Morgunblaðið - 30.01.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.01.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANOAR 1977 7 Þegar ég tók að mér að skrifa um sinn sunnudagsgreinarnar i Mbl., varð að samkomu- lagi að ég réði hvern hátt ég hefði á þessum greinum og hvenær ég tæki efni eftir aðra en mig. Ég ætla að þessu sinni að segja frétt, sem væntanlega þykir áhugaverð þeim sem um kirkjuleg og trúar- leg efni lesa, og tekin er úr desemberhefti danska fréttablaðsins ,,Kirkjuhjálpin“. Blaðið flytur að jafnaði traust- ar fréttir af kirkjum ýmissa landa. Paul Hansen er aðal- ritari Evrópudeildar Lútherska heimssam- bandsins. Hann ferðast víða um lönd til að kynnast og hjálpa söfn- uðum. Á liðnu hausti fékk hann loks leyfi stjórnvalda i Kreml til að heimsækja ýmsa söfnuði í Sovétlöndum. Hann fullyrðir, að i Sovét-Siberiu séu söfnuðir lúthersir og ekki lúterskir af þýzk- um uppruna svo hundruðum skipti. Hann heimsótti m.a. söfnuði í Zelingrad við Eystrasalt og Alma Ata nálægt landamærum Kina. Á þessum stöðum segir Paul Hansen, og ber fyrir sig opinberar skýrslur, að búi 1,8 milljónir Sovét- Þjóðverja, sem sumir hverjir hafi flutzt á þessar slóðir á siðustu öld, aðrir flúið vegna trúarbragðaofsókna á valdatimum Stalins, og enn aðrir verið fluttir nauðugir þegar Þjóð- verjar réðust inn I Vesturrússland árið 1941. Paul Hansen fullyrðir ekki, hve margt af þessu fólki sé yfirlýst kristið fólk, en þó sé þarna um fleiri hundr- uð söfnuði að ræða, flesta lúterska, sem að staðaldri komi saman til guðsdýrkunar. Aðeins örlitið brot þessara safnaða hefur fengið viðurkenningu stjórn- valda og þar með leyfi til að starfa, en þeim sem það leyfi hafa ekki fengið er ekki meinað guðsþjónustuhald. Paul Hansen kveðst ekki hafa orðið þess var að lúterskir predikarar eða safnaðarmenn hafi verið fangelsaðir eða lokaðir inni i geðsjúkra- húsum. Enginn safnaða- manna i Kazakhstan og öðrum landsvæðum þar eystra hefur prest með guðfræðimenntun. Þeir velja og vígja leikmenn til að annast guðsþjón- ustur sinar og veita skírn og altarissakra- menti, en kristnilif þessara safnaða þótti Paul Hansen lofsvert. Honum þótti þetta minna mjög á lif frum- kristninnar. Þarna var þannig ekki um nokkra fastmótaða trúfræði dogmatik- að ræða, enga fastmótaða kirkjuskip- an, enga presta, ekkert ytra skipulag. Og hann segir, að safnaðarfólkið sé mótað sterku, ein- földu og persónulegu trúarlifi, og það beri trú sinni hiklaust vitni fyr- ir þeim, sem utan safnaðanna standi. „Þannig hugsa ég mér, að verið hafi á postulatímabilinu“, seg- ir Paul Hansen, og hann segir að sex hundruð kirkjugestir hafi sótt guðsþjónustu, sem hann var viðstaddur I Alma Ata, og að guðsþjónust- an hafi staðið yfir í sex klukkustundir. Eftir heimsóknina þar eystra kom Paul Hansen til Moskvu og átti þar samtalsfund með æðsta manni hins stjórnskipaða ráðs, sem fer með málefni þau, sem snerta trú og guðs- dýrkun. Þar var því heitið að guðfræðileg menntun skyldi veitt leikþredikurum þarna eystra með milligöngu guðfræðiskólanna í Riga og Tallin við Eystrasalt, og að lúterska heims- sambandið skyldi fá leyfi til að senda kristi- leg rit og þýzkar BibMur söfnuðunum í Sovét- rikjunum. En eins og kunnugt er hafa menn sætt ofsóknum fyrir að smygla Biblíum inn í Rússland. í Leningrad og um- hverfi hennar búa þus- undir finnskra manna. Fyrir skömmu gerði finnski erkibiskupinn Marti Simojoki það kunnugt að rússnesku stjórnvöldin hefðu gef- ið leyfi til að stofnaður verði finnsk-lúterskur söfnuður i Leningrad. Hvort sá söfnuður fær að nota fallegu lútersku kirkjuna við Nevski