Morgunblaðið - 30.01.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 30.01.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 13 _______________________-------------------------------------------------------------- Sra Jón Auöuns:_________ íminningu mikillar listakonu Þegar gamlir leikhússgestir líta um öxl til löngu liðinna ára i Iðnó eru þeir undarlega gerðir, ef þeim hnigur ekki ylur að hjarta, ylur þakklátsemi fyrir þann stóra skerf, sem Leikfélag Reykjavíkur lagði fram til að mennta og manna Reykvikinga meðan föng voru færri, miklu færri en I dag. Þegar ég renni hug til þeirra ára, áratuga sem ég sótti flestallar leiksýningar i Iðnó, vitjar min svip- þyrping gamalla minninga, sem ég vil geyma sem lengst. Raðir þeirra, sem „luku vegferð sinni“ stíga fram. Dýrmætrar vináttu sumra þeirra fékk ég að njóta. Aðra þekkti ég lítt nema sem listamenn á leiksviði. En öllum á ég ógoldna skuld. Hér skal ekki farið út i samanburð eða meting en í heirni minninga minna gnæfir hæst mynd stórrar konu, jafnt i lifi sinu og list, mynd frú Stefaníu Guðmundsdóttur, sem að verðugu verður minnzt á leiksviðum Iðnó og Þjóðleikhússins í kveld. Er mér minning frú Stefaníu enn svo fersk eftir öll þessi ár vegna þess að ég naut listar hennar meðan ég var enn svo ungur að allir gluggar sálar minnar voru opnir. Nei, margt er mér grafið og gleymt, sem var gott og ég sá og heyrði i Iðnó og annarsstaðar á þeim árum. Er mér list frú Stefaníu svo minnisstæð vegna sefjandi tizku þeirra ára, þegar skáldin sungu henni lof i ljoðum og lausu máli, Reykvíkingar dáðu hana og nafn hennar var á margra vörum viða um landsbyggð- ina? Nei, hér kemur annað til. Er mér mynd frú Stefaníu svo lifandi ljos vegna þess að hún hafi ein borið uppi það mikla menningar- starf, sem Leikfélagið leysti af hendi fyrir Reykvík- inga við ótrúlega frumstæð skilyrði? Nei, ég nefni ekki nöfn, þau yrðu alltof mörg fyrir þetta stutta „þakkarávarp", hópurinn var svo stór, sem að þessu Hjónin Anna Borg og Paul Reumert, stofnend- ur sjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur. starfi stóð og stóð með sæmd. Hvers vegna er mér þá enn svo lifandi ljós i huga þessi gamla minning? Meira en hálf öld er liðin, siðan rödd frú Stefaniu hljóðnaði á leiksviði, og því fækkar þeim óðum, sem lifðu það undur að sjá hana leika. Svo var list hennar máttug, að þegar ég hugsa mig aftur i gamla sætið i Iðnó fyrir meira en 50 árum, heyri ég frú Stefaníu hlæja og gráta, ég sé fyrir mér svipbrigði hennar i ótrúlegum tilbrigðum, og ég heyri rödd hennar, lítt viðjafnanlega hljómfegurð raddar- innar og þjálfun, sem hárri listtjáningu er samboðin. Mér er sómi að því, að Mbl. óskar að birta þessar fáu minningar um stórbrotna konu í lífi og list og gefur mér tækifæri um leið til að tjá þakkir gömlu, góðu. Iðnó og leikurum. Ég sá ekki frú Stefaníu leika fyrr en á síðustu leikárum hennar. Þá stóð hún á tindi sinnar listar. Síðan eru liðin 56 ár og hvers kýs ég helzt að minnast? Eftir öll þessi ár þykist ég muna líkt og skeð hefði í gær list hennar I titilhlutverki franska harmleiksins Frú X. Túlkun frú Stefaníu á þeirri konu er ógleyman- leg. Hún er yfirstéttarkona, en yfirgefur auðugt heimili, eiginmann og barnungan son til þess að fylgja kalli ástar sinnar. Með elskhuga