Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 Skák — Skák — Skák - Skák — Skák Skak - SkáL í SL ák - Skák -- Skák > ikak - s ■ J Stjörnuspáin sveik Að spá í stjörnurnar STJÖRNUSPÁ kappanna i dag 22 mars 197 7 hljóðar á þessa leið samkvæmt 64 tölublaði Morgun- blaðsms 64 árgangs með leyfi rit- stjóranna Styrmis og Matthíasar Boris Spassky Fæddur í Vatns- beranum. ..Þú getur stundum ver- ið nokkuð þrjóskur og uppstökkur, en það má ekki henda þig í dag Viður- kenndu að þú getir haft rangt fyrir þér og biddu vissa aðila afsökunar ' Vlastimil Hort Fæddur í Stein- geitinni. „Þú munt ná góðum árangri í öllu sem þú tekur þér fyrir í dag Þess vegna er um að gera að fara snemma á fætur og reyna að koma sem mestu í verk ’ Ekki blæs byrlega fyrir blessuðum Boris en allt á að fara að óskum hjá Vlastimil að minnsta kosti ef hann hefur drifið sig snemma á lappir í morgun Áður en ég held lengra verð ég að biðjast afsökunar á miklum mis- tökum sem urðu í síðustu grein minni en er alls ekki mín sök því síðast af öllu kæmi mér í hug að ætla að yrkja Stein heitinn Steinarr uppá nýtt Fyrsta Ijóðlínan sem vitn- að var í hljóðar náttúrulega svon Að sigra heiminn er einsog að spila á spil, o.s.frv. Ekki veit ég hvaða spekingur hefur gengið með þá grillu að hann gæti betur í yrkingum en Steinn Kannski prófarkalesari eða að minnsta kosti verður þetta skrifað á hans reikning þangað til annað sannara kemur fram í dags- Ijósið Já, það er þetta með stjörnu- vfsindin Annað hvort verður stjörnuhrap eða eitthvað enn verra eftir daginn í dag Ef Spassky vinnur þessa skák þá mætti vera nokkurn veginn gefið að hans stjarna heldur áfram að skfna. en ef þeir gera jafntefli þá er viðbúið að þeir f skáksambandsstjórninni eigi erfitt með að segja einsog stendur í vísu Arnar heitins Arnar „Venus hátt í vestri skin/ við skulum hátta elskan mín’ En einsog oft hefur verið drep ið á í greinum mínum eru vestfirð- ingar í meirihluta stjórnar skáksam andsins Það fer ekki milli mála að vfsindin standa Horts megin í dag en á móti kemur að Spassky á að stýra hvíta mannfókinu í dag verða það vis- indin og mannvitið sem heyja bar áttu og áreiðanlega verða miklar sviptingar Á bökkum Don Kannski hefur kvenmannsbelgur komist f spilin hjá Hortinum og hann getur þá tekið undir með Hasek þar sem hann segir í bókinni um ..Góða dátann Svejk' Þú varst mín sumarsunna mín sæla trú og von. Ég beið þfn bjartar nætur á bökkunum við Don. Og þá er hægt að breyta siðasta orðinu og hafa í staðinn fyrir Don (Elliðaárnar) Björninn býr yfir sjarma einsog allir af þeirri ætt, enda sjáanlegt að ungar dömur, sem ganga hér um sali gjóa augum í áttina til hans og þá sérstaklega þær, sem hafa Ijósa lokka og ganga á hælaháum skóm Nóg um það, engar getsakir eða meiningar, en á hinu er enginn vafi að eitthvað lyfti piltinum uppúr ládeyðunni á sunnu- daginn en