Morgunblaðið - 24.03.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977
Enn er kropp á
loðnumiðunum
Loðnuveiði er nú orðin frekar 1 ft-
il og á tímabilinu frá kl. 21.30 í
fyrrakvöld fram til kl. 17.30 I gær
tilkynntu 12 skip um afla, sam-
tals 3480 lestir. Loðnuna fengu
bátarnir við Reykjanes og í Faxa-
flóa.
Sjómenn á loðnuskipunum ótt-
ast nú, að hver veiðidagur verði
siðastur, ef engin ganga kemur að
Snæfellsnesi eins og verið hefur
undanfarin ár í lok vertiðar.
Margir standa í þeirri trú að
Reykjaneskjördæmi;
Áðat
fundur
kjör-
dæmis-
ráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins f Reykjaneskjör-
dæmi verður baldinn í Skiphól i
Hafnarfirði n.k. laugardag, 26.
marz kl. 10.00 f.h. Að loknum
aðalfundarstörfum og almennum
umræðum flytur Matthfas
Johannessen erindi: Orð um Ólaf
Thors.
loðnugangan sem komið hefur
upp að Snæfellsnesi komi suður
með Vestfjörðum og er rann-
sóknaskipið Árni Friðriksson nú
farið til loðnuleitar á þessum slóð-
um og mun kanna hvort þessi
ganga finnst ekki. Ef loðnan
finnst á þessum slóðum, og á eftir
að hrygna, þá er ljóst að loðnuver-
tíðin getur haldið áfram um ein-
hvern tima, en ef ekkert finnst
lýkur veriðinni væntanlega á
næstu dögum.
Skipin sem tilkynntu um afla i
gær eru þesSi: Sæbjörg VE 230
lestir, Gullberg VE 250, Svanur
RE 270, Gísli Árni RE 400,
Náttfari ÞH 400, Eldborg GK 300,
Guðmundur RE 300, Freyja RE
200, Ásberg RE 340, Skógey SF
240, Hákon ÞH 330 og
Keflvíkingur KE 220 lestir.
©
INNLENT
Ólafur Thors.
Höfn í Hornafirði:
Fyrsti
vorfuglinn
kominn
llöfn I Ifornafirdi 23. marz
FYRSTU vorfuglarnir eru nú
komnir hingað og muna elztu
menn ekki eftir þvi að þeir
hafi komið svo snemma, og á
þetta að boða gott vor. Fyrsti
vorfuglinn sem hér sást var
stelkur og sást hann skömmu
eftir hádegi í gær.
Annars hefur fuglalíf verið
mjög fjölskrúðugt hér í vetur,
nokkrir gráhegrar hafa verið i
Lóni og Nesjahreppi i svo til
alian vetur, þá hafa tveir blá-
hrafnar verið að flækjast hér
við kauptúnið síðustu daga og
dvergkráka hefur verið að
flækjast hér um slóðir svo
hundruðum skiptir.
Jens.
Spassky og kona hans ásamt fleiri skákáhugamönnum á kvikmyndasýningunni á Loftleiðum í gær.
Sjónvarpsmynd um „einvígi
aldarinnar” frumsýnd 1 gær
SJÓNVARPSKVIKMYND er sýn-
ir nokkur atriði frá „einvígi ald-
arinnar" rnilli þeirra Bobby
Fischers og Boris Spasskys I
Laugardalshöllinni árið 1972 var
í gær frumsýnd nokkrum gestum
Skáksambandsins, blaðamönnum
og skákmönnunum Boris Spassky
og Vlastimil Hort á Loftleiða-
hótelinu. Sýnir mynd þessi hluta
úr nokkrum skákum einvfgisins
og sýnt er frá slitum einvfgisins
og krýningu hins nýja heims-
meistara. Friðrik Ólafsson flytur
inngangsorð og er þulur með
myndinni. Var myndin á slnum
tíma tekin með vilja Fischers, en
hins vegar skipti Spassky sér
aldrei af kvikmyndatöku f Höll-
inni. Að einvíginu loknu vildi
Chester Fox, sem hafði einkarétt
á myndatöku á einvíginu, fá
myndspólurnar, en virtist hins
vegar ekki vilja greiða neitt fyrir
þær. Er myndin nú talin eign
Skáksambandsins og Iðntækni,
sem tók myndina. Hefur mynd
þessi þvf verið í vörzlu skáksam-
bandsins þar til nú að myndin er
fyrst sýnd. Fer hér á eftir frétta-
tilkynning Skáksambandsins um
þessa sjónvarpsmynd.
