Morgunblaðið - 01.02.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 01.02.1977, Síða 5
Klukkan 22.05: „Þegar Fidel Castro sveik loforðið um viðtal” Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld er mjög athyglisverð mynd um ferð tveggja manna til Kúbu. Mynd þessi er alveg ný af nálinni og taldi þýðandi og þulur, Stefán Jökulsson, að hún hefði verið gerð siðastliðið vor. Höfuðpersónur myndarinnar eru Jeff Stirling, sem er kanadiskur og eigandi margra útvarps- og sjónvarpsstöðva I Kanada. Með honum eru kvik- myndamenn frá fyrirtæki, sem heitir The National Film Board. Svo og er fyrrverandi forsætisráð- herra Nýfundnalands, Joseph Smallwood. Hann hitti upphaf- lega Fidel Castro á Gander- flugvelli í Nýfundnalandi og æskti þess að fá viðtal við Castro um leið og gerð yrði heimilda- mynd um Kúbu. sem ALLIR hafa beöið eftir Fidel Castro lét biða árangurs- laust eftir sér. I erífullum gangi í3 verzlunum Joseph Smallwood er sósialisti og Castro veitti honu góðfúslega heimild til að koma til Kúbu og taka viðtal við sig um leið og gerð yrði heimildamynd um land og þjóð. En þegar þeir Stirling, Small- wood og fylgdarmenn koma til Kúbu virðist Castro hafa gleymt loforðinu um vjðtal og gengur þvi myndin út á árangurslausa bið þeirra félaga, sem ekki eru þó af baki dottnir og hefjast handa um gerð kynnismyndar um land og þjóð. Mest halda þeir til i höfuðborg- inni, Havanna, þar sem þeir heim- sækja geðsjúkrahús og ræða við sjúklinga, svo og heimsækja þeir skóla og ræða þar til dæmis við formann stúdentasamtaka. Einnig halda þeir út á lands- byggðina og kanna þar háttu fólks og liferni. Að sögn þýðanda myndarinnar virðist fólk þar, sem þeir taka tali, siður en svo óánægt. í myndinni koma fram tvö athyglisverð sjónarmið, sem fel- ast i umræðum Jeff Stirlings, sem er fulltrúi frjáls einkaframtaks og deilir hart á þjóðfélags- skipulag Kúbu og svo og forsætis- ráðherrans fyrrverandi, Josephs Smallwood, sem í alla staði reynir að réttlæta skipan mála þrátt fyrir svikin loforð Castros, sem ber við önnum, sérstaklega út af opinberri heimsókn Honeckers, forsætisráðherra Austur- Þýzkalands. Sögumaður i mynd- inni er einn af kvikmyndatöiAi- mönnunum frá The National Film Board. Að þvi er Stefán Jökulsson sagði, er myndin í alla staði mjög athyglisverð og lýsir ágætlega þeim breytingum, sem ferðalöng- unum finnst þeir verða varir við á eyjunni eftir að Fidei Castro komst til valda. QflmtímÍQ r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.