Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 47
MOROIINBT AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 47 Þorrablót AA-manna í Eyjum: Þurfti ekki einu sinni að sópa gólf AA-samtökin f Vestmannaeyjum héldu ’árlegt þorrablót sltt fyrir skömmu í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja. Mikill veizlukostur var á borðum að vanda og fjöl- breytt skemmtiatriði, flest úr hendi heimamanna sjálfra. Var skemmtunin fjölsótt, hátt á þriðja hundrað manns og dunaði dans langt fram eftir nóttu við leik hinnar kunnu og vinsælu hijómsveitar Loga úr Eyjum. Meðal skemmtiatriða var söngur ýmissa aðila, fegurðarsamkeppni og fleira, en fegurðarsamkeppnin fór þannig fram að nokkrir AA- félagar dubbuðu sig upp f bað- strandarklæðnað samkvæmt nýj- ustu tfzku og liðu þannig um salinn við feikilegan fögnuð þorrablótsgesta. Fegurðardfsin sem sigraði vó 250 pund og fór létt með. Það sem var sérstætt við þessa fjölmennu skemmtun var m.a. það hve fólk skemmti sér feikn vel án dropa af áfengi og einnig það hvernig umgengnin var f Samkomuhúsinu, en það þurfti ekki einu sinni að sópa gólf salar- ins eftir þessa fjölmennu skemmtun. Þorlákshöfn: •• Onnur tilraun gerð til að fínnaheitt vatn Þorlákshöfn, 31. jan. NU er hafin hér öðru sinni borun eftir heitu vatni til hitaveitu fyrir Þorlákshöfn að Bakka f ölfusi. Unnið hefur verið með höggbor að forborun s.l. viku og nú er borinn Narfi frá Jarðborunum rfkisins kominn á staðinn, en hann kemur frá velheppnaðri borun fyrir hitaveitu á Hvamms- tanga. Áætlað er að bora niður á 1500 metra dýpi. Eins og menn rekur eflaust minni til var borað eftir heitu vatni fyrir Þorlákshöfn árið 1975 í landi Litla-Lands í ölfusi, sem er 6 km frá Þorlákshöfn. Þá var haf- in borun 31. mal það ár með risa- bornum Jötni, sem þá var nýkom- inn til landsins frá Texas, og var þetta fyrsta verk hans hér á landi. Borað var niður á rúma 2000 Unnar fiskvör- ur og harðfisk- ur hækka í verði RlKISSTJÓRNlN staðfesti á fundi f gær samþykkt verðlags- nefndar frá þvf f fyrri viku um verðhækkun á unnum fiskvörum og harðfiski. Fiskbollur hækka I smásölu um 12,5%. Heildós hækkar úr 272 krónum f 306 krónur og hálfdós úr 177 krónum I 197 krónur. Fisk- búðingur hækkar um 14,1%, heil- dós úr 389 krónum í 444 krónur og hálfdós úr 227 krónum f 259 krónur. Harðfiskur hækkar mismun- andi. Ysa hækkar i smásölu úr 265 krónum i 325 krónur, eða 22,6% en þorskur úr 265 krónum í 290 krónur eða9,4%. Þessar hækkanir stafa allar af hækkun almenns fiskverðs á dögunum. metra. Af þessu verki varð eng- inn árangur, öllum til sárra von- brigða, þvi mikill hiti virtist vera I holunni og reyndar vatn lika. Þá leitaði hreppsfélagið til nokkurra bænda I ölfusi um leyfi til að láta athuga möguleika á heitu vatni I löndum þeirra, sem þeir gerðu sfðan frumsamning um, er hljóðaði upp á miðað við 100 stiga heitt vatn fengi viðkom- andi landeigandi einn sekúndu- lftra til eigin þarfa eða greiðslu sem þvf svaraði. Við athugun kom i ljós að beztu skilyrðin voru f landi Hjalla, en þau næst beztu f landi Bakka, en það er lengri leið. En vegna erfið- leika á samningum við eiganda jarðarinnar Hjalla, sem vildi ganga lengra f hlunnindum sér til handa en aðgengilegt þótti og um var talað í upphafi, var horfið frá frekari tilraunum til samninga við hann, og samið við eiganda Bakka, sem eru 12 km frá Þor- lákshöfn. Er þá miðað við skemmstu leið. Menn vonast nú sannarlega eft- ir góðum árangri af þessari til- raun eftir undangengið þóf og vonbrigði f sambandi við hita- veitumál Þorlákshafnarbúa. —Ragnheiður. Listamannalaun — leiðrétting I FRÁSÖGN Morgunblaðsins sl. laugardag af úthlutun lista- mannalauna féll niður nafn Gunnars M. Magnúss úr efri flokki. Leiðréttist þetta hér með. — Starfsemin brot á lands- lögunum Framhald af bls. 1. mönnum andófsmanna var gefinn kostur á að fara f útlegð til Austurrfkis, en allir höfnuðu boðinu. Sex menningarnir voru auk Hajeks og Patocka, Milan Huebl, Pavel Kohout Ludvik Vaculik og Frantisek Kriegel. 