Morgunblaðið - 06.04.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977
19
Samband skyldra og frjálsra þjóða
Nú á þessum merku tímamótum þessara samtaka
gefst mér I fyrsta skipti tækifæri til að stlga hér í
ræðustól og ávarpa þingið með örfáum orðum. Ég
þakka fyrir það.
Margir hafa á liðnum árum varpað fram spurn-
ingu, sem hljóðar kannske eitthvað á þessa leið:
Norræn samvinna, hvað er það nú eiginlega? Og því
er ekki að neita að tónninn hefur stundum verið háði
blandinn, og þá helst frá þeim er lítt til þekkja, því
að það er svo með þetta sem svo margt annað að þeir
segja mest frá Ölafi konungi sem hvorki hafa heyrt
hann eða séð.
Eg mun að sjálfsögðu ekki ætla mér þá dul að
svara ofangreindri spurningu til nokkurra hlítar. En
fáein atriði langar mig þó að nefna, einkum er tsland
varðar.
Undirstaðan sem við allir byggjum á er virðing
fyrir einstaklingnum — rétti hans til sjálfsákvörðun-
ar og frelsis. An þess að ég ætli að fara að rifja upp
gamlar væringar við vini okkar og frændur i Noregi
get ég þess hér, að einmitt vegna þessara hugmynda
var stofnað rfki á Islandi fyrir 1100 árum, ef
Haraldur hárfagri hefði verið jafn mildur og
skilningsrfkur og arftakar hans værum við að lík-
indum I dag þegnar Noregskonungs og öll ræðuhöld
af minni hálfu þvf óþörf, án efa til hugarléttis ýmissa
þingfulltrúa.
En þessi meginstefna okkar i utanrikismálum
gerði það ofur einfalt og eðlilegt fyrir norrænu
þjóðirnar að undirrita Helsinki samkomulagið en um
leið raunar óþarft. Við erum frjálst fólk, við höldum
í heiðri þær hugsjónir sem þar eru fram settar
öðrum til eftirbreytni.
öll starfsemi Norðurlandaráðs þessi 25 ár hefur
stefnt að samræmingu laga, reglna og starfshátta,
þannig að einstaklingarnir njóti jafnréttis og jafn-
ræðis innan samvinnusvæðisins. Við búum öll við
svipaða stjórnarhætti og þegnar landa okkar njóta
álikra réttinda I daglegu lifi, enda þótt segja megi að
lífskjörin séu nokkuð misjöfn eftir efnum og ástæð-
um og nokkuð breytileg frá ári til árs, e.t.v. einkum
þó hjá okkur Islendingum, sem búum að sveiflu-
kenndum atvinnuvegum, svo sem fiskveiðar hafa
löngum verið. „Svipull er sjávarafli", segir islenskt
máltæki og það höfum við löngum mátt reyna. Þess
vegna er það mín skoðun að brýna nauðsyn beri til
þess að renna fleiri stoðum undir efnahagslíf okkar
Islendinga og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa raunar
að minna á, þá legg ég þeim mun rikari áherslu á þá
siðari, en það sem ég hef í huga eru þessar endingar
úr kvæðinu um Svein Dúfu:
að lélegt þótti höfuð hans
en hjartað það var gott.
Nú, en menningarmál eru ekki og hafa aldrei verið
minn málaflokkur og því skal hér látið staðar numið
um þau.
Þótt segja megi að við búum við að meira eða
minna leyti við sömu menningararfleifð og stjórn-
málakerfi fylgjum við ekki sömu stefnu I samskipt-
um okkar við einstök ríki eða ríkjasambönd út á við.
Það er sjálfsagt óþarfi en skaðar þó e.t.v. ekki að
nefna það, að Danmörk, Noregur og tsland eru
meðlimir NATO. Island, Svíþjóð og Finnland með-
limir EFTA og Danmörk meðlimur EBE.
Engu að siður hefur okkur á Norðurlöndunum
öllum tekisr að halda okkar góða innbyrðissambandi,
eins og nýafstaðinn utanríkisráðherrafundur okkar í
Reykjavík er gott dæmi um. Þannig á þetta lika að
vera að mínum dómi. Þegar vinnumaður leitaði
Ræða
Einars
Ágústs
sonar,
utanríkisráðherra, á fundi Norðuriandaráðs
sýnt skilning sinn á þvi með stofnun norræna fjár-
festingarbankans og fyrstu útlánum hans.
Jafnframt þessu hefur efíst viðtækt samstarf á
sviði menningarmála og öðrum þeim sviðum er
stuðla að frekari lifsfyllingu þessara fimm landa. Ég
minnist þess frá mínum ungu árum, að þegar ég átti
að læra lexíurnar þá stalst ég oft til að lesa bók-
ménntir, og þá einkum frá Norðurlöndunum, þ.e
Danmörku, Noregi og Sviþjóð en finnsku gat ég þvi
miður ekki lesið fremur en nú. Það væri allt of langt
mál að telja hér alla þá höfunda sem hrifu mig á
þeim árum, enda skal það ógert láti. Þó vil ég segja
að þegar ég fyrst átti kost á að heimsækja Norður-
lönd, nú fyrir u.þ.b. 30 árum kom mér margt kunnug-
lega fyrir sjónir vegna þess, sem ég hafði áður lesið.
