Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 Frá umræðufundi Kv enr éttin dafélags íslands um skattamál Hvert sæti i Kristalssal Loftleiðahótelsins var setið. Framhald af bls. 17 fram eitt — ætti að vera jafnháar bætur með öllum börnum. 64. gr.heimilisafsláttur (kr 60.000,00) og 65. gr. barnabóta- auki (kr. 18.500,00) þegar hjón vinna bæði úti — þessir afslættir þyrftu að vera miklu hærri, eru algerlega óraunhæfir. 97. gr. álagða skatta á hjón skal birta i einu lagi í skattskrá — tilkynningar um skatta á hjón skal birta í einu lagi í skattskrá — tilkynningar um skatta er varða framtal hjóna nægir að senda öðru hjóna. 108. gr. óskipt ábyrgð hjóna á greiðslum skatta — þetta er alger- lega andstætt reglum sifjalaga um skipta skuldaábyrgð hjóna. — Guðrún lauk máli sinu með þvi að benda á að samkvæmt frum- varpinu myndu álögur á einstæða foreldra stórhækka og benti hún á að þau dæmi sem hefði verið sýnd i Morgunblaðinu s.l. fimmtu- dag. ,,Ég hef þá trú,“ sagði Guðr- ún, “ að frumvarp þetta hefði ekki orðíð svo gallað, sem raun ber vitni, ef a.m.k. ein kona hefði átt sæti í þeirri nefnd sem það samdi." Áherzla á stað- greiðslukerfi skatta Sigriður Thorlaeius, formaður Kvenfélagasambands íslands, fjallaði um það í upphafi máls síns hve sorglegt það væri að þurfa að vera að tala um kvenrétt- indi annars vegar og mannrétt- indi hins vegar. Sagðist hún telja að framkomið frumvarp stuðlaði ekki að jafnrétti, né legði mat á gildi heimilisstarfa. Benti hún á að það væri fráleitt að persónu- frádráttur einstaklinga i hjóna- bandi skyldi ekki vera sá sami og einstaklings utan hjónabands. Þá benti hún á að ekki væri tekið tillit til annarra heimiliseininga, svo sem þar sem systkini búa saman, en þau ættu að sjálfsögðu að njóta sömu réttinda og bóta og foreldrar með börn. Sigrlður kvaðst vera næstum því sammála að fella ætti niður 50% skattfrádrátt giftra kvenna, vegna þess að hún hefði séð hve óréttlátt það kemur út þegar kon- ur verða ekkjur. Sigriður benti á að margar spurningar kæmu upp þegar frumvarpið væri kannað, en hún kvaðst vilja leggja áherzlu á að taka bæri upp staðgreiðslu skatta, þar sem sllkt fyrirkomulag myndi gera mönnum ljósari fjárhags- stöðu þeirra á hverjum tlma, mun betur en núverandi fyrirkomulag. Frv. illa gerður grautur Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, benti á það i upphafi máls síns að þótt talað væri um tekju- skatt á þessum fundi, væri um margs konar skatt annan að ræða og kvaðst hann vilja nefna lítið dæmi úr veltuskattsfyrirkomulag- inu. Nefndi hann bónda sem s.l. haust varð fyrir þvl óhappi að það brotnaði öxull á dráttarvél hans, sem hann þurfti nauðsynlega að nota til vinnu. öxull var ekki til á landinu og varð að panta hann frá útlöndum. Tók það 6 vikur og kostaði hluturinn III þúsund kr. I innkaupi, en bóndinn varð að greiða 404 þús. kr. til þess að fá hlutinn i hendurnar. Þar af voru 154 þús. kr. i formi ýmissa skatta til rlkissjóðs. Gunnar kvaðst nefna þetta sem dæmi um óvænt- an kostnað sem komið gæti upp I rekstri bóndans og einn af mörg- um göllum þessa nýja skattafrum- varps væri einmitt sá að ekki væri tekið tillit til óvæntra óhappa og kostnaðar I því sambandi, svo sem vegna heyskaða, fjárskaða o.fl. o.fl. „Launþegar éiga að