„EFTIRMÁLI AF KVIKMYND-
UN EINVlGIS ALDARINNAR
Bandaríkjamaðurinn Chester
Fox fékk á sínum tíma einkarétt
til allrar kvikmyndatöku og ann-
arrar myndatöku af heims-
meistaraeinviginu 1972. Þó að
Fox fengi ekki á sínum tíma að
Framhald á bls. 29
Iceland Products velti
9300 millj. kr. á sl. ári
MIKIL veltuaukning varð hjá
Iceland Products, sölufyrirtæki
Sambandsins í Bandarfkjunum, á
s.l. ári. Sambandsfréttir hafa það
eftir Sigurði Markússyni, fram-
kvæmdastjóra Sjávarafurða-
deildar Sambandsins, að veltan
hafi orðið 48.5 milljónir dollarar
á árinu eða um 9300 milljónir
króna og er veltuaukningin um
42.5% frá árinu áður.
Að sögn Sigurðar þá stafar
þessi veltuaukning annars vegar
af hækkandi verðlagi á sjávaraf-
Hæstiréttur:
Málflutningi lokið í meiðyrðamáli
12 manna gegn Þjóðviljamönnum
MÁLFLUTNINGI f meiðyrðamáli 12 einstaklinga
gegn Ulfari Þormððssyni og Svavari Gestssyni, rit-
stjðra Þjððviljans, til vara, lauk f Hæstarétti f gær.
Málflutningur hðfst f fyrradag klukkan 10 og var
sfðan fram haldið f gær klukkan 14. Þá hélt verjandi
Ulfars, Ingi R. Helgason, varnarræðu sfna. Er hann
lauk máli sfnu f gær flutti Gunnar M. Guðmundsson
aðra ræðu sfna við málflutninginn og honum lauk með
því að Ingi tðk aftur til máls. Verður málið nú
dðmtekið ekki er Ijðst, hve lengi þarf að bíða dðms, en
þess ber að geta að Hæstiréttur er f meiðyrðamáli
þessu skipaður dðmurum, sem sérstaklega eru settir f
hann vegna þessa máls og'gegna þeir þvf öðrum
störfum einnig.
Þetta meiðyrðamál gegn Ulf-
ari Þormóóssyni, blaðamanni
við Þjóðviljann, er fyrsta meið-
yrðamálið af fleiri, sem höfðað
er gegn nokkrum blaðamönn-
um Þjóðviljans og fleiri aðilum,
sem létu ýmis ummæli falla um
aðila, sem stofnuðu til lands-
kunnrar undírskriftasöfnunar,
sem kennd var við „varið land“.
Málið gegn Ulfari Þormóðssyni
er lang viðamest, því að ýmis
gögn, sem aflað var í sambandi
við það, komu síðar að notum
við mál gegn öðrum aðilum.
sem fylgdu í kjölfarið. Má þar
m.a. nefna yfirheyrslur mjög
víðtækar, sem fram fóru.
