Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 39 sýndu engin merki þess að stoðva förina. í þessa merku Hólaför var lagt af stað kl. 7 :ð morgni sunnudag- inn 23. júnf. Skipið, „Laxfoss" flutti leiðangursmenn fyrsta áfanga ferðarinnar, frá Reykjavík til Akraness. Þar biðu ferðbúnar tíu 18 manna bifreiðar frá Steindóri Einarssyni. Auk hinna stóru bifreiða var ein lítil, er kvikmyndatökumennirnir Kjartan Ó. Bjarnason prentari og Sigurður Tómasson úrsmiður höfðu til afnota. Frá Akranesi var lagt af stað kl. 8.40 og e^ið viðstöðulaust að Reykjaskóla í Hrútafirði og þar snæddur hádegisverður. Þar bættust i hópinn fimm ísafjarðar- prentarar. Einn af þeim var Jón Hjörtur Finnbjarnarson, sem lenti að loknu borðhaldi í bíl með undirrituðum, áleiðis til Hóla. — Isafjarðarprentarar höfðu lagt á sig erfitt ferðalag til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum, ferðazt átta stundir á hestum og tfu á sjó. Undir borðum í Reykjaskóla mælti dr. Guðmundur Finnboga- son fyrir minni Hrútafjarðar og Norðlendingafjórðungs, en skóla- stjóri, Guðmundur Gíslason (tengdasonur Böðvars á Laugar- vatni) bauð flokkinn velkominn til Norðurlands og mælti fyrir minni islenzkrar prentlistar og prentfrelsis. Formaður H.Í.P. þakkaði. — Nú skal farið fljótt yfir sögu, aðeins stiklað á stóru. I Vatnsdalshólum sat móttöku- nefnd Skagfirðinga fyrir hópnum með sýslumann sinn, Sigurð Sig- urðsson, í fararbroddi. Þar voru menn boðnir velkomnir á leið til Hóla. Þeir fylgdust síðan með hópnum norður. — Á Vatnsskarði biðu Akureyrarprentarar með Friðrik Rafnar, vígslubiskup, í fararbroddi, enda hafði hann tekið að sér guðsþjónustugerð í Hólakirkju. Alltaf stækkaði hópurinn. Fór svo að lokum, að á þriðja hundrað manns mun hafa setið undir borðum, að boðsgestum meðtöld- um. Erfiðleikarnir voru mestir að koma öllum fyrir næturlangt. Meginhlutinn lá í flatsæng f hlöðunni. Kalt var í veðri og aðfararnótt 24. júní hafði snjóað ofan í miðjar hliðar Hólabyrðu. Þetta lét enginn á sig fá. Allir voru í sólskinsskapi, og allt fór hið bezta fram. Margar snjallar ræður voru fluttar við borðhaldið í leikfimihúsi skólans, þar á meóal ein á latinu af Pétri Lárus- syni nótnasetjara. Kirkjunni var færð að gjöf Guðbrandsbiblía, sem prentuð var á Hólum árið 1584. Henni var valinn staður á gröf Guðbrands biskups Þorláks- sonar, í kór dómkirkjunnar. Áður er minnzt á það, aó Jón Hjörtur var í sama bil og ég áleiðis frá Reykjaskóla. Þá komst ég í fyrstu kynni min af Jóni Hirti. Mér féll strax afar vel við hann. Hann varð strax hinn bezti söngkraftur i bílnum, það sem eftir var leiðarinnar. Á þessum tíma var skortur á vinnukrafti við vélsetningu í Edduprentsmiðju. Ég færði þvi í tal við Jón, hvort ekki gæti komið til mála, að hann flytti frá Isafirði til Reykjavfkur og gerðist vél- setjari í Eddu. Hann tók þessu frekar líklega. Stóð svo í samningum um þetta næstu árin, unz samkomulag náðist. Hann fluttist til Reykjavfkur I apríl- mánuði 1946. Þá hafði þáverandi prentsmiðjustjóra í Eddu, Eysteini Jónssyni, tekizt að út- vega Jóni húsnæði hjá tengda- föður sinum. Þar með var teningunum kastað. Hitt var vel skiljanlegt, að Isfirðingar sæju mjög eftir