Morgunblaðið - 12.03.1977, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.03.1977, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Hafnarfjörðun Einar Bollason krefst tæpra 40 milljóna vegna brottvikningar úr starfi Á þriðjudaginn voru þingfest fyrirj bæjarþingi Hafnarf jarðar tvö mál. sem Einar Bollason kennari höfðar vegna meintrar ólögmætrar brott- vikningar úr starfi forstöðumanns Námsflokka Hafnarfjarðar Gerir Ein- ar bótakröfur samtals að upphæð 39.200.036.00 krónur. í fyrra málinu stefnir Einar bæjar- sjóði Hafnarfjarðar og er launakrafa krónur 24 200 036 00 en krafa vegna miska og röskunar á stöðu og högum 10 milljónir króna Samtals eru þetta krónur 34 200 036 í seinna málinu stefnir Einar Bolla- son meirihluta skólanefndar Hafnar- fjarðar sem samþykkti brottvikning- BÆJARSTJÓRN H: fnarf jarðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Miðfelli og Loftorku um undirbúning og lagningu malbiks á 26 götur 1 Hafnarfirði ( sumar, alls um 52 þús ferm. Samkvæmt upplýsingum Kristins Guðmunds- sonar, bæjarstóra sendu bæði fyrrgreind fyrirtæki tilboð I verk- ið og var útboðið tvfþætt. Urðu fyrirtækin lægri sitt á hvað f báða verkhluta og var þvf ákveðið að taka tilboðum beggja, en hvort tilboð um sig er um 35 millj. kr. Gengid frá útboði röskl. 3.8 milljarða erlends láns tSLENZKA rfkið hefur gengið frá útboði á erlendu láni meðal nokkurra banka- og lánastofnana en undir forustu Westdeutsche Landesbank. Davfð Ólafsson, seðlabankastjóri, staðfesti þetta f samtali við Morgunblaðið f gær og kvað hann útboð þetta vera f samræmi við framkvæmda- og fjárhagsáætlun rfkisins, svo og lánsfjáráætlunina. Upphæð þessa lánsfjárútboða er 20 milljón Bandaríkjadalir eða tæplega 3840 þúsund milljónir króna og er gert ráð fyrir að lánið verði með 8% vöxtum til 10 ára en vaxtagreiðslur hefjist 1980. Aðrir bankar, sem útboð þetta nær til, eru Banque Bruxelles Lambert s.a., Credit Commercial de France, Credit Suisse White Weld ltd., First Boston (Europe) Ltd., Kredietbank s.a. Luxembourgoise, Den Norske Creditbank og Skandinaviska Enskilda banken, að því er AP- fréttastofan hermir i gær. una, þeim Oliver Steini Jóhannessyni, bókaútgefanda, Páli V Danielssyni for- stjóra og Vilhjálmi Skúlasyni, prófess- or Er (3ess krafizt, að þeir sæti hámarksrefsingu samkvæmt 236 grein laga nr 1 9/ 1 940 (þ e almenn- ra hegningarlaga) og til vara sam- kvæmt 235 grein sömu laga, fyrir ærumeiðandi ummæli um stefnanda i bókun nefndarinnar 22 9 1976 Þess er krafizt, að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, krafizt er 5 milljón króna miskabóta og ennfremur er krafizt greiðslu vegna birtingar dóms og málskostnaðar Lögmaður Einars Bollasonar er Ingv- ar Björnsson hdl Göturnar, sem verða malbik- aðar í sumar, eru i Norðurbæn- um, Miðbænum og suður á Hval- eyrarholti. Framkvæmdir hefjast i næsta mánuði, en verkinu á að vera lokið i júlí. Árni Grétar Finnsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, sagði í sam- tali við Mbl., að þetta yrðu aðal- framkvæmdir Hafnarfjarðar- kaupstaðar í sumar. „Hitaveitan er komin I meginhluta bæjarins,“ sagði Arni Grétar, „endurnýjuð vatns- og skólplögn og nú er komið að þvi að leggja varanlegt slitlag á göturnar i