1 Prag er litið á 'akvörðun norsku stjórnarinnar um að draga til baka boðið til Barakc viðskiptaráðherra um að koma til Óslóar sem mikið áfall fyrir tékkóslóvakísku stjórnina, en Barake átti að koma til Noregs f dag til að undirrita viðskipta- samning. Diplómatar f Prag hafa lýst áhyggjum sfnum yfir að endur- uppbyggingarþróunin í landinu eftir innrás Sovétrfkjanna 1968 kunni að verða fyrir miklu áfalli ef yfirvöld um tekst ekki að finna viðunandi lausn á þessu mannréttindamáli. Bruno Kreiski kannslari Austurrfkis sagði f dag, að hann vænti þess að kommúnistaflokkar f V-Evrópu lýstu yfir stuðningi sfnum við mannréttindabaráttuna f Tékkóslóvakfu. Kreisky lét svo ummælt, er hann kom aftur heim frá Stokkhólmi, þar sem hann ræddi við þá Olof Palme, formann sænska jafnaðarmannaflokksins, og Willy Brandt, formann V- þýzka jafnaðarmannaflokksins, en hann og Brandt heimsóttu Palme f tilefni fimmtugsafmælis hans f gær. Kreisky var að þvf spurður hvort þeir þrfr hefðu samið einhverja áætlun um aðstoð, en hann sagði að það væri sfn skoðun að kommuNistar I V- Evrópu ættu að styðja andófs- mennina. — Lækkar verð Framhald af bls. 2 hækkunum, sem eiga að verða á mjólkurvörum 1. marz n.k. Gunnar Guðbjartsson, einn full- trúa bænda í sexmannanefnd, sagði að nefndin hefði talið rétt að lækka nokkuð álagningarpró- sentuna f smásölu, þvf auk þess, sem kaupmenn fengju aukná veltu við sölu á mjólkurvörum, fengju þeir til sölu þær brauðvör- ur og sælgæti, sem áður hefðu verið seldar f verslunum Mjólkur- samsölunnar, en á árinu 1975 gaf sala á brauðvörum og sælgæti 90 aura f tekjur á hvern innveginn mjólkurlítra og áætlað væri að þessar tekjur yrðu 1.20 krónur á hvern lftra 1976. Gunnar sagði, að talið hefði verið réttlátt að hækka nokkuð heildsölukostnað, þvf Mjólkursamsalan yrði að taka á sig hærri kostnað við dreifingu, þvf opnunartfmi verslana væri annar en verið hefði hjá mjólkur- búðunum. Geir Þorsteinsson, einn fulltrúa neytenda í sexmannanefnd, sagði, að heildsölukostnaðurinn væri f raun þáttur, sem ætti eftir að reyna endanlega á hvað yrði mik- ill og hefði f þvf sambandi verið óskað eftir gögnum frá Mjólkur- samsölunni. — Ef það sýnir sig að kostnaður Mjólkursamsölunn- ar við að dreifa mjólkinni til smá- söluaðila er minni en við áætlum við þessa verðákvörðun nú, getum við lækkað heildsölukostnaðinn og verður þá sá mismunur notað- ur til að greiða niður þá hækkun, sem verður á mjólkurvörum 1. marz n.k., sagði Geir. — Iscargo Framhald af bls. 48 Islands og Bandarfkjanna en með ofangreindum takmörkunum, og var þannig tekið tillit til mótmæla Pan American. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir þvf að Iscargo hafi áfrýjað þessum úrskurði. Telja forráða- menn félagsins óeðlilegt að Iscargo eitt skuli háð takmörkun- um, sem ekki ná yfir önnur erlend flugfélög, sem fljúga frá Evrópu til Bandaríkjanna. — Snjóflóða- hætta . . . Framhald af bls. 48 skemmunnar sem svo er nefnd, og stökk fram af þakinu í snjóskafl fyrir neðan, að snjóhengja af þak- inu féll ofan á hann, sem að hann grófst 2—3 metra undir snjófargi. Von bráðar dreif þó fullorðna menn að og tókst þeim að grafa drenginn upp á skömmum tíma. Annar drengur varð fyrir þvf óhappi er hann stökk á sama hátt að lenda á girðingarstólpa á kafi í snjó, svo að hann skaddaðist nokkuð á fæti. Báðir piltarnir voru fluttir f sjúkrahús. — Matthias. — Nýtt hassmál Framhald af bls. 48 stólinn, sagði f gær, að mennirnir væru grunaðir um ffkniefnameð- höndlun, en meira væri ekki hægt að segja að sinni, þar sem málið væri á frumstigi. Nú sitja inni samtals fjórir menn vegna þriggja fikniefna- mála. Auk fyrrnefnda málsins stendur enn yfir rannsókn ffkni- efnamálsins mikla, og situr einn maður f gæzluvarðhaldi vegna þeirrar rannsóknar. Þá situr einn- ig maður f gæzluvarðhaldi vegna fikniefnamáls, sem uppvfst varð um fyrir nokkrum dögum. Var þar um að ræða nýlegan innflutn- ing á fíkniefnum frá Evrópu. — Sænska sjón- varpið kaupir . . . Framhald af bls. 48 mæðir á Guðrúnu Asmundsdóttur og Steindóri Hjörleifssyni og auk þess koma fram Róbert Arnfinns- son, Pétur Einarsson, Guðrún Stephensen Sigrún Björnsdóttir og Þóra Borg. Auk þess er að geta 18 ára stúlku Þóru Sigurþórsdóttur, sem fæst þarna I fyrsta sinn við leik, og mun framlag þessarar óreyndu stúlku koma ýmsum á óvart er marka má orð þeirra, sem séð hafa kafla úr myndinni. „Við vor- um að svipast um eftir filmfsku andliti f eitt hlutverkið f mynd- ina,“ sagði Reynir þegar hann var spurður hvar hann hefði fundið Þóru, „og fundum hana þar sem hún sat á búðarborði f einni tfzku- verzluninni." Alls koma milli tíu og tuttugu leikarar fram f mynd- inni. Undanfarið hefur Reynir unnið að lokafrágangi myndarinnar í Svíþjóð, og um tildrög þess að sænska sjónvarpið falaðist eftir þvf að fá frumsýningarréttinn á myndinni ytra sagði Reynir að honum hefði verið ráðlagt við reynslusýningu á myndinni að bjóða til hennar forstjóra sænsks kvikmyndafyrirtækis og yfir- manni kvikmyndadeildar sænska sjónvarpsins. Báðir hefðu þeir lýst yfir ánægju sinni með mynd- ina, og sfðan hefði sænska sjón- varpið gert honum tilboð um að kaupa frumsýningarréttinn á myndinni. Reynir kvað kunnuga hafa tjáð sér, að það væri mun meira virði að fá myndina sýnda f sjónvarpi f Svfþjóð heldur en tekna til sýninga í kvikmyndahús- um þar, þvf að ætlunin væri að sýna Morðsögu á mánudagskvöldi en sá væri háttur sænska sjón- varpsins að sýna þau kvöld ýmsar athyglisverðar kvikmyndir undir sérstökum hætti og nyti þessi dag- skrárliður töluverðra vinsælda. Sjálfur kvaðst Reynir ánægður með samning sinn við sænska sjónvarpið, þvf að það greiddi honum hæsta taxta fyrir erlendar kvikmyndir. Um efni Morðsögu vill Reynir ekki fjölyrða mjög á þessari stundu. Hann segir erfitt að setja á myndina tiltekinn stimpill til skilgreiningar en einna helzt falli hún þó undir það að vera eins konar sálfræðilegur þriller. Reyn- ir hyggst sýna myndina f tveimur kvikmyndahúsum hér í Reykjavfk samtfmis og hugsanlega einnig á Akureyri. — Hörð afstaða gegn herfor- ingjum á Spáni Framhald af bls. 1. úti í dag, „Herinn taki völdin." „Stjórnin segi af sér,“ föðurland- ið er ekki til sölu.“ Juan Carlos konungur heim- sótti í dag brynvagnaherdeild fyr- ir utan Madrid, sem er sögð bezt búna herdeildin f spánska hern- um. Meðan Franco lifði var þessi deild talin sú deild, sem Franco myndi kalla sér til aðstoðar, ef byltingartilraun yrði gerð. Stjórn- málafréttaritarar benda á að þótt engin sérstök ástæða kunni að hafa verið fyrir heimsókn kon- ungs f dag megi túlka hana sem lítt dulbúna viðvörun. Konungur, sem er hermaður að mennt, er sterkasta aflið bak við lýðræðis- þróunina, sem miðar að því að koma á borgaralegri stjórn með lýðræðislegum þingkostningum og að herinn hætti öllum stjórn- málaafskiptum. 