Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 30

Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Fiskibátar — skemmti- bátar Við útvegum fjölmargar gerðir og stærðir af fiski- og skemmtibátum byggðum úr trefjaplasti. Stærðir frá 19.6 fetum uppí 40 fet. Ótrúlega lágt verð. Sunnufel/ h. f. Ægisgötu 7 S/'mi 11977 box 35 Reykjavík Mosfellssveitungar Byggingavöruverzlunin er hætt störfum. Þökkum viðskiptamönnum okkar og velunnurum samstarfið á liðnum árum. Markho/t h. f. landbúnaður Auglýsing Jörðin Urðarbak Þverárhreppi V.-Hún. er til sölu og laus til ábúðar frá næstu fardögum. íbúðarhús er á jörðinni, tún 19,4 ha, fjárhús yfir 250 fjár. Tilboð sendist oddvita Þverárhrepps fyrir 10. apríl, 1977. Jóhannes E. Levy. Hrísakoti. húsnæöi óskast Óskast til leigu Fjögurra manna fjölskylda, hjón með uppkomin börn, óska eftir að taka til leigu rúmgóða íbúð, raðhús eða einbýlishús, með a.m.k. þremur svefnherbergjum. Leigutími minnst tvö ár. Upplýsingar í síma 24965. Punktamót S.K.R.R. í alpagreinum 1977 verður haldið í Bláfjöllum helgina 19. og 20. marz. Keppt verður í svigi og stórsvigi fullorð- ina. Þátttökutilkynningar sendist til Sæmund- ar Óskarssonar S.K.R.R. fyrir 1 5. marz. Skíðadeild Ármanns. AKil.VSIMiA SÍMINN KR: 22480 — Skólastarf Framhald af bls 11 Samræmd próf eru aðeins i af- mörkuðum bóklegum greinum — bæði vegna þess viðhorfs sem nefnt var og vegna þess að nær útilokað er að prófa samræmt þær námsgreinar sem byggja meira á frumkvæði og sköpunargáfu nem- enda heldur en því að læra utanað flokkunarkerfi, nöfn á fyrirbær- um o.s.frv. Þar að auki eru alltaf einhverjir nemendur dæmdir fyrirfram til að verða undir, hversu mjög sem þeir streitast við, einfaldlega vegna þess að þeir eru mældir með sama mæli- tækinu — þeir eru hornir saman — prófið er búið til í þeim til- gangi að bera nemendur saman. Þetta er að sjálfsögðu skylt því að ætlast er til hins sama í grund- vallaratriðum af öllum nemend- um grunnskólans og helst á sama tima. ég tel að nauðsynlegt sé að rjúfa. Próf sem byggjast á samanburði eru takmörkuð mælitæki — mæla fyrst og fremst hve vel eða illa nemendum tekst að læra utanað hugmyndir annarra eða afla sér færni sem ákveðin er og skil- greind af öðrum en þeim sjálfum. Skólastarfið mótast af slikum prófum og verður að miklu leyti fólgið í utanaðbókarlærdómi. Þægilegast er að prófa svo nefnd- ar bóklegar greinar. Þessar grein- ar eru þvi kallaðar mikilvægustu greinarnar og öllum þröngvað til að leggja ofurkapp á ástundun þeirra. Skólastarfið verður ,,leiðinlegt“, enda allt of margir nemendur sífellt að fást vð við- fangsefni sem höfða ekki til áhuga og hæfileika þeirra. Aö auki er vonlaust verk fyrir stóran hluta þeirra að ná árangri og allir vita hve niðurdrepandi er að vinna verk og fá sífellt neikvæðan dóm annarra. Menntun er ekki nauðsynlega fólgin í að vera „vel að sér“ í bóklegum fræðum eða að hafa langt skólanám að baki. Menntun er að geta tengt á fjölbreytilegan og skapandi hátt þætti innan og á milli fjölmargra þekkingarsviða. Slíka menntun öðlast sumir í skól- um, en hún er ekki eingöngu fólg- in í að læra „grundvallaratriði“. heldur í fjölbreytilegri virkni: að hugsa, að tjá sig, að vega og meta, nota og skapa. Skólastarf sem ætl- ar lítinn tíma í slíka virkni stuðl- ar mjög takmarkað að menntun nemendanna. Það segir sig sjálft að skóli þar sem starfið miðast við samræmd próf getur varla orðið mennta- ■itofnun í þessum skilningi. þ.e. ■tcfnun sem gefur nemendum kost á menntun