Morgunblaðið - 30.01.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 30.01.1977, Síða 16
16 MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 30. JANÚAR 1977 Mordid, • Klukkan 9.20 á aðfangadagsmorgun steig lágvax- inn og góðlegur maður út úr húsi einu við Rue des Dardanelles í Parfs. Handan við húshornið stóð kyrr- stæð bifreið, og f henni tveir menn, óeinkennisklædd- ur lögregluforingi, Guv Simoné að nafni, og Serge Tessédre, fyrrum slátrari. Skyndilega sté annar þeirra út úr bifreiðinni og veifaði til manns sem stóð þar rétt hjá, fklæddur gallabuxum og peysu. Það var Gérard Fréche, sem meðal annars hefur haft lffs- viðurværi sitt af þvf að skipuleggja vændi. Fréche hraðaði sér til móts við þann sem kom út úr húsinu, og gaf sig á tai við hann. Þeir virðast hafa deilt stutta stund, en brátt dró Fréche upp skammbyssu og hleypti af. Tvö fyrstu skotin fóru út í veður og vind, en hið þriðja hæfði fórnarlambið f höfuðið. Þegar lögregluna bar að nokkrum mfnútum sfðar lá Ifkið á gangstéttinni, en morðinginn var á bak og burt. Lögreglumaður seildist eftir persónuskilríkjum f brjóstvasa á fötum lfksins. 1 ljós kom spjald með franska fánanum. Hér var sem sé ekki aðeins um að ræða enn eitt morðmálið til viðbótar þeim, sem Parfs- arlögreglan fær til að kljást við árlega. Lfkið var af Jean de Broglie prinsi fyrrverandi ráðherra f frönsku stjórninni, þingmaður, einn auðugasti maður f Frakk- landi og náinn samherji Giscard d'Estaings forseta. Þegar aðfangadagur var að kvöldi kominn var ljóst orðið að málið var flókið og viðamikið og óhætt að setja það á bekk með þeim mál- um, sem á undanförnum árum hafa verið mjög um- deild i Frakklandi. Þessi mál eiga að sameiginlegt, að þau upplýsast aldrei til fullnustu, aðilar að þeim eru áhrifamenn ístjórn- málum og fjármálum, og margir háttsettir menn eiga þar hagsmuna að gæta. Ef trúa má almannarómi f Paris eru þarna að verki öfl, sem lög virðast ekki ná til, og veggur skilur þessi öfl frá þjóðfélaginu í heild. Hægt er að rannsaka þessi mál að vissu marki, en á ákveðnum punkti er komið að veggnum, sem enginn kemst yfir, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi. Handan þessa veggjar á sér stað hrikaleg spilling, svo sem mútugreiðslur fjármála- braskara til stjórnmála- manna, vikulegar ferðir erkibiskupa í hóruhúsin við St. Denis og tengsl lög- reglunnar við undirheima- lýðinn í borginní, en þetta eru allt atriði, sem nýleg dæmi eru til um í Frakk- landi. Frönsk blöð og al- menningsálitið leggja jafn- an upp f mikla krossferð þegar uppvíst verður um nýtt fjármálahneyksli eða morð, þar sem slóðin endar „á mörkum hins ósnertan- lega“. Þessar krossferðir enda jafnan með sama hætti — annað hvort kem- ur upp nýtt hneykslismál, sem skyggir á hið fyrra, ellegar þá að málið leysist upp í moldviðri og ótal samhengislaus smáatriði. MALIÐ upplvst, SEGIR INNAN- RlKISRAÐHERRANN Rannsókn de Broglie- málsins hófst sama dag og morðið átti sér stað, og var fram haldið af undraverðu kappi. Aðeins fimm dögum síðar hélt Pontiatowski innanríkisráðherra fund með fréttamönnum þar sem hann gerði grein fyrir því að málið væri að fullu upplýst. Útgáfa Poniatowskis er á þá leið, að morðið hafi ver- ið skipulagt af tveimur nánustu samstarfsmönn- um de Broglies í viðskipta- lffinu, Pierre de Varga og Patrick Allenet de Ribemont, en de Broglie var einmitt að koma af fundi de Varga þegar hann fannst myrtur fyrir utan húsið þar sem hann hefur skrifstofu sína. Meðal skjala sem fundust í skrif- stofu de Varga er skulda- bréf upp á 4 milljónir franka, eða sem nemur rúmlega 150 milljónum Is- lenzkra króna. Lánið hafði lögreglan þvi fram að de Ribemont hafi tapað gífur- legum fjárhæðum á vafa- sömum viðskiptum að und- anförnu, og hafði de Brog- lie lánað honum féð til að komast út úr kröggum. Lánið átti siðan að greið- ast með jöfnum mánaðar- legum afborgunum, en lög- reglan segir nú, að þeir