Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 t . Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG KRISTJÁNSSON. Þrastargötu 4, lést á Landakotsspltala 30 janúar Karly Kristjónsdóttir Elvar Kristjónsson Kristján Kristjónsson t Maðurmn minn STEINDÓR STEINDÓRSSON, járnsmiður, Strandgötu 51, Akureyri, andaðist sunnudaginn 30 janúar Jarðarförin verður auglýst síðar Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. t Móðir okkar. PETRÍNA JÓNSDÓTTIR, Vogabraut 2, Akranesi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi laugardags 29. janúar Börnin. t Eigmmaður mmn og faðir okkar. KRISTINN ÁSTRÁÐUR JÓNSSON, Hjallabrekku 31, Kópavogi, andaðist á heimili sínu föstudaginn 28 janúar Jóna Jónasdóttir og börn. t Faðir okkar GUTTORMUR HERMANN VIGFÚSSON framreiðslumaður, Mjóuhlfð 2, lést 18. janúar Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2 febrúar kl 1 3 30 Alvin og Ingbert Guttormssynir. t Systir okkar GUOFINNA PÉTURSDÓTTIR Hringbraut 92 sem lést 24 janúar. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2 febrúar kl. 3 e h Elísberg Pétursson Kjartan Pétursson Jóhannes Pétursson t Þökkum fnnilega auðsýnda samúð við fráfall mannsins míns og föður mins KRISTFINNS ÓLAFSSONAR, Steinagerði 18, Reykjavík. Kristín Kjartansdóttir, Gunnlaugur Kristfinnsson. t Einlægar þakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför RÓSU HJÖRVAR, Læknum og öðru starfsfólki Landakotsspítala, sem hjúkruðu henni, meðan hún dvaldi í sjúkrahúsinu, færum viðsérstakar þakkir Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þókkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför tengdamóður minnar og ömmu okkar. SVEINBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR Efstasundi 91, Reykjavik. Hrafnhildur Jónsdóttir Einar MárÁrnason Vilhelm ÞórÁrnason, Jón Vignir Árnason. Ásgeir Árnason. Jón Hjörtur Finnbjarnarson prentari—Minning F. 15. sept. 1909. D. 22. jan. 1977. í dag er til moldar borinn Jón Hjörtur Finnbjarnarson prentari frá Isafirði. Foreldrar hans voru Finnbjörn Hermannsson, verzl- unarstjóri hjá Ásgeirsverzlun á isafirði, og Elísabet G. Jóelsdótt- ir. Heima á isafirði nam Jón Hjörtur prentiðn og vann sem handsetjari þegar hverjum staf var raðað f línu og síðar sem vél- setjari eftir að setjaravélin kom. Það atvikaðist svo að þegar Jón Hjörtur fluttist til Reykjavíkur settist ég við setjaravélina í Prentstofunni ísrún á isafirði og varð ég oft var við það, að enginn leikur var að setjast í sæti hans. Síðar lágu leiðir okkar saman I starfi í Prentsmiðjunni Eddu og minnist ég þeirra ára með miklu þakklæti. Jón Hjörtur var frábær fagmaður, fagurkeri og vandvirk- ur og hafði mikla kunnáttu um hirðingu og meðferð setjaravéla. Hann var óspar að miðla mér af þekkingu sinni og reynslu, sem ég hefi ætíð metið að verðleíkum. Þótt prentverkið hafi verið at- vinna Jóns Hjartar, kæmi mér ekki á óvart þótt söngurinn og öll sú sönggleði sem hann bjó yfir verði sá óbrotgjarni minnisvarði er hann reisti sér. Hann starfaði í Sunnukórnum á Isafirði, var ein- söngvari.kórsins um fjölda ára og söng einsöng við hin ýmsu tæki- færi. Ekki kann ég sem skyldi að gera þessu starfi í lífi Jóns Hjart- ar full skil, en mér fannst hann ætíð minnast með innilegri gleði þeirra stunda er hann söng með systur sinni, frú Margréti, en þau voru fádæma samrýnd systkini á söngbrautinni og sungu bæði á söngskemmtunum og í útvarpi. Jón Hjörtur var kvæntur góðri konu, Jensínu Sveinsdóttur úr Reykhólasveit. Fjölskylda min sendir frú Jensínu og börnum þeirra svo og systkinum Jóns Hjartar hugheilar samúðarkveðj- ur. Guðm. Benediktsson. + Maðurinn minn, PÁLL GUÐMUNDSSON Baugstöðum, andaðist sunnudaginn 30 janúar að Sjúkrahúsi Selfoss Elfn Jóhannsdóttir. Vinur minn, og um tlma kær samstarfsmaður í Edduprent- smiðju, Jón Hjörtur Finnbjarnar- son, varð bráðkvaddur laugardag- inn 22. janúar síðastliðinn, á 68. aldursári. Jón Hjörtur var fæddur á Isa- firði 15. sept. 1909. Foreldrar hans voru Elísabet G. Jóelsdóttir, síðast húsmanns að Vogalæk á Mýrum, en alin upp hjá Guðnýju Níelsdóttur og Guðna Jónssyni á Valshamri, og Finnbjörn verzlunarmaður á ísafirði bónda að Læk og Sæbóli í Aðalvik Sigurðssonar. — Jón Hjörtur hóf prentnám í Prentsmiðju Vestur- lands 1. marz 1926. Lauk námi 19. júli 1932. Að námi loknu vann hann í þeirri prentsmiðju um tíma og síðar í Prentstofunni Isrún, sem einnig var starfrækt á ísafirði. Hún var í eigu Jónasar Tómassonar tónskálds. Árið 1940 minntist