Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1977 14 French Connection II Að því kemur, að menn Frog One ná Popeye á sitt vald og gera hann að heróinista í þeim tilgangi að fá hjá honum upp- lýsingar þegar eitrið er orðið aðalatriðið í lífi hans, og pina hann þannig til sagna. Eftir að þeir sleppa honum, lokar franska lögreglan Popeye inni á meðan eitrið er að fara úr likamanum. Þetta atriði, draumur hvers leikara, er einstaklega vel gert af Hack- man og vel skrifað. Þvi að i þjáningarausinu er Popeye látinn skýra bakgrunn sinn og innri mann. Áhersla hefur verið lögð á það að reyna að jafna hinn fræga eltingarleik i F.C. I. að þessu sinni eltir Popeye uppi strætisvagn, á tveimur jafn- fljótum og etur síðan kappi við seglskútu á leið út úr höfninni. Um leik annarra en Hack- mans er fátt að segja. Fresson er vel skapaður í hlutverk sitt sem hinn franski aðstoðar- maður Popeyes. Aristókratinn Fernando Rey, sem alltaf er eftirtektarverður (sérstaklega i myndum Bunuels), sést hér varla. John Frankenheimer leik- stýrir af kaldri nákvæmni, hans langbesta mynd um árabil. Það besta sem Frankenheimer gerir þó i myndinni er tvimælalaust siðasta atriðið, sem ekki verður lýst hér nánar — en fékk áhorf- endur til að súpa hveljur. Og það ekki að ástæðulausi^. sv. NVJA BÍÓ: FRENCH CONNECTION II. * * * Leikstj.: John Frankenheimer. Handrit: Alexander Jacobs, Robert og Laurie Dillon. Kvik- myndataka: Claude Renoir. Tónlist: Don Ellis. Aðalhlut- verk: Gene Hackman, Bernard Fresson, Fernando Rey, Jean- Pierre Castaldi og Cathleen Nesbitt. Sýningart.: 119 mín. Endurgerðir mynda eru oft- ast mislukkaðar og hvimleiðar tilraunir kvikmyndaframleið- enda til að trekkja inn á vin- sældir frummyndarinnar. Á síðustu árum hafa kvikmynda- húsgestir þó orðið vitni að tveimur heiðarlegum undan- tekningum; THE GOD- FATHER PART II og FRENCH CONNECTION II. F.C. (I) var um marga hluti frábær mynd. Einstaklega vel skrifað handrit af Ernest Tidy- man (eftir endurminningum lögregluþjóns I New York), leikstýrð af William Friedkin, 1 af sannkölluðum glæsibrag. Og leikurinn, sérstaklega hjá Gene Hackman og Roy Scheider, j ógleymanlegur. Enda hefur tæpast nokkur mynd i allri I kvikmyndasögunni valdið jafn j miklum straumhvörfum. j Næstum hver einasti framleið- andi ætlaði sér að græða á sinni 1 eigin útgáfu af F.C. — og mörg- um tókst það. í miðjum þessum flaumi kemur svo framhald frum- myndarinnar og þótt lygilegt sé, þá gefur hún henni lítið eftir. F. C. II. er einfaldlega einn sá mest spennandi Jacobs, Robert og Laurie Dillon. Þau hafa greinilega ein- beitt sér að aðeins einum aðila: Popeye. F.C. I. gaf okkur inn- sýn i lif lögreglumannsins i New York, og útskýrði litið eitt lifsmynstur borgarinnar. Um ekkert slíkt er að ræða hér, F.C. II. er atburðarás byggð i kringum Popeye. Hann er send- ur I sérstökum erindagerðum til Marseilles, til að vinna með frönsku lögreglunni (sem honum er meinlega við, enda mállaus með öllu). Ætlunin er að handsama Frog One (Fern- ando Rey), sem komst undan i F.C. I. Án þess að gera sér grein fyrir því er Popeye notaður sem agn til þess að fá Frog One og félaga fram úr skúmaskotum cínnm Auglýsingaplakat F. C. II. lögregluþriller sem hér hefur sést lengi, og heldur áhorfend- um langtímum saman á yztu brún áhorfendabekkjanna. Sem fyrr er það Hackman sem er þungamiðja kvik- myndarinnar, hinn kjaftfori og einstrengingslegi eiturlyfjalög- reglumaður, sem nú er á eftir erkióvini sínum, „Frog One“, i umhverfi þess siðarnefnda, Marseilles, Frakklandi. Allar hans hreyfingar; hvernig hann étur, drekkur, eltir uppi óvini sína, opinbera þessa írsku New York-löggu, sem fyrir heppni lenti réttu megin laganna. Ef „Popeye" ætlaði sér að gerast afbrotamaður, þyrfti hann i engu að breyta sér, aðeins skipta um skotmörk. Handritið er skrifað af Besti karlleikarinn: Dustin Hoffman Besti kvennleikarinn: Audrey Ilepburn Besti vestrinn: THE SHOOTIST Besta mynd ársins: NET WORK Verðlauna- afhending Films and Filmings í JANÚARBLAÐINU ár hvert birtist val gagnrýn- enda breska kvikmynda- mánaðarritsins FILMS ANO FILMING á því besta og versta sem gerst hefur í kvikmyndaheiminum árið áður. Hér á eftir kemur smá-úrtak af verðlauna- höfundum i ár: Besta mynd ársins: NETWORK (Usa leikstýrð af Sidney Lumet) Besti leikstjórinn: Milos Forman (ONE FLEW...) Besti kvenleikarinn: Audrey Hepburn (ROBIN AND MARIAN) Besti karlleikarinn: Dustin Hoffman (MARATHON MAN) Besta bresk-gerða myndin: THE MAN WHO FELL TO EARTH (Nicolas Roeg) Besta handritið: Paddy Chayefsky NETWORK Besta kvikmyndatakan: John Albott (BARRY LYNDON) Besti vestrinn: THE SHOOTIST (Usa, Don Siegel) Besti þrillerinn: THE MARATHON MAN Oflofaðasta mynd ársins: TAXI DRIVER (USA, Martin Scorsese)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.