de Varga og de Ribemont hafi ákveðið að losa sig við de Broglie þegar þeim veittist erfitt að standa við þessar skuldbindingar. Þannig var málið í hnot- skurn, að því er fram kom á fundi innanríkisráðherr- ans fimm dögum eftir morðið, en frönsk blöð og vinir og vandamenn þeirra sex manna, sem ákærðir hafa verið fyrir hlutdeild f því, eru ekki á sama máli. Ekkja de Broglies hefur lýst því yfir að skýring þessi sé fáránleg og geti engan veginn staðizt. Dótt- ir de Varga, Pascale, kveðst hafa í höndunum de Ribemont Pierre de Varga Útför de Broglies fór fram frá höll hans f Normandf. Þrfr ráðherrar f frönsku stjórninni ætluðu að fylgja honum til grafar, en boðuðu allir forföll á sfðustu stundu. sannanir fyrir því að hinir meintu samsærismenn hafi ekki getað hagnast af dauða de Broglie, og loks hefur komið í ljós, að eigin- kona de Ribemont, sem lögreglan segir hafa átt fund með de Broglie rétt fyrir morðið, var raunar viðs fjarri Parísarborg á þeim tíma. FÆDDUR MEÐ SILFURSKEIÐ í MUNNINUM Jean de Broglie Poniatowski innanrfkis- ráðherra (til vinstri) ásamt Ottavioli lögreglu- stjóra á fréttamannafund- inum 28. desember þar sem þeir lýstu þvf yfir að málið væri upplýst að fullu. de Broglie tekið í banka og sett að veði líftryggingu slna. Fjárhæðina hafði de Broglie lánað de Ribeniont til kaupa á hlutabréfum f vinsælum veitingastað í París, La Reine Pédauque, sem de Ribemont hefur annast rekstur á. Heldur Jean de Broglie var mað- ur stórrar ættar og vellauð- ugur allt frá fæðingu. Þrátt fyrir stjórnmálahæfi- leika, völd, áhrif og riki- dæmi, var hann haldinn ólæknandi ástríðu á sviði viðskipta og gróðabrasks. Fyrirtæki hans voru 42 að tölu, eftir því sem næst verður komizt. Hann átti fjölda fasteigna, þar á með- al höll eina þar sem varð- veittar eru miklar gersem- ar. Að þvi er næst verður komizt var de Broglie þátt- takandi í ólöglegri vopna- sölu, lánastarfsemi og mútustarfsemi jafnframt heiðarlegum viðskiptum. Á timum de Gaulles átti hann marginnis sæti í ríkisstjórn og virtist um tíma á leið upp I æðstu embætti á vegum hins opinbera. Hann gegndi lykilhlutverki í samninga- umræðum þegar Alsir varð sjálfstætt árið 1962. Stjórn- málaferli de Broglies lauk í raun og veru árið 1973, enda þótt hann héldi áfram þingmennsku. I apr- íl 1973 stóð fyrir dyrum kosning formanns fjárveit- inganefndar franska þings- ins. De Broglie kom mjög Gérard Fréchem sem játað hefur á sig morðið. til greina og sóttist eftir kosningu. Skömmu áður en kosningin átti að fara fram ■fékk Giscard dEstaing, for- maður Sjálfstæða lýð- veldisflokksins og núver- andi forseti Frakklands, i hendur skýrslu um við- skipta- og skattamál de Broglies, sem var fram- bjóðandi flokksins til em- bættisins. Daginn eftir var tilkynnt að de Broglie kæmi ekki lengur til sem setti Frakkland á annan endann Innanríkis- rádherrann segir málið upplýst; en þad verður dular- fyllra með degi hverjum greina. Vonir hans um frekari frama á stjórn- málasviðinu voru að engu orðnar, en hann varð eftir sem áður einn helzti ráð- gjafi d'Estaings i málefn- um, sem snerta Grikkland og Arabaríkin, þar sem hann þekkti vel til meðal annars vegna viðskipta- sambanda sinna. Altalað er að hann hafi verið mikil- vægur tengiliður frönsku stjórnarinnar við Araba- rikin, og ýmsir hafa kallað hann „áhrifakaupmann". Hann hefur fengið orð fyr- ir að vera meistari i „broglio", sem er ítalska og merkir leynimakk, en de Broglie-ættin kemur upp- haflega frá Italíu og hét þar Broglio. VAFASAMAR SKVRINGAR Ljóst, er að skýringar Poniatowskis innanrikis- ráðherra, sem yfirmenn lögreglunnar styðja með ráðum og dáð, fullnægja ekki þeim, sem standa „handan veggjarins" í Frakklandi, og sú skýring, að morðið hafi verið i fjár- hagslegu ábataskyni er allt annað en sannfærandi þeg- ar litið er á skilmálana í liftryggingu de Broglies. Þar segir, að tryggingarféð verði ekki greitt af hendi nema dauðdagi hins