Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Heimsókn Mondales Walter Mondale, vara- forseti Bandaríkjanna hefur að undanförnu verið í fyrstu ferð, sem banda- rískur valdamaður tekst á hendur til annarra landa frá þvi að stjórnarskiptin urðu í Bandaríkjunum. I ferð þessari hefur hann heimsótt helztu Evrópu- þjóðir auk Japans til þess að gera leiðtogum þessara ríkja grein fyrir stefnu hinnar nýju stjórnar í al- þjóðamálum og þó ekki síð- ur efnahagsmálum. Þegar Mondale lagði uþp í för þessa var ekki fyrirhugað, að hann kæmi við á íslandi en nú hefur orðið af því og undirstrikar það vilja hinn- ar nýju stjórnar Carters, forseta, til þess að eiga góð samskipti við íslendinga með sama hætti og fyrri stjórnir vestan hafs. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, átti viðræður við varaforsetann á Keflavík- urflutvelli. í þeim viðræð- um skýrði Mondale viðhorf hinnar nýju stjórnar Bandaríkjanna til alþjóða- mála og þ.ám. til samstarfs- ins innan Atlantshafs- bandalagsins. Þá ræddu forsætisráðherra og vara- forsetinn einnig um mál sem ísland varðar sérstak- lega svo sem varnarsam- starf ríkjanna, fiskveiði- mál o.fl. Horfur í efnahags- málum voru ræddar og önnur mál bar á góma. Það kom berlega í ljós í þessum viðræðum, að hinn banda- ríski varaforseti var vel kunnugur öllu því sem máli skiptir í samvinnu ís- lands og Bandaríkjanna. Skoðanaskipti af þessu tagi eru mikilvæg fyrir okkur íslendinga. Þau þýða, að hinir æðstu valdamenn i Bandaríkjunum þekkja af eigin raun þau málefni, sem miklu skipta fyrir íá- land og á undangengnum árum og áratugum hefur slík vitneskja og þekking aftur og aftur komið okkur að miklu gagni. Bandaríkin eru stærsti og þýðingarmesti útflutn- ingamarkaður okkar. Verð- sveiflur á þessum markaði hafa tvivegis á einum ára- tug haft afdrifarík áhrif á afkomu þjóðarinnar. Þegar af þessari ástæðu skiptir það miklu máli fyrir okkur íslendinga að eiga náin og góð samskipti við Banda- ríkin. En fleira kemur til en útflutningsmarkaður fyrir fiskafurðir. Bandarík- in hafa einnig sérstaka þýðingu í samgöngumálum okkar, þar sem sérstaða Flugleiða þar, sem haldizt hefur óbreytt um áraraðir, hefur gert okkur kleyft að byggja upp sterkari sam- göngur við útlönd en við ella hefðum haft bolmagn til, en eins og kunnugt er fljúga Flugleiðir milli Bandaríkjanna og Evrópu á lægri fargjöldum en önn- ur áætlunarflugfélög og hafa með því náð fótfestu á erfiðum markaði. Þá er auðvitað ljóst, að varnarsamstarfið milli ríkjanna tveggja og innan Atlandshafsbandalagsins er báðum þjóðunum mikilsvert. Með aðild okk- ar að Atlandshafsbandalag- inu og varnarsamstarfi við Bandaríkin höfum við tryggt öryggi okkar á sama tíma og við stöndum frammi fyrir stórauknum umsvifum Sovétríkjanna á N-Atlandshafshafi og í námunda við Island. Nú virðist svo sem nýr þattur sé að bætast við þá sögu. Spenna ríkir milli Sovét- ríkjanna og Noregs m.a. vegna Svalbarða og þróun- in þar hefur orðið á þann veg síðustu mánuði, að hún hlýtur að hafa áhrif á stöðu íslands og öryggi og valda íslenzkum stjórnvöldum ekki síður en norskum verulegum áhyggjum. Umsvif Sovétríkjanna á norðursvæðunum, sem svo hafa verið nefnd, verða stöðugt meiri og námund hervélar þeirra við ísland enn uggvænlegri en áður. Margt bendir þvi til þess, að þýðing varnarsamstarfs okkar við Bandarikin og aðildar okkar að Atlands- hafsbandalaginu eigi því enn eftir að aukast á næstu árum. Lítilli þjóð sem íslend- ingum er mikill vandi á höndum í samskiptum við stærri þjóðir. Þann vanda höfum við íslendingar leyst vel af hendi eftir að vió tókum við fullri stjórn eigin mála. Við höfum haldið reisn okkar og sjálf- stæði í samskiptum við stærri og öflugri þjóðir. Það höfum við gert með því að byggja upp og halda fast við utanríkisstefnu, sem tekur mið af þeim staðreyndum, sem fyrir liggja hverju sinni, hóf- semi en festu og nánu sam- starfi við aðildarríki Atlandshafsbandalagsins og önnur Norðurlönd. Leiknefndin i hlutverkum slnum f þeirri gttmlu: Frft vinstri: Hilmar Oddsson, Sigurður Magnússon, Ragnheiður S. Jttnsdttttir (frú Claire), Gunnlaugur O. Jóhnson og Guðmundur Karl Gutt- mundsson (Alfrett Hill). LJÓsmyndir Mbl. ftmi johnsen. Hilmar Oddsson, Gunnar Árnason, Jónas Guttmundsson, Gunn- laugur O. Johnson, Vittar