Afrýjendur til Hæstaréttar
eru þeir 12 einstaklingar, sem
töldu á sig hallað í skrifum
Ulfars á árinu 1974. Þeir gera
kröfur, sem hefðbundnar eru í
meiðyrðamáli. 1 fyrsta lagi að
ummælin, sem út af er stefnt,
verði dæmd dauð og ómerk; I
öðru lagi að dæmd verði hæfi-
leg refsing fyrir ummælin sam-
kvæmt tilvitnuðum ákvæðum í
almennum hegningarlögum,
sem fjalla um móðganir og
aðdróttanir, og í þriðja lagi að
stefnda verði gert að greiða
hverjum áfrýjanda um sig 100
þúsund krónur í miskabætur
samkvæmt sérstöku ákvæði í
hegningarlögum eða samtals
1.200 þúsund krónur. 1 fjórða
lagi gera áfrýjendur þá kröfu
að áfrýjendum verði greiddur
kostnaður úr hendi stefnda, 25
þúsund krónur, til þess að kosta
birtingu forsendna og dóms-
orðs væntanlegs dóms i opin-
berum blöðum og i fimmta lagi
að sá, sem dæmdur verði, skuli
sjá um að forsendur og dóms-
orð væntanlegs dóms verði birt
í 1. eða 2. tölublaði Þjóðviljans,
er út kemur eftir birtingu
dómsins. Þessi siðasta krafa er
orðuð á þennan hátt, vegna
þess, að Ulfar Þormóðsson auð-
kennir greinar sínar í Þjóðvilj-
anum með stöfunum „úþ“, og
ekki er víst að slík merking
greinanna fullnægi áskilnaði
prentréttarlaganna um nafn-
greiningu. Því er ritstjóra Þjóð-
viljans, Svavari Gestssyni,
stefnt til vara. 1 héraðsdómi var
Ulfar dæmdur og reýndi því
ekki á varakröfuna. Þetta álita-
efni er aftur uppi í Hæstarétti
og því er krafan orðuð svo. Að
lokum er krafizt málskostnaðar
úr hendi stefnda, en málarekst-
ur þessa meiðyrðamáls er mjög
kosnaðarsamur, þar sem neuð-
synlegt hefur verið að gera
ágrip af öllum gögnum héraðs-
dóms og málið er mjög um-
fangsmikið.
Ummælin, sem áfrýjendur
telja meiðandi, spanna alllang-
an tima í Þjóðviljanum. Hin
fyrstu birtust um miðjan
janúar 1974 og birtust svo
áfram i marzmánuð. Stefnur
vegna meiðyrðamálanna voru
svo birtar í júnimánuði það ár.
Var stefnendum þá mjög Iegið
á hálsi, að þeir vildu tengja
þessi mál kosningunum, sem
voru síðast i júni og var það
kölluð „ný pólitísk framtaks-
semi“ af þeirra hendi, en þess
ber að geta að refsikrafa i meið-
yrðamáli fyrnist á 6 mánuðum
og réttarfrí hefjast 1. júli og
var þvi ekki um annað að ræða
en að hefja málssóknina fyrir
lok júnimánaðar — að því er
Fratnhald á bls. 24.
urðum vestra og hins vegar af þvi
að mikil aukning hefur orðið á
sölu á fiskflökum síðustu tvö árin.
Fyrirtækið hefur einkum lagt á
það áherzlu að byggja upp mark-
að fyrir veitingahús og veitinga-
húsakeðjur. Er talið, að styrk-
leika sinn eigi markaðurinn fyrst
og fremst að þakka ýmsum af
þessum bandarísku veitingahúsa-
keðjum, sem undanfarið hafa ein-
beitt sér að því að selja flök og
aðrar sjávarafurðir í háum gæða-
flokki. Er talið, að fuli ástæða sé
til að ætla að markaðurinn muni
halda núverandi styrkleika með-
an þessar veitingahúsakeðjur búa
við góða afkomu og halda áfram
að eflast. Þessir aðilar taka nú við
nær öllum þorsk- og ýsuflökum,
en ódýrari tegundir eru seldar í
smásöluverzlunum og að nokkru
leyti til skóla.
Iceland Products seldi 8.548
lestir af fiskflökum á s.l. ári og
jókst salan um 39% frá árinu
áður. Þar af voru þorskflök 6.052
tonn, en söluaukningin í þeim
varð 37%. Á árinu 1976 tókst fyr-
irtækinu þó ekki að anna allri
eftirspurn, og hefði fisksala þess
orðið enn meiri, ef ekki hefði
skort fiskflök, einkum þorskflök,
til að anna eftirspurninni.
30% hækkun
á taxta
vinnuvéla
HEIMILUÐ hefur verið 30%
hækkun á taxta vinnuvéla, en
vinnuvélaeigendur sóttu um 70%
hækkun. Að sögn Georgs Ólafs-
sonar verðlagsstjóra er hækkunin
tilkomin vegna mikilla hækkana á
vinnuvélum og einnig vegna þess,
að umræddur taxti hefur ekki
hækkað sambærilega við aðra
taxta á undanförnum árum.