í þeirri merkingu sem lögð er í það orð hér að ofan. Hér er um að ræða vítahring sem LGKAORÐ Ég hef dregið upp mjög einfald- aða mynd af því vandamáli sem mér virðist þurfa að ræða hvað varðar námsmat í grunnskóla, sér- staklega hvað varðar samræmd próf. Ég tel að nýja prófa- og ein- kunnafyrirkomulagið við lok grunnskólans sé betra en það sem við höfðum áður. Samræmt rnat er minnkað, mat einstakra skóla aukið og fleiri fá tækifæri til fjöl- breyttara framhaldsnáms. Ég tel einnig að brevtingin sé í anda grunnskólalaganna en þau marka ákveðna stefnu um að revnt verði að koma til móts við hvern ein- stakling sem í grunnskólanum er. Mikillar umræðu er þörf um skólamál. Káir málaflokkar snerta fleiri einstaklinga í þjóðfélaginu. Höfuðatriöi er að sem flestir myndi sér skoðanir um skólamál- in — en þeír þurfa að vera mál- efnalegir. Fjölmiðlar eru leiöandi áhrifavaldur á skoðanamvndun i nútima þjóöfélagi og mikil áb.vrgð hvílir á þeim: sú að leitast við að draga fram kjarna málanna og skýra þau fvrir almenningi. — Alþjóðlegt gigtarár Framhald af bls. 10 góðra undirtekta landsmanna við fjáröflunina. En einnig má geta þess að gjafir til félagsins eru frádráttarbærar til skatts, svo siíkur stuðningur væri kær- komínn félaginu um leið og gef- endur styrktu mikið velferðar- mál. Fræðslustarfsemin mun halda áfram fram eftir árinu og er allt slfkt starf unnið í samvinnu við Gigtsjúkdómafélag Isl. lækna, sem starfað hefur hér síðan árið 1963. Við höfum einnig sótt um inn- göngu í Evrópusamband gigtar- félaga, sem er 30 ára á þessu ári, en með þátttöku í því munum við afla okkur ómetanlegra þekkingar og alþjóðlegrar aðstoðar eftir þvf sem f boði er á hverjum tíma. Alþjóðlegt gigtarár er að sjálf- sögðu haldið af knýjandi nauðsyn vegna þess, að sjúkdómurinn er stórt vandamál vfða um heim. Við íslendingar höfum heldur ekki farið varhluta af þessum sjúk- dómi, enda hefur hann hrjáð okkur allt frá landnámstíð. En frá sviði nútfma heilsugæslu er eitt stærsta vandamálið það, að gigtarsjúklingar skipta mörgum þúsundum hér á landi, en gallinn er sá að alla skýrsluöflun skortir, en það stafar mikip af því að sá hugsunarháttur er æði algengur, að gigt sé ólæknanleg og þvf gagnslaust að leita læknis. Það er mjög algengt svar, þegar fólk tekur tal saman og spyr sem svo er nokkuð að þér? Nei, nei bara gigtin. Enn menn gleyma þvf að gigt er alvarlegur sjúkdómur, sem birtist í mjög mörgum myndum, og gigtin er alls ekki einkasjúkdómur þeirra öldnu, heldur eru töluvert mikil brögð að þvi að hún ráðist á börn og ungt fólk. Á alþjóðlegu gigtarári er einmitt rétti tíminn til að hugsa þessi mál frá raunhæfara sjónar- miði en gert hefur verið hingað til, enda eigum við íslendingar á að skipa mjög góðum læknum á sviði gigtsjúkdóma. Gallinn er aðeins sá að þeir eru of fáir. Sömu söguna er að segja um sjúkra- þjálfarana, nokkrir ágætir en allt of fáir En með samstilltu átaki almennings, lækna, sjúkraþjálf- ara og allra heilbrigðisstétta getum við gert stórátak á þessu sviði. Gigtarfélag islands mun á þessu ári vinna af alefli að málefnum gigtarársins f sam- vinnu við ofangreindar stéttir, en samvinnan við almenning er þó einna mikilvægust, og okkur vantar miklu fleiri félaga og okkur vantar fé, en verkefnin blasa alls staðar við. Með því að gerast félagar f Gigtarfélagi islands stuðlið þér að þátttöku okkar í gigtarárinu og verðið um leið þátttakendur f bar- áttunni við gigtarsjúkdómana. Við viljum gera stórátak fyrir alla gigtveika á alþjóðlegu