, sem fólk virðist hata a
þessum málum og ég vil itreka, að
aiit það sem hér er nefnt eru
atriði sem eru á frumstigi og
engar ákvarðanir hafa verið
teknar.
Nýja frystihúsið á höfn.
Ljósm.: Elías Jónsson
Humarfrysting Sam-
bandsfrystihúsanna
jókst um 23% á sl. ári
Rækjufrysting jókst um 38%
HUIVIARFRYSTING Sam-
bandsfrystihúsanna jókst
um 23 af hundraði á s.I. ári
miðað við 1975 og magn
frystrar rækju jókst um 38
af hundraði, og á árinu
voru í fyrsta skipti í
langan tíma fryst um 300
tonn f síld til útflutnings.
Þetta kom m.a. fram þegar
Morgunblaðið ræddi við
Sigurð Markússon, fram-
kvæmdastjóra Sjávaraf-
urðadeildar Sambandsins,
í gær.
Að sögn Sigurðar nam bol-
frysting hjá Sambandsfrysti-
húsunum 18.500 lestum á árinu.
Er þetta um 7 af hundraði minna
en árið 1975, og um 8 af hundraði
minna en árið 1974.
— Þessar breytingar í frystingu
virðist einkum mega rekja til
sveiflna í hráefnisöflun einstakra
húsa, og segja má að þróunin á
árinu 1976 hafi einkennzt af
aukinni áherzlu á verðmætari
pakkningar. Þannig jókst hlutfall
flakapakkninga verulega en
mikið dró úr heilfrystingu
smáfisks, sagði Sigurður.
Hann gat þess að verulega stór
hluti þess fisks, sem frystihúsin
fengju nú kæmu frá skuttogur-
unum, og tveir af þeim togurum,
sem landað hefðu hjá Sambands-
frystihúsunum hefðu farið til
annarra verkefna, annar til Land-
helgisgæzlu og hinn til Hafrann-
sókna og hefði missir þeirra sitt
að segja í heildarframieiðslunni.
Magn frystrar loðnu nær
þrefaldaðist á s.l. ári, en var þó í
reynd mjög lítið árið 1976, eða
innan við 1000 tonn. Komu hér til
áhrif verkfallanna á vetrar-
vertíðinni. Þá var magn fyrstra
hrogna mjög svipað og árið áður.
Fyrstu tvær vikur yfir-
standandi árs varð mikii aukning
í hraðfrystingu miðað við sama
timabil árið áður. Ástæða er þó,
sagði Sigurður að leggja áherzlu á
að hér er um alltof skammt tlma-
bil að ræða til þess að hægt sé að
draga af þvi nokkrar almennar
ályktanir um horfur fyrir yfir-
standandi vetrarvertíð.