Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRUAR 1977 IIANN heitir Hovhanness I. Pilikian og þykir einn fremsti leikstjóri Bretlands á sfgildum leikhúsverkum ( dag. Hann er þrjátíu og fjög- urra ára, kvæntur bandarískri konu og á tvo syni. Fram á þennan dag hefur hann leikstýrt bæði fornri klasslk og nútfmaverkum og skipta þau orðið tugum. I London, en hann lærði við Royal Academic og Dramatic Art, fór hann fyrst að vekja verulega athygli upp úr 1970 og þá fyrir leikstjórn sína á grlskum, sfgildum verkum eins og Electru eftir Euripides, en fyrir hana útnefndi skozka sjónvarpið hann bezta leikstjóra ársins 1971. Hann þykir brautryðjandi í algerlega nýrri túlkun á grískri klassík, sem þykir ólfk allri fyrri túlkun á slfkum verkum og hefur vakið geysilega athygli, eins og glögglega kemur f Ijós 1 gagnrýni stórblaða á heimaslóðum hans. Ilefur hann fengið þá dóma að vera mest spenn- andi ungi leikstjórinn við brezka leikhúsið um þessar mundir. Arið 1972 var honum boðið til Bandarfkjanna til þess að leikstýra nútfmaverki eftir verðlaunahafa frá Harward, William Alfred. Leikrit það hét Agamemnon og var stór sigur bæði fyrir leikstjóra og leikritahöfund. En f hlutverkum voru margir frægir leikarar frá Broadway. 1974 leikstýrði hann Ödipus konungi eftir Sófókles og þar gerði Ralph Koltai leikmynd, sem hann fékk m.a. gullverðlaunin í Prag fyrir árið 1976. En Koltai þykir einn fremsti leikmyndagerðarmaður Bretlands f dag. Þetta sama ár leikstýrði Pilikian Ræningjunum eftir Schiller og var það í fyrsta sinn, sem leikritið var flutt á enska tungu, f Bretlandi og þá einnig í fyrsta sinn, sem tvö aðalhlutverkin voru leikin af sama leikaranum. Pilikian er einnig stofnandi og listrænn leiðbeinandi tveggja fyrir- ta'kja, sem eru bæði mjög frumleg, annað heitir „Hana-no Naturalistic Mask Theatre Company," og hefur sú stofnun átt frumkvæðið að nýrri notkun leikgrfma innan leikhússins sem eru f stfl Hellena forðum. Hin stofnunin heitir „Cervantes Players" og er það eina leikfélagið f Evrópu, sem eingöngu samanstendur af negrum. Auk þess að leikstýra. kenna og halda fyrirlestra, er hann sjálfur að skrifa doktorsritgerð um „Lé konung“ eftir Shakespeare við Lundúna- háskóla. Ilann hefur svo og skrifað þrjár bækur um verk Shakespeares og hét sú fyrsta „My Ilamlet", en hana skrifaði hann nftján ára gamall. Hann hefur verið fenginn til að skrifa formála um Max Reinhardt f nýjustu útfáfu „Encyclopedia Britannica". Ilann hefur haldið fyrirlestra um leikhústækni f Hollandi, Dan- mörku, Þýzkalandi og vfðar, og talar fimm tungumál reiprennandi. Og nú þer þessi maður kominn til tslands til þess að leikstýra vcrkinu, sem hann er að skrifa doktorsritgerð um, þ.e. Lé konungi, sem verður frumsýnt f Þjóðleikhúsinu f byrjun marz. /Lfingar hafa nú verið f fullum gangi sfðan fyrir áramót en aðstoðarleikstjóri er Stefán Baldursson. Leikmynd gerði Ralph Koltai, sem getið er hér á undan, en hann kom til tslands f janúar, en stóð stutt við og er væntanegur aftur fyrir frumsýningu Pilikian kom hins vegar til landsins f desember og verður hér fram yfir frumsýningu á Lé. Mér bárust spurnir af þvf einhvern tfma fyrst f janúar, að til Þjóðleikhússins væri kominn einhver furðufugl, sem gerði f þvf að taka leikara fyrrnefnds leikhúss á taugum, spryrði hann þá spjörunum úr (mjög persónulega) og sálgreindi þá sfðan. Ég er armenskur. . . Sjálf hitti ég Pilikian á Mokka eigi alls fyrir löngu og spurði hann spjörunum úr og var það auðvelt, því hann er fljótur til svara og eigi stirt um mál. Hann er maður fremur lágur vexti, þrekinn, dökkur yfirlitum með svart skegg. Það leynir sér ekki að hann er ætt- aður einhvers staðar austar að en frá Bretlandi, þótt hann hafi slitið barnsskónum þar og sé þar búsettur. ,,Ég er fæddur í London þann 15. apríl 1942, á sama afmælis- dag og Leonardo da Vinci. Ég er armenskur. Leonardo da Vinci fór til Armeníu einhvern tíma á endurreisnartímabilinu og þaðan flutti hann með sér hugmyndir, sérstaklega í sam- bandi við arkítektúr, sem höfðu mikil áhrif á allt endurreisnar- tímabilið. Armenía er ein elzta kristna þjóðin í heiminum. Öll þjóðin tók kristna trú árið 301 eftir Krist. Fyrsta dómkirkjan var reist í Konstantinópel, það er Ava