Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977 Frá umræðufundi Kvenréttindafélags íslands um skattamál: Allir jafnréttissinnar hljóta að fagna niður- fellingu 50% frádráttar — sagði Guðrún Erlendsdóttir KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands efndi til fundar um skattamál í tilefni 70 ára afmælis félagsins 27. jan. s.l. og var fundurinn haldinn aö kvöldi þess dags í Kristalssal Loftleiðahótelsins. Á þriðja hundrað konur sóttu fund- inn, hlýddu á framsöguerindi og ræddu málin að þeim loknum. Umræður voru talsverðar og stóð fundurinn fram yfir miðnætti. Sólveig Ólafsdóttir laganemi, for- maður KRFÍ, setti fundinn og bauð gesti velkomna. Rakti hún nokkuð sögu félagsins og skipaði síðan Margréti Einarsdóttur fundarstjóra. Framsöguerindi fluttu Árni Kolbeinsson f.h. fjármála- ráðuneytisins, Sólveig Ólafsdóttir f.h. KRFÍ, Bjarnfríður Leósdóttir, f.h. ASÍ, Geir A. Gunnlaugsson f.h. Banda- lags háskólamanna, Guðrún Erlendsdóttir f.h. Jafnréttis- ráðs, Sigríður Thorlacius f.h. Kvenfélagasambands ís- iands og Gunnar Guðbjartsson f.h. Stéttarsambands Hugtökin karl og kona ekki til í frv. Árni Kolbeinsson, fulltrúi fjár- málaráðuneytisins, rakti nokkuð núgildandi skattareglur þar sem tekjur hjóna eru taldar saman fram til skatts en helmingur tekna konunnar dregst frá við skattálagningu. T:ldi Árni ýmsa augljóa galla á núgildandi kerfi I þessu sambandi hvort sem miðað væri við félagslega afleiðingu þeirra eða grundvallarsjónarmið í jafnrétti kynjanna. Augljósustu gallana taldi hann í fyrsta lagi að skattalegt hagræði af útivinnu beggja maka vex I réttu hlutfalli við aukna launatekjur konunnar, en er á engan hátt miðað við þann kostnað sem af útivinnunni leiðir eða þann tíma sem það tekur að vinna fyrir laununum. Láglauna- kona eða kona sem stundar sjálf- stæðan rekstur nýtur þvl tak- markaðs skattahagræðis af 50% reglunni meðan hátekjukonan getur notið hagræðis sem er í engu samræmi við aukakostnað af útivinnunni. í annan stað veldur það því að heimili með sömu launatekjur bera mjög misþunga skatta eftir því hvort hjónanna aflar teknanna. Árni nefndi dæmi um fjölskyldu með tvö börn á framfæri og heildarlaunatekjur upp á 3,5 millj. kr. Vinni karlmað- urinn fyrir þeim öllum borga hjónin í skatt samkv. gildandi lög- um 625,600 kr. Vinni karlmaður- inn fyrir 2 millj. og konan fyrir 1,5 millj. borga þau 322,400 kr. I skatt, en vinni konan fyrir þeim öllum fá þau endurgreitt úr ríkis- sjóði 81,300 kr. í þriðja lagi benti Árni á að reglan bryti I bága við kynjajafn- rétti að þvl leyti til að tekjur giftrar konur sæta allt annarri meðferð en tekjur kvænts karl- manns. Árni taldi að hjónasköttunar- vandamálið mætti leysa á ótal marga vegu. Nefndi hann nr. I. Algjöra sérsköttun, 2. Skattlagn- ingu á hvort hjóna með milli- færsluheimild á þeim persónuaf- slætti sem ekki nýttist öðru vegna lágra tekna, 3. Heilminga- skiptareglan þar sem í felst að auk þess að millifæra ónýttan per- sónuafslátt millifærir hún ónýtt rými I neðra skattþrepi. Hún hef- ur það sér til ágætis að hún er algjörlega hlutlaus og hefur þess vegna engin áhrif á það hvort hjóna vinnur fyrir tekjunum, eða hvernig þau skipta útivinnu með sér. 4. Samsköttun á svipaðan hátt og hér hefur rlkt. „Sú regla sem hér er lagt til með frumvarpinu," sagði Árni, „helmingaskiptareglan, hefur verið reynd I Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi um árabil. Sú kynjamismunun sem gildir er nú felld niður og koma hugtökin karl og kona ekki fyrir I frumvarpinu, heldur er ætlð rætt um menn. Hins