Projekt i Leningrad, var ekki sagt. Þegar við hjónin komum i þá kirkju fyrir fáum árum, var þar æði ókirkjulegt um að litast. I forkirkj- unni blasti við geysistór eldrauð mynd af Lenin, og inni í þessu afhelg- aða guðshúsi var allt á þá bókina lært. Leningrad er ákaf- lega falleg borg, en ákaflega ófalleg sýndist mér meðferðin á guðs- húsunum flestum. Er afstaða stjórnvald- anna i Kreml til kirkju og kristni eitthvað að breytast? Er eitthvað af því þíðviðri minni hörku og meira frjáls- lyndis, sem nú sýnist viða gera vart við sig austan tjalds, einnig að hafa áhrif á þá valdhafa þar eystra; sem meir hafa stundað ofsóknir á kristna kirkju en skiln- ing á mannlegri sál og þörfum hennar, m.a. trúarþörfinni, sem fylgt hefur manninum svo langt i aldir aftur, sem við vitum um líf hans á jörðu. Hvern lærdóm er hægt að draga af þvi sem fyrir augu og eyru aðalritara lúterska heimssambandsins bar, þegar honum var loks leyft að fara frjáls ferða sinna um nokkurn hluta Sovétrikjasambands- ins? Falleg er myndin, sem við honum blasti af þeirri trúareinlægni og trúfestu hinna dreifðu og einangruðu safnaða, sem jafnan er aðal trúarlegri einlægni. Athyglisverð er einnig einfaldleikinn i trúar- iðkun þessa fólks, sem nále|a ekkert virtist þurfa af þeim ytri umbúðum guðsdýrk- unarinnar, sem við telj- um nauðsynlega en minnti aðalritarann á frumkristnina eins og hún lifði sínu trúarlifi i einfaldleika um allan ytri búnað. Og loks stöndum við hér andspænis þeirri staðreynd, að svo djúp- um rótum stendur trúarþörfin í mannssál- unni að hún krefst svöl- unar hvað sem liður boðum og bönnum og fjötrum, sem guðlaus áróður vill á hana fella. Um það geymir sagan vafalausa vitnisburði, sagan sem margsinnis hefur gerzt í aldanna rás. MEGRUNARLEIKFIMI Nýtt námskeið Vigtun — Mæling — Gufa Ljós — Kaffi — Nudd „ Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 1 3 — 22. Skattaþjonustan sf. Ármúla 42, simi 82023. Bergur Guðnason hdl. \_____].................. HÁRSKURÐARSTOFA MÍN í HÁSKÓLA- HVERFINU, VÍÐIMEL 35, ER OPIN AFTUR ENDURNÝJUÐ. Allar nýjustu klippingarnar. Snyrtivörur fyrir dömur og herra. Tímapantanir ef óskað er. 0 Jón Geir Arnason, hárskurðarmeistari, sími 15229. Keramík- verkstœöiö Hulduhölum Mosfellssveit, er opiö laugardaga, sunnudaga, mánudaga og miðvikudaga, frákl. 1-6. Leirmunir til sýnis og sölu. Steinunn Marteinsdóttir Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100.-. 1966 i. flokkur 161728 1966 2 flokkur 1516 77 1967 1. flokkur 1426 89 1967 2. flokkur 141 7.50 1968 1 flokkur 1240 30 1968 2. flokkur 116718 1969 1. flokkur 872.43 1970 1 flokkur 802.93 1970 2. flokkur 591 62 1971 1. flokkur 560 47 1972 1 flokkur 489 10 1972 2 flokkur 423 60 1973 1 flokkur A 329.24 1973 2 flokkur 304 32 1974 1. flokkur 21 1 36 1975 1 flokkur 1 72 80 197-5 2. flokkur 131 86 1976 1 flokkur 124 75 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1972 A 1974 E VEÐSKULDABRÉF: Kaupgengi pr. kr. 100.-. 369 72 (10% afföll) 169.74 (10% afföll) 6 mánaða fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (10% afföll) 1 — 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (20%—45% afföll) 8 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum Sölutilboð óskast HLUTABRÉF: Flugleiðir HF Sölutilboð óskast Slippfélagið HF Sölutilboð óskast Höfum seljendurað eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-. 1965 1 flokkur 2040 66 HLUTABRÉF: Almennar Tryggingar HF Kauptilboð óskast PIÁRPUTinCflnPÉIAG ÍAAflDf HP. Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opiðfrá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.