Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 23. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hörð afstaða gegn íhaldssömum her- foringjum á Spáni Þessi mynd var tekin í borginni Buffalo í New York í gær og sýnir lögfræðing á leið í vinnu sína á skíðum en nær allar götur borgarinnar eru ófærar vegna snjóa. Madrid, 31. janúar. Reuter. YFIRVÖLD á Spáni tóku I dag harða afstöðu gegn fhaldssömum yfirmönnum hersins, sem hafa látið f ljós óánægju með hvernig stjórnin hefur haldið á málum f óeirðum undanfarinna vikna. Brezkur ráð- herra í þingræðu: Stöðugt minni líkur á samkomulagi við Island London, 31. janúar. AP. DAVID Owen, aðstoðar- utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í neðri málstofu þingsins í dag, að líkurnar á fiskveiði- samkomulagi milli ís- lands og EBE minnkuðu með hverjum deginum sem liði. Hann sagði að Bretar gætu ekki fallist á tillögur íslendinga um þorskkvóta nema þeir vissu hvað væri að ger- ast á íslandi. Hann skýrði ekki frekar hvað hann ætti við með þess- um ummælum. Owen sagði að lokum, að samn- ingarnir við íslendinga yrðu ræddir á fundi ut- anríkisráðherra EBE á fundi 8. febrúar nk. Heimildir f Madrid hermdu f dag, að Carlos Menendez foringja f spánska sjóhernum hefðu verið veittar opinberar ákúrur fyrir deilur, sem hann lenti f við Mella- do aðstoðarforsætisráðherra á laugardag. Kallaði foringinn, er Mellado var að reyna að þagga niður hópi mótmælenda gegn stjórninni: .Jleiður skiptir meira máli en reglur og aðhald.“ Margir lögreglumenn og þjóð- varnarliðsmenn tóku undir með hægrisinnuðum borgurum við út- för lögreglumannanna þriggja í fyrradag og hrópuðu á ríkisstjórn- ina að segja af sér og margir hrópuðu „Franco Franco" og „Meiri stjórn minna lýðræði". 1 Barcelona heyrðist kallað á götum Framhald á bls. 47 Veðrið ógnar efna- hagslegri endurreisn segja bandarískir hagfræðingar — Tugir manna létust af kulda um helgina New York og Washlngton, Reuter — AP. BANDARlSKIR hagfræð- ingar hafa varað við, að hið gifurlega kuldakast, sem gengið hefur yfir nær % hluta Bandarfkjanna und- anfarnar 6 vikur, ógni efnahagslegri endurreisn f landinu f kjölfar krepp- unnar 1974—75. Heim- skautaveðráttan, sem hrjáð hefur íbúa mið- vesturrfkjanna og fbúanna á A og NA-strönd landsins, hefur kostað 50—60 manns lífið sfðustu daga og 2 milljónir manna hafa misst atvinnu sfna. Þús- undir verksmiðja og iðn- fyrirtækja hafa neyðst til að loka vegna orkuskorts, sem stafar af því að mjög hefur gengið á birgðir af jarðgasi. RIKISSAKSÓKN- ARINN í PRAG: inda 77 Prag, Vín og Washington, 31. janúar. Reuter. RlKISSAKSÖKNARINN ( Tékkóslóvaklu sagði I dag, að yfirlýsingar og starfsemi samtak- anna „Mannréttindi 77“ í landinu væru brot á lögum og þeir sem slfka starfsemi stunduðu mættu eiga von á að verða sóttir til saka. Þetta kom fram f tilkynningu, sem Ceteka-fréttastofan f Prag sendi út. Þar sagði einnig að tveir af forystumönnum samtakanna, Jiri Hajek fyrrum utanrfkisráð- herra og Jan Patocka prófessor, hefðu verið kallaðir til viðtals á skrifstofu rfkissaksóknarans, þar sem þeir hefðu fengið opinbera viðvörun um að yfirlýsingar sam- takanna og andófsstarfsemi þeirra heima