Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRUAR 1977 13 ALYKTUN ut af Víkurfundi BLAÐINU hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning: Á fundi hreppsnefndar Hvammshrepps, sem haldinn var I Vík 21. janúar s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun og ákveðið að senda hana á öll heimili i hreppnum: 1. Hreppsnefnd Hvammshrepps mótmælir harðlega framkomnum fullyrðingum, sem nokkrir íbúar hreppsins hafa skrifað undir, — og skrifum þess efnis, að sveitar- stjórnir I Hvamms- og Dyrhóla- hreppi hafa boðið fram land undir álver við Dyrhólaey. Hér með er þvl lýst yfir að hvorki hefur neitt verið samþykkt né boðið varðandi þetta, af hálfu hreppsnefndar, og verður ekki gert án undangenginnar almennr- ar atkvæðagreiðslu meðal allra hreppsbúa. 2. Hinn 8. janúar s.l. var hald- inn fundur i Vík að frumkvæði formanns og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga i Suður- landskjördæmi. Til fundarins voru boðaðir allir sveitar- stjórnarmenn i Hvamms- Dyrhóla- og Austur- Eyjafjallahreppi, oddvitar allra hreppa austan Mýrdalssands, Einar Oddsson sýslumaður og Jón Helgason alþingismaður. Á fundinum voru ræddar hug- myndir um hafnargerð við Dyr- hólaey eða annars staðar á Suður- landi með tilliti til stóriðju og bygging álvers helzt nefnd sem forsenda hafnargerðar. 3. Lengi hafa Skaftfellingar þráð að eignast höfn og með henni séð þann draum rætast að þurfa ekki lengur að horfa á eftir unga fólkinu til annarra lands- hluta sökum fábreytts atvinnulifs I heimabyggð. Margt bendir hins vegar til þess að seint eða aldrei verði byggð örugg ný höfn á suðurströnd landsins nema til komi annað og meira en útræði. Sveitarstjórnarmenn I Hvamms- hreppi hafa auk þessa haft þung- ar áhyggjur af þvi alvarlega ástandi, sem skapast um næstu áramót, þegar starfsemi loran- stöðvarinnar I Reynisfjalli verður lögð niður. Fyrir Víkurkauptún með sína tæpu 400 Ibúa yrði það ekki ósvipað og verksmiðjur Sam- bandsins á Akureyri hættu starf- semi sinni. Hreppsnefndin hefur þegar gert opinberum aðilum grein fyrir þessu en gerir jafn- framt þá sjálfsögðu kröfu til sjálfrar sin og heimamanna allra að fresta ekki lengur að leita i Framhald á bls. 33 ERUM FLUTTIR I NYJA p°b FRYGGVABRAUT 18-20 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR AKUREYRI PÓSTHÓLF 558 SÍMI (96)22500 Okkar salur er ekki dýrari... enhamereimságkesilegasti! Næst þegar þér þurfið á húsnæði að halda fyrir veislur eða hverskonar mannfagnað, skuluð þér athuga hvort Þingholt hentar ekki þörfum yðar. Leitið upplýsinga. Sími 21050. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI 21011 81 S 2 Z '5 0 Eftir gagngerar breytingar opnum við aftur bensínafgreiðsluna að Brúarlandi í Mosfellssveit Bílaperur, bónvörur, ferðavörur, rafkerti, verkfæri, vetrarvörur, þurrkublöð og öryggi. Starfsfólk okkar aðstoðar þig við vöruval. ESSO þjónusta Ártúnshöfða Borgartúni Brúarlandi Hafnarstræti Nesvegi Reykjavíkurvegi Stórageröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.