Hið islenzka prentarafélag og Félag prent- smiðjueigenda ásamt Bókbindara- félaginu, 500 ára afmælis prent- listarfhnar í heiminum. Jafn- framt var og minnzt 400 ára afmælis prentlistarinnar á tslandi. Til Danmerkur fluttist prentlistin 1482, litlu siðar til Sviþjóðar. Hins vegar er talið, að sr. Jón Matthiasson, sem var sænskur, hafi komið með fyrstu prentsmiðjuna til Islands laust fyrir 1530, að tilhlutan Jóns biskups Arasonar eða sona hans. Til Noregs fluttist prentlistin ekki fyrr en á 17. öld. Þó hafði Noregur þá að minnsta kosti tífalt fleiri Ibúa en Island. — Þetta sýnir, að á voru landi hafa þá verið lærðir og framsýnir menn. Ritöld var að visu að nokkru haf- in, en í hugum vorra lærðustu manna hefur vafalaust örlað á því, sem meistari Hallbjörn Halldórsson prentari orðar svo: „Mál er hugrenningar, hugs- anir, búnar orðum, orð, birt í hljóðum, hljóð, geymd I bók- stöfum, menningararfur mennta- þjóðar." Til þess að geta komið hugs- unum sinum sem fljótast og bezt til almennings var nauðsynlegt að hefja prentsmiðjurekstur. Um áhrifin af prentsmiðjurekstri farast dr. Sigurði Nordal próf. orð á eftirfarandi hátt i grein, er hann ritaði í bókina Prentlistin 500 ára, sem Hið isl. prentara- félag gaf út sem handrit á kostnað Isafoldarprentsmiðju: „Ég er nefnilega alinn upp á miðöldum. Það er ekki nema steinsnar frá tímum Gutenbergs til íslenzks sveitabæjar um 1890, þegar ég lærði að stauta, i saman- burði við óraveginn frá þessufn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vmsemd við ancílát og útför föður okkar, tengdaföður afa og langafa, BRYNJÓLFS JÓHANNESSONAR, frá Hrísey Jórunn Brynjólfsdóttir, Haukur Þorsteinsson, Ásta Brynjólfsdóttir, Alfreð Kristjánsson, Sigtryggur Brynjólfsson, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Brynjólfsson, Helga Schiöth, Hallfrfður Brynjólfsdóttir, Markús Guðmundsson, Sóley Brynjólfsdóttir, Sigurður Pétursson, Fjóla Brynjólfsdóttir, Kári Eysteinsson, barnabörn og barnabarnaborn + Þökkum inmlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR S ERLENDSDÓTTUR, GrænuhllS 22. Haraldur Kristjánsson, Gunnar H. Valdimarsson, Anný Hermannsdóttir, Fanney Björnsdóttir, Marinella R. Haraldsdóttir. Jón Guðmundsson, Kristján E. Haraldsson. Erla Hjartardóttir, Þórður Haraldsson. Halla Þorvaldsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Guðfinna Sigurðardóttir. sveitabæ til stórborga nútímans — eða jafnvel til Reykjavikur á þessu herrans ári 1940.“ Það má með fullum rétti segja, að með tilkomu hins prentaða máls hafi þjóðirnar færzt nær hver annarri, heimurinn orðið minni og álfurnar færzt nær. Þetta varð enn skiljanlegra, þegar flugferðir hófust og menn gátu á fáum klukkutímum heimsótt bæði fjærliggjandi og nærliggj- andi þjóðir. Að þessu hníga um- mæli dr. Sigurðar Nordals próf. gagnvart uppfinningu Guten- bergs, með lausaletrið. Það var því ekki að undra þótt Jón Hjörtur veldi þessa leið mennta- brautarinnar. Ef til vill hefði hann frekar kosið að ganga götu sönglistarinnar. Vafalaust hefur honum þó verið ljóst, að fjárhags- lega yrði honum það ofviða. Hins vegar gekk hann snemma í Sunnukórinn á Isafirði, sem þá var undir stjórn Jónasar Tómas- sonar, og var ásamt systur sinni Margréti aðal einsöngvari kórsins um langt skeið. M.a. i söngferðum víða um landið, sem kórinn tókst á hendur á þeim árum, sem var ótvirætt töluvert átak við erfiðar samgöngur. II. „HEIM AÐ HÓLUM“ Hólaför prentara á 500 ára afmæli prentlistarinnar fór fram dagana 23.—25. júni 1940. Að þeirri för stóðu prentarar af Suður-, Vestur- og Norðurlandi, einnig bókbindarar og prent- smiðjueigendur. Samband var haft við skólastjórahjónin á Hólum, Kristján Karlsson og Sigrúnu Ingólfsdóttur, um það, hvort þau sæju sér fært að taka á móti hóp, sem mundi vart verða undir 200 manns. — Skólastjóri svaraði beiðninni játandi. Á tlma- bili virtist tvibent hvort af förinni gæti orðið, þar eð tsland var her- numið 10. maí um vorið. Það varð samt úr að halda förinni norður áfram eins og ákveðið hafði verið, með Hólamerkið I barminum, sem var þýzki örninn, klofinn. Slagur- inn var látinn standa um það, hvort hópurinn yrði stöðvaður af enskum hermönnum. En þeir + Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓNASÍNU RUNÓLFSDÓTTUR frá Jaðri Vestmannaeyjum. Fyrír hönd systkína og annarra vandamanna. Erlendur H. Eyjólfsson, Jónas Þ. Dagbjartsson. S. Helgason hf. STBINIOJA tlnholli 4 Slmar 26671 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.