Morgunblaðið - 24.03.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.03.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT.UDAGUR 24. MARZ 1977 5 Klukkan 21.40: „Bréf til Þýzka- lands” eftir Hermann Hesse KLUKKAN 21.40 í kvöld les Haraldur Ólafsson lekt- or þýðingu sína á „Bréf til Þýzkalands" eftir þýzka nóbelsskáldið Hermann Hesse, sem lést árið 1962. Hermann Hesse, um það leyti, sem hann hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels. Hermann Hesse er fædd- ur 2. júlí árið 1877 í Wurtemberg í Þýzkalandi. Hann hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels í nóvember 1946. Hann var sonur mót- mælendaprests og trúboða og var sjálfum æltað það hlutskipti, en gerði upp- reisn, þar sem hann gat ekki hugsað sér hefðbund- ið háskólanám. Gerðist hann um tíma bóksali, en tuttugu og sjö ára gamall var hann farinn að lifa á ritstörfum sínum. Meðan síðari heims- styrjöldin stóð yfir bjó Hesse í Sviss, þar sem hann var dyggur talsmaður frið- ar og hlutleysis. En sjálfur gerðist hann svissneskur ríkisborgari árið 1923. Hann skrifaði margar póli- tískar greinar, sem komu út í ritsafninu „Krieg und Frieden" (1946). Hermann Hesse lést í Montagnola í Sviss 9. ágúst 1962. Skáldskapur hans þykir ljóðrænn og oft byggður á rómantísku stefnunni i Þýzkalandi á 19. öld, þótt fyrri ritsöfn hans (Diesseits, 1907, Nach- barn, 1908, Umwege, 1912) þyki lýsa þýzku smábæjar- lífi með kaldhæðnislegu í vafi og þunlyndislegum blæ. Á þriðja áratug þess- arar aldar fór vaxandi áhugi hans á nýrri stefnu og þróun sálarfræðinnar að skína í gegnum ritverk hans og þá sérstaklega kenningar G.C. Jung. r Grein um Island í þýzku stórblaði ÍSLAND, eyjan milli golfstraums og heimskautsíss, er þeim hvatn- ing sem þreyttir eru á borgmenn- ingu. Þannig er á borgmenningu. Þannig hljóðar fyrirsögn á grein um tsland sem nýverió birtist í V-þýzka stórblaðinu Welt am Sonntag. Birtist greinin á forsíðu sérblaðs um ferðamál, en hún er ágæt kynning á landi og þjóð. í henni er ekkert glansmyndamál, heldur reynt að fjalla um hlutina á óhlutdrægan hátt. Mikið er gert úr fjölbreytilegri náttúru lands- ins og friðsæld. Gjarnan er vitnað í ýmsa þekkta íslendinga og jafn- vel f frásagnir fornsagna. í fyrirsögn er einnig spurt á óbeinan hátt, hvort ferð til íslands sé ferð á heimsenda, hjara veraldar. Með greininni er birt stór 7 dálka mynd af fénaði í óbyggðum. Myndatexti hennar hljóðar á þá leið, að sauðfé, hrein- dýr, stóðhestar og syngjandi svan- ir séu alla tíð á leið ferðamanna um óbyggðir íslands, hvort sem ekið er, riðið eða gengið. Þær upplýsingar koma fram í grein- inni, sem er mjög hagstæð fyrir ísland sem ferðaland, að ódýrasta ferðin frá Þýzkalandi fáist fyrir 598 mörk, eða tæpar 50 þúsund krónur. Sé það einnar viku ferð fyrir tvo, í júní mánuði, en reikn- að er með að gist sé í tjaldi. Arsþing iðnrek- enda hefst í dag ÁRSÞING Félags íslenzkra iðn- rekenda verður haldið á Hótel Borg f dag og á morgun, föstudag. Hefst þingið kl. 11 f dag. 1 frétta- tilkynningu frá FÍI segir að mál- efni iðnaðarins hafi aldrei verið til jafn ítarlegrar umfjöllunar eins og á undanförnu misseri, og þess vegna muni þingið að þessu sinni standa f tvo daga. Auk fastra þingstarfa svo sem stjórnarkjörs, ársskýrslu og fleira verða aðalmál þingsins skattamál, fjármál og tollamál auk þess sem rætt verður um þjónustustofnanir iðnaðarins. Davíð Sch. Thorsteinsson, for- maður Félags íslenzkra iðnrek- enda, flytur erindi þar sem gerð verður grein fyrir viðhorfi iðn- Athugasemd frá stjórn Hjúkrunar- félagsins Morgunblaðinu barst f gær eftir- farandi fréttatilkynning frá stjórn Hjúkrunarfélags Íslands: ,,Að gefnu tilefni vill stjórn Hjúkrunarfélags islands kom a eftirfarandi á framfæri: Stjórn Hjúkrunarfélags íslands stóð á sínum tíma ekki að uppsögnum hjúkrunarfræðinga á Borgarspítala, Landakoti og Vífilsstöðum. Hjúkrunarfélag íslands er aðili að heildarsamtökum BSRB og fer þar af leiðandi að gildandi lögum um kjarasamninga. Stjórn félagsins hefur hins vegar fyllstu samúð með uppsagn- araðilum og viðurkennir þörfina fyrir bættum kjörum hjúkrunar- fræðinga. Stjórn Hjúkrunarfélags Íslands." AtCI.VSLNCASÍMIXN KH: 22480 rekenda til fyrrnefndra mála- flokka. Dr. Gunnar Thoroddssen, iðnaðarráðherra, flytur yfirlitser- indi um þróun og stöðu iðnaðar- ins, Matthias Á. Mathiessen, fjár- málaráðherra, erindi um skatta- mál og Jón Sigurðsson, hagrann- sóknastjóri, mun í erindi sinu fjalla um skýrslu Þjóðhagsstofn- unar, sem nýverið kom út og ber nafnið „hagur iðnaðar". Hér má sjá mynd af forsfðu þýzka stórblaðsins Welt am Sonntag, sem á sínum tima birti ferðamálgrein um Island. Eins og sjá má er greininni slegið vel upp, en hún er f alla staði mjög hagstæð fyrir land og þjóð. Biskupsfyrir- lestur um vísindi og trú i KVÖLD, fimmtudagskvöld, mun biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytja fyrirlestur um efnið Vísindi — tortiming trúar? Fer fyrirlesturinn fram í Lög- bergi, stofu 102, og hefst kl. 20.30, og er hann öllum opinn. Fyrir- lestur þessi er á vegum Kristilegs stúdentafélags og er hann hald- mn í tengslum við sérstakan kynningardag félagsins innan Háskólans. Seldar verða bækur í Árnagarði, aðalbyggingu Háskól- ans og í matstofu stúdenta i hádeginu i dag. Svona á frystikista aó vera! ,,DERBY“ frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, ,,DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgórmum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í ,,DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Petta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkennda ,,Pelyuretan“ frauðplast. * í „DE|IBY“ frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.