Sophia kirkjan, byggð af armenskum arkitekt að nafni Dertad og frá þessari dóm- kirkju drógu margir renessancemenn lærdóm sinn og hugmyndir. P'oreldrar mínir voru bæði fædd og uppalin í Armeníu. Þau flúóu þaðan eins og megin- þorri þjóðarinnar, þegar Tyrkir hertóku landið og brytjuðu fólk niður árið 1915. Þá var sagt að Efrat, fljótið, sem rennur yfir sýrlenzku eyðimörkina, væri roðið armensku blóði. Faðir minn var sex ára að aldri og flótti hans stóð í þrjú ár. Það var eiginlega kraftaverk að hann skyldi ná til Austurlanda nær, eða nánar tiltekið til ír- aks. Móðir mín komst til Grikk- lands, þar sem þau svo siðar kynntust. Sem þjóðflokkur hafa Ar- menar alltaf verið mjög hjátrú- arfullir. Þeir eru einnig mjög friðsæl þjóð, sem alltaf hefur orðið fyrir barðinu á nær- liggjandi þjóðum. Fyrst voru það Rómverjar, síðan Tyrkir og svo Rússar. Þar voru aldrei jarðskjálftar fyrr en eftir inn- rás Tyrkja, þá varð ofsalegur jarðskjálfti í hinni fornu höfuð- borg Armeniu, Van, og litu. Ar- menar á það sem Guð væri að refsa á Tyrkjum. Ég er stoltur af uppruna mín- um, sérstaklega þegar mér verður hugsað til þess, að Ar- menar eru eina forna þjóðin, sem ekki hefur ráðizt á aðra. Aldrei! Armenar sem kynþátt- ur eru ljúfir, vingjarnlegir og friðsamír. Kannski er ást okkar á friði stór galli. Þegar tyrk- neska heimsveldið fann mátt sinn dvína í byrjun þessarar aldar, en Armenía hafði lengi verið hjarta þess, þá get ég ímyndað mér að Enver, for- sætisráðherra Tyrkja, hafi fyrirskipað að Armenum yrði útrýmt með öllu, einn fengi að lifa og yrði sá notaður sem safn- gripur. Ætlunin var að þurrka Armena úr sögunni, en það tókst ekki. Þetta voru nákvæm- lega sömu áætlanir og hjá Hitl- er 1935 með Pólland, hann hef- ur eflaust hugsað með sér: Hví skyldi ég hafa áhyggjur af „Þetta er ég, Hovhanness I. Pilikian — geislandi af húmor og lífsþrótti," sagði hann þegar hann sá þessa mynd af sjálfum sér. Þjóð- félag okkar er gjörðum mínum. Heimurinn gleymir fljótt. Hann hefur þeg- ar gleymt Armeníu.” Enginn er spámaður í sínu föðurlandi — Og nú býrðu í Bret- landi? Hann hlær og segir: „Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Ekki þú, ekki ég og ekki þeir stóru. Þeir, sem ekki fara að heiman, gera aldrei nein stór- virki — verða aldrei miklir listamenn. Ég talaði um Leonardo da Vinci áðan, en þetta á einnig við um James Joyce, Picarso — þeir voru í eilífri útlegð. Shakespeare for frá Stratford til London, í þá daga var það löng leið. Og Leonardo da Vinci fór f tiu ára útlegð til Armeniu. En ég er ekki að tala um mig sem spámann, því ég er ekki listamaður. Ég er leikhúsmaður og ég valdi leikhúsið af marg- vislegum ástæðum. Sú stærsta er líklega sú, að leikhúsið er vettvangur til þess að kanna ofan í kjölinn öll mannleg sam- skipti. Leikhúsið er spegilmynd af lifinu. Það er ekkert til dá- samlegra en mannleg sam- skipti, eða réttara sagt, það ætti ekki að vera til neitt dásam- legra en mannleg samskipti, en því miður er heimurinn eins og hann er, vegna þess að sam- skipti manna eru ekki eins og þau ættu að vera. Við mótumst af því viðmóti og þeirri ást, sem við mætum í æsku, ekki rétt? Ástæðan fyrir öllu þvi ruglaða fólki, sem mað- ur mætir á lifsleiðinni, er sú, að það hefur ekki notið ástar for- eldra sinna f æsku. Það hefur ekki verið elskað jafn mikið af báðu foreldri, eða það hefur elskað annað foreldri sitt meira. Sem barn var ég elskaður jafn mikið af báðum foreldrum mínum, en þau eru mjög ólik. Allt, sem ég hef öðlazt hingað til í lifinu, er þeim að þakka. Pabbi er húmanisti. Sumir mundu kalla hann fifl, svona eins og fíflið í Lé konungi. Ef einhver biður hann ölmusu veitir hann þeim hinum sama ásjá, sama hversu illmögulegt er að leysa vandann. Hann læt- ur aldrei neinn synjandi frá sér fara. Móðir mín er aftur á móti hagsýn. Hún segir hluti, sem hitta alltaf beint í mark. Konan mín er mjög lík móður minni. Ég álít að misskipt ást foreldra sé undirstaða allra sálrænna byggt á lygi Rætt viö , leikstjórann Hovhanness I. Pilikian „Þjóðfélagið, sem gerir það að verkum, að sumir drekka, aðrir eru reiðir, verða brjálaðir eða fremja sjálfsmorð." Ljósmyndir: RACiNAH AXELSSON og KRISTINN ÖLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.