sinum drekkur hún nauðug í botn bikar dökkra nautna, unz þau koma aftur heim til Frakklands gæfusnauð, drykkjusjúk og allslaus. En þegar hún verður þess vör, að hann ætlar að drýgja verknað, sem hefði sett ævilangan blett á sæmd sonarins, sem hún hafði ekkert vitað um í öll þessi ár, skýtur hún elskhugann, og lokaþátturinn gerist i réttarsalnum. Ást, botnlausa örvæntingu og hatur túlkaði frú Stefania stórkostlega, og með frábærum listrænum næmleika sýndi hún leifar hinnar fornu, siðfáguðu hefðarkonu á bak við fordrukkinn, gæfusnauðan vesaling. Og hámarki listarinnar náði hún þegar móðurástin til hins unga lögfræðings, sem er skipaður verjandi hennar, sem hún veit ekki að er sonur hennar, grípur hana, unga mannsins, sem veit ekki að hann er að verja móður sina í morðmáli. Leikurinn var sterkur, en ekkert ofleikið, „senunni ekki stolið“ frá góðum mótleikurum, og siðast var eins og hún stæði ein á leiksviðinu. Hinir ágætu meðleik- arar væru horfnir. „Omnes exeunt“, tjaldið féll. Langvarandi lófatak og þungt. Ekkert hljóð þegar leikhúsgestir gengu út og tóku þögulir yfirhafnir sínar í gömlu fatageymsl- unni í Iðnó. I margra augum blikuðu tár. Þetta hafði verið svo stórkostleg stund. Frá þessu kveldi á ég stórkostlegustu myndina af frú Stefaníu. Og nú finnst mér enn eftir meira en hálfa öld að ég hafi séð þessa mynd i gær. Ég er ekki viss um að stærri sigur hafi verið unninn á islenzku leiksviði, þótt margt hafi verið með ágætum síðar gert. Jón Auðuns. Þvottakonan I leikritinu Fólkið I húsinu (kringum aldamótin) Hinn 29. júní sl. vor j liðin 100 ár frá fæðingu mestu leikkonu, sem Island hefir átt, frú Stefaníu Guð- mundsdóttur. Frú Stefanía Anna Guðmundsdóttir fæddist hér í Reykjavík hinn 29. júní árið 1876 og voru foreldrar hennar frú Anna Stefánsdóttir og Guðmundur Jóns- son húsasmiður, eiginmaður hennar. Frú Stefanía missti móður sína þegar hún var á barnsaldri, en faðir hennar og bróðir fluttust til Ameríku skömmu síðar. Þegar halda skyldi af stað til Ameríku, varð Stefanía veik, svo ástvinir hennar treystust ekki til þess að hún færi með þeim, og hafa örlögin hagað þessu svo til, að frú Stefanía skyldi verða sú sem hún varð, fræg um allt ísland og víðar fyrir sína fögru list. Frú Stefanía ólst upp hjá frú Sólveigu Guðlaugs- dóttur, eftir að leiðir skildu, og dvaldi síðan hjá henni, þangað til hún giftist eiginmanni sínum, hinum mæta manni Borgþóri Jósefssyni, þá verzlunarmanni, en síðar bæjargjaldkera hér í borg. Dvaldi frú Sólveig síðan hjá fjölskyldu frú Stefaníu til æviloka, en hún andaðist háöldruð, eða rúmlega níræð að aldri, og var ávallt mikið ástríki með henni og fjölskyldunni allri. Frú Stefanía var frábær leikkona, eins og kunnugt er, og einnig frábær eiginkona og móðir, og var það mikið reiðarslag fyrir ástvini hennar, þegar hún lézt Bjarni t>6roddsson Frú Stefanía Guðmunds- dóttir, leik- kona-Aldar- minning hinn 16. janúar árið 1926 á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn. Þau hjónin voru hvort öðru ákaflega mikil stoð og stytta, og hygg ég, að óvíða hafi getið ástríkara hjóna- band og samheldni og ástríki var mikið innan fjöl- skyldunnar. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri ritar grein um frú Stefaníu í Lesbók Morgunblaðsins hinn 14. júní árið 1970, og segir þar meðal annars: „Stefanía Anna Guðmundsdóttir var fædd árið 1876, og mun hafa alist upp við kröpp kjör. . . Stefanía er varla orðin seytján ára fyrr en hún er komin upp á leiksvið". (Þetta var árið 1893, og segir frá þessu í blaðinu Isafold hinn 22. febrúar sáma ár). Segir Sveinn síðan í grein sinni að sú kona sem hafi vakið mesta athygli á þessari leiksýningu hafi verið frú Stefanía, og hefir það eftir ísafold. „Frú Stefanía hefir verið jafnvig á hin ýmsu blæ- brigði mannlegs sálarlifs, allt frá hátindi gleðinnar til dýpstu strengja mannlegs harms og sorgar og jafnt getað túlkað fögnuð og galsa æskunnar og sorg hennar og þreytu ellinnar, bæði örvæntingu og hrifningu.“ í Ingólfi 23. janúar árið 1907 segir svo um leik hennar í Kameliufrúnni: „Allur er leikur hennar svo, að annarra gætir ekki, þegar hún er á leiksviðinu. Frúin sýnir fjölbreytilega listgáfu á þessum leik. Leikur hennar er léttur og leikandi, eða þungur og fastur. Hún er svo hrein og sterk á leiksviðinu, að áhorfandanum verður unun að fylgja og heyra hana. Og þegar hún deyr, í siðasta þættinum, er hún drottn- ing allra íslenzkra leikenda." Freistandi væri að tilfæra fleiri atriði úr grein þjóðleikhússtjóra, en rúm Morgunblaðsins leyfir það ekki, og einnig vegna þess, að mig langar til þess að rita ummæli þriggja valinkunnra manna um frú Stefaníu. Einar Hjörleifsson Kvaran segir svo um frú Stefan- íu og leik hennar í bók sinni „Mannlýsingar": „Ég sá hana fyrst í gamansömu hlutverki. Og nú er fljótt yfir sögu að fara. Ég gleymdi allri gagnrýni. Ég hlustaði og horfði hugfanginn. Þegar fyrsta kvöldið, sem ég sá hana leika, var ég ekki í neinum vafa um það, að hér var á ferðinni hæfileiki, sem skipa mátti á bekk með því bezta í veröldinni, ef hann fengi að njóta sín að fullu. . . Árin liðu og list hennar breyttist og magnað- ist. Hlutverkin voru gjörólík þeim, sem hún hafði byrjað á. I stað þess leikandi gamans, sem hafði verið byrjunin, kom nú margt og margt annað, þar á meðal ástríðuþrungin alvara, sárar sorgir, þyngstu vonbrigði og botnlaus óhamingja. Allt þetta faðmaði list hennar, og mjög oft náði hún þeim tökum á því, sem vanda- Framhald á bls. 26 Til frú Stefaníu Guömundsdóttur leikkonu. Sungid (samsæti ( Reykjavík á 25 ára leiklistarafmæli hennar. 30. jan. 1918. Fagnandi heilsa þér hollvinir góðir, hyllir og dáir þig Reykjavlk öll, vakandi þjóðlistar vordís og móðir, viljinn þig flytur á gullstóli' I höll.— IIöll, er f sóldraumum hugsjón vor eygir, hvolfþakta, gullroðna, samboðna þér, höll er skal reist, þegar fauskarnir feigir, fulltrúar volæðis, bæra’ ekki’ á sér. Þröngt er og fábreytt hér sýningasviðið, samir ei framtlðardraumanna borg, þar sem þú fyrir oss fram hefur liðið fögur sem drottning I gleði og sorg. Látið oss hlæja og látið oss gráta, látið oss finna til breyskleika manns, látið oss sfgildi listanna játa, I jósengla birt oss við svifléttan dans. Þökk fyrir snilldina’ f svipbrigðum, svörum, sumaryl hlýjan um vetrarkvöld byrst, þökk fyrir bráleiftrin, brosin á vörum, brennandi áhuga’ átorgætri list! Hugurinn byggir sér skrautsali skýja. skapraun þótt valdi, hve kóngslund er hálf. Ó, að vér lifðum, að leikhúsið nýja listinni' og þjóðinni vfgðir þú sjálf!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.