Morgunblaðið - 01.02.1977, Side 22

Morgunblaðið - 01.02.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 KARLAR EINS OG ÉG SL. þriðjudag birtist I Morgunblaðinu kafli úr bók Franz Becken- bauers, „Einer Wic ich“, þar sem hann fjallar um undirbúning vestur-þýzka knattspyrnulandsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina I Vestur-Þýzkalandi 1974, og þau miklu átök sem þá urðu milli knattspyrnumannanna og forystumanna þýzka knattspyrnusam- handsins um greiðslur til leikmanna. Meðan á keppninni sjálfri stóð voru sverðin sllðruð, en það var ekki liðinn langur tfmi frá þvf að heimsmeistaratitillinn var í höfn unz deilur hófust að nýju. Frá þeim segir Beckenbauer I þeim bókarkafla sem hér er endursagður, og einnig fjallar Beckenbauer um úrslitaleikinn við Hollendinga. Franz Beckenbauer með Brigitte konu sinni og börnum þeirra. ENGIN GLEÐIFYLGDITITLINUM Forystan var söm við sig t Munchen mættum við llol- lendingum f úrslitum heims- meistarakeppninnar 1974. For- ystumenn knattspyrnusambands- ins bjuggu þar á Hilton-hótelinu, og þar átti einnig að halda hóf eftir leikinn, hvernig sem hann færi. Við dvöldum hins vegar f Griinwald-fþróttaskólanum fyrir leikinn og bjuggum okkur þar undir átökin. En konurnar okkar, vinkonur og kærustur, fengu ekki eins góðan aðbúnað. Knattspyrnu- sambandið hafði verið beðið að greiða götu þeirra f Miinchen, en þcgar þær komu þangað kom í Ijós að það hafði ekkert verið hugsað fyrir þeim. Þær áttu að búa f einhverjum skúmaskotum þar sem engum manni var bjóð- andi að búa. Þegar við fréttum þetta fengum við Robert Schwan, framkvæmdast jóra Bayern Múnchen, til þess að ganga f mál- ið, og koma konunum fyrir á sæmilegum hótelum í Múnchen. Það fór í taugarnar á mönnum að þurfa að standa í þessu stappi rétt fyrir úrslitaleikinn. Brigitte konan mín og ég áttum heimili okkar í grennd við íþróttaskólann og við buðum leikmönnunum og konum þeirra heim til okkar, svo og Schön þjálfara. í fyrsta sinn frá því að keppni heimsmeistara- keppninnar hófst slökuðu menn svolitið á. Spenningurinn hvarf smástund meðan við dvöldum heima hjá okkur. Þrátt fyrir allt höfðum við komizt í úrslit, og enginn hafði náð verulega að ógna okkur. Auðvitað stefndum við að þvf að verða heimsmeistar- ar. í London höfðum við orðið í öðru sæti, í Mexíkó í þriðja sæti. Nú gátum við orðið „bara“ í öðru sæti og það fyrir framan okkar eigin áhorfendur. Mér fannst spurningin vera um allt eða ekki neitt. Eftir leikinn f London vissi ég hvernig manni líður f slfkum úrslitaleik. Nú var bikarinn aðeins f seilingarfjar- Iægð — það þurfti aðeins að vinna til hans og hafa hann með sér heim. Ég hafði strikað undir 7. júlí á dagatalinu mínu. Hvað myndi sá dagur bera í skauti sér? Leikaðferð okkar byggðist auð- vitað mikið á því að stöðva hinn hættulega Hollending, Johan Cruyff. Hann var tvímælalaust bezti leikmaður hollenzka liðsins. Við vorum sammála um að fela Berti Vogts það hlutverk að gæta Fyrirliði heimsmeistar- anna hampar eftirsðttum verðlaunagrip. hans sérstaklega. Hann var sterk- astur og úthaldsbeztur af okkur. Hann hafði verið valinn „Knatt- spyrnumaður ársins" í Þýzka- landi. Berti Vogts var okkar tromp á Johan Cryuff. En leikurinn þróaðist öðru vfsi en við höfðum ætlað. Við höfðum næstum því ekki komið við knött- inn, þegar Hollendingar voru komnir í 1—0 forystu. Þegar í fyrstu sókninni var Cruyff felld- ur í vftateigi okkar. Enski dómar- inn Jack Taylor benti á vítapunkt- inn. —Helvítis vitleysa, skrækti ég. Dómarinn horfði alvarlegur á mig og setti fingurinn á munninn. Auðvitað gat ég ekki haft áhrif á það hvort hann dæmdi víta- spyrnu, en á þessari stundu hugs- aði ég um það að ef til vill myndi það virka á dómarann ef ég mót- mælti. Johan Neeskens tók spyrn- una og við sáum