tryggða verði af „eðlileg- um orsökum". Þá vaknar sú spurning hvers vegna de Varga og de Ribemont hafi átt að sjá sér hag i þvi að ráða prins- inn af dögum, og það fyrir utan húsdyrnar hjá de Varga. í fyrsta lagi er ljóst, að þeir félagar hafa ekki ver- ið í neinum vandræðum með að inna af hendi mán- aðarafborganir af láninu frá de Broglie. Hver greiðsla var að upphæð sem nemur rúmlega 2,5 milljónum ísl. króna, sem eru eins og skiptimynd I vasa þessara stórtæku braskara. i öðru lagi verður ekki annað séð en að de Broglie hafi verið sannkallaður gullkálfur fyrir þá, enda þótt hann hafi sjálfur hagnazt mjög af þeirra við- skiptum, og gullkálfum slátra ekki aðrir en bú- kussar. í þriðja lagi er hinn ákærði morðingi, Gérard Fréche, enginn glópur i undirheimalifi Parísar- borgar. Hann er sonur lög- regluforingja og hefur um árabil verið umsvifamikill á sviði ýmiss konar af- brota. Slíkur maður hefði vart tekið að sér að skjóta einn auðugasta áhrifa- mann í Frakklandi fyrir 5 þúsund franka þóknun, eða sem nemur 190 þúsund íslenzkum krónum. í fjórða lagi, ef de Varga stendur á bak við morðið á de Broglie, hvers vegna geymdi hann þá sönnunar- gögn um fjármálaviðskipti þeirra í skrifstofu sinni, þar sem lögreglan hafði að þeim greiðan aðgang og beinast lá við að leita að þeim? í fimmta lagi þá virðist engin sönnun liggja fyrir um morðsamsærið önnur en vitnisburður Simonés lögregluforingja, sem Fréche siðan staðfesti. „SKIPANIR AÐ OFAN“? Meðal annars segir Simoné de Varga hafa sagt sér að óumflýjanlegt væri að ryðja de Broglie úr vegi, enda þótt það yrði fjár- hagslegt áfall fyrir hann sjálfan, — þetta væru „skipanir að ofan“, en de Varga hefur hingað til harðneitað öllum sakar- giftum. Ferill Guy Simonés inn- an lögreglunnar er at- hyglisverður. Grunur hef- ur fallið á hann vegna meintrar aðildar að ráni og hann var grunaður um að eiga aðild að morði á ást- konu sinni skömmu áður en hann var hækkaður í tign og gerður að lögreglu- foringja, en fyrir hálfum mánuði var hann rekinn frá störfum og verður ekki endurráðinn. Ýmis dularfull atvik hafa fylgt í kjölfar morðs- ins á de Broglie, — skjala- rán, bifreið á vegum veit- ingahússins La Reine Pé- dauque hafði verið tekin í sundur og fannst í ótal hlutum, merki um inn- brotstilraun í kastala de Broglies i Normandie, og blaðamaður, sem kannaði málið, rankaði við sér í bíl- flaki í Bologne-skóginum í París. enda þótt hann seg- ist ekkert muna eftir að hann ók eftir tiltekinni götu i miðri borginni. Málið virðist æ flóknara eftir þvi sem lengra líður frá morðinu og þeirri yfir- lýsingu innanríkisráðherr- ans, að það sé að fullu upp- lýst. Það er mál Parisarbúa um þessar mundir, að. svara við öllum þeim spurningum, sem vaknað hafa í sambandi við það, sé að leita annars staðar en í undirheimum borgarinnar, en um þverbak keyrði þó fyrir rúmri viku þegar byrjað var að orða sjálfan Frakklandsforseta við mál- ið. Le Monde gat þess i frétt, að forsetinn hefði I fjármálaráðherratið sinni farið í veiðiferð til Spánar ásamt mönnum, sem siðar flæktust i mál, sem kennt er við Matesa. Þvi hefur verið haldið fram að fyrir- tækið Sodetex, sem á heim- ili og varnarþing i Luxem- bourg, sé i raun og veru leppur fyrir spænskt fyrir- tæki að nafni Matesa, en það var lagt niður árið 1969 eftir að hafa haft gffurlegt fé af spænska rík- inu, — alls nærfellt 4 mill- jarða íslenzkra króna. Hér með er þó ekki gefið í skyn, að Giscard d’Estaing sjálfur sé í slag- togi með glæpalýð, og enn hefur enginn látið að því liggja að þetta mál kunni að verða honum að falli. Tilgangur Le Monde með því að benda á tengsl for- setans við Metesa-menn virðist sá að vekja athygli á þvi, sem lengi hefur verið altalað í Frakklandi, sem sé að óheppileg tengsl franskra stjórnmálamanna við vafasama fjármála- menn hafi viðgengizt allt frá dögum byltingarinnar. . — ÁR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.