Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 var lokað í gær 30 afgreiðslustúlkur af 153 atvinnulausar MJÓKURSAMSALAN hætti I gær rekstri allra mjólkurbúða sinna fyrir utan þá sem er til húsa að Laugavegi 162, sem rekin verður áfram með sama sniði og verið hefur. Að sögn Guðlaugs- Björgvinssonar, framkvæmda- stjóra Mjólkursamsölunnar, voru mjólkurbúðirnar hinn 1. október sl. alls 66, en á föstudag var 12 búðum lokað og I gær var öðrum 42 lokað, 32 búðum í Reykjavfk, einni I Keflavlk, tveimur I Vest- mannaeyjum, 4 á Akranesi og tveimur á Snæfellsnesi, þannig að í dag verður aðeins þessi eina búð að Laugavegi áfram starfrækt. Að þvi er Guðlaugur sagði f samtali við Morgunblaðið í gær störfuðu alls 153 afgreiðslustúlk- ur í þessum búðum í byrjun októ- ber, en samkvæmt nýlegri könn- un kom í ljós að af þeim höfðu 86 stúlkur ráðið sig annað eða sagt upp störfum. Við athugun á at- vinnumöguleikum hinna 57 sem þá voru eftir hefur komið á dag- inn að Kaupmannasamtök Íslands telja sig geta ráðið 26—27 þeirra til vinnu þegar i stað, en þá eru enn eftir um 30 stúlkur sem ekki er útséð með vinnu fyrir á næst- unni. Hins vegar liggur fyrir yfir- lýsing frá Kaupmannasamtökun- um um að þær stúlkur skuli hafa forgang að störfum í verzlunum félagsmanna þeirra þetta árið. Þá barst Lífeyrissjóði Mjólkur- samsölunnar erindi stjórnar stéttarfélags afgreiðslustúlkn- anna um að greiðslum til þeirra yrði breitt í ljósi hinna nýju við- horfa, og að sögn Guðlaugs féllst stjórn Mjólkursamsölunnar á það fyrir sitt leyti að koma til móts við þetta erindi á þann hátt að elztu starfsstúlkunum á aldrinum 56—70 ára skyldi greiddur lifeyrisstyrkur þar til hinn eigin- legi lifeyrissjóður tæki við þeim þegar sjötugsaldri væri náð. INNLENT Laekkar verð mjólkur við lokun mjólk- urbúðanna? SEXMANNANEFND hefur sam- fara breytingum á fyrirkomulagi á dreifingu mjólkur og mjólkur- vara í smásölu ákveðið skiptingu á sölukostnaði milli heildsöluað- ila og smásöluaðila. Engar breyt- ingar verða á útsöluverði mjólkurvara af þessum sökum fyrst um sinn. Alagning kaup- manna, sem hingað til hafa selt mjólk i smásölu hefur verið mis- jöfn, en hefur nú verið ákveðin af sexmannanefnd 11.1% á heild- söluverð. Hliðstæð sölulaun til kaupmanna voru samkvæmt ákvörðun Mjólkursamsölunnar 13.2%. Heildsölukostnaður mjólkur hækkar sem svarar þess- ari lækkun en sexmannanefnd hefur óskað eftir þvf við Mjólkur- samsöluna að hún láti nefndinni I té upplýsingar um dreifingar- kostnað eftir breytinguna, fyrir næstu verðákvörðun á landbúnað- arvörum 1. marz n.k. og reynist heildsölukostnaður áætlaður of hár, er ætlunin að sá mismunur mæti að einhverju leyti þeim Framhald á bls. 47 Góð loðnuveiði síðasta sólarhring; 57 skip með 13000lestir GÓÐ loðnuveiði hefur verið undan Austfjörðum frá þvf 1 fyrrakvöld, er veður lægði eftir nokkurra daga hrælu hjá loðnu- skipunum. Þegar skipin byrjuðu að kasta í fyrrakvöld var loðnan um 40 mflur réttvisandi austur af Kambanesi og hefur loðnan þvi gengið hratt suður á bóginn sið- ustu fimm sólarhringana. Um kl. 22.30 i gærkvöldi höfðu 57 loðnu- skip tilkynnt um einhvern afla frá þvi kl. 20 i fyrrakvöld, samtals