borga af launum," sagði Gunnar, „hvort sem það er hægt eða ekki. Þetta er eins og hjá samyrkjubúum I Rússlandi þar sem starfsmönnum er refsað fyrir það að skila ekki fullri uppskeru hvernig sem veðurfar eða aðrar aðstæður eru. Ef þeir geta ekki skilað arði, þá eru þeir fluttir beint til Slberlu. Það ætti að senda þá sem sömdu þetta frumvarp til Rússlands." Gunnar kvað frumvarpið gera ráð fyrir þvl að meðaltalshækkun á bónda yrði 44 þús. kr„ en mest kvað hann frumvarpið mundu hafa áhrif varðandi unga fólkið I sveitum landsins og fátæka fólkið þar. Jafnvel taldi hann mikla hættu á að barnmargt fólk og fólk sem væri að byggja upp jarðir slnar, yrði að hætta búskap ef þetta frumvarp næði fram að ganga. „Er það hagkvæmt fyrir íslenzkt þjóðféiag, að þetta fólk verði að hætta búskap?" spurði Gunnar og svaraði um hæl, „jú, að því er varðar að þá væri hægt að fá ódýrt land fyrir sumarbústaði þéttbýlisfólks, en að öðru leyti yrði það stórkostlegt áfall fyrir þjóðfélagið. Unga fólkið i sveit- unum skilar mestu og þar leggur kvenfólkið ekki síður á sig erfiði en karlmennirnir. Ef frumvarpið nær fram að ganga veldur það beinu ranglæti þeim konum sem mest leggja á sig I búskapnum og gildir það almennt. Frumvarps- mönnum skjátlast svo hrapallega að þeir ættu að fara austur til Rússlands og læra og læra.“ Gunnar benti á að unga fólkið I þéttbýli landsins ætti við sömu vandamál að glíma og unga fólkið I sveitunum, þ.e. að koma þaki yfir höfuðið. „Þetta frumvarp myndi koma illa við unga fólkið sem vill byggja yfir sig,“ sagði Gunnar, „og ég held að ef það nær fram að ganga verði ákaflega erf- itt fyrir þetta unga fólk að eignast þak yfir höfuðið." Taldi Gunnar mörg vandkvæði á framkomunu frumvarpi. „Frumvarpið er illa gerður grautur," sagði hann, „meira að segja kekkjóttur." K venréttin d afélagin u óskað heilla Að loknum framsöguerindum var orðið gefið frjálst og tók fyrst til máls Jónína Þorfinnsdóttir kennari og formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar. Bar hún Kvenréttindafélagi íslands beztu afmælisóskir og árnaði því heilla á ókomnum árum. Þakkaði hún starf þeirra I þágu kvenréttinda- mála. Sláizt fyrir 50% frá- drættinum, konur Már Pétursson, lögfræðingur, tók næstur til máls og hvatti hann konur til að skipa sér I fylkingar- brjóst gegn þeim breytingum sem nú ætti að gera á gildandi skatta- lögum varðandi konur. Það á nú að skattleggja að fullu 5 milljarða króna sem konur afla I launum, það á að klípa 2 milljarða af þeim I ríkissjóð, sagði Már og kvað frumvarpið þýða um 150 þus. kr. hækkun hjá hverju meðalheimili þar sem konan vinnur úti. Benti hann á, að 60% giftra kvenna ynnu úti og kvaðst hann telja, að konur ættu að halda fast við 50% frádráttinn. Reyndar væri að eina heilræðið sem hann gæti gefið konum og Kvenréttindafélagi ís- lands á afmæli félagsins. „Þið skuluð slást fyrir 50% frádrættin- um. Þið vitið ekki hvað er verið að taka af ykkur,“ sagði Már. Að skattlagning sé réttlát Þorkell Helgason, dósent, tók næstur til máls. Kvaðst hann vera væntanlegur Rússlandsíari, ef Gunnar Guðbjartsson fengi að ráða, þvl hann hefði starfað I nefnd þeirri sem vann að gerð frumvarpsins. Vakti Þorkell at- hygli á þvl að orðrómur væri uppi, að þeir sem hefðu samið frumvarpið