hitt er óvíst hve þessi lyftingur endist honum lengi En ég sný ekki aftur með það að blondfnum er hætt við að falla fyrir dökkhærðum og bústnum bangsa körlum sérstaklega ef þeir eru langt að komnir Vonandi gengur þetta allt eftir einhverri áætlun f dag og óneitan- lega yrði leikurinn meira sp>enn- anadi. ef annar hvor kappinn stæði uppi með pálmann í höndunum, þó ekki væri nema til þess að Spassky kæmist sem skjótast til Sviss og Hort geti farið að skrifa f blöðin á bökkum Don Mér þotti gott að heyra að Halldór E. samgönguráðherra kann mann- ganginn. þvi mér finnst alltaf leiðin- legt að standa í einhvers konar mis- skilningi um fólk sem ég þekki ekki nema í sjón Nú er Einar utanríkisráðherra að skemmta frú Karin Söder, sem er sænsk myndarkona með gleraugu Einar er þekktur af höfðingsskap og enginn efast um riddaramennskuna Mér finnst verst að hann skuli hafa lent í þessu veseni með draslið sem kaninn var að fleygja í sjóinn, til að Styggja þorskinn Þeir vita ekki mikið um þorsk piltarnir þarna í heiðinni, það kannast ég við af eigin raun frá þvi ég var á mála hjá þeim fyrir 20 árum Þig vil ég kyssa Þrúða min Ef Hort vinnur í dag, þá getur hann ugglaust tekið undir með Svejk dáta og sungið ..Þig vil ég kyssa, Þrúða min", nú ef hann tapar þá raular hann sjálfsagt vísuna „Hvar er heimkynni mitt?". Stór- meistari Smyslov vann glæstan sigur fyrir austan fjall og hefur sjálf- sagt tekið lagið á eftir og sungið um Volgu Hvar er hún Ella Pálma? Ég hef átt von á að sjá hana hér f glæstum sölum Loftleiðahótelsins til að getað hlustað á hana tala við eiginkonu Spasskys á frönsku Mér finnst þetta ekki parfint hjá henni Ellu að mæta ekki, þegar mest á ríður en hver veit nema samborgarfulltrúi Albert Guðmundsson hjálpi upp á skak- irnar því hann talar lika frönsku par exelance eins og sagt er Einhver drykkjusvín voiu að hrekkja mig í gærkvöldi. sögðu mig vera að svíkja hugsjónina með því að skrifa í Moggann Af hverju halda fyllirútar sig ekki við glösin sín? Nú er skákin i þann veginn að hefjast Yfirdómari hefur sett sig f stellingarog flautan á réttum stað En fyrir alla muni hlífið okkur áhorf- endum við flautukonsert, við höfum fengið nóg af þeirri mússik. 1 leikur Spasskys er c-peðið fram Úti er dumbungur. Við sem skráum sögu atburðanna höfum verið fluttir uppá 4 hæð. Einhverjir ungir stórkaupmenn eða kramarar eru að funda i herberginu sem við höfum haft til afnota niðri á fyrstu hæð Mikill hugur er i mönnum og Hort kemur fjórum minútum of seint og er enn í grænu skyrtunni en Spassky glerfínn og vestislaus. Nú er úti um vin okkar Larsen og sennilega tapaður leikurinn hjá honum, aftur á moóti önglaði Kort- snoj sér einn vinning f viðbót og ætti að vera nokkuð öruggur Ég er hér einn að pikka á fram- sóknarritvélina og það er í henni einhver óþægð. hún lætur ekki almennilega, hleypur útundan sér einsog