fyrir og erfendis væru brot á gildandi lögum f Tékkóslóvakfu. Þá sagði saksóknarinn, að yfir- lýsingarnar hefðu gefið erlendum miðstöðvum tilefni til að hefja mikla andkommúniska herferð og herferð gegn Tékkóslóvaklu. For- svarsmenn Mannréttinda 77 hefðu undir yfirskini varnarbar- áttu fyrir mannréttindum að yfir- lögðu ráðu mistúlkað sannleikann Starfsemi mannrétt- brot á landslögum um lífið I Tékkósióvakíu og gefið alranga mynd af ástandinu þar með hatursfullu slúðri. Stjórnmálafréttaritarar segja að greinilegt sé að talsmönnum samtakanna hefði nú verið til- kynnt opinberlega túlkun lag- anna og að frekari starfsemi myndi leiða til saksóknar. Ríkissaksöknarinn staðfesti í samtölum við tvimenningana, að skv. greinum 28 og 29 i stjórnar- skrá landsins væri borgurunum tryggt athafnafrelsi og réttur til að snúa sér til hins opinbera með kvartanir, einir sér, eða með samtökum, en slíkt frelsi er þeim skilyrðum bundið, að erindið þjóni hagsmunum samfélagsins og hins sósialiska rikis. Erlendir stjórnmálaréttaritarar sögðu i gær, að svo virtist sem herferð yfirvalda í Tékkóslóvakiu gegn andófsmönnum væri farin að hægjast, þar sem málið væri farið að hafa áhrif á stöðu lands- ins á alþjóðavettvangi. Sjónvarpið i Prag sagði í fréttum í gær, að stjórn landsins hefði aldrei haft í hyggju að reka nokkurn mann úr landi. Var hér greinilega átt við atburði sl. föstudag, er 6 forystu- Framhald á bls. 47 Carter Bandarikjaforseti, sem I gær fór i stutta heimsókn til Pitts- burg í Pennsylvaniufylki til að kynna sér ástandið, hefur sagt að í undirbúningi séu ýmsar ráðstaf- anir, sem muni koma illa við marga landsmenn ef ekki hlýni fljótlega. Carter hefur skorað á iðnfyrirtæki að taka upp 4 daga vinnuviku til að spara orku og einnig hefur forsetinn skorað á Bandarikjamenn að hafa ekki heitara en 18 gráður á celcius i ibúðum sinum. Svo kunni að fara að menn verði að láta sér nægja 10 gráður. I öldungadeildinni er nú verið að ræða frumvarp. sem kveður á um að birgðum af jarð- gasi skuli skipt milli fylkjanna, en nokkurn tíma mun taka að koma þvi frumvarpi I gegn. Orkumálasérfræðingar segja að orkukreppan sé nú að verða jafn- alvarleg og hún var i oliukrepp- unni og að framundan kunni að vera langvarandi orkuskortur. Ohio, Pennsylvania, Indiana, Illinois og New York eru meðal þeirra fylkja, sem verst hafa orðið úti af völdum veðursins. í Ohio er talið að 1 milljón manns hafi nú Framhald á bls. 47 Rhódesía: Ivor Richard gafet upp Vance varar Smith við Ivor Richard skoðar plantekru í Rhódesfu f vikunni. Washington, Lusaka og Salisbury, 31. janúar. Reuter. CYRUS Vance, ulanrfkisráðherra Bandarfkjanna, varaði f dag stjórn Ian Smiths f Rhódesfu við þvf að hún skyldi ekki gera sér nokkrar vonir um að Bandarfkja- stjórn myndi aðstoða hana við að koma f veg fyrir valdatöku blökkumanna f landinu. Vance sagði einnig að ákvörðun Smiths um að hafna tillögum Breta um vafdaskiptin skapaði nýja hættu f suðurhluta Afrfku. Hann sagði að Bandarfkjamenn styddu brezku tillöguna, þar sem gert var ráð fyrir að brezk sendinefnd gegndi mikilvægu hlutverki þau tvö ár, sem tæki að koma á stjórn Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.