Og af því að við erum stödd hér i Finnlandi vil ég
ekki láta hjá líða að geta þess að finnskir rithöfund-
ar voru ekki mér með öllu ókunnir. Þannig voru þeir
Runeberg og Zakarias Topelius i miklu uppáhaldi,
auk þess sem við eigum ágæta islenska þýðingu á
Kalevala kvæðaflokknum. Og þótt ég vilji ekki skil-
yrðislaust skrifa undir fyrri ljóðlinuna sem ég ætla
vistar á Bergþórshvoli þá hitti hann Bergþóru utan-
dyra og bauð hún honum að ráða hann. Maðurinn
sagði: „Hver ert þú eða hvort ræðu þú nokkru hér“.
Þá sagði húsfreyja: „Ég er Bergþóra, kona Njáls og
eigi ræð ég síður hjú en hann“. Þó var þetta besta
hjónaband i samanlögðum bókmenntum fornaldar.
Þannig skulum við einnig hinar norrænu þjóðir
halda sambandi okkar. Hver okkar um sig ræður hjú
sin, þau er við hafa viljum en samband okkar versn-
ar ekkfvið það, heldur styrkist.
Við komum ekki fram sem blokk heldur sem
samband skyldra og frjálsra landa, sem hafa samráð
um afstöðu til ýmissa mála, en leggja þó mismunandi
áherslu á einstök mál eða málsatriði. Þetta samráð er
okkur Islendingum sérstaklega mikils virði og ég vil
nota þetta tækifæri til þess að færa fram þakkir til
hinna Norðurlandanna fyrir þá mikilsverðu aðstoð
sem við Islendingar njótum af þeirra hálfu á alþjóða-
vettvangi og ég hika ekki við að fullyrða að án
hennar gætum við vart tekið þann þátt sem við þó
gerum i afgreiðslu mála i ýmsum stofnunum og
Framhald á bls. 20.
Það er nú sem oft áður að
margt er rætt manna meðal og í
fjölmiðlum okkar islendinga.
Eitt af því sem mjög hefur bor-
ið á góma eru kjör bænda og
staða landbúnaðarins i þjóð-
félaginu. Bændastéttin. er sú
stétt sem á afkomu sína undir
sól og regn aó sækja og vinnur
hörðum höndum án tillits til
þess hvað klukkan slær og
fjöldinn í þeirri stétt án nokk-
urra frídaga árið um kring.
Nú hefur þa gerzts víða um
land að bændur hafa haldið
fjölmenna fundi og látið í ljós
megna óánægju með kjör sin og
lífsafkomu í heild og mótmælt
óbreyttu ástandi.
Bændur eru menn seinþreytt-
ir til vandræða enda þvi vanast-
ir að gera fyrst og fremst kröf-
ur til sjálfra sín ekki annarra.
Það hefur líka sýnt sig að
fundahöld þeirra eru ekki nein
ómerkileg sviðsetning, þvi að i
ljós hefur komið að þá vantar
nú því sem næst 25% upp á
laun sin til að halda til jafns við
hinar svokölluðu viðmiðunar-
stéttir eða m.ö.o. iónaðar og
verkamenn. Ég held að allir
sanngjarnir og velhugsandi
menn hljóti að gera sér þrennt
ljóst i þessu sambandi.
í fyrsta lagi það aó bændur
eru hörmulega afskiptir í þjóð-
félaginu, í öðru lagi að það sé
siðferðileg skylda þeirra sem
málum ráða, að rétta hlut
þeirra og í þriðja lagi að einn
höfuðatvinnuvegur þjóðarinn-
ar er i hættu að óbreyttu
ástandi.
Vegna þess að til eru máls-
metandi menn hér á landi sem
telja landbúnaðinn næsta lítils
virði og jafnvel hemil á hagvöxt
þjóðarinnar, þá vil ég minna á
það að fjóra menn þarf til þess
að vinna úr og koma á markað
afurðum af búi meðalbóndans.
Þetta þýðir það að á milli 80 til
90 þúsund manns í okkar 220
þúsund manna þjóðfélagi
byggja afkomu sína á landbún-
aði. Ég tel mig því ekki taka
mér mikið i munn þótt ég segi
að hér sé stórmál á ferðinni,
Vigfús B.
Jónsson
Laxamýri:
sem þarfnast skjótra aðgerða.
íslenska gróðurmoldin er ein af
megin auðlindum okkar íslend-
inga og til hennar hljótum við
jafnan að sækja okkar land-
búnaðarvörur að mestöllu leyti.