hefðu jafnvel helzt miðað við að ná hagstæðu fyrir- komulagi fyrir sjálfa sig. „Ég er kvæntur og barnlaus," sagði Þor- kell, „og ég tapa 200 þús. kr. á frumvarpinu." Þorkell kvað eðlilegt, að fólk gerði sér grein fyrir því, að við byggjum I kotrlki og gætum ekki eytt eins miklum tlma og pening- um i kostnað við framkvæmd ým- issa mála eins og stærri riki. Þá vakti Þorkell athygli á þvl, að jafnan væri það svo að fólki fynd- ust gömlu lögin bezt, þegar breyta ætti einhverju út af þeim, en hann kvaðst telja það meginmark- mið skattalaga að vera réttlát. Miða skyldi við fjölskyldustærð, greiðslugetu o.sv.frv. og hann kvaðst vera á móti jafnrétti I skattalögum ef það kæmi niður á réttlæti. Hann taldi algjöra sér- sköttun t.d. ekki réttlátt gagnvart öldruðum hjónum, sem ef til vill lifa af launum mannsins. Þá benti hann á, að heildarskatttekjur rlkisins af hjónum myndu lækka um 500 millj.kr. „Mér finnst þetta fyrst og fremst vera spurningin um það hvort skattgreiðslan er réttlát eða ekki réttlát. Það er raunhæft að miða við það en ekki það sem verið hefur, þvl það getur verið óréttlátt," sagði Þorkell. Innihaldið en ekki umbúðir skiptir máli Ragnhildur Helgadóttir, alþingis- maður, kvaðst I upphafi máls slns vilja vekja athygli á því að þetta frumvarp sem fyrir lægi væri fyrst og fremst umræðugrund- völlur. Það væri beinllnis ætlazt til þess að fólk kæmi með slnar athugasemdir og það hefðu marg- ir umræðuhópar gert einnig. Ragnhildur sagði að sér virtist að málflutningur á þessum fundi hefði gengið út frá tvenns konar grundvelli, annars vegar vilja til þess að afnema 50% regluna úr lögum, hins vegar vilja fyrir al- gjörri sérsköttun. Ragnhildur kvaðst ekki sam- mála þvl að halda ætti I 50% regluna, en hún kvaðst ekki held- ur vilja algjöra sérsköttun. „Það eru ekki umbúðirnar sem skipta máli,“ sagði hún, „heldur inni- haldið." Taldi hún t.d. að sérskött- un yrði óhagstæðari fyrir fólk undir 1150 þús. kr. tekjum og þó sérlega undir 900 þús.kr. mark- inu. Þá fjallaði Ragnhildur nokk- uð um réttlæti á þessu sviði og oenti á að hún teldi það eitt og hið sama, kvenréttindi, mannréttindi og réttlæti. Sérsköttun á eigum og aflafé Bessý Jóhannsdóttir, kennari, tók næst til máls og kvaðst hún aðhyllast sérsköttun á aflafé, þvl sllkt væri eðlilegast, en ýmis ákvæði varðandi eignir væri mál sem kanna þyrfti mjög Itarlega. Sagðist hún telja, að konur yrðu linari ílaunabaráttu meðan ekki væri um sérsköttun að ræða, en hins vegar spurði hún, hvort kon- ur væru orðnar nægilega meðvit- aðar um einstaklingseðli sitt til þess að unnt væri að fara fram á sérsköttun. Kvaðst Bessý telja mikilvægt að taka upp staðgreiðslukerfi skatta og fella niður tekjuskatt, en stefn- an hlyti hins vegar að vera sérsköttun á eignum og aflafé I þessu landi. Að ganga á rekstrar- möguleika ungs fólks Árni Kolbeinsson tók aftur til máls og rakti ýmis atriði, sem komið höfðu fram I umræðum og voru óljós fyrir fundargestum. Þá tók Sólveig Ólafsdóttir aftur til máls og lýsti þvl yfir, að hún skildi ekki Má Pétursson, en hins vegar kvaðst hún ekki endilega ætlazt til þess að hann skildi það að margar konur skömmuðust sín fyrir 50% frádráttarregluna, þvl hann hefði aldrei verið kona. Már tók slðan til máls og sagðist ávallt hafa