um 1300 lestir. Skipin fóru öll til Austfjarðahafna með aflann og eru allar þrær nú fullar þar. Fyrstu skipin lögðu af stað til Hafnar í Hornafirði með loðnu i gærkvöldi og upp úr kl. 22 voru 4 skip lögð af stað þangað. Gylfi Þórðarson, formaður loðnunefndar, sagði I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að senn lægi fyrir hjá skipunum að sigla með loðnuna alla leið til Vestmannaeyja, þ.e. ef veður spillti ekki veiði. Þá væri einnig hugsanlegt að einhver færu til Raufarhafnar, ef veður væri gott, en að undanförnu hefur hörð norðanátt komið i veg fyrir slíkt. Á tfmabilinu frá þvi kl. 20 i fyrrakvöld þar til kl. 06 i gær- morgun tilkynntu 35 loðnuskip um afla, samtals 7140 lestir, og I gærkvöldi höfðu 17 skip tilkynnt um afla, samtals 5100 lestir. Af þessum skipum hafði Guðmundur RE mestan afla, 770 lestir. Annars voru eftirtalin skip með 300 lestir eða meira: Loftur Bald- vinsson EA 400 lestir, Guðmundur Jónsson GK 420, Grindvfkingur GK 450, Börkur NK 450, Súlan EA 350, Ásberg RE 320, Eldborg GK 480, Árni Sig- urður AK 300, Guðmundur RE 770, Fifill GK 570, Albert GK 550, Kap 2. VE 500, Bjarni Ólafsson AK 480, Pétur Jónsson RE 400, Helga 2. RE 300, Jón Fipnsson GK 300 og Gunnar Jónsson VE 300. Samtök sem berjast gegn lokun mjólkurbúðanna gengust fyrir mótmælastöðu bæði fyrir utan Alþingishúsið og Mjólkursamsöluna í gær. Ljósm. Fiíðþjófur Víðtækt rafmagns- leysi á Austfjörðum RAFMAGNSTRUFLANIR halda áfram að hrjá Austfirðinga, að þvi er Albert Kemp, fréttaritari Mbl. simaði I gærkvöldi. Raf- magnslaust varð f fyrrakvöld við það að strengur I háspennuvirki bilaði f Stöðvarfirði og þar með varð Breiðdalsvfk rafmagnslaus frá þvf f fyrrakvöld þar til f gær- kvöld, svo og sveitin fyrir sunnan Nýr biskupsritari KIRKJUMÁLARÁÐHERRA, Ól- afur Jóhannesson, hefur að ósk hr. Sigurbjörns Einarssonar biskups sett sr. Magnús Guðjóns- son í embætti biskupsritara. Sr. Magnús er fimmtugur að aldri. Hann var um árabil sóknarprest- ur á Eyrarbakka. Fólkið bjargaðist naumlega áður en húsið varð alelda iBUÐARHtJSIÐ Bræðraborg f Garðinum á Suðurnesjum skemmdist mikið f eldsvoða, og heimilisfólkið bjargaðist naumlega úr húsinu áður en það varð alelda. Fólkið fékk aðkenningu reykeitrunar og var flutt f sjúkrahús en það mun ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Tilkynning barst um eldsvoð- ann litlu fyrir kl. 5 og þegar lögregla og slökkviliðið korn á staðinn stóðu logarnir út um glugga og útidyr. Tvær ibúðir eru í húsinu og bjuggu fimm manns í þeim hluta hússins er eldurinn kom upp i en tvennt í hinni íbúðinni. Sprenging mun hafa orðið fljótlega eftir að eldurinn kviknaði og vaknaði heimilisfólkið við hana f tima, og tókst að komast út. Sjónar- vottur telur að eldurinn hafi verið magnaðastur i kyndi- klefa, sem er nánast i miðju húsinu og hallast menn að þvf að eldurinn hafi átt upptök sín þar. Fáskrúðsfjörð, Breiðdalurinn all- ur og Beruf jarðarströnd. Tókst að gera við þessa bilun á Stöðvarfirði i gærdag en þegar hleypa átti á rafmagni frá Grims- árvirkjunarsvæðinu um Gagn- heiðarlfnu reyndist vera bilun þar, þannig að í gærkvöldi voru diselvélar á Fáskrúðsfirði keyrð- ar til