lítt taminn foli. Hasarskák Hort leikur riddara f6 og svo koma nokkrar byrjanir, leikir, sem enginn kann deili á en það er ekki alveg að marka þvi enginn löggiltur skákskýrandi er mættur hér i efri byggðum. Hlaupastrákurinn sem kemur leikjunum hingað upp gat ekki frætt mig um hvað þessi undar- lega byrjun héti og ég bið í ofvæni í útvarpinu er verið að leika ein- hvern hergöngumars sem ég þekki ekki Lausnin er komin á byrjuninni sem sagt enskur leikur og Spassky fórnar peði. í 8 skák þeirra Spasskys og Fischers kom þessi byrjunarleikur upp hjá Fischer og þá lék Spassky örlagaleik I 15. umferð b5 og vissi enginn hvort um var að ræða afleik eða fórn. Tveir kostir fylgja þvi að vera hérna uppi á hæðunum; gott útsýni yfir Reykjavikurflugvöll og stutt að fara á klósettið Ung dama hún Eva Lísa 7 ára mydnskreytir textann i dag Ég kann engin deili á þessari ungfrú en myndirnar eru skemmtilegar. Þetta verður hasarskák segir Tima-Gunnar ekki Þjóðvilja-Gunnar Steinn Hingað er kominn yfir- iþróttafréttaritari sjónvarpsins Bjarni Felixson og ríkir almenn kæti yfir litillæti ríkisfjölmiðilsins á Laugaveg- inum Menn ræða hér um sviptingar í framsókn, sem ég hvorki skil né vil vita nokkuð um Ég hef aldrei fattað pólitfk. Ég rétt kemst niður á fyrstu Framhald á bls. 24. eftir Björn Bjarman Verður Larsen enn að gjalda dirfsku sinnar? ENN einu sinni tók Bent Larsen óþarfa áhættu ! ein- vígisskák sinni við Portisch. Daninn fékk heldur þægilegri stöðu framan af, en tók síðan þann kostinn að skipta upp í endatafl sem virtist I jafnvægi. Þá opnaði Larsen skyndilega taflið að óþörfu og við það losn- aði svo mjög um stöðu Ungverj- ans að líklega verður Larsen að sætta sig við sitt fimmta tap í einvíginu á morgun. Hvftt: Bent Larsen Svart: Lajos Portisch Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4 Bxc6 (Uppskiptaafbrigóiið, en það hefur verið mjög vinsælt í áskorendaeinvfgjunum í ár) dxc6 5. 0—0 f6. (Algengasta framhaldið. í 7. einvígisskák- inni lék Portisch hér 5. . . Dd6 og tapaði) 6. d4 Bg4 7 c3 (Lík- lega vænlegri leikur en 7. dxe5 eins og Fischer lék í 16. einvíg- isskákinni við Spassky) Bd6 8. 7 c3 Bd6 8. dxe5 fxe5 9. Db3 Bxf3 10. gxf3 b6 (Ekki er gott að valda peðið með 10. . . Dc8 vegna 11. Be3 Rh6 12. Rd2 Rf7 13. Khl og hvítur stendur bet- ur. 10. . . L>5 yrði svarað með 11 a5) 11. Dc4 Re7 12. Be3 b5 13. De6 Dd7 14. Dg4 Rg6 15. Rd2 De7 16. Khl 0—0 17. Hgl Rf4 18. a4 IIf6 19. Dh4 Haf8 20. axb5?! (Fram að þessu hefur Larsen teflt ágætlega, en hér hefði hann liklega betur leikið 20. Hg4 og síðan reynt að tvö- falda hrókana á g línunni ef færi gæfist) axb5 21. Bxf4 Hxf4 22. Dxe7 Bxe7 23. Ha7 Hd8 24. Rb3 (Eftir 24. Hxc7 Bf8 25. Rb3 Hxf3 kemur upp sama staða og raun varð á í skákinni) IIxf3 25. Hxc7 Bf8 26. Kg2 (Eftir 26. Hxc6 Hxf2 hefur svartur greíni- lega frumkvæðið) Hf6 27. Hfl Hd3 28. Ra5 H3d6 29. b3 h6 30. c4? (Þessi leikur gerir ekki annað en létta á stöðu svarts. Hvítur átti að halda stöðunni í horfinu með t.d. 30. b4. Óhag- stæð staða Larsens í einvíginu hefur líklega knúið hann til að taka áhættu). bxc4 31. Rxc4 Hde6 32. Re3 Hf4! (Þvingar fram 33. f3. Nú er sigið mjög á ógæfuhliðinu hjá hvitum.) 