Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 41 fclk f fréttum + Það er ekki tekið út með sitjandi sæidinni að vera forsetafrú. Hér sjáum við Rosalvn Carter forsetafrú Bandarfkjanna I einni af sfnum fyrstu móttökum f Hvíta húsinu, en þá tóku forsetahjón- in á móti hópi fóiks frá Georgíu sem vann að kosningasigri forsetans. Eins og sjá má er frúin komin úr skónum og virðist að niðurlotum kominn af þreytu. + Svissneski milljónamæring- urinn, blaðamaðurinn og dýra- vinurinn Franz Weber ætlar að reyna að koma f veg fyrir kópadrápið sem á hverju vori fer fram á fsnum við austur- strönd Kanada. Hann hefur boðið stjórnvöldum f Kanada 75 milljónir f skaðabætur ef hætt verður við það. Á blaða- mannafundi f Kaupmanna- höfn sagði hann, að ef tilboð- inu yrði hafnað ætlaði hann að bjóða 600 blaðamönnum viðs vegar að úr heiminum til að fylgjast með blóðbaðinu. Þeir eru óneitanlega fallegir litlu kóparnir sem hann er með á myndinni. + Kaupmannahöfn er hund- leiðinleg borg segir Frank Zappa sem hóf tónleikaferð sína um Evrópu f Falkonerleik- húsinu f Kaupmannahöfn. Þessi frægi ameríski hljóm- listarmaður sem er nú í Kaup- mannahöfn f 11. sinn er ekki hrifinn af „Borginni við Sund- ið“. „Mér leiðast bæði búðir og söfn en ég kann að meta gott kaffi“, segir Zappa, og það fær hann á morgnana á Plaza Hoteli. Hann segist aðeins heimsækja Kaupmannahöfn af þvf að áheyrendur þar kunni að meta músfkina sfna. + Hann er sænskur og heitir Christer Nyman. Hann fæddist með þrjá fætur, tvöfalda mjaðmar- grind og tvenn kynfæri og við fæðingu töldu læknar að hann ætti ekki langt líf fyrir höndum. í dag er Christer 25 ára og talinn læknisfræðilegt undur. Strax eftir fæð- inguna var Christer skor- inn upp og í þrjá mánuði börðust læknarnir við að halda lffi f honum og það var fyrst eftir fjóra mánuði og 20 uppskurði að móðir hans fékk að sjá hann. Hann fór þá að taka eðlilegum framför- um en læknarnir sögðu að hann myndi aldrei geta eignazt börn. En þeim skjátlaðist því hér sést Christer ásamt konu sinni og nokkurra mánaða gamalli dóttur sinni. EGA RAFMAGNS- GUFUKATLAR Há og lágspenntir. Stærðir frá 300 kw upp í 30.000 kw Framleiða ca 1,4 kg af gufu pr. kwh. Leitið nánari upplýsinga. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 dutch fímeuit ®INTERNATIONAL MULTIFOODS Fœst í kaupfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.