gigtar- ári 1977. Nú er rétti tíminn til að við tökum höndum saman. Guðjón Hólm. — Lóðaúthlutun Framhald af bls. 15 ekki í ráði að úthluta neinum nýjum ibúðarhúsalóðum þar á þessu ári, en á siðastliðnu ári var hins vegar úthlutað 29 til 30 slíkum lóðum. Hins vegar er að því stefnt að úthluta iðnaðar- lóðum á þessu ári og liggur skipulag að slfku hverfi þegar fyrir. Þessa dagana er verið að úthluta 6 iðnaðarlóðum og næstu daga munu fleiri iðnaðarlóðir verða auglýstar í þvi skyni að kanna eftirspurn- ina og þeim lóðum siðan úthlut- að samkvæmt þeirri útkomu. Að því er Jón sagði, eru ástæður fyrir því, að ekki eru auglýstar nýjar íbúðarhúsa- lóðir margvíslegar. Bæði vill sveitarfélagið leggja áherzlu á að gengið verði fullkomlega frá þeim hverfum, sem þegar eru í byggingu og hyggst gera veru- legt átak í þeim efnum i hverf- um sem þegar eru í byggingu. Hyggst sveitarfélagið gera átak 1 gatnagerð á þessu ári. Ýmsir aðrir kostnaðarsamir þjónustu- þættir eru aðkallandi, svo sem viðbygging við skolann. Þá mun einnig á næstunni losna úr leigu og erfðafestu land, sem var i beinu framhaldi af núverandi nýbyggingahverfi og þykir eðlilegt að bíða eftir því. Jón nefndi að þegar væru í smfðum í Mosfellssveit 239 hús og að fbúatala sveitarfélagsins hefði tvöfaldazt frá-þvi 1974. þannig að fbúar eru nú rétt um 2 þúsund. - Crosland Framhald af bls. 12. þanmg að hægt sé að komast í mat á réttum tima " RÓMANTÍSKUR. EN ÓDÆLL VIÐ KONUR Á hinn bóginn gat hann líka verið ónotaleg- ur og jafnvel ruddalegur, sérstaklega í garð kvenna, þegar hann var ungur að árum. En hann kunni að gera grin að sjálfum sér og venjulega viðurkenndi hann fúslega mistök sin. Sósíalísk kenning hans var einföld, — „að- eins það bezta er nógu gott fyrir alla". Hann kunni vel að meta það sem gladdi augað og hreifst af þvi sem var stórbrotið og mikilfeng- legt. j hvert skipti sem lestin hans fór fram hjá lincoln-dómkirkjunni reis hann á fætur til að geta virt hana fyrir sér Hann var rómantiskur en fór leynt með það, og hann varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann var I Casa- blanca og ætlaði að leita uppi kaffihúsið þar sem Humphrey Bogart á að hafa sagt þá frægu setningu . Play it again, Sam " Þegar til átti að taka komst hann að þvi að þetta kaffihús var alls ekki til Hann var ákafur aðdáandi Bogarts. en hvers vegna? Persónur Bogarts voru yfirleitt ófyrir- leitnar. sjálfsöruggar og einkenndust af innri spennu. Crosland hafði sjálfstraust, en eftir þau þrettán ár, sem hann hafði ýmist verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, hafði honum lærzt að fara að öllu með gát í umræðum um lánaskilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tókst honum að sverfa svo að Healey, að hann hafði að lokum öll tromp á handi en að leikslokum gerði hann sér ekki mat úr sigrinum, heldur dró saman seglin. Það er mögulegt, að það hafi einmitt veriö að loknum þessum umræðum i þingínu að hann sendi mér þessi skilaboð: „Segðu honum aðég sé þolhlaupari." Undanskílið er, að hann taldi sig ekki hafa möguleika á að komast I mark I þessum spretti, og einnig að hann ætlaði sér það heldur ekki i þetta skipti. Hann hefði ekki tekið þvi með þolinmæði ef hann hefði orðið að blða dauðans lengi eftir að ófullkominn líkaminn hafði eyðilagt andlegt atgervi Konan hans var hjá honum þegar hann lézt, steinsnar frá gamla skólanum sinum, Trinity College, og þar lauk dýrlegri ævi glæsitegs hlaupara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.