Karlsaon, Stefftn L. Stefftnsson, Hjftlmar Kjartansson, Valþttr Stefftnsson, allir I hlutverkum embættís- manna og borgara. Konurnar ( Gullen: Helga Jónsdóttir, Margrét Harttardóttir, Gutt- rún Thorsteinsson, Dagný Halldórsdóttir, HalldóraGunnarsdóttir, Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir og Hildur Jónsdóttir. Claire og fylgdar litt hennar: Hulda Guttmundsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Jttn Flnnbjttrasson, Sólveig Einarsdóttir, Ragnheitt- urG. Jónsdttttir, Haraldur Hrafnsson og Karl Roth Karlsson. VIÐ settumst að spjalli við ieiklistarnefnd Herranætur i Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi. 50 manna hópur nema Menntaskólans I Reykjavfk var að æfa verkefni Herranætur af1 fullum krafti undir leikstjórn Helga Skúlasonar. Sú gamla kemur f heimsókn, er verkefni Herranætur árið Helg| ’77, Friedrich Durrenmatt heit- skðiason ir höfundurinn, kunnur leik- leiksijðrL húshöfundur og LR sýndi ein- mitt þá gömlu 1965 við mikla aðsókn. „Þetta er fjölmennt verk- efni,“ sögðu leiklistarnefndar- félagar,” og þar sem mikill áhugi er fyrir Thalfu f skólan- um var það upplagt til þess að sem flestir gætu tekið þátt f Sú gamla í heimsókn á Herranótt MR Frumsýning á Seltjarnamesi í kvöld leiknum. Ekki er það heldur verra að Sú gamla er frábært leikhúsverk, sterk ádeila með mikinn boðskap og gálga- húmor.“ Æfingar hófust í nóvember- lok s.l., en hlé var gert á æfingum í desember vegna prófa. Alls leika um 30 leikarar f verkinu, en að auki þarf 20 vaska MR-inga til ýmissa verka allt um kring í sviðssetningu þeirrar gömlu. Leiklistaráhuginn í MR um þessar mundir er svo mikill að það er í fyrsta skipti I sögu skólans að leiklistarnefnd veldur varla verkefninu þar sem áhugi er svo mikill. Þá hefur sú nýbreytni verið tekin upp I leiklistarmálum innan MR að sýnd eru fimmtudags- leikrit í löngu frfmínútunum. Eru þau eftir nemendur, venju- lega um 10 mfn. að lengd. Fjöl- margir nemendur hafa lagt hönd á plóginn við samningu fimmtudagsleikritanna, en oft- ast mun leiklistarnefnd þó hafa staðið f stykkinu og jafnan flutt hin snjöllu verk, enda var það kosningaloforð nefndarinnar að flytja leikrit á fimmtudög- um. Eitt leikritið hefur farið vfða, m.a. sýnt í Kvennaskólanum og fór um skólameyjar á öllum aldri, sagði Hilmar Helgrip, (listamannsnafn) um þann flutning, en Hilmar er for- maður leiktistarnefndar. Þá er starfandi leshringur f skólanum þar sem fjallað er um listrænar aðferðir í pófitfsku leikhúsi. Fyrir jól var haldið leiklistarnámskeið i skólanum, fjölsótt með 60—70 manns, en reiknað hafði verið með 20. Þá má geta þess að s.l. sumar fluttu MR-ingar leikritið Leik eftir Odd Björnsson á Lista- hátfð og einnig brá leikhópur- inn sér til Isafjarðar f sýningar- ferð með Leik. Við vikum okkur andartak að Helga og spurðum hann um samvinnuna við skólafólkið: „Maður er alltaf skfthræddur um að svona hresst og áhuga- samt fólk fái bakteríuna," sagði hann hlæjandi og bætti við: „Hér er fullt af leikurum fram- tfðarinnar." Þau félagar f leiklistarnefnd- inni töldu að leikritið Sú gamla kemur í heimsókn væri fyrir unga sem gamla, en þó ekki reifabörn, þvf þau myndu vart skilja hráslagalega gamansemi verksins. Sú gamla er erfitt leikhús- verk og þrautreyndir leikarar munu margir hafa hrist höfuð þegar þeir fréttu að MR-ingar ætluðu að færast í fang að sýna verkið, en skólafólkið kvaðst hafa gaman af að ráðast á garðinn þar sem hann væri hæstur og að minnsta kosti reyna að krafla sig yfir, enda kváðust þau ætla að slá Kröflu- framkvæmdum fram með öruggri leikorku. Sú gamla kemur i heimsókn er dæmisaga um áhrif peninga. Vettvangurinn er lítið þýzkt þorp til sveita, Gullen. Fjár- hagserfiðleikar eru miklir í þorpinu, en fbúarnir eygja von í frú Claire, fyrrverandi íbúa þorpsins, en núverandi marg- milljónamæring. Skilyrði hennar fyrir aðstoð, sem nemi einum milljarði króna, er þó það að þorpsbúar drepi æskuást Framhald á bls. 33 Lestarstirfsmenn og blsOsmenn: Frá v: Vera BJtfrk ElnarsdAttir, Atfrlr starfsmenn I þelrrl gtfmln: Andrés Narfi Andrfsson, Htfsk- Rannvelg Marla ÞorstrinSdtfttlr, BJtfrn Gelr Lelfsson. Ingibjðrg uldur Htfskuldsson, Sveinn Agnarason og Svanborg Isberg. AldaGutfmundsdtfttlr og Arnl Leifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.