Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 21
Örn Oskarsson — leikur með Kr næsta keppnistímabil ÖRNI'KR „KR að brjóta nýtt blað í sögu íslenzkrar laiattspymu," segir form. knattspymuráðs ÍBV ÞAÐ MUN vera frágengið að Örn Óskarsson knatt- spyrnumaður í Vest- Þróttur vann Fram og Valur Víking SEX leikir voru háðir i afmælismóti HKRR um helgina og meðal annars sigruðu Valsmenn lið Vikings með 27 mörkum gegn 25 i baráttuleik. Þá sigraði Þróttur lið Fram næsta auðveldlega, úrslitin urðu 30:22. Ármenningar áttu hins vegar i mestu efriðleikum með þriðju deildarlið Aftureldingar og munurinn á liðun um varð ekki nema 2 mörk í lokin, 22:20 fyrir Ármann. FH fór létt með Fylki 30:15, KR vann Stjörnuna 28:21 og Grótta sigraði Breiðablik 29:24. Landsliðsmenn félaganna eru ekki með i mótinu. mannaeyjum skipti um félag og gangi yfir í KR. Verður gengið formlega frá félagaskiptunum á næstunni og leikur Örn með sfnu nýja félagi í sum- ar. Hann hefur sem kunn- ugt er verið markhæsti leikmaður ÍBV undanfarin ár. Morgunblaðið ræddi I gær við Hermann Jónsson, fráfarandffor- mann knattspyrnuráðs ÍBV, um félagaskiptin. Hermann sagði: „Með þessum félagaskiptum er KR að brjóta nýtt blað f sögu íslenzkrar knattspyrnu og við Eyjamenn erum ekkert undrandi á þvi að örn skuli hafa látið freistazt af því sem i boði var.“ Þegar blaðamaður spurði Her- mann hvort hann ætti þarna við að KR væri að fara út I atvinnu- mennsku, svaraði Hermann: ,,Ég ætla ekki að upplýsa hvað um var samið milli Arnar og forráða- manna KR. Menn geta bara lagt saman tvo og tvo og fá þá væntan- lega rétt svar út úr orðum þinum að frarnan." Hörð átök í júdómótinu. Sigurður Jóhannsson dómari fylgist með að farið sé að settum reglum. FJARVERA ÞEIRRA STERKUSTU SKYGGÐIÁ AFMÆLISMÓT JSÍ ÞAR SEM nokkrir af sterkustu júdómönnum okkar voru forfall- aðir var ekki eins mikil reisn yfir fjórða afmælismóti Júdósam- bandsins á sunnudaginn eins og búast hefði mátt við. Þannig vant- aði þá Viðar Guðjohnsen, Svavar Carlsen og Benedikt Pálsson. Þeir júdómenn, sem mesta athygli vöktu um helgina, voru þeir Jón- as Jónasson, sem sigraði Halldór Guðbjörnsson í millivigtinni — einum flokki ofar en Halldór keppir venjulegast í, Jóhannes Haraldsson, sem nú keppti að nýju og sigraði i léttvigtinni, og siðast en ekki sizt Bjarni Friðriks- son, sem er mjög lofandi júdó- maður. Alls voru 40 þátttakendur i þessu móti og var keppt í 6 flokk- um. Taka júdómótin nú orðið það mikinn tima að full ástæða er fyrir forystumenn Júdósam- bandsins að taka upp einhverja skiptingu á meiri háttar mótum, til að mótin verði ekki eins lang- dregin fyrir áhorfendur. Fimm félög áttu þátttakendur á þessu móti og meðal annars mætti til mótsins stór hópur frá Reyni á ísafirði. CJrslit i einstökum flokkum urðu þessi: YFIRÞUNGAVIGT (yfir95 kg) Gfsii Þorsteinsson Á Kristmundur Baldursson UMFJ Hákon örn Halldórsson JFR LÉTTÞUNGAVIGT (78 —86 kg) Kári Jakobsson JFR LÉTTMILLIVIGT (60—65 kg) Jóhannes Haraldsson UMFG Bjarni Friðriksson A Gunnar Guðmundsson UMFK Finnur M. Finnsson Reyni Styrmir Sigurðsson A MILLIVIGT (71—78 kg) BANTAMVIGT (Undir 60 kg) Jónas Jónasson A Þórarinn ólafsson UMFK Halldór Guðbjörnsson JFR Rúnar Guðjónsson JFR Jón Kristjánsson Reyni Einar ólafsson Reyni Ólafur Jónsson skorar f landsleik við Pólverja. Hann átti góðan leik með Dankersenliðinu gegn sovézka liðinu MAI. r - Olafur átti góðan leik, en Axel Axelsson kom ekkert inn á VESTUR-þýzka liðið Dankersen sem þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með keppti við sovézka liðið MAI f Evrópu- bikarkeppni bikcrhafa nú um helgina. Fór leikurinn fram á heimavelli Dankersen f Minden og lauk með sigri heimamanna, 24—19, þannig að Dankersen ætti að eiga mjög góða möguleika á þvi að komast áfram f Evrópubik- arkeppninni að þessu sinni. Má ólfklegt teljast að liðið tapi með meira en 5 marka mun ( seinni leiknum sem verður f Moskvu 11. febrúar n.k., jafnvel þótt vitað sé að Sovétmenn eru alltaf erfiðir á heimavelli. Ólafur H. Jónsson átti mjög góð- an leik með Dankersen-liðinu á móti MAI, og skoraði hann þrjú mörk, auk þess sem hann var bezti maður liðsins i vörn, og hafði sérstaka gæzlu á hættu ieg- asta leikmanni sovézka liðsins, Vladimir Makimov. Axel Axelsson kom ekkert inn á i leiknum, og mun ástæðan hafa verið sú, að hann hefur ekki náð sér eftir þau meiðsli sem hann varð fyrir i landsleik íslands og Póllands á dögunum. Þau meiðsli munu þó ekki hafa verið alvarleg, og Axel mun geta beitt sér á fullu á æfingum með islenzka landslið- inu á næstunni. Spánverjar sigursælir í Frakklandsmótinu Spánverjar sem væntanlega verða mótherjar Islendinga f B-heimsmeistarakeppninni i handknattleik f vetur, hafa unnið tvo fyrstu leiki sfna f handknattleiksmóti þvf sem fram fer þessa dagana f Frakk- landi. Mættu þeir Frökkum f Nancy á laugardaginn og sigr- uðu 18—14, eftir að hafa haft eitt mark yfir f hálfleik 9—8. Leikur þessi þótti mjög góður, og sérstaklega af hálfu Spán- verjanna. Á sunnudag kepptu Spánverjar svo við Hollendinga og sigruðu 22—19 í hörkuleik. Komu Hollendingar á óvart en svo virðist sem landslið þeirra hafi tekið stórstfgum framför- um að undanförnu. Á laugardaginn fékk hof- fenzka liðið þó slæman skell er það mætti pólska landsliðinu, þvf hinu sama og keppti hér á dögunum. Sigruðu Pólverjar f leiknum 19—6. Á sunnudag urðu Pólverjar hins vegar að gera sér 20—20 jafntefli að góðu f leik sfnum við Frakka. Meðal þeirra sem fylgjast með leikjunum f Frakkfandi er fslenzki landsliðsþjálfarinn Janusz Cerwinski, og aflar hann þar örugglega dýrmætrar vitneskju um spánska liðið. Austur-Þjóðverjar sem leika með tslendingun. f riðli f B- keppninni voru einnig að keppa um helgina. Fengu þeir Svisslendinga f heimsókn og iéku við þá f Magdeburg á laugardaginn og Halle á sunnu- daginn. 1 leiknum f Magdeburg unnu Þjóðverjarnir sigur 24— 20, eftir að staðan hafði verið 13—9 þeim f vil f hálfleik. 1 seinni leiknum unnu Þjóð- verjarnir einnig sigur eftir mikinn baráttuleik, þar sem Svisslendingar höfðu lengi for- ystu. Var staðan f hálfleik 16— 15 fyrir Sviss, en Þjóðverjarnir náðu upp mjög góðum varnar- leik f seinni hálfleik og sigruðu 25—20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.