1 dag var byrjað að sleppa úr haldi hluta af þeim 200 vinstri- mönnum, sem handteknir voru um helgina f kjölfar óeirðanna f vikunni, sem kostuðu 10 manns lffið. M.a. þeirra, sem sleppt var, J var „rauða hertogaynjan“, Sidonia hertogaynja af Medina, sem handtekin var ásamt syni sfn- um og einkaritara f Baskahéruð- unum á N-Spáni. Sem kunnugt er veitti rfkisstjórnin öryggissveit- um aukin völd til að handtaka fólk og gera húsrannsóknir án sérstaks leyfis dómstóla. Var það liður'f aðgerðum til að reyna að stemma stigu við ofbeldisverkum. Hefur rfkisstjórnin endurtekið daglega þá yfirlýsingu, að hún muni ekkert láta koma f veg fyrir að stefna hennar f lýðræðisátt á Spáni nái fram að ganga. Afram- haldandi spenna rfkir í landinu og eru öryggisverðir við fjölda bygginga í borgum landsins. — Veðrið ógnar efnahagslegri endurreisn Framhald af bls. 1. misst atvinnu sfna, einkum í verk- smiðjum, sem framleiða hluti fyr- ir bifreiðaverksmiðjurnar i Detroit og hefur risafyrirtækið General Motors þegar orðið af 40 þúsund bíla framleiðslu að sögn forstjóra þess. Frostið i þessum fylkjum fór niður f 35 gráður á celcíus sam- fara miklum vindhraða og snjó- komu. Fjöldi manna var tepptur f bifreiðum sinum á vegum úti og að minnsta kosti 8 manns frusu f hel, er bifreiðar þeirra urðu elds- neytislausar. öllum skólum f Pennsylvanfu er lokað og borgin Buffalo í New York var nær löm- uð eftir mikla stórhríð. 4500 heimili eru rafmagnslaus vegna slitinna rafmagnslfna og lögreglu- og þjóðvarnarlið aðstoðar borgar- ana. í New York borg var skrúfað fyrir gas til 400 stórra fyrirtækja og 2000 skólum var lokað. í Ohio skýrði landbúnaðarráðherra fylk- isins frá þvf að bændur þar helltu nú niður 1 milljón lítra af mjólk daglega, þvf að þeir kæmu henni ekki frá sér og hefðu engar geymslur. Verð á grænmeti hefur hækkað mjög undanfarna daga vegna skemmda á uppskeru í Flórfda og sama er að segja um ávexti. Verstu fréttirnar, sem Banda- ríkjamenn fengu í dag, voru þó þær, að veðurfræðingar gerðu ekkert ráð fyrir að draga myndi úr veðrinu f febrúar. — Richard gafst upp Framhald af bls. 1. blökkumanna. Vance sagði að hugmynd Smiths um innanrfkis- samkomulag við þjóðernis- sinnaða blökkumannaleiðtoga um valdaskipti væri ekki raunhæf, allir leiðtogar þjóðernissinna yrðu að taka þátt f samningum um valdaskipti, annars væri ekki hægt að finna friðsamlega lausn á vandamálum Rhódesfu. Ummæli bandarfska utanríkis- ráðherrans komu á sama tfma og Ivor Richard, samningamaður Breta f Rhódesíumálinu, var að binda endi á mánaðarferð sfna um Afrfku f tilraunum til að kom- ast að samkomulagi. Lýkur þeirri för án árangurs og ekkert liggur fyrir, sem bendir á leiðir til að koma samningaviðræðum af stað á ný. Heimildir f föruneyti Richards herma að aðeins aukin þátttaka Bandarfkjanna í friðar- umleitunum og aukinn þrýst- ingur frá stjórn S-Afrfku geti komið viðræðum á stað aftur. Hermdu heimildirnar að Richard væri svartsýnn á skjóta lausn vandamálsins og áhyggjufullur út af auknum hernaðaraðgerðum skæruliða. í tilkynningu frá Rhódesfuher f dag sagði, að skæruliðasveitir þjóðernissinna hefðu rænt 400 skólabörnum úr trúboðsskólum í Rhódesfu á aldrinum 14—19 ára farið með þau yfir landamærin til Botswana, þar sem þau verði þjálfuð til hernaðar gegn Rhódesfustjórn. Þá var einnig sagt að skæruliðarnir hefðu stolið 13000 sterlingspundum úr sjóðum trúboðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.