bænum og þetta er framhald af stefnu nú- verandi bæjarstórnarmeirihluta um Iagningu hitaveitu og síðan varanlega gatnagerð. Reiknað er með að ljúka þessu verki á fáein- um árum og um þetta hefur verið einhugur i bæjarstórn“. Stálu neyðar- hlutum úr björg- unarbátum Akranesi 11. marz. SÁ Furðulegi atburður gerðist hér eina nóttina að björgunarbát- ur sementsferjunnar var rifinn upp og úr honum stolió árunum, loftdælunni og viðgerðarbótum, sem allt eru lífsnauðsynlegir hlut- ir ef voða ber að höndum. Það má segja að skammarstrikin gerast viðar en í útlöndum. — Júlfus. Fituinnihald loðnunnar komið niður fyrir 5% Fituinnihald minnkar nú með hverjum deginum sem líður og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Emiliu Marteinsdóttur, efna- fræðingi hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, þá er fitan nú komin niður fyrir 5%. Þá hefur þurrefnisinnihald loðnunnar einnig minnkað á allra síðustu dögum og er nú 15,6%—15.8%. Krafla: Enn gliðn- ar og hækkar landið FJÖLDI skjálfta á Kröflusvæðinu hefur verið um 120 á sólurhring s.l. 5 sólarhringa, en sfðasta sólar- hringinn voru þeir 121. í samtali i gærkvöldi við Axel Björnsson jarðeðiisfræðing hjá Orkustofnun, sagði hann að land- ið héldi áfram að smá gliðna á þessu svæði og smá hækka. „Stöðvarhúsið heldur sínu striki á uppleið," sagði Axel, „og þar með landið. Sprungur á Leirhnjúkssvæðinu gliðna með heldur meiri hraða nú en fyrir síðasta sig og við biðum bara eftir þróun mála.“ Blásara- kvintett á háskóla- tónleikum á morgun Á MORGUN, sunnudag, verða sjöttu háskólatónleikar vetrarins haldnir i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Þar flytur blásarakvintett tónlist eftir Jón Ásgeirsson, Anton, Reice og Jean Francaix, en kvintettinn skipa Sigurður Snorrason, klarinett- leikari, Kristján Þ. Stephensen, óbóleikari, Hafsteinn Guðmunds- son flautuleikari, Manuela Wiesler, flautuleikari, og Stefán Þ. Stephensen, sem leikur á horn. Áður hafa þessir hljóðfæra- leikarar leikið saman opinberlega og hyggja þeir á frekara tónleika- hald á næstunni, m.a. á Akureyri. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 17 og fást aðgöngumiðar við innganginn. 13 lestir af þorski í línuróðri Akranesi 11. marz. VÉLSKIPIÐ Grótta, sem enn er gert út með veiðar á línu, aflaði rúmlega 13 lesta, mest góðs þorsks, í síðasta róðri. Aðrir línu- bátar eru byrjaðir veiðar með þorskanetum. Grótta beitti nýrri loðnu. Togarinn Krossvík kom úr veiðiferð í gær með 80 lestir og togarinn Haraldur Böðvarsson kom í morgun með 110 lestir af blönduðum fiski. Þórður Öskars- son h.f. hefur keypt vélskipið Fagurey frá Grundarfirði. SFA- verksmiðjan hefur nú tekið á móti um 19. þús. lestum af loðnu og bíða nú 4 skip eftir löndun. Reykjafoss tekur hér loðnumjöl í dag til útflutnings. — Júlfus — Synti aftur . . Framhald af bls. 32 var við þá, stökk hann umsvifa- laust fyrir borð. Synti hann eins og langt og við sáum út f buskann en mikill sjór var og stormur. Nokkru seinna þegar vélin komst í gang aftur, urðum við varir við að minkurinn skauzt með báru inn um lensportið á síðunni og skauzt fram undir hvalbak. Þar gáfum við minknum fisk að éta og var hann hinn hressasti eftir volk- ið. Minkurinn er ennþá um