vegar er gerður á þvf mun- ur, hvort um er að ræða einstakl- ing I hjúskap eða einhleyping. Skattahagræði vegna útivinnu beggja maka er I formi tvenns konar afsláttar frá skatti, heimil- isafsláttar og barnabótaauka. Eru báðir þessir afslættir miðaðir við útivinnutíma og ættu þvl að vaxa I hlutfalli við vaxandi tilkostnað við útivinnu, en ekki I hlutfalli við vaxandi tekjur eins og nú ger- ist. Af þessu leiðir að breytingin verður þeim hjónum óhagstæð þar sem konan vinnur fyrir til- tölulega háum tekjum utan heim- ilis, en aftur á móti hagstæð fyrir láglaunafólk, ef mörkin eru mið- uð við 1150 þús. kr. árstekjur eig- inkonu ef miðað er við tvö börn hjóna.“ Þau atriði sem Árni fjallaði um varða 5., 59. og 61.—65. gr. fram- kominna laga um Tijónaskatt og eignaaðild. Konan ekki sjálfstæð- ur persónuleiki Sólveig Ólafsdóttir formaður KRFl lýsti þvl yfir að það væri samhljóða álit stjórnar félagsins bænda. og starfshóps um skattamál, að stefna bæri að sérsköttun hjóna. Rakti hún afstöðuna: Það er samhljóða álit stjórnar og starfshóps, að stefna beri að sérsköttun einstaklinga. Sam- sköttun hjóna á rætur að rekja til vinnutilhögunar, þar sem karlinn aflaði tekna, en konan starfaði eingöngu innan veggja heimilis- ins. Með breyttum þjóðfélagshátt- um hefur staða heimilisins breytzt frá þvf að vera bæði fram- leiðslueining og neyzlueining I að vera eingöngu neyzlueining, þ.e.a.s. afla verður rekstrarfjár til að standa straum af aðkeyptum nauðsynjum. Samsköttun hjóna hefur valdið þvl, að gift kona, jafnvel þótt hún hafi eigin tekjur, hefur oróið um of háð bónda slnum. Skattalög hafa byggt á algerri forréttinda- stöðu karlsins og eiginkonan ver- ið skoðuð nánast sem hluti eigin- mannsins, en ekki sjálfstæður persónuleiki. Á unanförnum árum og áratug- um hefur markvisst verið unnið að þvl, að lagalegt jafnrétti kynj- anna verði að raunveruleika. Benda má á, að lög um réttindi og skyldur hjóna frá 1923 byggja á, að jafnræði sé með hjónum. Skattalöggjöfin hefur hins vegar alla tlð verið andstæð þeim grundvallarsjónarmiðum, sem þar koma fram, sjónarmiðum, sem endurspeglast hafa i yfirlýs- ingum Sameinuðu þjóðanna, stefnuskrám stjórnmálaflokka, samþykktum landsþinga laun- þegasamtaka og I lagasetningum á Alþingi. Að kynferði og hjúskaparstaða ráði hverjir séu skattþegnar, eins og núgildandi skattalög kveða á um, gengur augljóslega gegn framangreindum sjónarmiðum. Helmingaskiptareglan við skatt- lagningu hjóna, sem boðuð er I frumvarpi þvl, sem hér er til um- ræðu, og túlkuð hefur verið sem sérsköttun, er I raun samsköttun i nýju formi. Hjónin eiga að telja fram á sama framtalseyðublaði sbr. 87 gr. og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða tekjur af sér- atvinnu eða séreign. Álagða skatta á hjón skal birta I einu lagi I skattskrá og tilkynningar allar nægir að senda öðru hjóna, sbr. 97 gr. Loks bera hjón áfram óskipta ábyrgð á greiðslum skatta, sem á þau eru lagðir og getur inn- heimtumaður rlkissjóðs gengið að hvoru þeirra um sig til greiðslu á sköttum beggja, sbr. 108. gr. frv. Hver áhrif helmingaskipta- reglunnar munu verða, er sagt skýrum orðum i athugasemdum við frumvarpið. 1 kafla, sem ber heitið „Meginstefnuatriði frum- varpsins" segir svo I 2. tölulið: „Almennt sagt er þess að vænta, að hjón, þar sem eiginkonan starfar ekki utan heimilis, mundu hafa ávinning af þessari breyt- ingu.