Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 45 -I^ VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI jtfyfövníoi’ujzr/ju öðrum þjóðfélögum og þéna á þeim með ýmsum brögðum og ekki sízt með hinum hræðilega glæp — eiturlyfjasölu. Ekki er það náttúran og um- hverfið sem breytzt hefur af sjálfu sér heldur hefur maðurinn, mannkynið breytt því — og sjálfu sér. Hví treysta menn ekki hver öðrum og hætta að leggja fram þessar ógnarháu upphæðir í víg- búnaðarkapphlaupið, til að standa betur að vígi en náunginn. Hugsið ykkur hve slikar fjárhæð- ir gætu gert margt gott til styrkt- ar þeim sem minna mega sin og í mikilvægum vísindum í þágu frið- ar. „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera," sagði Jesús. Við sjáum að þessi setning segir okkur að illt leiði af illu og gott af góðu. Sáum því í frjósama jörð og skerum upp góða uppskeru. Virðingarfyllst, Einar Ingvi Magnússon, Heiðargerði 35.“ £ Gott efni í útvarpi „Velvakandi góður. Oft er skammazt mikið yfir þeirri dagskrá sem okkur er boðið upp á í útvarpi og sjónvarpi, en miklu sjaldnar er það að því sé hælt sem vel er gert. Sérstaka athygli hafa vakið að mínum dómi í dagskrá útvarpsins í vetur þætt- irnir um látna leikara, sem báru nafnið „Þau stóðu í sviðsljósinu" Alls munu þetta hafa verið 12 þættir og voru þeir í alla staði vel unnir og skemmtilegir og vissu- lega höfðu þeir menningarsögu- legt gildi. Nú ias ég það nýverið í blöðunum að bráðlega mundi hefjast í útvarinu framhaldsleik- rit um ævi og starf Jesú Krists, Ég hlustaði á nokkra af þessum þátt- um á sínum tíma í brezka útvarp- inu, en þar vöktu þeir mikla at- hygli. Ég er útvarpinu þakklát fyrir slíka dagskrá og vænti þess að það haldi áfram á sömu braut með vandaða og vel undirbúna dagskiá. Hclga Magnúsdóttir." Þessir hringdu . . £ Ekki prenthæft orðbragð Reynir Sverrisson, verzlunar- stjóri: — Varðandi skrif nemenda úr Kópavogi um viðskipti sin við KRON-verzlun, vil ég fá að taka fram nokkur atriði. Nemendur telja að þeir hafi verið reknir út úr umræddri verzlun á freklegan og dólgslegan hátt. Þessu mót- mæli ég algerlega, við höfum aldrei viðhaft dónaleg orð í þeirra garð. Aftur á móti er ekki allt prenthæft sem þeir hafa látið sér um munn fara, a.m.k. sumir hv%rjir. Ég kannast heldur ekki við þá fullyrðingu þeirra að það hafi verið sagt við þau, að krakk- ar steli svo miklu, ekki síðustu fjóra mánuði, þann tíma sem ég hef verið hér verzlunarstjóri. En ég vil taka undir það sem Velvak- andi bendir réttilega á, að nem- endur sjálfir ættu að kosta kapps um að hreinsa af sér óorðið, það er lítill hópur svartra sauða innan um. Það mætti nefna það í leiðinni, að verzlunin var máluð í haust, en þess sér ekki lengur nein merki, allt er útkrotað og við höfum SKAK Umsjón: Margeir Pétursson I flokkakeppni skákmanna í Marokkó á síðasta ári kom þessi staða upp I skák Bakkali, sem hafði hvítt og átti leik, og Meftuk. Eins og sjá má getur hvítur unnið skiptamun, en hann lét sér það ekki nægja og fann þvingað mát í stöðunni: varla undan við að þrífa öl- og kókómjólkurslettur af gluggum og bifreiðum. Að síðustu vil ég taka fram að nemendur eru af- greiddir í hádeginu og eftir að skóla lýkur, það er í löngu frímínútunum sem það er erfitt vegna umgangs sumra þeirra, þeir eiga það til áð henda flöskun- um hvar sem er og þá eru gler- brotin hér og þar.— % Ágætt salt. Matthías Þ. Guðmundsson hjá B.U.R.: Það var varðandi skrif um saltverksmiðjuna sem var i Velvakanda nýlega, hvort saltið væri nothæft. Ég vil gjarnan fá að segja frá þvi, að fyrir nokkrum árum, ég man ekki hvenær, þá notuðum við hjá Bæjarútgerðinni salt frá Reykjanesi með góðum árangri, við fengum þetta til prufu og það sem helzt var að, var, að það þótti of fínt, óþarflega 'fínt. Én sem sagt sýnishorn af þessu var notað hjá okkur í salt- fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar- innar með góðum árangri. DRATTHAGIBLYANTURINN Vefnaðarvöruverzlunin Grundarstíg 2 auglýsir Mikið úrval af kinverzkum dúkum, broderaðir og fíleraðir Ennfremur mikið úrval af rúmfatnaði, straufrítt og léreft. Grófrifflað flauel, denim og fleira. Ótrúlega lágt verð á útsölunni hjá okkur að Laugavegi 49, á alls konar vefnaðarvöru og ýmsu fleiru. Gjörið svo vel og lítið inn. m. Er byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vokja sérstaka athygli á 10 tima megrunarkúrum. Megrunarnudd. partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar —vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistofa, Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bilastæði, Sími 40609. =S*Í ALLAR TEGUNDIR IIMIMRÉTTIIMC3A Að gera nýja fbúð úr gamaHi er mjög heillandi og skemmtilegt verkefni Það útheimtir rikt hugmyndaflug og hagleik. Þaö er okkur sér- stök ánægja að leiðbeina fólki í þessum efn- um. Viö komum á staðinn, ræðum hugmynd- ir beggja aðila, gerum áætlanir og siðan fóst venðtilboð A þennan hátt veit vióskiptavinur- inn hver kostnaðurinn er og getur hagaó fjár- hagsáætlun sinni samkvæmt því. ELDHUSINNRETTINGAR Ef þér þarfnist ráðlegginga eða aóstoóar, veitum vió fúslega allar upplýsingar. -=Hr KLÆDA- SKÁPAR SQLBEKKIR gerum föstverOtilboö i allar tegundir innréttinga lUOGRR [ aUar tegundir iiuiréttinga T RÉVAL HF. Auðbrekku 55 40800 28. Dxh5 + !! — gxh5, 29. IIxh5+ — Kg6, 30. Hg5+ — Kh7, 31. Hc3! — Kg8, 32. Bh6+ — Kh7, 33. Hg7+ og svartur gafst upp, þvf að eftir 33... Kxh6, 34. Hh3+ er hann mát. Sigurvegari í keppn- inni varð sveit skákfélagsins i Casablanca.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.