Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 19 AIMAGI Stjórnarfrumv.: Þroska- þjálfa- skóli íslands 1 GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breyt- ingu á lögum um fávita- stofnanir. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvf að rfkið starfræki Þroskaþjáifaskóia tslands, en hlutverk skólans er að mennta fólk til að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun þroska- heftra. Skólastjóri skal hafa lokið háskólaprófi frá viður- kenndum háskóla. Hann skal hafa staðgóða þekkingu á upp- eldi og umönnun fólks með sérþarfir. Um stjórn skólans, starfslið, námstfma, námsefni, inntökuskilyrði og annað, er varðar starfsemi hans, skal ákveðið f regiugerð. Þroskaþjálfaskólinn hefur ver- ið starfræktur f 5 ár (skv. 15 gr. 1. nr. 53/1967). Skólinn hef- ur verið starfræktur við aðal- fávitahæli ríkisins, m.a. af þeim sökum, að þar gafst nem- endum kostur á að umgangast stóran hóp vangefinna einstak- linga á ýmsum stigum. For- stöðumaður hælisins var jafn- fram skólastjóri. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a. að verkefni hælisins hafi vaxið mjög á undanförnum árum, samhliða þvi að skólinn hafi vaxið ört, og þvf sé talið eðlilegt, að bæði forstöðumannsstarfið og skóla- stjórastarfið sé metið fullt starf, hvort fyrir sig. Frumvarp til breytinga í tollskrá Albert Guðmundsson (S) hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tollskrá o.fl. Aðalefni frumvarpsins er að innflutningstollar falli niður af palstefni(„plastpallettum“), sem notaðar eru f fiskiðnaði. t greinargerð með frumvarpinu segir: „Hinn 20. marz 1970 tók gildi ný reglugerð um eftirlit og mat á ferskum fiski. t þeirri reglugerö er óvarið tré bannað til notkunar ef það kemst í snertingu við fisk. Þetta bann hefur þó ekki náð til trépalla sem hingað til hafa verið notaðir í fiskiðnaðinum til upp- röðunar og hreyfingar á fisk- afurðum, ef um beina snertingu hefur ekki verið að ræða. Hins vegar hefur það verið stefna Framleiðslueftirlits sjávarafurða að losna við tré úr fiskvinnslunni og ýta á að önnur efni verði not- uð. Til þessa hafa pallar úr plasti ekki verið fáanlegir, en nú er það breytt og „plastpallettur" fáan- legar frá norskum, sænskum og vestur-þýzkum framleiðendum. Hafa ýmis fyrirtæki í fiskiðnað- inum hug á þvi að hagnýta þessa framför, en núverandi tollur á þessari vöru, 70% útilokar það. Hér er því lagt til að þessari vöru verði fundinn tollflokkur og toll- ur felldur niður. Þessi-tillaga hef- ur engin áhrif á tolltekjur rikis- sjóðs." Mondale Mondale snýr heim eftir árangursríkar og gagnlegar vidrædur Tókló, 31. janúar. Reuter—AP. WALTER Mondale, varaforseti Bandarfkjanna, fullvissaði jap- anska ráðamenn I viðræðum i dag, að Bandarfkjamenn myndu sjá til þess að engin mál myndu koma þeim i opna skjöldu framar og að þeir myndu ráðgast við Jap- ani um öll sameiginleg hags- munamál. Mondale sagði á fundi með fréttamönnum í kvöld að loknum fundi með Takeu Fukuda forsætisráðherra, að víðræður þeirra hefðu verið mjög gagnleg- ar og árangursríkar. Japanir eru enn bitrir yfir ýms- um ákvörðunum, sem Nixon fyrr- verandi forseti tók í byrjun þessa áratugar, efnahagslegar og diplómatiskar, er snertu Japan, án þess að ráðgast við japanska ráðamenn. Mondale fullvissaði Japani um það f ræðu, sem hann hélt f kvöldverðarveizlu, að slikt myndi ekki endurtaka sig og Bandarikjamenn myndu ráðgast við Japani áður en þeir tækju ákvarðanir, þ.