borð og skipsmenn gefa honum fisk sem hann þiggur með mestri ánægju. Báturinn liggur í höfn í dag en ekkert fararsnið er á minknum. — Páll. — Tíu fyrir einn Framhald af bls. 23 tjáð sér, að hann yrði meðal þeirra fyrstu sem teknir yrðu af lífi ef málin æxluðust í þá átt. „Þeir reyndu að hræða okkur og friða til skiptis", sagði Simon. Á skyrtu hans voru blóðblettir en þeir stöfuðu af sárum annars gísla. Simon sagði, að endalokin hefðu komið fyrirvaralaust, og hefðu þau orðið með þeim hætti að mannræningarnir höfðu sig skyndilega á braut: „Einhver kallaði „beygið höfuðið niður“ og svo blasti undursamleg sjón við. Lögreglan gekk inn í her- bergið.“ sagði Bernard Simon. Eins og fram hefur komið í fréttum hófst umsátrið í þremur húsum í Washington á miðvikudagsmorgun. Að um- sátrinu stóðu félagar I múhameðstrúarsöfnuðinum Hanafi í hefndarskyni fyrir morð á fjölskyldu safnaðarleið- togans, Hamas Abdul Khaalis, árið 1973. — Menn sammála Framhald af bls. 2 þessum fundi hefði verið í sam- bandi við alþjóðahafsbotns- svæðin. Átökin voru á milli þróunarlandanna og iðn- þróunarríkjanna. Menn voru sammála um að stofnuð yrði Alþjóða hafsbotnsstofnun með þingi og ráði og öðru, sem slíkri stofnun fylgir. Þróunarlöndin hafa litð svo á að þessi stofnun hefði ein völd til þess að vinna auðlindir á alþjóðahafsbotns- svæðunum, en hinir hafa viljað, að a.m.k. til að byrja með hafi einstök ríki og fyrirtæki aðgang að botninum. Þetta stríð um tilhögun þess- ara mála hefur staðið í mörg ár, en nú hefur málið þróazt þann- ig að menn eru sammála um að næstu 25 ár verði farinn milli- vegur, þannig að einstök ríki og fyrirtæki hafi aðgang að helm- ingi þess svæðis, sem um er að ræða. Menn hafa verið sam- mála um að stofnunin yrði sett á fót, en deilumálið hefur staðið um hver völd hennar verði. Hans kvað nýja ráð- stefnu eftir 25 ár mundu verða að taka ákvörðun um það hvort þessi stofnun fengi allt svæðið til umráða eða ekki. Þá er jafn- framt gert ráð fyrir því að stofnunin munu úthluta vinnsluleyfi á auðæfum hafs- botnsins til landa, fyrirtækja eða aðila, sem áhuga hafa á. Hans G. Andersen kvað menn sammála um að þessi fundur í Genf hefði þau áhrif að hann myndi spara mikinn tíma. Yfir- leitt kvað hann gott hljóð í mönnum eftir fundinn. — Zaireher Framhald af bls. 1. Zaire-blaðið Salovio sakar er- lenda yfirboðara Aogstinho Neot Angólaforseta um að hafa staðið að árásunum, en í fréttum frá Zaire er ekkert sagt um þjóðerni málaliðanna og yfirvöld neita að segja hvort um Kúbumenn er að ræða. Stjórn Zaire hefur sent bréf til Kurt Waldheims, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, en aðalfulltrúi landsins hjá SÞ, Umba Di Lutete, segir að hér sé ekki um formlega kæru að ræða eða beiðni um fund í öryggisráðinu, þótt stjórnin áskilji sér rétt til að fylgja málinu eftir ef nauðsynlegt reynist. 