“ Tilvitnun lýkur. Varla er hægt að kveða skýrar að orði um meginstefnuatriði, það skal reynt að halda konunum heima. Hvaða áhrif mun þetta frum- varp hafa á vinnumarkaðinn og sókn kvenna til aukinnar mennt- unar og þá væntanlega bættra kjara? í frumvarpinu er gengið út frá ríkjandi ástandi, sem sé, að konur séu láglaunahópur. Það hefur verið reynt að sýna fram á, að sú tilhögun sem frumvarpið gerir ráð fyrir, komi ekki illa nið- ur á um 90% giftra kvenna, sem vinna utan heimilis. En þá er spurt: Er það forsvaranlegt að ganga út frá þvl við endurskoðun skattalaga, að konur séu og verði láglaunahópur og varavinnuafl I landinu? Eins og þetta frumvarp er úr garði gert, hvetur það ekki konur, sem aflað hafa sér ein- hverrar menntunar, til að nýta hana á vinnumarkaðinum og enn- fremur er hætta á að það letji ungar konur til að afla sér mennt- unar, ef skattalögum er á þann veg háttað, að það borgi sig að vinna ekki utan heimilis ef börn eru til staðar. Eins og ég gat um I upphafi er það einróma álit stjórnar og starfshóps Kvenréttindafélagsins að hér beri að taka upp sérskött- un einstaklinga. Ljóst er þó, að ekki er hægt að skattleggja alla, sem afla tekna, á sama hátt og einstaklingar eru nú skattlagðir. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til fjölskylduástæðna t.d. með möguleika á millifærslu ónýtts persónuafsláttar, eða fella per- sónuafslátt alveg niður og miða við skattfrjálsar lágmarkstekjur, síðan flatan skatt (brúttóskatt) og staðgreiðslukerfi skatta. Starfshópur og stjórn KRFl hefur ekki einskorðað sig við þetta frumvarp ogþær breytingar sem það gerir ráð fyrir, heldur reynt að gera sér ljóst að hvaða marki beri að vinna með það grundvallarsjónarmið fyrir aug- um, að jafnstaða karla og kvenna á Islandi verði að raunveruleika. Það er því álit stjórnar KRFÍ að þetta frumvarp beri að draga til baka og að fram fari raunsæ end- urskoðun á skattalögunum. Mætti við gi til fyrirmyndar. Þar var 9 manna nefnd, skipuð 4 körlum og 5 konum, fengin til þess að endur- skoða þann þátt skattalaganna, sem snýr að einstaklingum og heimilum og starfið tók tvö ár. íslenzka verkakonan ber minnst úr býtum Bjarnfríður Leósdóttir, vara- þingmaður og fulltrúi ASl á fund- inum, hóf mál sitt á þvl að minna á að skattabyrðin væri þung á fólki og margir kvörtuðu, enda oft þunn umslög launafólks þar sem um væri að ræða launaskatt sem lenti á launafólki en ekki atvinnu- rekendum. Bjarnfrfður lýsti þvl þó yfir, að erfitt væri að tala um slíkt frum- varp, sem væri margslungið að samsetningu og sannleikurinn væri sá, að fyrst þegar reynsla væri komin á slík kerfi væri hægt til fulls að sjá hvernig þau kæmu út. Þó taldi hún frumvarpið, sem er til umræðu, breyta litlu hjá láglaunafólki en miklu hjá há- tekjufólki. Þá vék Bjarnfrlður að ályktun ASl-þings um skattamál þar sem 4. liður ályktunarinnar segir: Hjón verði hvort um sig sjálfstæð- ir skattgreiðendur, en vannýttur frádráttur til skatta yfirfærist á maka. Starfi bæði utan heimilis, komi til sérstakur útivinnufrá- dráttur frá tekjum tækjulægri maka, og I 10. og síðasta lið álykt- unarinnar segir: Komið verði nú þegar á samtímagreiðslu skatta einstaklinga. Loku verði skotið fyrir það óréttlæti að snögg tekju- lækkun, sem vegna skertrar starfsorku eða aldurs komi harka- lega niður á þá sem fyrir slíku verða. Bjarnfrlður tók sem dæmi um vinnuálag á verkafólk I landinu til þess að hafa I sig og á eins og mál stæðu. Nefndi hún konu I frystihúsi á Akureyri sem hefði unnið á s.l. ári 400 klukkustundir I eftirvinnu og 645 stundir I næt- ur- og helgidagavinnu. „Þetta er þrælahald, en ekki fyrir frjálsar manneskjur," sagði Bjarnfríður,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.