Jóni Hirti, því við brottför hans missti Sunnukórinn þar sinn helzta sólósöngvara. Þetta mátti m.a. greina i blöðum á ísafirði, því að þar var Jón Hjört- ur kvaddur og þökkuð mikil störf á söngsviðinu. Bráðlega eftir komuna til Reykjavíkur fór Jón Hjörtur að syngja með Tónlistar- félagskórnum, sem þá var undir stjórn dr. Urbancic. Einnig söng hann í mörg ár í Frfkirkjukórnum hjá Sigurði Isólfssyni. Starf hans í Eddu varð þó styttra en til stóð því árið 1959 5. ágúst, varð hann að hætta þar störfum vegna veikinda. Siðustu árin hefur hann verið aðstoðarmaður hjá Davið Ósvaldssyni útfararstjóra, þegar heilsan hefur leyft. Jón Hjörtur kvongaðist 31. marz 1934 Jensinu Sveinsdóttur, bónda að Gillastöðum í Reykhóla- sveit. Félagi í Prentarafélaginu varð hann 1. ágúst 1935. Mér hefur líkað prýðilega við flesta vinnufélaga mina á und- anförnum áratugum. Að öðrum ólöstuðum hefur mér þó fallið einna bezt við Jón Hjört. Hann var með afbrigðum samvinnu- þýður, geðgóður og prúðmenni hið mesta. I skemmtiförum prent- smiðjunnar var Jón ávallt hrókur alls fagnaðar. Hann lífgaði allt með sínum ágæta söng. Ekki þurfti að ganga á eftir honum með að taka lagið. Án hans hefði F. 9. maf 1918. D. 22. jan. 1977. í dag 1. febrúar, verður til moldar borin Sigrún Þórðardóttir frá Viðey. Einkennilegt er okkar mannlíf. Við stritum og striðum fyrir dag- legum þörfum og veraldlegum munaði — flest okkar. Margir kalla það fánýti og jafnvel þroska- leysi mannsins. Sumir rumska þó af og til aðrir aldrei. Við hjónin vorum einmitt að koma frá að kveðja son okkar til náms erlendis og vorkennast yfir aðskilnaðinum — því sannarlega er sælla að heilsast en kveðjast — þegar hringt var til okkar og sagt: Hún Sigrún er dáin. Fyrir okkur kom þessi fregn sem reiðarslag, fyllt myrku tómi. Þótt kunnugir vissu nokkuð um vanheilsu Sigrúnar, sem hún af hetjuskap bar mest með sjálfri sér, þvi hún þoldi aldrei hlífð né vorkunn- semi, þá er það nú svo, að hel- fregnin sjálf virkar einatt sem einskonar lost. Maður heldur sig rikan með gnótt vina, en þegar spilin eru stokkuð vaknar maður við, að Afmælis- og minn- ingar- greinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvf, að af- mælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast I siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til Ijóða eða sálma skal höfundar getið. Grein-1 arnar þurfa að vera vélrit- aðar og með góðu Ifnubili. vafalaust orðið frekar dauft yfir sumum ferðunum. Með fárra daga millibili hafa tveir af vinum minum kvatt jarðvistarveruna. Báðir góðir söngmenn. Báðir hugljúfir og þekkir. Þessir mætu vinir mínir voru Rikarður myndhöggvari og Jón Hjörtur söngvari. Ég er viss um að þeir sigla báðir „beggja skauta byr“ yfir móðuna miklu til furðustranda framtíðarinnar. Ég og kona mfn minnumst Jóns Hjartar og hans ágætu konu fyrir margháttaða tryggð, hjartahlýju og ógleymanlegar ánægjustundir á liðnum árum. Við vottum öllum ástvinum hans innilega samúð og blessun. Jón Þórðarson. aðeins fáir eru manni sérlega kærir og eftirminnilegir, sem skilja eftir spor sem aldrei fennir í. Sigrún var einmitt slik. Við minnumst okkar fyrstu kynna á heimili Friðgeirs heitins Sveinssonar