ám. varðandi sættir við fyrrum fjandmenn Banda- ríkjanna. Embættismenn í föruneyti Mondales sögðu að þessi ummælu væru til að leggja áherzlu á stefnu Carters um að koma á eðlilegum samskiptum við Kina og Vietnam. Mondale sagði fréttamönnum að meðal mála, sem hann hefði rætt við Fukuda, hefðu verið efnahagsástandið í heiminum, að- gerðir Bandaríkjamanna og Jap- ana til að hleypa nýju lífi f efna- hagslif landanna til að örva al- þjóðleg viðskipti, timasetningu fyrir toppfund iðnaðarrikja og leiðir til að hraða alþjóðlegu við- skiptaumræðunum í Genf. Þá kom fram, að Japanir hafa ekkert á móti þvi að toppfundir leiðtoga iðnaðarrikjanna verði haldinn í London, en aðeins lagt áherzlu á að slíkur fundur yrði vel undirbú- inn. Þeir Mondale og Fukuda halda viðræðum sinum áfram á morgun, áður en varaforsetinn heldur aft- ur til Washington. Til Japans kom Mondale frá tslandi, þar sem þota hans millilenti til að taka elds- neyti á leiðinni frá Paris. Sagði Mondale að ástæðan fyrir þvi að flogið var um ísland og yfir Norðurpólinn til Japans, I stað þess að taka styttri leiðina yfir Sovétrikin, hefði verið sú, að bandariska leyniþjónustan leyfði ekki að vélin lenti til eldsneytis- töku nema þar sem bandariskar herstöðvar væru. Brezkir gestir Amins nauðlentu á eyðisvæði Nairobi, 31. janúar. Reuter. ÁTJÁN brezkir gestir Idi Amins forseta biðu I dag eftir björgunar- þyrlum á afskekktu svæði i Uganda þar sem flugvél þeirra nauðlenti vegna veðurs. Flugmaðurinn tilkynnti flug- turninum f Nairobi að engan Bretanna hafði sakað og að þeir hefðu ekki orðið fyrir ónæði frá ljónum og öðrum villidýrum sem hafast við á þessu svæði eða vopnuðum veiðimönnum. Bretarnir voru gestir Amins við Réð hik í Washington úrslitunum í Angola? london, 31. janúar. Reuter. BREZKA blaðið Sunday Telegraph segir að stuðningsmenn kommún- ista hafi aðallega sigrað í borgarastríðinu í Angóla vegna þess að Bandaríkja- menn hafi misst kjarkinn. Bandarikjamenn og hófsamir blökkumannaleiðtogar grát- bændu Suður-Afríkumenn að senda herlið inn í Angóla og að- eins munaði hársbreidd að þeir tryggðu andkommúnistum alger- an sigur, segir blaðið. Greinin er eftir Robert Moss sem segir að í henni sé i fyrsta skipti skýrt nákvæmlega frá því sem gerðist í Angóla. Hann vitnar i áreiðanlegar heimildir I nokkr- um vestrænum ríkjum. Hann segir að Rússar hafi sam- þykkt að standa straum af kostn- aði við ihlutun Kúbumanna i stríðinu og lofað þvi á laun að gripa til beinnar ihlutunar sjálfir ef til bandariskrar íhlutunar kæmi. Moss lýsir sig sammála þeirri skoðun að það hafi verið Kúbu- mönnum hvatning til að gripa til Ihlutunarinnar að litið var svo á að Bandaríkjamenn væri I engri aðstöðu til að bregðast hart við henni eftir ósigur inn í Vietnam, Watergate-hneykslið og herferð- ina gegn CIA. Auk þess, segir Moss að Kúbu- menn hafi talið vist að Rússar mundu tryggja að ihlutunin mis- heppnaðist ekki ef þeir lentu I erfiðleikum. hátiðahöld i siðustu viku á sex ára afmæli valdatöku hans. Siðan var þeim boðið i flugferð yfir veiði- svæði Uganda, en flugmaðurinn varð að nauðlenda þar sem hann fann ekki flugbraut sem hann átti að lenda á og eldsneytið var á þrotum. Flugvélin er af gerðinni De Havilland Twin Otter. Fjarskipti við vélina hafa gengið illa vegna veðurs og i kvöld höðfu enn ekki borizt fregnir um hvort þyrlurnar sem voru sendar til að bjarga Bretunum hefðu fundið flug- vélina. Meðal Bretanna voru Judith greifynja af Listowel sem samdi bók um Amin 1973 þar sem segir að hans geti beðið mikilvægt hlut- verk i málum Afriku og tveir skozkir sekkjapipuleikarar, Willie Cochrane og Alec Mc- Laughlin, sem léku á byltingaraf- mælinu. Amin er sérstakur aðdá- andi Skota og sekkjapípuhljóm- listar [TEIVTE] HÚSGAGNAHJÓL - VAGNHJÓL Eigum jafnan fyrirliggjandi mikið úrval hjóla undir húsgögn og vagna, hvers konar, bceði til heimilis- og iðnaðamota. Einnig getum við út- vegað með stuttum fyrirvara hjól til sérhcefðra nota, svo sem til efna- iðnaðar o.fl. Stcerzta sérverzlun landsins með vagnhjól. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.