Ef til eru svo undarlegir islend-
ingar að þeir geti hugsað sér
ísland án landbúnaðar þá ættu
þeir að svara eftirfarandi
spurningu: Ef landbúnaðurinn
væri horfinn hvað ætti þá að
gera við þær 80 til 90 þúsundir
manna sem nú lifa á landbún-
aði og höfum við efni á því að
borga erlendum þjóðum fyrir
allar þær landbúnaðarafurðir
sem við þurfum til neyslu?
Efist menn um það að landbún-
aðurinn og framtíð hans sé í
hættu þá má benda á eftirfar-
andi:
Meðalaldur bænda er ískyggi-
lega hár sem þýðir það að
endurnýjun þeirra er of hæg
enda tæpast annars að vænta
þar sem fyrirgreiðslur til handa
frumbýlingum eru harla litlar
og stórum lakari er hliðstæðar
fyrirgreiðslur i sambandi við
sjávarútveginn. Einnig má ljóst
vera að þótt núverandi bændur
þrauki enn um sinn þá þarf
enginn að halda að ungt fólk
sæki í þann atvinnuveg sem
fæsta gefur frídagana og lægst
launin.
En hvað veldur hversu komið
er? Þvi er e.t.v. ekki auðsvarað
svo tæmandi sé enda ástæóurn-
ar sjálfsagt margar en hér skal
þó nokkuð nefnt.
Árferðið á hér mikinn hlut að
máli eins og oft áður og kemur
að vanda misjafnt við. Þá er
verðlagsgrundvöllur land-
búnaðarins ekki raunhæfur og
má þar einkum nefna fjár-
magnsliðinn.
Bændur eru dreifðir hvað
búsetu snertir og eigi vel settir
i félagslegu tilliti og þótt þeir
eigi margt ágætismanna i for-
ystuliði sinu þá er liðið senni-
lega yfirleitt heldur gamalt,
heldur þreytt og e.t.v. og ein-
synt í pólitiskum viðhorfum. Þá
ber að nefna það að hin lofs-
verða byggðastefna, sem er
góður vottur um aukinn skiln-
ing þjóðarinnar á gildi dreif-
býlisins hefur ekki náð til
bænda sem skyldi, sakir þess ð
hún hefur einkum gengið út á
það að efla dreifbýliskjarnana
en ekki hið eiginlega dreifbýli.
Sem dæmi um þetta vil ég geta
þess að hér í Þingeyjarsýsiu er
verið að reyna að koma upp
graskögglaverksmiðju og er
áhugi bænda mikill fyrir þeirri
framkvæmd, enda vitað að hún
yrði mikil lyftistöng fyrir land-
búnaðinn í héraðinu og auk
þess gjaldeyrissparandi fyrir-
tæki. Þessari framkvæmd
miðar næsta lítið sakir fjár-
magnsskorts þótt ekki muni
hún nú kosta meira en H —‘A
togari. Hins vegar hef ég ekki
orðið þess var að fjármálalega
fyrirgreiðslu skorti ef dreif-
býliskjarnarnir hér við sjávar-
síðuna vilja fá nýtt fiskiskip og
er það út af fyrir sig góðra
gjalda vert en sýnir þó að mis-
jafnt er að staðið.
Hvað skal nú gera land-
búnaðinum til framdráttar get-
ur ménn auðvitað greint á um
en í þvi sambandi vil ég drepa á
nokkur atriði.
Þar sem stefnan í land-
búnaðarmálum hefur verið of
reikul á undanförnum árum og
áratugum ber að marka hana á
mun ákveðnari hátt en verið
hefur með framtíðaráform i
huga.
Verðlagsgrundvöll land-
búnaðarins verður að taka til
gaumgæfilegrar endurskoð-
unar og byggja hann upp á
raunhæfari hátt en nú er gert.
Um niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum vil ég segja það
að þótt þær hafi löngum verið
notaðar sem nokkurs konar
allsherjarpatent i sambandi við
verðlagsmálin þá tel ég þær
mjög óæskilegar nema innan
þröngra takmarka.
Að minum dómi hafa þær að
vissu marki haft óæskileg áhrif
á landbúnaðinn, t.d. hafa þær
verið misnotaðar og einnig hef-
ur áróðursmönnum reynst auð-
velt að telja fólki trú um, að
þær séu aðeins i þágu bænda,
og hefur það reynst þeim lítill
greiði.
Mun betri leið en niður-
greiðsluaðferðin finnst mér að
lækka tilkostnaðinn á búrekstr-
inum með lækkun á rafntagni
og eftirgjöf tolla á innfluttum
rekstrarvörum svo eitthvað sé
nefnt. Afurðalánin þurfa auð-
vitaó að hækka og söluskatt á
kjöti ætti skilyrðislaust að
leggja niður.
Margt fleira mætti nefna í
þessu sambandi þótt hér verði
látið staðar numið að sinni.
Ég vil aðeins að lokum vekja
athygli á þvi að án landbúnaðar
getum við ekki þrifist í þessu
landi.
Laxamýri, 28. febr. 1977.
V'igfús B. Jónsson.
Atvinnuveg-
ur í hættu