knöttinn þjóta í markið án þess að Sépp Maier ætti möguleika 1—0. í huganum var ég i London á þessari stundu. Þá vorum við úti- liðið og náðum forystu 1—0, en svo fór að lokum að heimamenn, Englendingar, sigruðu. —Vertu ekki hræddur, það eru 89 mínútur eftir af leiknum, hugsaði ég. Og hefðum við ekki einmitt rætt um það fyrir leikinn að Cruyff var helmingurinn af hollenzka liðinu og það hættu- legri helmingurinn, er hætt við að ég hefði misst móðinn við þetta. Berti Vogts sem hafði orðið fyr- ir þvf óhappi að bregða Cruyff kallaði til mfn. — Við fáum tæki- færi, vertu viss. Og það kom líka á daginn. Hol- lendingarnir virtust slaka á eftir þessa óskabyrjun sína. Vogts gætti Cruyffs af slíkri hörku og ákveðni að hollenzka liðið virkaði brátt óstyrkt. Þeir voru alltaf að kalla eitthvað til Vogts og dómar- ans. Skyndilega var Bernt Hölzen- bein kominn inn i vítateig Hol- Uli Höness stöðvar Johan Cruff ðlöglega þegar á fyrstu mlnútu leiksins. Ur vftaspyrnunni náðu Hollendingar svo forystu 1—0. Tveir hinir stóru frá síðustu heimsmeistarakeppni eig- ast við Johan Cruyff (nr. 14) og Franz Beckenbauer, sem þarna virðist vera að segja Cruyff tii syndanna. lendinganna, — hann reyndi að teygja sig f knöttinn, en Hollend- ingurinn setti fótinn fyrir hann og þá lét Hölzenbein sig sam- stundis falla. Ég þekkti hann — hann var sérfræðingur í þessu og hafði oftsinnis leikið slíkt áður með góðum árangri. Við í Beyern Múnchen höfðum einu sinni verið rændir sigri í leik, einmitt með slfku bragði hans. Ég sá hvað gerðist og hrópaði upp yfir mig „bravó“. Og við fengum dæmda víta- spyrnu. Paul Breitner gekk fram. Ég hefði ekki viljað vera í hans sporum á þessari stundu, en Paui er þekktur fyrir að láta ekkert á sig fá þegar knattspyrna á í hlut. I leiknum gegn Chile hafði hann skorað mark fyrir okkur með langskoti og það var eina mark þess leiks. Hið sama hafði hann leikið f viðureign okkar við Júgó- slava. Alltaf þegar mest á reið kom Paul eins og frelsandi engill. Einnig að þessu sinni. Ný tala kom á ljósatöfluna 1—1. Og svo... rétt fyrir leikhlé var Gerd Miiller á ferðinni. Þrátt fyr- ir að hans væri mjög vel gætt af Hollendingunum komst hann í færi og skot hans fór rétta boð- leið. Markvörður Hollending- anna, Hungbloed, hreyfði sig tæp- ast eftir skoti Múllers, svo snöggt og óvænt var það. Staðan í leikn- um var allt i einu breytt. Við vorum með trompin á okkar hendi. Meira að segja Cruyff sá að dæmið hafði snúizt við. Þegar við gengum f búningsherbergin til leikhlésins kallaði hann ókvæðis- orð að mér og Berti Vogts, svo og til áhorfendanna. Dökkt hár hans hékk svitaklístrað niður í andlitið á honum. Þegar hann sneri sér að dómaranum og ætlaði að fara að skamma hann mætti hann þó of- jarli sfnum. Jack Taylor fór niður f vasa sinn og sýndi Cruyff sfðan gula spjaldið. — Ef þú segir eitt einasta orð í viðbót færð þú ekki að leika með f seinni hálfleik, sagði Taylor. í leikhléinu drukkum við ánægðir teið okkar og töluðum um að við mættum ekki gefa okk- ur f seinni hálfleiknum. t seinni hálfleik höfðu Hollend- ingar leikinn i hendi sér, ekki sízt á miðjunni þar sem ég var. Hvað eftir annað var mikið um að vera inni f vítateig okkar en Sepp Maier hirti allt. Margar nætur eft- ir úrslitaleikinn heyrði ég fyrir mér hrópin i honum. — Frá — framar — hopa, taka manninn! Fyrstu tíu minútur seinni hálf- leiks réðu úrslitum að minum dómi. Ég var viss um að fengjum við ekki mark á okkur þá mynd- um við vinna leikinn. (Jt undan mér sá ég að Schön landsliðsþjálf- ari brosti. Það hafði hann ekki gert f London, ekki einu sinni þegar við höfðum forystu f leikn- um. Því ber ekki að neita að Hol- lendingarnir áttu frábær tæki- færi í seinni hálfleik. Aldrei þó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.