og Sigriðar Magnús- dóttur fyrir 27 árum, sem var upphaf okkar vináttu og langvar- andi samstarfs, sem við ávallt höf- um metið mikils. Sigrún var mjög vel greind og heiðarleg manneskja, hjálpsöm og ráðagóð, hvenær sem til hennar var leitað. Þvf er eftirsjá- in meiri í skyndilegu fráfalli hennar. Okkur komu i hug orð Björns Halldórssonar frá Laufási: Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafar reit. Mitt er holt til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt, sem elding snör. Hvað er lífið, logi veikur lftil bðla, hverfull reykur. Sigrún var fædd í Reykjavík, en fluttist mánaðargömul til Við- eyjar, dóttir hjónanna Þórðar Jóhannessonar, afgreiðslumanns hjá tslenzka steinoliuhlutafélag- inu, og Sólveigar Sigmundsdóttur konu hans. Hún var elst fjögurra systkina, þá Sigmundur, sjómaóur d.4/04 1973; Kristjana, matreiðslukona; Sigriður Erla, húsmóðir; og yngstur Sigurður, tannlæknir. Sigrún naut bernsku sinnar og unglingsára hjá foreldrum sinum í Viðey, þar til þau fluttust með siðustu skipum til lands eftir andlát Kárafélagsins, sem þar hafði rekið stórútgerð. Oft minnt- ist hún glaðværrar æsku sinnar þar meðal iðandi atvinnulifs eyjarbúa, sem þá voru nær 400 manns. Hún hóf framhaldsnám i Reykjavík á þessum árum og brautskráðist frá Verzlunarskóla tslands árið 1936. Eftir það stund- aði hún hverskonar störf m.a. sem framreiðslustúlka við matsöluhús I Reykjavík — Gimli —, þar voru þá kostgangarar margir þekktir borgarar bæjarins, bæði stjórn- mála- og andans menn og kunni Sigrún frá þvi timabili margt að segja af sinni óvenju hressu frá- sagnarsnilld og alla tið fylgdist hún vel með, bæði þjóðlifi og mannlífi og fundvis á skoplegar hliðar þess og búa um þær ljóma. 17. júni, árið 1939, giftist hún eftirlifandi manni sfnum Ásgeir Einarssyni, rennismið, afburða hagleiks — og kunnáttumanni, eins og allir vita, er hann þekkja. Þau eignuðust þrjú börn, mikið dugnaðar- og myndarfólk, sem alla tíð hafa verið þeim ómetanleg gleði; Einar skipstjóri, giftur Ást- hildi Vilhjálmsdóttur; Þóra, hús- móðir gift Guðmundi Annilíus- syni húsgagnasmið og Þórður hús- gagnasmiður, giftur Ólöfu Guðmundsdóttur. Sigrún var trúuð kona og ein- læg f trú sinni sem öðru og efaðist ekki um endurfundi á öðru til- verustigi. Er við fylgjum Sigrúnu siðasta spölinn, er okkur efst í huga þakklæti fyrir fjölmargar sam- verustundir. Ástvinum hennar og ættingjúm sendum við okkar hlýj- ustu samúðarkveðjur. Sigrún Þórðardóttir frá Viðey — Minning GIRLIN6 Akið ekki á slitnum dempurum Slitnir demparar eru hættulegir þeir valda: 1. Hjólin titra við inn- 9Íöf. 2. Skrikar i beygjum. 3. Aukið dekkjaslit. 4. Skjðlfti I stýri. 5. Hoppar og ruggar. 6. Óörugg bremsun. Augljós hættumerki: 1. Langar festingar. 2. Bognar stimpilsteng- ur. 3. Lekir demparar. 4. ríspaðar og tærðar stimplistengur. Kaupið Girlings dempara hjá okkur Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæðl • 8-13-52 skrifstofa Skrifborð 2 stærðir Fura Natur — Brún bæsuð. Hagstætt verð „Stereo"-bekkur fyrir hljómplötur og plötuspilara. Vörumarkaöurinnht. | Ármúla 1 A Sími 861 12. Ölöf — Haraldur. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.