33. f3 Hg6+ 34. Kf2 Bc5 35. Ke2 Hh4 36. Rg4 Bd4 37. Hc8+ Kh7 38. Hhl h5 39. Re3 c5 40. Hf8 Hh3 Hér fór skákin í bið. Larsen virðist standa mjög höll- um fæti t.d. er vandséð hvernig hann ætlar að verjast hótuninni 41. .. Hb6. Jafntefli fyrir- sjáanlegt hjá Korchnoi og Petrosjan BÁÐIR keppendur forðuðust mjög að taka áhættu í níundu einvfgisskák þeirra Korchnois og Petrosjans sem tefld var á Ítalíu f gær. Mestum hluta mannaflans var snemma skipt upp og f biðstöðunni virðist sem hvorugur eigi vænlegt framhald. Til gamans má geta þess, að Korchnoi átti afmæli í gær og hefur hann greinilega gætt sfn á því að falla ekki f sömu grygju og Larsen, þvf þegar Daninn átti afmæli fórnaði hann fyrst peði en sfðan tveim mönnum og varð um sfðir að sætta sig við tap. 'vftt: Viktor Korchnoi Svart: Tigran Petrosjan Katalónsk byrjun I. c4 — e6,2. g3 — d5, 3. Rf3 — Rf6, 4. Bg2 — Be7 5. d4 — 0-0, 6. Rc3 — dxc4, 7. Re5 — c5, 8. dxc5 — Dxdl, 9. Rxdl — Bxc5, (I þriðju skákinni lék Petrosjan hér 9 . . Rbd7, en fékk mjög erfiða stöðu eftir 10. Rxc4 Rxc5 11. Rc3) 10. Rxc4 — Rc6, 11. Be3 — (í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Donners á IBM-mótinu 1976 lék hvítur hér einfaldlega 11. 0-0 og fékk örlitið betri stöðu eftkir II. . . Bd7 12. Rc3 — Had8, 13. Bf4) Bb4 + ! 12. Bd2 — Bxd2, 13. Rxd2 — Bd7, 14. Rc4 — Hfd8, 15. Rc3 — Kf8, 16. Rd6 — Hab8, 17. 0-0-0 — Re8, 18. R6e4 — Ke7, 19. Rc5 — Rf6 20. Rxd7 — Hxd7, 21. Hxd7+ — Rxd7, 22. Hdl — Hc8, 23. b3 — Rdb8, 24. Kb2 — Hd8, 25. Hxd8 — Kxd8, 26. Rb5 — Kd7, 27. Kc3 — a6, 28. Rd4 — b6, 29. Rf3 — h6, 30. Rd2 — Kc7, 31. f4 — Rd7, 32 Bf3 — b5, 33. b4 — Rb6, 34. a3 — Ra4+, 35. Kd3 — Re7, 36. Bh5 — f6, 37. Bg4 — Kd7, 38. Bh3 — Rc8, 39. e4 — Re7, 40. Rf3 — Rc6 Hér fór skákin i bið. Korchnoi virðist hafa örlítið meiri mögu- leika vegna veikleikans á e6, en hinn frfði aðstoðarmannaflokk- ur Petrosjans ætti þó vart að vera f vandræðum með að leggja honum Iffsreglurnar til jafnteflis. Biðskákin verður tefld f dag og tfunda skák ein- vígisins fer fram á laugardag. Þá hefur Petrosjan hvftt og má vænta þess að hann berjist þá þar til yfir lýkur. SKák eftir MARGEIR PÉTURSSON Staðan HORT — SPASSKY 5‘A:5'Á Tólfta og sfðasta skákin verður tefld á sunnudag. PORTISCH — LARSEN 5:3 Biðskákin úr nfundu umferð verður tefld í dag KORCIINOI — PETROSJAN 4‘A:3‘A Biðskákin frá í gær verður tefld f dag POLUGAEVSKY — MECKING 5:4 Tíundu skákinni, sem tefla átti í gær, var frestað þar til í dag vegna höfuðverkjar Polugaevskys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.