rafmagnsframleiðslu fyrir Breiðdalsvik, en skömmtun höfð á Fáskrúðsfirði og loðnubræðsla þar þvi stöðvuð. Seint í gærkvöldi fékk Morgun- blaðið síðan þær fréttir að raf- magnstruflanirnar eystra væru enn víðtækari, þannig að Aust- firðirnir allir væru meira og BíÍIók ábát Akranesi, 31. janúar. ÞRÁTT fyrir öryggismálafundi og áskoranir um hægari og há- vaðaminni akstur, aka menn enn út af vegum og jafnvel hafnar- garðinum hér á Akranesi. Aðfaranótt sunnudags óku t.d. tveir ungir menn á ofsahraða nið- ur á hafnargarðinn, og misstu þar stjórn á ökutækinu. Fyrst lentu þeir á loðnuskiljara, sem skemmdist mikið, en af honum þeyttist billinn fram af hafnar- garðinum og lenti ofan á þilfari vs. Haralds, sem lá við garðinn. Bíllinn sem er stór amerískur Ford Torino, skemmdist mjög mikið, en ökumaðurinn og farþegi hans sluppu með skrámur og þyk- ir það ganga kraftaverki næst. Sjónarvottur sem fylgdist með ferð bilsins á hafnarbakkanum tilkynnti lögreglunni að þarna hefði orðið stórslys. — júiíus. minna rafmagnslausir, en sima- samband austur var af þessari ástæðu mjög erfitt, og tókst Morgunblaðinu ekki að fá þetta staðfest hjá viðkomandi aðilum á Egilsstöðum né frekari skýringar á orsökum þessa. Góður afli rækjubáta Hvammstanga, 31. janúar FJÓRIR bátar stunda nú rækju- veiðar héðan og er afli þeirra unninn hér á Hvammstanga. Láta mun nærri að helmingur þess veiðikvóta, sem Hvammstanga er úthlutað, hafi verið veiddur, en kvótinn er afls um 316 tonn. Gæftir hafa verið nokkuð góðar, og rækjan sem veiðist er ágæt. Ótíð hefur þó spillt veiðum nokk- uð nú sfðustu daga. Veruleg eftir- spurn er eftir rækjunni og selst hún jafnóðum að segja má. Þá landa hér tveir bátar að staðaldri, sem veiða fyrir Blönduóssverk- smiðjuna. — Kari. Frekari handtökur? ÞEGAR Morgunblaðið hafði sfð- ast fregnir f gærkvöldi, var bandarfski strokufanginn, Cristopher Barbar Smith, ennþá ófundinn. Morgunblaðið hafði spurnir af þvf f gærkvöldi, að handtökur hefðu átt sér stað vegna rannsóknarinnar á hvarfi strokufangans, en Howard Matsson, blaðafulltrúi varnarliðs- ins á Keflavfkurflugvelii, kvaðst ekkert geta um þetta mál sagt vegna herreglna, sem bönnuðu slfkt. Listdans í Þjóð- leikhúsinu 1 KVÖLD og annað kvöld verður endurtekin listdanssýning f Þjóð- leikhúsinu, sem var um mánaða- mótin nóvember — dcsember. Það var fyrsta sýning sem Natalja Konjus, hinn nýji ballettmeistari Þjóðleikhússins, stendur fyrir og nú er það annar sænskur bailett- dansari sem tekur þátt f sýning- unni, Nils-Ake Hággbom, en hann er annar aðaldansari Stokkhólms- óperunnar. Sýndur verður ballettinn Les Silfides í heild sinni og eru það meðlimir f tslenzka dansflokkn- um sem dansa ásamt Nils-Ake Hággbom. Auður Bjarnadóttir og Haggbom dansa tvö erfiðustu atriöin úr Svanavatninu eftir Tsjaikovski. Þá má nefna að sýnd verða atriði úr Gosbrunninum i Bakhcisarai, örn Guðmundsson og Ásdís Magnúsdóttir dansa nýj- an dans saminn af Natalja Konjus við tónlist eftir Spilvérk þjóð- anna, Styttur bæjarins. Sýningar þessar verða sem fyrr segir I kvöld og annað kvöld, 1. og 2. febrúar, í Þjóðleikhúsinu. 42 mjólkurbúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.