talið að það væri jafn- réttismál kvenna að ná efnalega sjálfstæði. „Það á að ráðast á meinið sjálft, launamisréttið I landinu“, sagði hann. Már kvaðst telja það réttlætismál, að konur fengju hlut fyrir ákveðinn kostn- að vegna útivinnu m.a. vegna barnagæzlu o.fl.ofl. Þá kvaðst hann á móti þvl að færa tekjur frá fólki sem þarnaðist þeirra til þeirra, sem hefði meira umleikis, hefðu meira en nóg, og þvl þyrfti ef til vill ekki nema annar aðilinn að vinna úti. Nefndi hann dæmi um eiginmenn I hátekjuflokki með heimavinnandi konur. Þá kvaðst hann vera algjörlega á móti þvl að gengið væri á rekstrarmöguleika ungs fólks, sem mesta þörf hefði fyrir fjár- magn við að koma sér upp hús- næði og slíkt þyrfti að borga á mjög skömmum tíma. Fleiri til í þjóðfélag- inu en embættismenn Arndls Björnsdóttir taldi ýmis ákvæði I framkomnu frumvarpi. Ræddi hún m.a. um að 90% kvenna væru með laun undir 1 millj. kr. á ári og skattalögin miðuðust beinllnis við að halda þeim þar þvi að á þeim konum, sem væru búnar að vinna sig I laun sem væru yfir það mark, ætti mest að herða. Þá kvað hún það furðulegt að þetta frumvarp mið- aði við að rýra vaxtaafslátt fólks, sem stæði I byggingarfram- kvæmdum og væfi það nógu erfitt fyrir. „Er það hægt“, sagði Arnd- Is, „að hafa eingöngu embættis- menn I slíkum nefndum sem þeirri er vann að gerð frumvarps- ins. Embættismenn eru góðir til að sinna verka en það eru fleiri en embættismenn til I þessu þjóð- félagi". Fleiri valkosti 1 skattamálum Ragnheiður Möller kvaðst vilja vekja athygli á þvl hvort ekki væri hægt að hafa fleiri valkosti I sllku frumvarpi, sem fjallaði um skattamál. Kvaðst hún hafa talið 50% regluna merka á slnum tíma, þvl þá hefði skattbyrðin verið óþolandi eins og hún væri reynd- ar orðin I dag. Gegn félögum um hjónaskilnaði Valborg Bentsdóttir kvaðst hafa unnið að setningu 50% frádráttarreglunnar á slnum tlma og sagði hún, að þá hefði það verið svo að hjón hefðu alls ekki getað borgað skattana, sllk hefði staðan verið. „Við gátum bjargað æði mörgum hjónaböndum með þvl að setja 50% regluna, enda fjölgaði hjónaböndum farsællega eftir það og ekki varð úr stofnun félaga um hjónaskilnaði eins og til stóð“. Að endurskoða af- stöðu til hjúskapar Björg Einarsdóttir kvað það skoðun slna að hjón ættu ekki að vera skattaleg eining og kvaðst hún vilja sérsköttun á aflafé með möguleikum á millifærslum frádrattar. Kvaðst hún telja að nauðsynlegt væri að endurskoða afstöðu I þessum málum til hjú- skapar með það fyrir augum að styrkja þá stofnun. Konur spara útgjöld Gunnar Guðbjartsson tók aftur til máls og kvaðst vilja vekja athygli á þvl að heimavinnandi konur I sveitum sköpuðu stór- felldar tekjur með heimavinnu og spöruðu útgjöld um leið, Að eiga hlutdeild í ábyrgðinni Ingibjörg Rafnar tók siðust til máls I umræðunum og kvað hún fleiri valkosti þurfa að fylgja slíku umræðufrumvarpi. Benti hún á að taka þyrfti tillit til þess, að rík efnahagsleg og félagsleg samstaða væri með hverri fjöl- skyldu og ótal margt I lífi fjölskyldunnar væri sameiginlegt átak. „Við viljum eiga hlutdeild I afrakstrinum" sagði hún „en við viljum ekki eiga hlutdeild I ábyrgðinni og það fi nst mér I andstöðu við jafnréttissjónar- mið“. - á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.