1 Washington sagði bandariska utanríkisráðuneytið að fréttir hermdu að árásarmennirnir hefðu tekið sjö bandaríska trúboða til fanga Þeir eru í stofu- fangelsi I Kapanga samkvæmt fréttunum og þá mun ekki hafa sakað. Þeir eru átta samkvæmt öðrum fréttum og hafa óskað eftir að verða fluttir úr landi. Zaire-stjórn skýrði frá innrás- inni í gær og sagði að málaliðar hefðu sótt inn i landið tveimur eða þremur dögum áður. Fréttastofa Zaire sagði að Mobutu forseti hefði talið her sinn á að stilla sig um að gera hefndarárás á Angóla. Hins vegar er haft eftir heimildum í stjórn Zaire að ólíklegt sé að fyrir hendi séu nægar eldsneytisbirgðir á svæðinu sem ráðizt var á til um- talsverðra hernaðaraðgerða. Mobutu sagði að hann vildi „hundsa Angóla" og finna diplómatíska lausn. Hann kvaðst mundu leggja málið fyrir Sam- einuðu þjóðirnar, Einingarsam- tök Afríku og „vissa leiðtoga vin- teittra ríkja“. Samkvæmt sumum heimildum í Zaire var árásin gerð til að reyna að ná mikilvægum koparnámum um 250 km frá Dilolo í Kolwezi i þann mund sem viðreisnarbarátta sé að hefjast i efnahagsmálum Zaire. Samkvæmt öðrum heimild- um var árásin gerð til að hefna árásar sem sagt er að Zaire-menn hafi gert á bæ í Angóla í febrúar. — Gíslarnir Framhald af bls. 1. fimm félaga hans á efstu hæð byggingar B’nai B’rith. Hinir gíslarnir voru i haldi í bænahúsi múhameðstrúarmanna og ráðhúsi Washington. Khaalis hafði varað við blóðsút- hellingum ef ekki yrði gengið að kröfum hans. Hann krafðist þess að fimm múhameðskir blökku- menn, sem voru handteknir fyrir morð á sjö Hanafi-mönnum i Washington 1973 yrðu færðir á hans fund ásamt heimsmeistaran- um í hnefaleik, Muhammed Ali, og múhameðska blökkumanna- leiðtoganum Wallace Muhammed. Að þessum kröfum var ekki gengið en sýningar á kvikmynd um spámanninn Múhameð voru stöðvaðar að kröfu hans. Walter Washington, borgar- stjori Washington, slapp af þeirri hæð ráðhússins sem mann- ræningjarir Iögðu undir sig og var sigri hrósandi þegar hann skýrði frá málalyktum í dag. „134 hafa verið látnir lausir og geta farið til fjölskyldna sinna og ég er hamingjusamur. Þetta er mikill dagur fyrir okkur alla.“ Washington borgarstjóri lauk miklu lofsorði á framlag sendi- herranna og sagði að þeir og Maurice Cullinane lögreglustjóri ættu heiðurinn af því að gíslunum var bjargað. Carter forseti hrósaði einnig sendiherrunum, Ardeshir Zahedi frá íran, Ashraf Ghorbal frá Egyptalandi og Sahabzada Yaqub- Khan frá Pakistan. Forsetanum var skýrt frá gangi mála meðan á umsátrinu stóð en breytti i engu áætlunum sinum þótt byggingarnar væru i innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hvíta húsinu. Einn maður, útvarpsfrétta- maðurinn Maurice Williams beið bana i ráðhúsinu og 10 særðust þar og i byggingu B’nai B’rith. Khaalis var leyft að fara til konu sinnar i dag en honum var bannað að fara út fyrir Washing- ton án leyfis. Honum var skipað að afhenda vegabréf sitt á mánu- dag og bannað að bera vopn. Hann féllst á að forðast alla aug- lýsingastarfsemi áður en réttar- höld hæfust. Cyrus Vance utanríkisráðherra þakkaði sendiherrunum innilega framlag þeirra i dag og sagði að utanrikisráðuneytið hefði beðið þá að ræða við Khaalis til að reyna að binda enda á umsátrið án blóðsúthellinga. „Þeir náðu frábærum árangri," sagði Vance. Fóstbræðrakonur verða með kökubasar og Flóamarkað f Féfagsheimili Fóstbræðra Langholtsvegi 109—111 sunnudag 13. marz kl. 2 e.h. Á Flóamarkaðnum verður mikið af góðum fatnaði bæði nýjum og notuðum og margir góðir munir. Hafnarfjörður: 26 götur malbik- aðar í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.