Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977
37
Anna Snorradóttir:
Reidhjólin og rómantíkin
EN hve ég hafði gaman af grein
Þórs Vigfússonar í Þjóðviljanum
þ. 12.1. um reiðhjólin!
Þetta voru sannarlega orð I
tíma töluð. Hljótum við ekki öll að
vera sammála um, að í höfuðborg-
inni séu allt of margir bílar? Og
hvernig skyldi standa á því, að
þeir sem skipuleggja allt fyrir
komandi tíma hugsa aldrei.um
hjólreiðafólk? Sjálf á ég margar
af mínum bestu minningum
sitjandi á hjóli og syngjandi af
gleði yfir lífinu og tilverunni.
Þessu trúa kannski fáir. En þann-
ig var, að ég hóf búskap i Kaup-
mannahöfn. Fyrstu þrjú árin
vorum við svo „blönk“, að bíll var
ekki í sjónmáli, en við gálum
keypt okkur reiðhjól á afborgun
og mikil var gleðin yfir þessum
fararskjótum. Innkaupaferðir
voru farnar með körfu framan á
hjólinu og maður kom glaður og
hress heim með varninginn. Eftir
að við fengum bil héldum við
samt áfram að hjóla og ekki
myndum vifJ hafa séð jafn marga
staði á Norður Sjálandi og raun
ber vitni um og ekki notið útivist-
ar í jafn rikum mæli, ef ekki hefði
verið á hjólum. Það var gott að
finna goluna, strjúka vangann,
þegar maður þaut áfram og stund-
um söng ég alla leið frá Lyngby til
Gentofte og margir sneru sér við
og hafa eflaust hugsað: Hún er
eitthvað skrýtin þessi! En ég hirti
ekki um það. Hér þekkti mig eng-
inn og það var gott — ef einhver
hafði löngun til að hneykslast á
þessari syngjandi innkaupa hús-
frreyju — þá var hún komin fram
hjá áður en varði og slapp alveg
við tóninn! Eflaust þætti okkur
spaugilegt að mæta konu með inn-
kaupatösku á förnum vegi og
syngjandi við raust. En svona eru
reiðhjólin, og ég er alveg sam-
amla Þór um það, að fólk yrði
geðbetra og hressara ef það
stundaði hjólreiðar, svo ekki sé
talað um allan sparnaðinn.
Ég flutti hjólið mitt með mér
heim og hafði mikil og fögur orð
um það, að ég ætlaði að hjóla I
Reykjavik. Hafa körfuna framan
á hjólinu og fara I búðir og kaupa
í matinn. En þegar á átti að herða
varð heldur lítið úr. Ég fór held
ég tvisvar eða þrisvar meðan ég
átti heima I Álfheimum en varð
svo hrædd um lif mitt, að hjólinu
góða var lagt eins og gömlum
togara og siðan selt fyrir „slikk“.
Eftir að ég fluttist i Laugarnes-
ið hef ég oft horft með hálfgerðri
öfund en þó meiri aðdáun á prest-
inn okkar, sr. Garðar Svavarsson,
á hjólinu sinu. Teinréttur og
spengilegur hefur hann hjólað
fram hjá á ýmsum götum og
strætum — einn með sjálfum sér
og sinu hjóli — og þá hefur mér
oft orðið hugsað til hjólreiðaferða
minna í Kaupmannahöfn.
Nú er bara hugsað um hrað-
brautir og bila. Hraðbrautir er
mjög vinsælt orð nú á tímum og
sumum eru þær heilagt mál.
Hraðbrautir með slaufum er þó
það sem koma skal og þvi fleiri
Framhald á bls. 33
Borðstofuborð
og stólar
,-r |
m
Nýjar sendingar
BRITANNIA
Ný gerð af borðstofusettum
í gömlum brezkum stíl.
4 gerðir af borðum og stólum.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A, sími 8611 7
V
Kaldsólun
„Jafnvel betra en nýtt”
Nú getum við boðið viðskipta-
vinum okkar nýja kaldsólningar
þjónustu.
Ath. okkar hagstæða verð
Verð t.d kaldsólun: á 1100x20 Kr. 29.030
m. sölusk á 1000 x 20 Kr. 26.670- m
solusk
Næst reynir þú
*
Kaldsólun
SOLNING HF
hjólbarðaverksmiðja,
hjólbarðaþjónusta,
Smiðjuvegi 32—34, simar
44880—43988.
Vandaðar útihurðir,
sem standast íslenska veðráttu er aöalsmerki okkar
Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval útihurða, einnig framleiðum vér
bílskúrs- og svalahurðir. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Hringið eða
skrifið og biðjið um myndalista
Sendisttil: Hurðaiðjan sf., Kársnesbraut 98, Kópavogi, Pósthólf 214.
Nafn: .............................................................
Heimilisfang: .....................................................
Hiinnebeck kerfismót og loftaundirsláttur — Byggingamáti nútímans
_______ ________ B. F. ÁRMANNSFELL, Funahöfða 19, s. 83307 — 83895.